Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 40

Fréttablaðið - 28.10.2016, Page 40
Nanna er ekki óvön því að koma fólki í gang aftur eftir hlé frá rækt­ inni. Hún segist fá marga til sín sem hafa aldrei stundað líkams­ rækt. Nanna er með hópeinkaþjálf­ un á Seltjarnarnesi sem hentar fólki ákaflega vel. Fólk fær þann stuðn­ ing og aga sem þarf. „Það þurfa allir að finna hvað hentar best. Með því að prófa einkaþjálfun í nokkra mán­ uði er hægt að komast að því. Auk þess er fylgst vel með fólki og það fær fagleg ráð. Það eru auðvitað til fjölmargar leiðir til að byrja að hreyfa sig, hópeinkaþjálfun er ein af þeim bestu að mínu mati. Það er ódýrara fyrir fólk en einkaþjálfun og oft skemmtilegra,“ segir Nanna. Raunhæf markmið „Öll hreyfing er til bóta. Hálf­ tíma göngutúr á dag gerir heilmik­ ið fyrir líkamann. Ég held að allir séu meðvitaðir um nauðsyn hreyf­ ingar en fólk kemur með alls kyns afsakanir fyrir því að hreyfa sig ekki. Tímaleysi er algeng afsökun,“ segir Nanna. „Þetta snýst fyrst og fremst um raunhæft markmið og að koma hreyfingu dagsins upp í vana. Við getum ákveðið að hreyfa okkur þrisvar sinnum í viku í fjór­ ar vikur og sjá til hvernig það geng­ ur. Ef það gengur ekki upp þarf að endurskoða markmiðið. Við megum aldrei ofgera okkur og markmiðin eiga að vera raunhæf. Tímaleysi er engin afsökun. Það er alltaf hægt að finna hálftíma í sólarhringnum fyrir sig, hvort sem það er mjög snemma á morgnana, í hádeg­ inu eða á kvöldin. Meiri lífsgæði Hreyfingin getur verið heima. Ekki er nauðsynlegt að fara í líkamsræktarstöð. Það er meira að segja oft hægt að gera hreyfingu í vinnunni, fara í stuttan göngutúr í kaffitímanum. Lífs­ gæði fólks aukast alltaf með hreyf­ ingu. Ég segi við fólk að ef það vill fara eitt í búðina þegar það verð­ ur á áttræðis­ aldri eða geta haldið á barna­ börnunum síðar á ævinni verði það að hreyfa sig. Það hefur orðið mikil vakning í hreyfingu á Ís­ landi sem er mjög til bóta. Mér finnst mjög gaman að sjá fjölda fólks úti að hlaupa eða hjóla á sumrin. Fólk er orðið meðvitað um að hreyfing er nauðsynleg,“ segir Nanna. Zumba góð hreyfing Hún segir að dans sé líka hreyf­ ing og að margir hafi fundið sig í zumba. „Fullt af fólki gleymir stað og stund í zumba og finnst tímarnir æðislegir. Það upp­ lifir sig ekki í líkamsrækt en zumba er mjög góð hreyfing. Þegar fólk byrjar að hreyfa sig breytist hugsunarháttur ósjálfrátt og þar með mat­ aræðið,“ segir Nanna og hvetur fólk til að fara rólega af stað en með ákveðin markmið. „Ef fólk fylgir því nær það árangri og fer fljótt að finna breytingar. Það sefur betur, líður betur andlega, losnar við höf­ uðverk og er orkumeira.“ Mikil vakning í hreyfingu á meðal fólks Nanna Árnadóttir, íþróttafræðingur og danskennari, kann öll trixin þegar þarf að fá sófadýr til að hreyfa sig. Hún bendir þó fólki á að fara rólega af stað. Besta leiðin er að hafa einhvern sem hjálpar manni að komast yfir erfiðasta þröskuldinn. Ekki þarf að fara út úr húsi í líkamsrækt, hægt er að stunda hana heima. Elín Albertsdóttir elin@365.is Nanna Árna- dóttir íþrótta- fræðingur hvetur fólk til að setja sér raunhæf markmið þegar það byrjar að hreyfa sig. MyNd/VAlli Þetta snýst fyrst og fremst um raunhæft markmið og að koma hreyfingu dagsins upp í vana. Við getum ákveðið að hreyfa okkur þrisvar sinnum í viku í fjórar vikur og sjá til hvernig það gengur. Ef það gengur ekki upp þarf að endurskoða mark- miðið. Hágæða prótein eftirréttir fyrir alla! Glæsibæ Verð frá 3990 kr. hEilsurækt kynningarblað 28. október 201610 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -D 9 9 8 1 B 1 8 -D 8 5 C 1 B 1 8 -D 7 2 0 1 B 1 8 -D 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.