Fréttablaðið - 28.10.2016, Side 58

Fréttablaðið - 28.10.2016, Side 58
Extravaganza er grátbros­legt gamanleikrit. Það fjallar um hana Lýdíu sem var búsett í félags­blokk en blokkin er tekin yfir af fasteignafélagi sem breytir henni í lundabúð og hótel. Að einhverju leyti er þetta óður til Reykjavíkur en sýningin gerist samt í óvenjulegum veruleika,“ segir Salka Guðmundsdóttir, leikskáld Borgar­ leikhússins, um nýjustu afurð sína. Extravaganza verður frumsýnt í kvöld í samstarfi við Soðið svið, leikhóp sem Salka rekur ásamt Aðalbjörgu Árna­ dóttur leikkonu. Spurð hvort um samtímaleikrit sé að ræða svarar Salka: „Við erum á dálítið óræðum tíma, leikmyndin vísar til dæmis bæði í fortíð og framtíð, þannig að við erum eiginlega til hliðar við allt.“ Leikmyndin er eftir Brynju Björns­ dóttur. „Brynja þurfti að búa til lunda­ búð og hótel á tíu hæðum og það verkefni er mjög smekklega leyst – við köllum það lundablokkina.“ En fékk Lýdía að búa í lundablokk­ inni eftir breytingarnar. „Já, hún er eini íbúinn sem fékk að verða eftir gegn því að hún tæki að sér ákveðið starf í mót­ tökunni við að afgreiða túristahraun­ mola og tékka fólk inn. Titillinn vísar til ráðstefnunnar Super Life Extrav­ aganza í Düsseldorf – fyrir seljendur lífsstílsvörumerkisins Super Life – sem Lýdíu dreymir um að komast á. Þetta er bjartsýniskona, hún trúir því að ef hún sé nógu dugleg þá verði henni umbunað. Ætlar að standa sína pligt og treystir því að þá blessist allt. Við komumst að því hvort það gengur eftir.“ Leikhúsgestir komast auðvitað að fleiru í sambandi við þetta hús og íbúa þess en þá leyndardóma ætla ég ekki að upplýsa hér. Hins vegar má það koma fram að músík blandast inn í verkið. Höfundur hljóðmyndar er Ólafur Björn Ólafsson og Salka segir hann dálítið að hylla gömlu revíutón­ listina. María Heba Þorkelsdóttir leikur Lýdíu og í öðrum hlutverkum eru Aðalbjörg Árnadóttir, Hannes Óli Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnars­ son. Ragnheiður Skúladóttir leikstýrir. Salka segir um tvö ár frá því hún hóf að skrifa leikritið. „Síðasta hálfa árið hef ég unnið með leikstjóranum og leikhópnum og við slíkt samstarf tekur verk alltaf breytingum. En grunnhug­ myndin hefur verið sú sama allan tím­ ann. Ég sá svo sterkt fyrir mér þennan heim sem nú hefur verið skapaður af hinum frábæru listrænu stjórnendum sem vinna við uppsetninguna. Það er þar sem allt gerist.“ gun@frettabladid.is Óður til Reykjavíkur – í lundablokk Leikritið Extravaganza er nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleik­ hússins í kvöld. Það  snýst um dömu sem býr í lundablokk í Reykjavík. Salka er höfundur hins nýja verks sem sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins. FréttaBlaðið/ErNir Bækur Villisumar HHHHH Guðmundur Óskarsson JPV útgáfa 2016 125 bls. Guðmundur Óskarsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra skáldsögu sína, Bankster, sem út kom árið 2009. Síðan hefur lítið frá honum heyrst en nú sendir hann frá sér sína þriðju skáldsögu, Villisumar, þar sem umfjöllunarefnið er örlagaríkt sumar í samskiptum föður og sonar á síðustu öld. Rammi sögunnar er ferðalag sonarins á efri árum til að vera við­ staddur yfirlitssýningu á verkum listmálarans föður síns í borginni Y þar sem þeir feðgar höfðu dvalið hið örlagaríka sumar þegar sonurinn var rétt kominn með hvolpavitið. Á ferð sinni rifjar hann upp þetta sumar og þær afleiðingar sem það hafði á líf hans um leið og hann gefur lesanda lágmarksupplýsingar um núverandi stöðu sína í lífinu. Samskipti feðganna eru í forgrunni, sem og borgin franska sem var sögusvið örlaganna og aðeins lítillega tæpt á aðdraganda og eftirmála dvalarinnar í borginni Y. Þetta er harmleikur með hefð­ bundnu sniði, þroskasaga drengsins og uppgjör við föðurinn. Allt saman frekar fyrirsjáanlegt og klisjukennt en styrkur Guðmundar sem höfundar felst í ritfærni hans og rödd. Málfarið er kröftugt, óvænt og algjörlega hans og bygging sögunnar er haganleg, upplýs­ ingum miðlað í hæfilegum skömmtum til að halda lesanda við efnið. Lýsingar á umhverfi og andrúmslofti eru sterkar og sannfærandi, lesandinn skynjar hið framandi umhverfi með drengnum, finnur lyktina og heyrir frönskuna hljóma, sér hina sérstæðu og framandlegu aukakaraktera með hans augum, svitnar með honum og stynur. Saga þeirra feðga nær hins vegar ekki tökum á lesandanum, þeir eru laust dregnir og klisjukenndir karakterar sem við þekkjum úr ótal slíkum sögum frá ýmsum tímum og löndum. Hvörf sögunnar eru frekar ósannfærandi og þá kannski fyrst og fremst vegna skorts á undirbyggingu. Verra er þó að þessar tvær aðalper­ sónur öðlast í raun ekkert líf í huga lesandans og honum er eiginlega slétt sama um örlög þeirra. Hefur heyrt af þeim einum of oft áður. Það er eilíft deiluefni hvort sagan sem slík skipti máli þegar rætt er um gildi bókmenntaverka, hvort það sé ekki yfirhöfuð alltaf verið að segja sömu sögurnar og bók verði því aðeins góð að höfundurinn skrifi hana vel og hafi einstaka rödd. Fyrir þá sem aðhyll­ ast þá skoðun og líta fyrst og fremst á bókmenntir útfrá stíllegu sjónarmiði er Villisumar mikill fengur og ljóst að hér er kominn höfundur sem sker sig úr fjöldanum hvað ritfærni varðar. Fyrir okkur hin sem viljum láta heillast af sögunni sem sögð er af slíkri ritfærni er hún því miður vonbrigði. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Afspyrnu vel stíluð saga sem líður fyrir slappa persónu- sköpun og alltof kunnuglega sögu. Syndir sonanna ÞEtta ER BjaRtSýNiS- koNa, húN tRúiR Því að Ef húN Sé NóGu duGLEG Þá vERði hENNi umBuNað. Eitthvað dularfullt að gerast í lundablokkinni. MyNd/Hörður SvEiNSSoN 2 8 . o k t Ó B e r 2 0 1 6 F Ö s t u D a G u r34 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -C F B 8 1 B 1 8 -C E 7 C 1 B 1 8 -C D 4 0 1 B 1 8 -C C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.