Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Svo segja sumir, að konur geri aldrei neitt“ - Ávarp Áka Granz, forseta bæjarstjórnar Njarðvíkur, á hátíðarfundi Kvenfélagsins í Stapa 2. desember sl. ,,Þaö eróhættaðsegjaað saga Kvenfélagsins í 40 ár sé félagsmálasaga Njarð- víkur, svo víða hafa þær komið við. Ýmist átt frum- kvæði eða verið styrk stoð í framgangi mála. Verkefnin voru mörg og fjölbreytt, þeim var ekkert óviðkomandi. Þær áttu frumkvæðið að því að koma upp fyrsta barnaleikvellin- um. Á þeim tíma voru leik- vellir lítt þekkt fyrirbrigði. Hið opinbera - ríkisvaldið, taldi sig ekki síður þá en nú, vita hvað landslýð væri fyrir bestu. Það varð að fara písl- argöngu til Reykjavíkur og fá leyfi hjá fjárhagsráði til að koma upp barnaleikvelli. Á þeim árum var rætt mikið um barnauppeldi og fram- tíðina. Eins og vísa frá þeim tima segir: Opinbert er allt sem má aðeins gera í felum. Bráðum verða börnin smá búin til í vélum. Upp komst völlurinn með aðstoð hreppsins og varð frægasti barnaleikvöllur landsins, kvikmyndaður og sýndur um land allt, fram á þennan dag sem fyrirmynd- ar barnaleikvöllur. Dagheimilið Gimli reistu þær af miklum dugnaði og afhentu síðan bæjarfélag- inu. Afrekaskrá Kvenfélags- ins, ef svo má kalla, er efni i stóra bók. Ég ætla mér að stikla á stóru um verkefni, sem þær hafa látið sig varða: Félagsheimili, fyrst Kross- inn, svo Stapi. Kirkjan hér í Ytra-hverfi. Þorrablót í 40 ár. Fullveldisfagnaðir, jóla- trésfagnaðir og þrettánda- vökur. Sett upp leikrit. Alls konar fræðslunámskeið. Árleg ferðalög. Hreinsun bæjarins. Skógrækt. Styrkir og gjafir til skólans, UMFN, íþróttavallanna, Keflavíkur- kirkju, Innra-hverfis kirkju, sjúkrahússins, Hallveigar- staða, byggingu handrita- húss, Landsspítalans og til fjölda líknarfélaga o.m.fl. sem of langt yrði að tíunda. Svo segja sumir að konur geri ekki neitt, og einhver oflátungur sagði ,,að pær kynnu aðeins eitt, að gera menn að fíflum - og því fengju þær aldrei nóg af". En hvað sem þær gera, er það gert fallega og án háv- aða - af því getum við karl- menn lært. Kvenfélag Njarðvíkur var og er lifandi máttarstólpi bæjarins og án þess væri Njarðvík ekki það sem hún er í dag - fyrir- myndar bæjarfélag sem við erum stolt af. Fyrir hönd Njarðvikur- bæjar vil ég óska þeim til hamingju með þessi tíma- mót og þakka þeim giftu- drjúg störf í þágu bæjarfé- lagsins - með ósk um langa og gæfuríka framtíð". JÓLAGJÖFIN í ÁR ER FRÁ SAFIR Úrval af hvíta franska POSTULÍNINU. SILFUR-PLETT í úrvali - m.a. barnasilfur SILFURBAKKAR og margt fleira. VIKING-UR Gottúrval af KLUKKUM ásamt furuklukkunum vinsælu. Viðbótarsending væntanleg í vikunni. SAFIR GULL* OG GJAFAVÖRUR Hafnargötu 35 - Sími 1755 Beinn innflutningur gerir okkur mögulegt að bjóða besta verð. KREDITKORTAÞJÓNUSTA Félaginu bárust margar gjafir á þessum timamótum. Hérað ofan sést Áki Granz forseti bæjarstjórnar Njarðvikur, af- henda Magdalenu Olsen, formanni félagsins, gjöf frá Njarðvikurbæ. Fulltrúar margra kvenfélaga voru viðstaddir og færðu fé- laginu heiiiaóskir eða gjafir. Hér er Ólöf Guðnadóttir, form. Kvenfélagasambands Gulbringusýslu og Kvenfélags Garðabæjar, sem afhendir Magdalenu gjöffrá sambandinu Fjölmargir gestir voru viðstaddir og hér sést hluti þeirra, þ.e. þeir sem sátu við háborðið. Veislustjóri var Guðiaug Karvelsdóttir, og sést hún hér i ræðustól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.