Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 41
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ ,,Það er alltaf alvara á bak við grinið“ sjálfur. Öll dagskrá leikfé- lagsins þetta kvöld var eftir mig. Nema hvað þessi leik- maður trúir því ekki að hann sé of gamall, en konan er alltaf að nudda í honum og blöðin líka, og hann er sí- fellt að meiða sig. Þetta má segja að hafi verið um mig", og enn hlær Jói, ,,svona með ívafi". Ferðu beint í leiklistina þegar þú kemur í Garðinn? ,,Já, ég held ég hafi leikið fyrsta veturinn á þorrablóti og hafði nú verið í því alltaf annað slagið fyrir austan. Svo var það nánast fastur liður á árshátíðum Víðis, að ég bjó til smá þætti og stundum lék ég í þeim sjálfur, svona stuttum skemmtiþáttum". Var ekki leikfélagið starf- andi þá? ,,Nei, það var ekkert leik- félag. Leikfélagið er nú eldra, en ég var nú ekki kominn í það. Þegar Litla leikfélagið var stofnað 76, þá gekk ég í það og hef verið í þvi síðan. Ég hef leikið í nokkrum stykkjum". Hvaða leikrit eru það? ,,Ja, ég var í Spanskflug- unni í fyrra, og Jörundi. Svo varég í fyrsta leikritinu, það var Koppalognið eftir Jónas, og ýmis sönglög eftir hann. Við fórum með það vestur í Saurbæ í Dala- sýslu og einnig á Snæfells- nes. Það er verið að æfa núna „Vondur, verri verst- ur‘‘, en ég er ekki í því. Ég veit nú ekki hvort ég leik nokkuð meira, þetta er orðið gott“. Þú hafðir fengist við leik- list áöur, var það ekki? „Jú maður lifandi. Frá 16 ára aldri meira eða minna. Mikið á Héraðsskólanum og einnig heima. Við vorum alltaf annað slagið með sýningar". Segðu mér svolítið frá fyrsta hlutverki þinu? „Já, það get ég gert. Þá lék ég gamla kerlingu og það þekkti mig enginn, enda var ég veldúðaður og gervið gott. Þá var ég 16 ára. Ég hafði skrambi góðafyrir- mynd í gamalli ágætis konu, sem átti heima skammt utan við þorpið". Manstu einhverja skondna sögu úr leiklistinni? „Jaá, það var t.d. hérna á Eiðum. Þá átti ég að vera með yfirskegg. Nú, ég var kominn inn á svið og búinn að tala heil mikið og þá losn- aði skeggið öðrum megin. Þá sagði Þórarinn Þórarins- son, mótleikari minn: „Það er maður frammi sem vill tala við þig“. Ég skildi þetta nú ekki almennilega, en fann að eitthvað var að og fór að ráðum Þórarins og skeggið var lagað. Á meðan fann Þórarinn upp á ein- hverju til þess að áhorfend- ur grunaði ekkert og við lukum við atriðið eins og ekkert hefði í skorist. Þórarinn varð seinna kunn- ur skólamaður og skóla- stjóri á Eiðum". Ertu söngelskur? „Já, ákaflega, ég man ekki eftir mér öðruvísi en syngjandi. Ég byrjaði í kór heima 16 ára. Það var gott félagslíf heima í Eyrum og mikið sungið á heimilinu. Ég söng i 18 ár í kirkjukórn- um hér í Garðinum en varð að hætta vegna þess að ég er með astma, það háði mér svolítið. Svo hef ég sungið svona gamanvísur, eins og þú kannski veist, við hátíð- leg tækifæri og helst vil ég syngja gamanvísur sem ég geri sjálfur. Ég hef gert dá- lítið af þvi, eiginlega frá því ég man eftir mér. Sem ungl- ingur var ég að semja vísur um náungann, góðlátlegt grín og kersknislaust. Svona samt sannleikurinn sagður með smávegis ívafi". Þú hefur farið snemma að yrkja? „Já, ég gerði það. Við vorum saman á Eiðum Kristján frá Djúpalæk og ég. Við ortum báðir mikið þá, sérstaklega Kristján. Svo hef ég samið töluvert af gamanvísum og sungið, síðast i fyrra í kabarett Litla leikfélagsins. Þá söng ég vísurnar um Óla frænda sem fór til útlanda og fleiri vísur. Við fluttum það í KK- húsinu. En þetta hefur yfir- leitt tengst árshátíðum og þess háttar. Ég hef lítið ort í vetur. Sumir segja að ég eigi bara að yrkja grín, en það eralltaf einhveralvaraá bak við allt grín". Er þá einhver kveðskapur eftir þig „alvarlegur", eins og það er kallað? „Já, dálitið er það. Sumt hefur birst í Faxa og blöð- unum hér í Garðinum. Svo hef ég kastað fram stökum. Maður gleymir stundum að ég ætlaði að vera hættur því, en þær koma stundum samt. Það eru yfirleitt ein- hverjar sögur á bak við þær og ég veit ekki hvort þær passa beint við þetta", segir Jói og fer undan í flæmingi. Leyfðu mér samt að heyra eitthvað af þessu? „Jæja, hér er ein sem varð til eftir áramótin fyrir nokkrum árum síðan. Það hafði snjóað mikið og allt var ófært, þannig að skóla- stjórinn var veðurtepptur og ekki hægt að byrja skóla. Hún heitir Eftir bylinn. Flutu hjól, í fönnum sat framhald jóla í sveitum. Enginn skóli eftirmat Allt í rólegheitum. Og einu sinni þegar ég var að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, þá kom þessi: I Beirút er ennþá barist og blóðið rennur um storð. Ýmist með vopnum varist eða voðaleg framin morð. Hvenær hóf Jói kennari kennsluferilinn? „Ég er búinn að kenna í rúm 40 ár, þetta er 41. árið. Heima á Seyðisfirði kenndi ég í 16 ár, byrjaði 1944 að kenna í þorpinu. Þá vantaði kennara, launin voru mjög lág þá, ekki síður en núna, gekk illa að fá kennara. Þá eru um 200 mannsí hreppn- um fyrir utan kaupstaðinn. Ég var eini kennarinn, enda var þetta farskóli þótt það væri skólahús í þorpinu. Ég var því minn eigin herra, maður hafði námskrá til að fara eftir og reyndi bara að fara eftir því. Þar kenni ég til 1960, flyt þá suður í Garða- bæ og bý þar í 3 mánuði. Þá var ég beðinn að koma og kenna í Garðinum. Ég var reyndar að hugsa um að hætta að kenna á þessum tíma, en Ingimar Jóhannes- son, sem varskrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að mönnum sem væru búnir að kenna svona lengi, bæri skylda til að halda áfram, og ég sagðist mundi kenna ef eitthvað hentugt byðist. Svo var ég orðinn hálfvonlaus um að ég fengi nokkra kennslu af því ég sótti hvergi um. En þá bauðst kennsla hér. Jón VI //, Óskum uiðskiptauinum okkar og öðrum Suðurnesjamönnum GLEDILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. Pökkum uiðskiptin og samstarfið á liðnu ári. - Lifið heil. víkuh Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Sendum sjóðfélögum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla og ngársóskir, þökkum samstarfið á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.