Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 51

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 51
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ Napur vindurinn að norðan Napur vindurinn næddi i hvert skúmaskot í hrörleg- um húskofanum, þar sem hann hékk saman við neð- anverða Hafnargötuna í samræmi við gamalt byggð- arskipulag. ( einu horninu húkti aldinn og hrumur karlinn og lét huga sinn reika fram og aftur, inn og út. Sá gamli teygði hægri höndina undan ekki svo gömlu teppinu, reyndi að hækka hitann á þessum eina ofni sem hafði veitt honum einhvern varma hin síðari ár. I hljóði bölvaði hann hitaveitunni, er sner- illinn skreið ekki neitt í þá átt sem örin sýndi, og sjálf um sér fyrir að hafa ekki lagt út í þann kostnað að kaupa nýja ofna, árið sem heita vatnið var leitt í húsið. Þá var hann nýkominn á eftirlaunaaldurinn og átti enn peninga undir koddan- um (treysti nefnilega ekki bönkunum og hafði aldrei gert), peninga sem hann ætlaði að nota í ellinni til að geta gertsérdagamun ájól- unum og svoleiðis (hann skildi ekki af hverju skyldi haldið upp á fæðingu frels- arans á kaldasta tíma ársins og þegar dagurinn væri stystur). Hann rámaði í að hafa einhvern tíma lesið sér til um þetta í einhverju ís- lensku tímariti (útlensku las hann ekki og hafði aldrei lært) í fyrsta og eina skipti sem hann hafði leitað til tannlæknis og þá til að láta rífa úr sér allar geiflurnar, enda var hann að sálast úr helvitis kvölum. Hann hafði aldrei skilið, né nennt að þrífa í sér tennurnar til þess eins að halda þeim. „Pabbi og mamma þrifu áldrei skoltinn á sér, voru þó með allar heilar fram í andlátið", sagði hann við konuna sína sálugu, er hún reyndi að fá hann til að bursta tennurnar með tann- kremi í hvert sinn sem hann reyndi að láta vel að henni undir sængurvoðinni á kvöldin. Hann efaðist jafn- vel um að hann gæti gefið ærlegan og blautlegan koss í dag, því að svo mörg ár voru liðin frá síðustu æf- ingu. Hann mundi, að á fyrstu hjúskaparárum þeirra höfðu þau kysstst kvölds og morgna, og í hádeginu í þau skipti sem hann var heima. Andlit hans lyftist ögn við minninguna, en datt aftur, er hann minntist þess af hverju þessum unaðsstund- um í lífi hans hefði linnt. Einn daginn hafði konan komið heim meðeinngulan tannbursta og annan bláan, ásamt tannkremstúpu með bláleitu innvolsi. Hún tók þegar til við að bursta og heimtaði að hann gerði slíkt hið sama, en vegna sann- færingar sinnar (og þrjósku) hafði hann aldrei orðið við þeirri ósk hennar, og hún látið hann gjalda þess með blautligra-kossa- banni. Sjálf hafði hún lifað fram í andlátið á sjötug-asta aldursári með allar heilar (hafði reyndar farið fram á að fá að liggja í kistu sinni með opinn munninn svo að sæist í hvítar og fallegar tennurnar, þannig að Lykla- Pétri litist betur á hana (hún hafði nefnilega lesið Gullna hliðið). Á sama tíma og hann hafði engst sundur og saman í sannfæringu sinni. Hvernig sagði nú aftur í þessari grein á biðstof- unni? hugsaði hann með sér og aftur lyftist brún og andlit með, því þetta mundi hann: „Ástæðu þess, aðjól- um hefur verið valinn timi í svartasta skammdeginu má rekja allt aftur til Rómverja hinna fornu. I Rómarríki var mesta hátíð ársins haldin á þeim árstíma, er dag tekur að lengja aftur og vonin um gott og farsælt korn- yrkjutímabil tók að birta hugi manna. Þegar Róm- verjar tóku kristni var þeim heitið því, að áfram yrði hátíð á fyrrnefndum tíma, en aðeins yrði hnikað til um forsendur. Til dýrðar fæðingu frelsarans í stað sólarguðsins áður. Að þessu heitnu tóku Rómverj- ar hina nýju trú, án mikilla undanbragða". Næðandi norðanvindur- inn og mannhæðarháir skaflarnir sem hann glitti í, gegnum örlitla rifu á hleran- um sem hann hafði neyðst til að negla fyrir gluggann, er þraut tuskurnar sem hann hafði notað til að fylla upp í götin á einföldu gler- inu (en heimilshjálpin notaði á þriðjudögum til að þrífa kofann, en hún kom á kostnað bæjarins. Hann bar hlýhug til bæjarstjórans fyrir þessa einu en vikulegu heimsókn sem gamli karlinn hefði með engu móti getað kostað sjálfuraf alltof lágum lífeyri, auk þess sem spariféð sællar minn- ingar hafði brunnið upp í verðbólgubálinu. Hann átti bágt með að skilja það, þar sem bankarnir hefðu ekki komist undir koddann, eða það hélt hann). Þessi þrönga sýn minnti hann á Akureyring nokkurn, sem hafði unnið stuttan tíma í Jökli, er það var og hét. Þá hefði vetur verið óvenju- harður á Suðurnesjamæli- kvarða. Starfsmenn bölv- uðu fannferginu hver i kapp við annan og sögðu sögur af því hvernig þeim hefði gengið að komast úr húsi og í vinnuna þá um morg- uninn. Þá heyrðist smellt í góm og hlegið stundarhátt og hæðnilega úr einu horninu i saltfiskgeymslunni. Karlar og konur litu við pg sáu hvar þéssi monthani að norðan sem montaði sig af skýr- mæltri norðlensku sinni, og sagði Akkureyri, en ekki Agureyri, eins og á að segja, enda hafa sunnlend- ingar fylgt þróun timans, en norðlendingar staðið stað vegna einangrunar. Norð- anmaðurinn var jafnvel svo ósvífinn að kalla mál okkar linmælgi, en sitt sanna og rétta íslensku. Og enn hló hann, og nú við fót á harða- hlaupum undan foxillu samstarfsfólki sínu sem ætl- aði að lúskra á þessum auma, en óvinsæla manni. Allt i einu snarstoppaöi hann og lyfti höndum og sneri sér við, þar sem hann stóð uppi á einni saltfisk— stæðunni. - Stöðvið aðeins og heyrið mál mitt, kallaði hann hátt á sinni ýktu norð- lensku. Vitið þið af hverju ég hló svo innilega (hæðn- islega hefði verið rétta orðið). Nei, enda ekki von til, en ég gat ekki annað en hlegið, er ég heyrði hvað þið berið ykkur illa í þess- um snjó sem þið segið mik- inn. Ég skal segja ykkur, að þar sem ég bý fyrir norðan tala menn ekki um mikinn snjó, fyrr en hæðin nær þriðja manni í topp, lauk akkureyringurinn á sinni til- gerðarlegu norðlensku sem nísti merg og bein. Lúskruninni á mannaum- ingjanum lauk nokkru síð- ar, svo og starfsferli hans hér sunnanlands. Margt og mikið flaug um huga gamlingjans, þar sem hann húkti í umkomuleysi sínu við nær alkaldan stál- ofninn sinn, sem þótti reyndar góður i eina tíð, milli þess sem hann rölti inn í eldhús, þar sem hann fekk sér lítinn bita af grjóthörðu rúgbrauðinu og sleikti mjólkurisklumpinn sem hafði í síðustu viku heitið nýmjólk, fljótandi, en þar sem gamli amríski ísskáp- urinn var hættur að kæla, hafði hann sett mjólkina út í glugga í þeirri trú að sá geymslumáii .nyndi halda henni kaldri og svalandi (honum líkaði engan veg- inn volg mjólk), en örlögin, reyndar frostið bæði inni og úti, höguðu því svo, að morguninn eftir beið hans svalandi klumpurinn. Komið var fast að kvöldi, daginn fyrir Þorláksmessu. Allar Ijósaperur voru ónýt- ar, sú síðasta hafði sprungið fyrr um kvöldið. Gamli karlinn sat enn við gluggann og ofninn í myrkr- inu, eina birtan læddist inn um eina rifu hlerans, sem var eina festingin i lífi hans, fyrir utan heimilishjálpina sem myndi hressa hann við á morgun er kæmi færandi birtu og yl með hressileika sínum. Hann elskaði þessa konu, en hún var því miður gift, hugsaði hróið við ofn- inn. Þennan dag hafði gaml- inginn hrumi komist aö nið- urstöðu í hugsunum sínum. Hann var mjög upp með sér af þessu afreki sínu og hon- um hlýnaði stóra ögn um hjartaræturnar, svo fremi að þannig megi að orði komast. Hann óskaði þess að hann hefði bolmagn til að geta frætt alheim um þennan stóra sannleik að honum fannst. I sem stystu máli: Honum fannst i meira lagi rangt og raunar fáránlegt, að borgarar létu bjóða sér að greiða gjöld til þess op- inbera af tekjum sem þeir alls ekki hefðu notið. í hug- anum setti hann dæmið svona: Segjum að ég hafi haft 200.000 krónur í bók- haldslegar tekjur í fyrra. Þá greiddi ég hinu opinbera alls 50.000 vegna teknanna á árinu þar á undan. Þá átti ég eftiralls 150.000 til að lifa af. Ranglætið felst í því, að nú í ár þyrfti ég að gefa upp 200.000 til skattlagningar, sem sagt að greiða gjöld af því sem ég í raun aldrei not- aði. Að síðustu hugsun slepptri reis hann á illa farna fætur, rölti að rúmi sínu, þar sem einu sinni hafði beðið konan, hlý og feit og full af spiki, og með dauft bros í hrjúfu, en vina- legu andlitinu, lagðist undir ískalda voðina, tók andköf af hrolli, en lét það ekki á sig fá, en lét sig dreyma um það hversu góður hann myndi vera við hina leynilegu ást- mey sína sem kæmi daginn eftir. Hann varð ekki var við er hvessti um nóttina. - Guð minn góður, hróp- aði ástmeyjan sem reyndar hafði ekki hugmynd um, að þessi gamli karl hafði látið sig dreyma marga blaut- liga og eldheita kossa þar sem hún yrði í öðru hlut- verkinu. I óveðrinu um nóttina hafði önnur festinganna í lífi öldungsins látið undan og skaflinn hafði teygt sig inn á stofugólfið. I rúminu lá hann, helfrosið líkið með bros á vörum svo glitti í góminn efri. Hvað skyldi hann hafa verið að dreyma, svo bros- hýr, hugsaði konan meðsér um leið og hún rauk út, fór heim og hringdi í son hans sem bjó í stóru steinhúsi við Faxabrautina. Sonurinn og heimilis- hjálpin hittust i kofanum og biðu þar sjúkrabíls til að flytja náinn á viðeigandi stað, líkhúsið, þar sem gamla karlinum yrðu veittar nábjargirnar. Ég hefði nú reynt að hjálpa pabba, hefði ég aðeins vitað hvernig var ástatt fyrir honum, sagði sonurinn mæðulega, eins og verið væri að taka frá honum dýrmætan tíma. Hann leit mæðulega í kring- um sig. Ó.Þ.E. Keflavík - Suðurnes rómaða"3"9" jóTakonfekt au9'ýsir: er ávallt nýtt. Hentugt til tækifærisgjafa. Nýtt sælgæti allt árið. ÖL OG GOS EMMESS-ÍS Bæjarins bestu pylsur - ★ - Kodak og Konica filmur í allar myndavélar. Tökum allar myndir í framköllun. LINDIN er alltaf í leiðinni Hafnargötu 39 - Keflavik - Sími 1569
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.