Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 19
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ Keflavíkurftugvöllur: Lá við árekstri tveggja flugvéla? Líkur eru á aö nærri hafi legið við árekstri tveggja fullhlaðinna farþegaflug- véla Flugleiða á lofti yfir Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði, að því erfram kom í NT sl. föstudag. Hæðarmis- munur vélanna við flugtak fór undir leyfileg mörk þegar þær voru að klifra upp og er bilun í ratsjá flug- turns m.a. talin orsök fyrir þessu. Er lokið rannsókn á atvik- inu, en skýrslan hefur ekki enn verið birt opinberlega. Atvik þetta varð með þeim hætti að DC8 flugvél með 249 farþega innanborðs og Boeing 727 þotu með 136 farþega var báðum hleypt á loft eftir sömu flugbraut með stuttu millibili. DC8- vélin var á undan, en Boeing-vélin klifrar hraðar upp. Vegna þessa minnk- aði hæðarbilið milli vélanna og var undir 1000 fetum, sem er það sem það má minnst vera. Varði þetta í nokkrar mínútur, en á meðan var hluti í radar flug- turnsins bilaður. - epj. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: Ingólfur Halldórsson settur skólameistari til vors - Hjálmar Árnason aðstoðarskólameistari Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suður- nesja 20. nóvember s.l. var tekið fyrir bréf frá Jóni Böðvarssyni, þar sem hann segir lausri stöðu sinni sem skólameistari við skólann. Hann hefur verið ráðinn af iðnaðarráðherra, forstöðu- maður með ritun iðnsögu íslendinga. Þakkar hann um leið ánæjulegt samstarf við skólanefnd, nemendur og annað starfsfólk skólans. Fram kom á fundinum að skólanefnd gerði sér grein fyrir að mikill sjónarsviftir væri að Jóni, svo mjög sem hann hefur unnið við skólann frá upphafi og þakkar honum ómetanleg störf. Vegna þessa hefur Ingólfur Halldórsson verið settur sem skólameistari til áramóta og Hjálmar Árnason sem aðstoðar- skólameistari. Á fundinum kom til umræðu hvort auglýsa skyldi starfið laust strax, þ.e. frá áramótum, eða láta það bíða til vors. Og var síðari kosturinn valinn. Um leið leitaði formaður skólanefndar því til Ingólfs og Hjálmars hvort þeirvildu gegna sömu störfum út skólaárið og féllust þeir á það. epj. Ekið á dreng á reiðhjóli Sl. fimmtudag var ekið á dreng sem var á reiðhjóli á Tjarnargötu móts við inn- keyrsluna í port kaupfé- lagsins að Hafnargötu 30. Slapp drengurinn við meiðsl, þrátt fyrir það að höggið hafi verið það mikið að stuðari bílsins beyglað- ist. - epj. „Gleðilega hátíð“ Ný hljómplata frá Geimsteini Hljómplötuútgáfan Geim- steinn hefur nýlega gefið út hljómplötu sem ber nafnið „Gleðilega hátíð". Eins og nafnið bendir til er þetta há- tíðarhljómplata som inni- heldur 16 hátíðarlög. 10 lög eru alveg nýjar upptökur af hefðbundnum erlendum jólalögum með nýjum ís- lenskum textum, hin 6 eru af eldri hljómplötum en ekki hafa verið fáanleg í nokkur ár. Fjöldi þekktra söngvara kemur fram á plötunni s.s. Einar Júlíusson, Rúnar Júlí- usson, Hljómar, María Bald- ursdóttir, Þórir Baldursson, Geimsteinn o.fl. Fóru upptökur fram erlendis og á upptökuheimili Geimsteins í Keflavík. Útsetningar eru flestar eftir Þóri Baldurs- son, en einnig hefur Gunn- ar Þórðarson útsett nokkur lög. - epj. Slysavarnadeild kvenna í Keflavík Jólafundur verður haldinn 13. des. í Kirkju- lundi kl. 20.30. - Mætið vel og munið jóla- pakkana. Stjórnin FALLEG FÖT Munið gjafakortin vinsælu. - GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA - Pe/eWen SPARAÐU HLAUPIN GERÐU KAUPIN HJÁ NONNA OG

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.