Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 25
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Konan á bak við manninn: „Tekur starfið alvarlega“ SIGRÍÐUR FRIÐBERTSDÓTTIR heitir konan á bak við manninn, bæjarstjórann í Njarðvik, fyrrum bæjarfulltrúa á ísafirði (enn einn ísfirðingurinn) og rafvirkja: ALBERT KARL SANDERS. Þaö er þessi typiska spurning til ykkar kvenna: Hvernig er að vera gift manni í fremstu viglínu? ,,Það er stundum erfitt. Ég finn þó ekki eins mikið fyrir því núna, en fyrst eftir að Kalli tók við bæjarstjóra- stöðunni hér i Njarðvík, var ég viðkvæm fyrir hvers kon- ar gagnrýni. Þetta venst og gagnrýni er nauðsynleg og Albert K. Sanders og Sigriöur Friðbertsdóttir. réttmæt, en ætti þó að vera sanngjörn - það á ekki bara að gagnrýna til að gagn- rýna“, segir Sigríður og hellir rjúkandi kaffi i bolla blaðamannsins. ,,Hann hefur nú gegnt stöðu bæjarstjóra sl. 10 ár, en áðuren viðfluttum hing- að suður, bjuggum við á (safirði, en þar byrjuðum við okkar búskap. Kalli var þar í rafvirkjun og vareinnig fulltrúi í bæjarstjórn. Um það leyti sem viðfluttum var atvinna lítil og kunningi hans bauð honum atvinnu hér fyrirsunnan. Síðan höf- um við verið hér sl. 22 ár og líkað vel". Vinnur þú úti? ,,Já, ég er í hálfu starfi á Heilsugæslustöð Suður- nesja. Ég fór út á vinnu- markaðinn fyrir u.þ.b. 5 ár- um, þegar börnin voru farin að vaxa úr grasi. Svo sé ég um heimilið þess á milli - þannig að ég vinn á tveim- ur stöðum skulum við segja“. Gætirðu hugsað þér að skipta um hlutverk við eig- inmanninn og fara jafnvel í svipaða stöðu, ef þér byðist slfkt? ,,Ég gæti hugsað mér að skipta, en í einhverja áhrifa- stöðu, nei. En hvort hann gæti hugsað sér skipti, veit ég ekki". Tekur hann þátt i heimil- isstörfunum? „Hann hefur ekki mikinn tíma til þess, en reynir af og til. Þegar börnin voru minni var hann duglegri við það“. Hver eru þin áhugamál? „Þau eru ansi mörg. Helst eru það íþrótti rnar. Þær hafa verið og eru enn mitt áhugamál. Ég lék hand- bolta á yngri árum og meira að segja eftir að ég kom hingað. Við æfðum i gamla Krossinum undir stjórn Sigga Steindórs, sem þá þjálfaði kvennalið KFK. Það var ansi gaman og ég get nefnt nöfn sem koma upp í kollinum, eins og Anna Magga hans Lilla, Lalla hans Valla Helga, Erna skó og fleiri góðar stelpur". Hvað með hans áhuga- mál? „Það eru bæjarmálin og golfið. Hann fer alltaf í golf þegar hann á tíma aflögu, en fylgist lika mikið með öðrum íþróttum. Það má eiginlega segja um alla fjöl- skylduna. Þegar íþróttireru í sjónvarpinu og matur um leið, þá rjúka allir með disk- ana inn i stofu fyrir framan kassann. Enda var ég farin að hafa mat á þeim tima sem hentaði í slíka flutn- inga". Nú virtist hann hafa áhuga fyrir þingmanns- starfi og reyndi við það i fyrra. Mundirðu frekar vilja hafa hann þar en í bæjar- stjóra starfinu? „Ég held að ég yrði meira hlynnt núverandi starfi hans en að hann færi að vinna i þessu „leikhúsi" eins og það er oft nefnt. En hvað útkomuna í prófkjör- inu varðar, þá var Kalli alls ekkert óhress með hana. Hann var hvattur til að taka þátt, en beitti sérekki mikið, þannig að hann var alls ekkert óánægður með út- komuna, því hann bjóstekki við neinu“. Að lokum, Sigriður, kon- an á bak við Albert K. Sand- ers: Hver er hans helsti kostur og ókostur? „Helsti kostur hans er hversu tillitssamur hann er. Ókosturinn er sennilega hvað hann tekur starfið al- varlega". varlega", sagði Sigríður Friðbertsdóttir að lokum. ______________________pket. JÓLASVEINNINN er á leið til einhvers af þessum fjórum börnum, sem við sjáum þarna í hornunum. En hvert barnið er það heppna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.