Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 26
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Konan á bak við manninn: „Já, en mamma, hann sem er svo góður maður“ Hún heitir ÞÓRDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR, konan á bak við mann- inn, alþingismann fyrir Alþýðuflokkinn i Reykjaneskjördæmi, for- mann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og nágrennis, vara- formann Verkamannasambands íslands og fyrrum bæjarfulltrúa, svo eitthvað sé nefnt, KARL STEINAR GUÐNASON. Hvernig tekst þér aö sinna áhugamálum þínum? ,, Fyri r skilning eigin- mannsins og fjölskyldunn- ar hefur mér tekist að sinna mínum áhugamálum. Ég hef starfað mikið með leik- félaginu, þó ekkert nú síð- ustu ár. Slíkt tómstunda- starf tekur mikinn tímaener einnig mjög skemmtilegt. Þvi hætti ég þegar börnin voru farin að vaxa úr grasi. Ég vildi endilega leyfa þeim að sinna sínum áhugamál- um eins og ég hafði gert. Kannski byrja ég aftur raun allt pólitík, þó svo það sé ekki flokkspólitík, en sumir segja að pólitík sé vond eða Ijót tík. Viðhorf fólks um hin ýmsu mál er pólitík, - mér finnst oft myndast misskilningur um þetta orð. Talandi um póli- tík man ég eina skemmti- lega sögu af elstu dóttur- ina, sem þá var 7 ára. það voru að fara fram bæjarstjórnarkosningar og Kalla Björg hafði verið að leika sér með vinkonu sinni einn daginn, en kemur til mín eitthvað miður sín og Er erfitt aö eiga eigin- mann í fremstu víglinu? ,,Ég þekki ekki mikið annað. Frá því við giftum okkur hefur hann alltaf ver- ið á kafi í félagsmálum og pólitík. Þegar ég kynntist honum var hann kennari við barnaskólann og starfaði mikið með Félagi ungra jafnaðarmanna og Sam- bandi ungra jafnaðar- manna. Síðan fór hann fljótlega í bæjarstjórn og síðar á þing. Hann er búinn að vera viðloðandi verka- lýðshreyfinguna frá blautu barnsbeini, ef svo má að orði komast, og er þar enn. Það starf tekur lítiö minni tíma en þingmannsstarfið. Það er synd að segja að hann hafi ekki nóg fyrir stafni - kannski einum of". Ertu heimavinnandi hús- móöir? Alltaf verið kannski? ,,Ég vann úti þar til Mar- geir fæddist, að undan- skildum þeim tíma þegar ég var að eiga börnin. Síðan hef ég ekki haft neinn val- kost. Fyrsta árið eftir að Margeir fæddist fór í eilíf hlaup á milli lækna, þar til uppgötvaðist hvað var að honum, þ.e. hreyfihömlun. Hann fór strax í æfingar og hefur stundað þær frá því hann var 1 árs. Þær þurfti að sækja til Fteykjavíkur fyrstu 3 árin, en með tilkomu Þroskahjálpar gerbreyttist aðstaðan og nú sækir hann æfingar hér í húsakynni Þ.S. Ég get þó ekki sagt að ég sé alveg föst heima við, því sl. 2 ár hef ég verið dá- lítið í forfallakennslu við Myllubakkaskóla, en þó þannig að hún samræmd- ist stundaskrá Margeirs". Gætiröu hugsað þér hlut- verkaskipti hjá þérog eigin- manninum, þ.e. að þú færir alfarið út aö vinna en hann sæi um heimilið? ,,Ég mundi gjarnan vilja eiga kost á að fara út á vinnumarkaðinn, en ég hef ekki áhuga á að ganga inn í hans störf eða hliðstæð Þórdis, Karl Steinar og ynasta barn þeirra, Margeir Steinar þeirn". J Ó LÁTRES^ SALA Kiwanisklúbbsins KEILIS Salaferfram ásamastaö, íþróttavallar- svæöinu í Keflavík. Opiö frá kl. 17-20 mánud.-fimmtud. og frá kl. 14-22 föstud.-sunnud. JÓLATRÉ-GRENI - KROSSAR BORÐSKRAUT-JÓLAPAPPÍR^ JÓLATRÉSFÆTUR Allur ágóöi rennur til líknarmála. Kiwanisklúbburirin KEILIR þegar ég verð orðin amma, það segi ég alla vega þegar ég hef verið beðin að komé aftur núna síðustu ár, - þá get ég leikið raunverulega ömmu. Nú, svo hef ég verið í alls kyns félagsmálum, m.a. hef ég starfað töluvert fyrir Þroskahjálp og er núna m.a. I blaðstjórn landssamtak- anna, sem gefur út timarit fjórum sinnum á ári, svo er ég í öldungadeild F.S.“ Eyöir eiginmaðurinn miklum tíma meö fjölskyld- unni? „Of litlum, en þó eins og hann getur". Hver eru hans áhugamál? ,,Það eru aðallega félags- mál af öllu tagi, þann litla tímasem hann hefuraflögu. Oftast er hann bara heima þegar hann á frí". Hvaö meö heimilisstörf- in, tekur hann þátt i þeim? ,,Hann hefur alltaf tekið einhvern þátt í þeim, t.d. vaskar hann oft upp. Fyrir skömmu fór ég með Mar- geir til læknis í Bandaríkj- unum og var í 9 vikur. Þá gerði Steini ýmis heimilis- verk sem hann hefur ekki gert áður, og tókst mjög vel, að sögn dætranna". Er pólitik mikiö rædd á heimilinu? ,,Já, mikil ósköp. Ég er sjálf alin upp á pólitísku heimili og hef mikinn áhuga á pólitík. En þetta orð - pólitík, þaðermiklu víðtæk- ara en margir halda. Þaðer í segir: ,,Er afi hennar Mörtu virkilega á B-listanum?“ og ég sagði svo vera. ,,En hann sem er svo góður maður". Það var Hermann heitinn Eiríksson", segir Þórdís frá þessu eftirminnilega atviki. Gagnrýni og sögusagnir. Þetta tengist pólitík og al- þingismönnum. ,,Það getur enginn gert svo öllum líki. Um leið og ákvörðun er tekin eignast maður samherja og and- stæðinga. Á þessu byggist pólitík. Svo framarlega sem ákvörðun er tekin sam- kvæmt eigin sannfæringu, þá blæs maður á gagnrýni og sögusagnir illrar tungu, sem ekki eiga við rök að styðjast". Aö lokum, Þórdís, kon-an á bakvið Karl Steinar Guðnason. Hver er hans helsti kostur og ókostur? „Helsti ókostur hans er hvað hann vinnur mikið og því sé ég hann ekki nógu mikið. En hann er nú bara svona gerður, - vill hafa mikið að gera og erallsekki þessi 9-5 týpa, ef ég má segja svo. Helsti kostur hans er tillitssemi, og þá ekki síst gagnvart mér og mínum áhugamálum. Hann hefur hvatt mig til að taka þátt í því sem mig hefur langað tii og reynt að skipu- leggja sinn tíma mér til handa", sagði Þórdís Þor- móðsdóttir. - pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.