Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 48
JOLABLAÐ VÍKUR-fréttir Auglýsingarnar i VÍKUR-fréttum bera árangur. GRÁGÁS HF. og starfsfólk sendir öllum Suðurnesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL, GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR. Þökkum samskiptin á árinu sem er að liða. VERKTAKAR serida starfsmönnum sínum og öörum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: „Hvergi nánara samband milli sveitarfélaga" - segir Eiríkur Alexandersson, framkvæmdastjóri sambandsins, en hann hefur verið tengdur því frá upphafi Sveitarstjórnarmál er einn þeirra málaflokka sem Suöurnesjamenn láta sig miklu varöa. Enda svo komið aö enginn landshluti helureins náið samstarf milli sveitarfélaganna allra og við hér. Þetta samstarf hefur nú siöari ár komið fram m.a. innan SSS, en er i rauninni mun eldra eða frástofnun Sjúkrahússins. Þegar SSS var stofnað á sinum tima, lýsti sveitarstjórn eins sveitarfélagsins hér syðra yfir ótta, vegna þess að með stofnun sambandsins vaeri verið að þúa til einn bæj- arstjóra i viðbót sem ráða ætti yfir hinum. Þetta sveitarfélag hefur nú eins og öll hin hér á svæðinu, komist á aðra skoðun. En eru þeir sem stóðu að stofnun sam- bandsins ánægðir með þróunina? Einn þessara manna er núverandi fram- kvæmdast/óri þess, EIRÍKUR ALEXANDERSSON, og fengum við hann til að svara þessu. „Þetta er ákaflega merki- leg spurning“, sagði Eiríkur. „Þróunin hefur verið ákaflega ör. Ég er Grindvíkingur, fæddur þar og uppalinn. Ég held að ég hafi verið kominn undir fermingu þegar ég kom fyrst til Sandgerðis. Grind- víkingar áttu yfirleitt ekki leið hérna um Suðurnes, þeir fóru í Reykjavík, og sama mun hafa verið um Vatnsleysustrandarbúa. Þeir renndu frekar inn í Hafnarfjörð eða Reykjavík, heldur en í Keflavík. 1971, skömmu eftir að ég tók við sveitarstjórastöðu í Grindavik, kom upp hug- myndin um þessa sam- vinnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sem í upp- hafi var bara hugsuð sem samvinna framkvæmda- stjórasveitarfélaganna, það er að segja bæjarstjórans í Keflavík sem þá var eini kaupstaðurinn, þeirra sveit- arstjóra sem þá voru komn- ir, og þá oddvitanna í minni sveitarfélögunum. Fórum við að hittast svona frekar á samvinnuvettvangi milli starfsmanna sveitarfélag- anna frekar en á milli sveit- arstjórnarmanna. Var þetta samband algjörlega óform- legt og við höfðum engar rammareglur til að fara eftir. Fljótlega fór að bera á því að sveitarstjórnirnar sjálfar fóru að vísa málum til þess- arar nefndar, sem þá hét Samstarfsnefnd sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Síðan gerðist það á árinu 1972, að Grindvíkingar boruðu í Svartsengi og þegar í Ijós kom hvað þar var undir og einnig að Grindvikingar gætu ekki staðið einir undir því sem þar þurfti að virkja, samþykktu þeir í hrepps- nefndinni að leggja til að hin sveitarfélögin tækju upp samstarf um að koma á áframhaldandi rannsókn- um í Svartsengi með það fyrir augum að stofna hita- veitu á Suðurnesjum. Þarna strax ári eftir.að þessi nefnd var stofnuð átti ég að vinna sem fulltrúi Grindvíkinga að þessu og þá var þetta traust strax komið á þessa nefnd. Var þetta samstarfsnefnd þessara sjö fulltrúa sveitar- félaganna þar til eftir kosn- ingar 1978, að formlega var stofnað upp úr nefndinni Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, með sín eigin lög og um leið varð það að landshlutasamtök- um. En áður höfðum við verið í Sambandi sveitarfé- laga á Reykjanesumdæmi (SASÍR). Við þetta urðu litl- ar breytingar nema að form- inu til. Að vísu komu nú til aðalfundir og fundir sveit- arstjórnarmanna sem leggja línuna og ákvarðar hvernig að málum skuli staðið milli aðalfunda". Slðan hafa mál þróast þannig að sveitarfélögin hér syðra standa meira og meira saman að ýmsum rekstri. Er þetta jákvæð þróun? „Tvímælalaust. Ég man að það fyrsta sem kom til okkar kasta af stærri mál- um var stofnun iðnskóla á Suðurnesjum. Með nýjum i ðnf ræðslu lögu m var ákveðið að skóli skyldi rísa þar sem flestir nemendur höfðu komið frá sl. fimm ár, og það var vissulega Kefla- vík. Hér var ekkert húsnæði til og það var ekki heldur mikið til af peningum hjá ríkinu frekar en öðrum. Það var einnig sýnt, að iðnskóla yrði ekki haldiðáfram nema farið yrði í það að byggja húsnæði yfir skólann, og það í skyndi. Því var það að í gegnum þetta samstarf bundust sveitarfélögin saman um að ráðast i bygg- inguna. Tókst þetta baravel og það svo, að til þess var tekið á landsvísu og það nefnt sem dæmi um farsæla samvinnu sveitarfélaga. Upp úr Iðnskóla Suður- nesja reis síðan Fjölbrauta- skóli Suðurnesja og síðan hefur þetta samstarf farið sífellt vaxandi. Nú er mjög mikið af föstum verkefnum á vegum sambandsins og er því sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna á Suður- nesjum, allraeðasumra, því það er ekki í öllum verkefn- unum sem öll sveitarfélögin taka þátt, án þess að það skaði samstarfið. Hefur samstarfið orðið til þess að ýmsum sameiginlegum fyrirtækjum hefur verið komið á legg og siðan hafa þau orðið sjálftsæð. Má þar nefna hitaveitu, fjölbrauta- skóla, heilsgæslustöðvar, elliheimili, iðnþróunarfélag o.fl. o.fl. Fjölskyldubingó í Samkomuhúsinu Garði, sunnudaginn 13. des. kl. 14. Spilaðar verða 12 umferðir. Margir góðir vinningar. - Krakkar! Takið pabba og mömmu með í bingó. - Jólasveinarnir Hurðaskellir og Kertasníkir stjórna bingó- inu. - Nú mæta allir!. ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.