Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 8
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Jólatréssala Kiwanismanna Hin árlega jólatréssala Kiwanisklúbbsins Keilis hófst í gær, miðvikudag. Salan fer fram eins og und- anfarin ár í húsi við íþrótta- vellina í Keflavík. Þeir Kiwanismenn sögðu að sjaldan eða aldrei hafi trén veriö eins falleg og í ár. Þeir bjóða upp á 3 tegundir og mun verðið á furunni haldast óbreytt frá því í fyrra, en aðrar tegundir hafa hækkað eitthvað. Það þarf ekki að taka það fram, að öll innkoma af jólatréssölunni rennur í sjóð þeirra Kiwanismanna sem síðan láta eitthvað gott af sér leiða. Undanfarin ár hafa þeirfengiðafnotaf öllu húsinu sem salan fer fram í, en í ár fá þeir aðeins helm- inginn og finnst þeim það miður, því ekki veitti af öllu húsinu. En hvað um það, þeir hafa fengið 2 gáma að Keilismenn við móttöku ;olatrjánna láni hjá Hafskip og munu geyma trén þar. Þeir vildu svo koma á framfæri þakk- læti til Húsaness hf., sem hefur í ár eins og áður, séð um að keyra trén án endur- gjalds frá Reykjavík til Keflavíkur. Jólatréssala Kiwanis verður opin á mánudögum - fimmtudags frá kl. 17-20, en íöstudaga til sunnudags frá kl. 14-22. k.már. Keflavík: Kveikt á jólatrénu a morgun Á morgun kl. 17 verður kveikt á jólatré því sem Kristiansand, vinabær Kefla víkur í Noregi, gefur bæjar- búum árlega. Björn Eiden, fyrsti sendi ráðsritari í norska sendiráðinu, af- hendir tréð fyrir hönd vina- bæjarins. Ýmislegt verður til skemmtunar. Jólasveinar koma í heimsókn, Lúðra- sveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur jólalög undir stjórn Jónasar Dagbjarts- sonar, og einnig mun kór Keflavíkurkirkju syngja jólalög undir stjórn Sigur- óla Geirssonur. - pket. Handbolti: Sigur og tap hjá ÍBK Vonir 3. deildarliðs ÍBK i handbolta um sæti í úrslita- keppninni urðu nánast að engu eftir tap gegn Tý frá Vestmannaeyjum í íþrótta- húsi Keflavíkur sl. föstu- dag. Lokatölur urðu 18:16. Leikurinn var mjög jafn allantímannenVestmanna- . eyingarnir sigu fram úr í lokin. Freyr var markahæst- ur (BK með5 mörk, Siggi Bj. skoaraði skoraði 4, Gísli Jóh. og Ragnar Margeirs 3 hvor og Einar Sigurpáls 1 mark. Að leik ÍBK og Týs lokn- um láku fBK-stelpurnar við Þrótt. Þær síðarnefndu unnu auðveldan sigur, 27:18. Markahæst ÍBK- stúlkna var Nína með 5 mörk, Lóa og Una skoruðu 4 hvor og Guðbjörg G. 2. Aörar minna. - pket.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.