Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Síða 8

Víkurfréttir - 13.12.1984, Síða 8
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Jólatréssala Kiwanismanna Hin árlega jólatréssala Kiwanisklúbbsins Keilis hófst í gær, miðvikudag. Salan fer fram eins og und- anfarin ár í húsi við íþrótta- vellina í Keflavík. Þeir Kiwanismenn sögðu að sjaldan eða aldrei hafi trén veriö eins falleg og í ár. Þeir bjóða upp á 3 tegundir og mun verðið á furunni haldast óbreytt frá því í fyrra, en aðrar tegundir hafa hækkað eitthvað. Það þarf ekki að taka það fram, að öll innkoma af jólatréssölunni rennur í sjóð þeirra Kiwanismanna sem síðan láta eitthvað gott af sér leiða. Undanfarin ár hafa þeirfengiðafnotaf öllu húsinu sem salan fer fram í, en í ár fá þeir aðeins helm- inginn og finnst þeim það miður, því ekki veitti af öllu húsinu. En hvað um það, þeir hafa fengið 2 gáma að Keilismenn við móttöku ;olatrjánna láni hjá Hafskip og munu geyma trén þar. Þeir vildu svo koma á framfæri þakk- læti til Húsaness hf., sem hefur í ár eins og áður, séð um að keyra trén án endur- gjalds frá Reykjavík til Keflavíkur. Jólatréssala Kiwanis verður opin á mánudögum - fimmtudags frá kl. 17-20, en íöstudaga til sunnudags frá kl. 14-22. k.már. Keflavík: Kveikt á jólatrénu a morgun Á morgun kl. 17 verður kveikt á jólatré því sem Kristiansand, vinabær Kefla víkur í Noregi, gefur bæjar- búum árlega. Björn Eiden, fyrsti sendi ráðsritari í norska sendiráðinu, af- hendir tréð fyrir hönd vina- bæjarins. Ýmislegt verður til skemmtunar. Jólasveinar koma í heimsókn, Lúðra- sveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur jólalög undir stjórn Jónasar Dagbjarts- sonar, og einnig mun kór Keflavíkurkirkju syngja jólalög undir stjórn Sigur- óla Geirssonur. - pket. Handbolti: Sigur og tap hjá ÍBK Vonir 3. deildarliðs ÍBK i handbolta um sæti í úrslita- keppninni urðu nánast að engu eftir tap gegn Tý frá Vestmannaeyjum í íþrótta- húsi Keflavíkur sl. föstu- dag. Lokatölur urðu 18:16. Leikurinn var mjög jafn allantímannenVestmanna- . eyingarnir sigu fram úr í lokin. Freyr var markahæst- ur (BK með5 mörk, Siggi Bj. skoaraði skoraði 4, Gísli Jóh. og Ragnar Margeirs 3 hvor og Einar Sigurpáls 1 mark. Að leik ÍBK og Týs lokn- um láku fBK-stelpurnar við Þrótt. Þær síðarnefndu unnu auðveldan sigur, 27:18. Markahæst ÍBK- stúlkna var Nína með 5 mörk, Lóa og Una skoruðu 4 hvor og Guðbjörg G. 2. Aörar minna. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.