Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 27
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Konan á bak við manninn: „Ég hugsa að það sé erfið- ara að vera gift sjómanni“ GUÐNÝ GUNNARSDÓTTIR heitir hún, konan á bak við manninn, aðstoðarmann félagsmálaráðherra, fyrrum þingmann og bæjar- stjóra tveggja bæja: JÓHANN EINVARÐSSON. Hvernig er aö vera gift manni sem hefur verið í fremstu víglinu á hinum ýmsu sviðum og er enn? ,,Ég hef náttúrlega ekki kynnst mikið öðru“, segir Guðný. „Þegar við giftumst fyrir 19 árum var hann full- trúi í fjármálaráðuneytinu. ( dag er hann fulltrúi félags- málaráðherra. I millitíðinni hefur hann gegnt starfi bæj- arstjóra á (safirði í 4 ár og síðan í 10 ár í Keflavík, og svo þingmaður í 4 ár. Bæj- arstjóri á (safirði varð hann aðeins 6 mánuðum eftir að við giftum okkur og ég man það vel, að margir eldri menn sögðu þetta óðs manns æði að hætta í svo öruggu starfi í fjármála- ráðuneytinu og hreint æv- intýri að vera að fara til ísa- fjarðar. Að taka við starfi sem tengist pólitík væri ekkert grín. Síðan hefur Jó- hann verið í slíkum störfum og erenn. Ég sagði við hann þegar hann komst á þing, að nú væri hann að fara úr öskunni i eldinn, en ein- hvern veginn hefur þetta bara þróast svona, maður ræður ekki alltaf við þetta. Ég þekki því bara þetta eitt og veit því ekki hvernig er að vera gift verslunarmanni eða sjómanni. Þó get ég ímyndað mér að það sé jafnvel erfiðara að vera gift sjómanni", segir Guðný. Nú ert þú heimavinnandi húsmóðir..Gætirðu hugsað þér að skipta um hlutverk, þú færir að vinna úti og Jó- hann að hugsa um heimilið? ,,Nei, og í pólitík færi ég aldrei. Ég hugsa að það mundi ganga erfiðlega fyrir eiginmanninn að ganga inn í heimilisstörfin, þar sem hann hefur lítið komið ná- lægt þeim. Þó veit ég að hann yrði fljótur að komast upp á lagið, en ég get bara ekki ímyndað mér svona skipti. Ég er þó alls ekki á móti svona skiptum og margt unga fólkið hefur þennan möguleika og getur hagrætt vinnu og heimilis- verkum. Það hlýtur að vera óskastaða margra hjóna". En hefur þú ekki áhuga á að fara út á vinnumarkaö- inn? „Jú, svo sannarlega. Þó ég kunni ekki illa við hús- móðurstarfið þá stefni ég út á vinnumarkaðinn þegar fram líða stundir og ég kann best við mig með fólki. Ég er sjálf ekki þessi mynd- arlega húsmóðir sem alltaf er að“. T ekur Jóhann þátt í heim- ilisstörfunum? „Að mjög litlu leyti, þau eru mest í höndum húsmóð- urinnar. Hann vaskar upp og er duglegur við það“. Eyðir hann miklum tima með fjölskyldunni? „Eyðir fólk nokkurn tíma nógu miklum tima með fjöl- skyldunni? Ég þekki alltof fáa sem það gera. Og þegar maður líturtil baka þá hugs- ar maður sem svo, að það hefði verið gaman að vera meira saman. Störf Jó- hanns hafa hindrað það að mörgu leyti og því er ekki alltaf hægt að stjórna þessu. En heimakær er hann, ég fer ekki ofan af því, stundum einum of. Oft þegar hann er búinn að vera út og suður allan daginn og kemur heim, vill hann helst vera heima, þegar ég er kannski í formi til að fara að hitta fólk. Svona getur þetta snúist við, og þá verður bara að finna hinn gullna meðalveg. Það tekst yfir- leitt alltaf". Hvað með þin áhugamál, hefurðu getað sinnt þeim? „Já, já, með skilningi fjöl- skyldunnar hefur það tekist nokkuð vel. Og þegarég hef þurft á barnapössun að halda hef ég átt góða að í þeim efnum“. Hver eru þín helstu á- hugamál? „Síðustu ár hef ég verið töluvert í félagsmálum. Fyrir AFS, skiptinemasam- tökin, hef ég unnið talsvert og fengið mikið út úr því. Ég reyndi fyrir mér í öldunga- deild og hafði geysilega gaman af. Sá lærdómur varð því miður að víkja, því mér fannst hann stangast of mikið á við heimilisstörfin. Ég hugsa mér þó gott til glóðarinnar hvað það varðar og sný mér aftur að þeim hugðarefnum þegar fer að róast hjá mér. Nú, ég var einn af stofnendum Lionessuklúbbs Keflavíkur og svo er ég nýbyrjuð að starfa í Norrænafélaginu í Keflavík. Þá held ég að það sé að mestu upp talið". Guðný Gunnarsdóttir og Jóhann Einvarðsson ásamt dótturinni Vigdísi Hvað með áhugamál eig- inmannsins? „Þegar ég kynntist Jó- hanni starfaði hann í Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík og var þá einnig i stjórn Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Siðan hafa hans áhugamál aðallega verið í formi íþrótta. Hann hefur ekki stundað þær mikið sjálfur, en er mikill áhugamaðursem áhorfandi á hvaða boltaleik sem er. Hann reyndi jú fyrir sér í golfinu, en vinnan síðustu ár hafa gert það að verkum að hann hefur lítið getað sinnt því. En eins og ég sagði áður, þá vill hann oft bara vera heima þegar hann á frí“. Að lokurn, Guðný, konan á bak við Jóhann Einvarðs- son, hver er hans helsti kostur og ókostur? „Hann er með snöggt skap og er fljótur upp, en helsti kostur hans er að hann er jafn fljótur að gleyma af hverju hann var reiður og að fyrirgefa til baka", sagði Guðný Gunn- arsdóttir að lokum. pket. Úrval jóla- gjafa LJÓSKASTARAR Ryksugur verð frá kr. 4.890 Kaffikönnur verð frá kr. 1.136 yfir 30 gerðir LOFTLJÓS mikið úrval BORÐLAMPAR Úrval smærri HEIMILISTÆKJA INNISERÍUR ÚTISERÍUR (útbúum eftir máli) LJÓSAKROSSAR Ljóskastarar verð frá kr. 265 á leiði -handverkfæri Straujárn verð frá kr. 1.195 VERSLIÐ VIÐ FAGMANNINN ÞAR ER ÞJÓNUSTAN. R.Ó. RAFBÚÐ Hafnargötu 44 - Keflavík - Sími 3337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.