Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 37

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 37
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ Kristinn Lárusson tók saman: Björgunarbáturinn Þorsteinn - saga þessa mikla björgunartækis frá upphafi og þar til hann týndist - leitin að honum og framtíðin. Sjósetning og vigsla bátsins i Reykjavik Það mun hafa verið rétt fyrir áramót 1928 - 1929 að stjórn hins nýstofnaða Slysavarnafélags (slands felur erindreka sínum að skrifa björgunarfélögum í Danmörku, Noregi og Englandi og óska upplýs- inga um björgunartæki svo sem björgunarbáta með og án véla, línubyssur, línukanónur, eldflaugar- áhöld o.s.frv. hvað þetta myndi kosta hvert fyrir sig og hvað viðkomandi teldu heppilegast til notkunar hér á landi. Öllum þessum fyrirspurnum var greiðlega svarað. Á stjórnarfundi 28. febrúar 1929 er ákveðið að kaupa vélarlausan björg- unarbát frá enska björg- unarfélaginu The Royal National Life-Boat Institu- tion samkvæmt ákveðnu tilboði sem fyrirlá frá félag- inu. Kaupverðið var £ 500.00 f.ob. Hull. Báturinn var ekki nýr, en í góðu ástandi og átti að fara fram á honum nákvæm skoðun áður en hann yrði afhentur og allt sett i fyllsta stand sem athugavert teldist. Tilboðinu fylgdi nákvæm teikning og lýsing á bátnum og listi yfir þau áhöld sem gert var ráð fyrir að fylgdu honum þar á meðal vagn til að flytja bátinn í á land ef nauðsyn krefði. Mikill áhugi var i mönnum að gera stórátak í björgunarmálum og hefur strand togarans Jóns forseta á Stafnesi 27. febrúar 1929 sýnt mönnum fram á að við svo búið mætti ekki standa, þar sem menn í landi horfðu á skipsverjana smá týnast úr reiðanum og drukkna og engin tæki voru vígsluathöfn sem skyldi til að bjarga þeim. Þar fórust 15 menn. Áfundisvd. Sigurvonar í Sandgerði (sem er fyrsta deild í Slysavarnafélagi Islands) 5. apríl 1929 eru þessi mál rædd af miklum áhuga og þar segir Metusalem Jóns- son frá Litlabæ að síðan 1913 hafi 41 maður drukknað við land á þessu svæði og miklar líkuraðsvo hefði ekki farið ef björgun- artæki hefðu verið til á staðnum. 15. apríl 1929kom björgunarbáturinn sem keyptur hafði verið frá Englandi, með E/S Selfossi til Reykjavikur. Var báturinn fluttur vestur í port hjá Slippfélaginu til geymslu, þar sem ólokið var byggingu yfir hann í Sandgerði en þar hafði honum verið valinn staður. Teikningu af skýli yfir bátinn gerði Einar Erlends- son byggingameistari félaginu að kosnaðarlausu. Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður bauð ókeypis lóð undir björg- unarbátastöð. Á stjórnar- fundi 2. mai skýrði forseti frá því aö hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Þorst- einn Þorsteinsson skip- stjóri Þórshamri (siðar forseti S.V.F.I.) hefðu gefið Slysavarnafélaginu björg- unarbátinn með öllu því sem honum fylgdi. Á stjórnarfundi 23. mai er ákveðið að setja björgunar- bátinn á flot að aflokinni vígsluathöfn, er vera skyldi 26. maí kl. 3 og skyldi báturinn vera almenningi til sýnis þennan dag. Fór vígsluathöfnin fram á tilsettum tíma að viðstöddu fjölmenni. Hafði báturinn verið fluttur úr slippnum niður á steinbryggju. Hófst athöfnin með ræðu sem forseti félagsins hélt, því næst hélt biskup dr. Jón Helgason vígsluræðuna, blessaði hann bátinn og bað fyrir starfsemi félags- ins. Næst flutti frú Guðrún Brynjólfsdóttir stutta en góða ræðu og gaf bátnum nafnið Þorsteinn. Loks hélt Þorsteinn skipstjóri Þorsteinsson einkar fróðlegar ræðu um nauðs- yn Slysavarnarfélagssk- aparins og hvatti menn til að styðja félagið. Að loknum ræðuhöldum var bátnum hrundið á flot og honum róið og siglt um innri og ytri höfnina, erlend skip á höfninni heilsuðu með fánum sínum. Á fundi stjórnar 6. júní er erindreka falið að semja reglur um notkun bátsins og meðferð alla og ráðningu skipshafn- ar og leggja fyrir næsta stjórnarfund. Á fundi 27. júní eru samþykktar reglur um notkun bátsins. Á sama fundi er erindreka falið að senda landstjórninni, stjórn fiskifélags (slands, bæjar- fógetanum í Hafnarfirði og 6 tilgreindum blaðamönn- um í Reykjavík boðsbréf að vígsluhátíð björgunarstöðv- ar í Sandgerði sem stjórn slysavarnasveitarinnar Sigurvon í Sandgerði og stjórn S.V.F.l. höfðu komið sér saman um að halda sunnudaginn 28. júlí kl. 2 e.h. Mikill undirbúningur hafði farið fram í Sandgerði fyrir vígsluathöfnina meðal annars gefin út myndarleg dagskrá þar sem sagt var hvernig hátíðin færi fram. ( fallegum ramma á forsíðu stendur „Vígsla björgunar- stöðvarinnar í Sandgerði". Við móttöku björgunar- bátsins Þorsteins 28. júlí 1929. 1 Hátíðin byrjar kl.2 e.h. með vígslu björgunarstöðv- arinnar og móttökuræðu við komu björgunarbátsins, Séra Eiríkur Brynjólfsson. 2 Sungið kvæði eftir Ágúst Jónsson. 3 Björgunarstöðin afhent til notkunar með ræðu af gefanda björgunarbátsins, varaforseta Slysavarnarfél- ags Islands Þorsteini Þorst- einssyni. 4 KI.5 guðsþjónusta haldin af Séra Brynjólfi Magnús- syni. 5 Frjálsar skemmtanir. Óákveðin ræðuhöld o.fl. Skemmtunin fer fram á svokölluðum Löndum sunnan við Sandgerði. Fleira er prentað á forsíðu. Inn í dagskránni er mynd af björgunarbátnum Þorsteini og hið gullfallega kvæði eftir Ágúst Jónsson sem hefst þannig. Inn til búðar þinnar Þorsteinn þér er fylgt í dag. Fagnar þér og þínum málum þetta byggðarlag þeim er sendu oss þig til starfa þökk og heiður ber. Með þér sókn og drenglund djarfa drýgja fúsir kjósum vér. Snemma morguns 28. júlí fóru flestir bátar frá Sand- gerði til móts við Þorstein við Garðskaga og fylgdu honum til heimahafnar, þar sem fjölmenni tók á móti honum. Fór athöfnin fram eftir boðaðri dagskrá. Þor- steinn Þorsteinsson, gef- andi bátsins og varaforseti SVF(, hélt aðalræðuna og sagði meðal annars: Háttvirtu tilheyrendur, konur og menn, enn er upp runninn einn merkisdagur með þjóð vorri. Hér fer fram í dag athöfn sem aldrei áð- ur hefur sést hér á þessu landi og sem alltaf hér eftir verður talin stórmerkur við- burður í sögu þessarar þjóðar. Merkisviðburður er þetta meðal annars fyrirþað aö hér i dag er saman kom- inn múgurog margmennitil að færa Guði þakkir fyrir það, að Slysavarnafélag (s- lands hefur í dag sent hing- að þennan dýrgrip, björg- unarbátinn Þorstein, og fyrir það annað að félagið lætur i dag vígja og afhenda til notkunar þá fyrstu full- komnu björgunarstöð sem stofnað hefur verið til hér á landi, en björgunarstöð þessi samanstendur af björgunarbátnum Þorsteini sem stendur þarna í vagn- inum og var vígður af biskupi landsins þann 26. maí sl. að viöstöddum þús- undum manna í Reykjavík og þessu nýja húsi sem verið var að vígja áðan af séra Eiríki Brynjólfssyni, og einnig línubyssu sem bátn- um á að fylgja og öllum fyllsta útbúnaði bátsins. Þessi björgunarbátur á nú eftir athöfninaaðsetjast inn í þetta nývigða hús þar sem hann á að standa hér eftir með öllu sem honum á að fylgja, altilbúinn til stór- ræða eða ef til vill svaðil- fara á hverri mínútu sem kallið kann að koma. Hvers vegna er þessi fyrsta björgunarstöð sett á stofn í Sandgerði? Það er engin tilviljun aö svo er gert, því þó nafnið Sandgerði láti lítið yfir sér þá er þetta þorp þó í mestum uppgangi og fiskveiðar stundaðar hér af mestum krafti af öllum fisk- veiðiplássum landsins þegár tekið er tillit til mann- fjöldans í plássinu, en þetta gerir það að verkum að hér verður alltaf nokkuð margt fólk heima allan ársins hring. Auk þess er önnur veigamikil ástæða fyrir þvi að fyrsta björgunarstöðin á að vera hér, en hún er sú að hér í kring hafa orðið lang tíðust ströndin. Það er upp- lýst að á svæðinu frá Gerð- um í Garði til Grindavíkur hafa strandað 62 skip 92 menn drukknað frá síðustu aldamótum. Þriðja ástæð- an er sú að hér er eina örugga bátahöfnin á svæð- inu frá Vogavik til Vest- mannaeyja, sem orsakar m stmmrnwnormum ivizr. Við sendum öllum Suðurnesjabúum okkar bestu jóla- og nýársóskir og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. TOMMI Fitjum - Njarðvík - Simi 3448
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.