Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 32
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
Á Isólfsskála er eingöngu fjárbúskapur.
þessu, og síðan kom
sfminn".
Þannig að siminn hefur
komiö vegna kosningalof-
orðs Ólafs Thors?
,,Já, en það gildir ekki
varðandi þá þingmenn sem
nú eru, t.d. varðandi raf-
magnið, því ég hef talaðvið
þá marga, bæði Gunnar
Schram og fleiri. Þeir virð-
ast engir vilja vinna fyrir
okkur, við eigum enga þing-
menn núna, sem vilja starfa
fyrir kjósendur sína, eins og
virðist þó vera varðandi
aðra landshluta. Þar koma
þingmenn vilja kjósenda á
framfæri og efna loforðin.
Enda leggja þessir þing-
menn rafmagn og láta
byggja brýr o.fl., en þing-
menn okkar gera ekki
neitt".
Þrátt fyrir það að aðeins 5
km séu til Grindavíkur, þá er
oft ófært hingað svo mán-
uöum skiptir og þið þvi al-
görlega einangruð?
Já, 1932 þegar þetta hús
var byggt hérna, var enginn
vegur hingað og þá þurfti
að leggja veg til að koma
efninu í húsið. Þáfóru pabbi
og systkinin í það að ryðja
veg og voru allir sneiðingar
handmokaðir, fyrst brekk-
urnar til að komast upp og
svo aftur niður. Svo fengum
við hálfsannars tonnavöru-
bíl til að koma hingað með
efnið í sperrurnar og sem-
entið. Gekk ágætlega að
komast hingað niður, en
verra að komast upp aftur,
því það var svo laust í brekk-
unum. Enduðu mál með þvi
að farið var ofan í Grindavík
til að fá skipshöfn af bát til
að koma hingað. Lentu þeir
í fjörunni og síðan ýttu þeir
bílnum upp brekkurnar".
Eruð þið þá i algjörri ein-
angrun frá hausti til vors, og
hafið þvi engin tök á að nýta
ykkur þá þjónustu sem
sveitarfélagið býður upp á?
,,Nei, þeir hafa nú komið
hingað og rutt veginn t.d. ef
ég verð rafmagnslaus og
eins ef mig hefur vanhagað
um eitthvað sérstakt. Þaðer
hins vegar útilokað i sam-
bandi við slysahættu og
annað að hafa engar sam-
göngur við Grindavík, því
hér er heldur hvergi hægt
að koma að af sjó. Enda
sýndi það sig einu sinni, er
ég var vakinn hér uþþ um
miðja nótt, að þá hafði mað-
ur sem ætlaði á bát úr
Grindavik til Eyrarbakka
orðið að taka land hérna
fyrir neðan vegna bilunar á
vél. Var hann orðinn það
kaldur að ef hér hefði ekki
verið fólk, þá hefði hann
ekki lifað þetta af. Á þessu
sést að nauðsynlegt er að
hafa byggð hérna. En það
væri ekkert vandamál, ef
hér væri rafmagn, en það
ástand sem er á þeim
málum háir manni bæði
varðandi féð og annað. Hér
vill fólk reisa sumarbústaði
og laxeldi, og einnig hafa
menn viljað fá að búa hér,
en þetta strandar allt á raf-
magninu, því þetta er mátu-
lega langt frá þéttbýlis-
kjarnanum".
Hvað myndi ske ef hér
kæmi upp eldur að vetrar-
lagi?
,,Þá er annað hvort að
reyna að slökkva sjálfur eða
reyna að fá hjálp með því að
hringja, svoframarlegasem
síminn er ekki bilaður".
Til að geta lifað i slíkri
einangrun, verðið þið ekki
að lifa eftir öðrum kenning-
um en aðrir íbúar i þessum
mikla þéttbýliskjarna sem
Suðurnes eru?
„Jú, lífið hér byggist upp
á því að vera sjálfum sér
nógur og geta bjargað sér,
hvað sem kemur fyrir".
Hvað gerið þið af ykkur i
ykkar fritíma?
„Hér er engin leiö að sjá
sjónvarþ. Hafa þeir frá sjón-
varþinu komið til að mæla
það út, en fjöllin virðast
skyggja á, þannig að í sjón-
varp næst ekki nema til
komi sendir til að endur-
varpa t.d. frá Grindavík.
Annars líður dagurinn-
þannig, að ég er allan dag-
inn yfir fénu, síðan matast
maður og sefur, eða þá að
maður lítur i bók. Við erum
afskipt af öllum félagsmál-
um. Hitt er verra, að hingað
hefur á undanförnum árum
komið mikið af alls konar
óþverralýð, sem hafa verið
að skjóta hér og eyðileggja.
Skotið hefur verið á húsin
hér, jafnvel þó fólk hafi
verið í þeim, á fjárhúsin.
Einu sinni skutu þeir rétt
yfir konuna þegar hún var
hér uppi við hjalla, en þá var
ég í grenjaleit. Eru því víða
för eftir kúluskot hér á hús-
unum. Virðast þetta vera
einhverjir vitleysingar. Sem
dæmi get ég sagt að hér
verpir mikið af fýl og eitt
árið sem það var mjög áber-
andi, óku þeir hér um og
skutu fuglinn út um bíl-
gluggann og létu hræin
liggja síðan tvist og bast.
Þessir menn virðast geta
fengið byssuleyfi hvenær
sem þeim dettur í hug, án
þess að hafa ákveðin skot-
svæði í huga. Sama er með
selinn, hann flýtur hér um
allar fjörur eftir að hafa
verið skotinn af þessum
mönnum".
Að lokum?
„Það verður að fá hingað
rafmagn. Það er helv... hart
að þurfa að eyða 1600
lítrum af olíu á mánuði. Þó
maður fái þennan olíustyrk
þá dugar það ekki. Samt
reynir maður að spara olí-
una eins og hægt er. Nú
hefur hún hækkað enn, og
þá sjá menn hvað þetta
gildir. Svo það, að halda
þessari vél gangandi, þetta
eyðileggst og því þarf að
endurnýja það. Nú, svo ef
eitthvað bilar, þá kostar
þetta tugi þúsunda, svo það
er útilokað fyrir einn mann
að standa undir þessu helv.
. . nema að þingmenn eða
einhverjir menn hafi þaðað
markmiði eins og í öðrum
byggðarlögum, að leggja
hingað rafmagn".
Húsfreyjan á (sólfsskála
heitir Hertha Guðmunds-
son. Við spurðum hana
hvernig henni fyndist að
búa þarna.
„Mér líkar það alls ekki
illa. Ef hér væri bara meiri
hiti í húsinu og meira raf-
magn, þá væri þetta allt í
lagi, en eins og nú er getum
við ekki haft nein raftæki,
t.d. er frystikistan geymd í
húsi í Grindavík".
Eru rafmagnsmálin þá
aðal vandamálið hérna?
„Já, Ijósavelin bilar oft,
þá erum við gjörsamlega
hitalaus, vatnslaus og Ijós-
laus. Það hefur oft komið
fyrir að maður hefur verið
3-4 mánuði vatnslaus og þá
lifir maður bara af rigning-
arvatni og þá er ekki hægt
að hugsa um þvott, nema þá
sem fátækraþvott eins og
hann var í gamla daga. Fólk
i Grindavík hefur oft boðið
okkur að þvo fyrirokkur. En
þetta finnst mér það versta
við að vera hérna. En vatns-
skorturinn stafar af því að í
rafmagnsleysinu er ekki
hægt að dæla vatninu og
því verðum við að notast
við rigningarvatnið. Það
hefur því komið fyrir að við
höfum þurft að fá vatn til
neyslu frá Grindavík".
Finnst þér ekkert baga-
legt að missa af ýmsu sem
gerist í félagsmálum?
„Jú, mann langar nú
stundum að komast í sam-
band við fólk eða á sam-
komur eða annað þvi um
líkt. Við vitum ekkert um
þau mál“.
SOLUD RADIAL
VETRAR-
DEKK
Brekkustígur37 Njarðvík. Sími 1399.
^öskum landsmönnum öllum
jóla árs og f riðar.
:um viöskiptin á liðnum
bótafélag Islands
Umboð Keflavík - Njarðvík