Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 23
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ Körfubolti: „Þetta er erfitt, en skemmtilegt“ - segir Sturla Örlygsson, þjálfari og leikmaður 1. deildar liðs Reynis Það vakti talsverða at- hygli í körfuknattleiksheim- inum hérlendis, þegar Ijóst var að Sturla Örlygsson, landsliðsmaður úr UMFN myndi segja skilið við félaga sína í Njarðvík og ganga til liðs við nýliðana í 1. deild, Reyni, sem þjálfari og leikmaður. Ýmsum fannst ótímabært fyrir svo ungan mann á uppleið, að stefna ferlinum i hættu með því að ,,gutla í 1. deild", eins og það var kallað. En hvern- ig hefur Sturlu líkað vistin hjá Reyni? ,,Mjög vel. Þetta er erfitt núna, vegna þess að ég er í Lögregluskólanum þessa dagana, en þetta hefur verið virkilega gaman. Maður kynnist sjálfum sér betur við það að þjálfa og stjórna hóp sem þessum. En þetta eru góðir félagar og margir efnilegir leikmenn, þannig að ég hef verið verulega heppinn með mannskap". Hefur hópurinn komið þér á óvart? ,,Já, ég vil segja það. Mér og öðrum. Við höfum komið á óvart í 1. deild og stefnum hiklaust hærra. Það er ekki raunhæft að álíta að við vinnum deildina, en ég tel að við getum velgt bestu lið- unum undiruggumefokkur tekst vel upp. Eigum við ekki aðsegjaaðviðstefnum á 2. sætið. (BK vinnur þetta vafalaust". Er mikill munur á því að leika í 1. deild i stað úrvals- deildar? ,,Það er ekki eins mikið stökk og ég hélt. Áhuginn og baráttan er sú sama. Bestu liðin í 1. deild eru ekki síðri en lakari liðin í úrvals- deild og önnur 1. deildarlið geta unnið þessi lið öll með góðum leik. Breiddin er yfirleitt meiri í úrvalsdeild, þ.e.a.s. í 1. deild eru sjaldn- ast fleiri en 2-3 verulega góðir leikmenn, en í úrvals- deild er liðsheildin jafnari. Einnig er leikhraðinn minni í 1. deild". Ætlar þú að halda sæti þínu í landsliðinu? ,,Ja, ég stefni að því. Það er e.t.v. meiri kvíði í manni fyrir æfingar með landslið- inu. Maður er kannski ör- lítið hræddur við að vera ekki vanurhraðanum. Enég verð bara að leggja mig betur fram, leggja meira á mig. Það er engin æviráðn- ing í landsliðinu, maður verður að standa sig“. Hvert er álit þitt á því að leyfa erlenda leikmenn? „Ég er hlynntur því af þremur ástæðum. ( fyrsta lagi vegna þess að áhuginn fyrir körfuknattleik hefur dofnað verulega undanfar- in 2 ár. ( öðru lagi vegna þess að erlendir leikmenn myndu hækka „standard- inn“, nú ekki síðuren þá. Og í þriðja lagi vegna þess að rekstur körfuknattleiks- deilda er ekki síður dýr með íslenskum þjálfurum en han n var áður með amerisk- um. Það var notað sem rök- semd gegn erlendum leik- mönnum og þjálfurum. Svo er ekki hægt að neita því, að það væri gaman að fá að spreyta sig gegn góðum Kana. Ýmsir voru andvígir Könunum vegna þess að þeim fannst landsliðið liða fyrir það. Kanarnir voru jú lykilmenn hver í sínu liði, en ég fæ ekki séð að landsliðið hafi batnað neitt. Menn lærðu geysilega mikið af þessum mönnum, þótt vissulega hafi verið misjafn sauður í þessum hópi“. Hvað með fjögurra liða úrslitakeppnina, er hún til bóta? „Nei, það finnst mér ekki. Þótt úrslitin séu í sjálfu sér skemmtileg, þá er fárán- legt að gera deildina áhrifa- lausa í rauninni. Það væri til bóta að láta innbyrðis leiki gilda hjá liðum sem fara í úrslitin, en mér finnst að deildin sjálf eigi að ákveða (slandsmeistara. Síðan er hægt að fara út í einhverja aukakeppni um annað og þriðjasæti ef menn vilja það“. - ehe. Ef þú vilt lita þessa mynd, þá skaltu fyrst reyna að finna hamar, haka og skóflu á myndinni. GLANSGALLAR PUMA - ADIDAS DON CANO K9**o* TÍSKAN í DAG: ir ^ *r4SKÓR PUMA - NIKE - — TIGER ADIDAS IÞROTTATOSKUR margar gerðir. FOTBOLTAR - vinsæl jólagjöf. V Siml 2006 ^ Hringbraut 92 - Keflavfk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.