Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 20
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Keflavíkur- kirkja Sunnudagur 16. des. Jólasöngvar kirkjukórs og barnakórs kl. 17. Jólafundur Systra- og bræðrafélagsins í Kirkju- lundi kl. 20.30. Sóknarprestur „Videoið erengin gullnáma" Tommi tekinn á teppið Þeir eru ekki margir Keflvikingarnir, sem kannast ekki við Tomma ,,videokóng‘‘. Þessi myndarlegi, dökkhærði maður hefur veriö meira á milli tannanna á fólki heldur en flestir aðrir og er Keflavik einmitt þekkt fyrir það, að hér ganga alltaf einhverjar kjaftasögur um einhvern vel þekktan. Til að fá botn i þessar kjaftasögur og einnig til að spjalla um videoið, fór blaðamaður til Tomma einn góðan veðurdag og spurði hann spjörunum úr. Hvað heitirðu og hvenær ertu fæddur? ,,Ég heiti fullu nafni Tómas Heiðdal Marteins- son, fæddur 31.12 1958“. Af hverju hefur þú fengið viðurnefnið „videokóngur? ,,Það eru nú sennilega tvær ástæður fyrir því. Óskum Garðbúum og öllum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að liða. BJÖRGUNARSVEITIN ÆGIR, Garði Við sendum Suöurnesjabúum okkar bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem erað liða. Fyrrum eigendur Bílasöiunnar Bílaness, Gylfi Kristinsson, Kjartan Már Kjartansson og Páll Ketilsson Fyrsta videoleiga landsins í verslunarhúsnæði hét „Videoking". Ég átti hana. Þetta nafn festist síðan við mig og hef ég bara kunnað ágætlega við það. Hin ástæðan er sennilega sú, að ég hef verið mikið í þessum ,,bransa“ og fólk veit af því. Ég er alltaf að fá hringingar frá fólki sem ég þekki og þekki ekki, og það er að spyrja mig hvaða tæki séu best í dag, hvort það á að kaupa VHS eða Beta tæki o.s.frv., og ég sel ekki einu sinni tæki. Fólk virðist þvi líta á mig sem videokóng, þ.e. þann sem veit allt um videóið og þekkir allar hliðar á því". Sumir segja að þú hafir orðið „mi!!i“ á einu ári og lifað eins og kóngur? ,,Já, það er víst rétt. Fyrst þegar ég var að byrja í þessu þá gaf þetta ágæt- lega af sér, enda voru ekki svona margar videóleigur þá. Nú, svo er það annað. Fólk er svo fljótt að dæma mann, jafnvel þó það þekki mann ekki neitt. Ég er með nokkurs konar bíladellu, þ.e ég hef gaman af því að eiga flotta bíla, helst ameriska. Þeir eru ófáir „flottu" bíl- arnir sem ég hef átt undan- farin ár. En það er einmitt málið. Bíllinn er eitt mesta stöðutákn á (slandi í dag. Menn geta verið á hausn- um, i leiguhúsnæði, á svört- um lista og skuldugir upp fyrir haus, en áttflottan bíl. Almenningur veit ekkert um hitt allt, en ef viðkomandi ekur um á flottum bíl hlýtur hann að vera ríkur. Það kom nú einu sinni upp sú staða, VEITUM ELLILÍFEYRISÞEGUM 15% afslátt. Pantið timanlega. HÁRGREIÐSLUSTOFUR: ÞEL-hárhús, sími 3990 Hrafnhildur Njálsdóttir, simi 1063 Lilja Braga, sími 4585 Ásdís Pálmadóttir, simi 3707 DAGANA 22. - 23. DES. verður opið sem hér segir: Laugardag 22. des. kl. 9-19 Sunnudag 23. des. frá kl. 10. að ég átti bara venjulegan fólksbíl í ódýrari klassan- um. Þá fékk ég að vera í friði. Það var gaman. En það skeði margt á stuttum tíma. Það voru miklir peningar í þessu og mikil velta þegar óráðið var með höfundarlaun og menn kóperuðu myndir í stað þess að fara erlendis og kaupa þær, eins og tíðkast i dag. Ég hef farið mikið er- lendis undanf^rin ár og sá sem gerir mikið af því er ríkur í augum fólks. Allar mínar utanlandsferðir hafa verið farnar til að kaupa myndir og ekki timi til ann- ars en að skoða myndir. Þetta er ekki frí, það er alveg öruggt. Ég held að ég hafi komið svona 15-16 sinnum til London.enégerekkienn farinn að sjá frægustu klukku í heimi, BIG BEN, en það er nú eitt af því sem ferðamenn skoða fyrst í London. Ég hef tvisvarsinn- um séð aftan á hana úr hótelum sem ég hef verið á og það er nú allt og sumt. Þó að ég hafi verið talinn ríkur og kallaður videó- kóngur fer því víðs fjarri að ég sé sá stærsti í þessum bransa. Það eru mörg miklu stærri fyrirtæki á þessu sviði t.d. í höfuðborginni. En ég hef alltaf beint spjót- um mínum aðSuðurnesjum og reynt að þjóna þeim sem allra best og þeir hafa greinilega kunnað að meta það. Ég vil meina að ég sé með bestu videóleigu á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað". Er eitthvað um að videó- leigur kóperi myndir i dag? ,,Eftir því sem ég best veit er það alveg búið að vera. Nú þýðir ekkert að bjóða fólki 2. flokks efni eða léleg eintök. Fólk vill aðeins það besta. Innkaupsverð er mjög hátt á myndum og þarf mikið fjármagn til að geta staðið undir því að vera sífellt að kaupa nýjar myndir". Það var verið að skrifa i Víkur-fréttir fyrir nokkrum vikum um samtryggingu videóleiganna hér í bæ, þ.e. að allir hækkuðu leigu- gjald saman og var gerð at- hugasemd við það. Eiga videóleigur ekki að reyna að bjóða sem lægst verð og teldist það ekki til eðlilegrar samkeppni að þið kepptust við að vera með lægsta verðið? ,,Nei. Ekki keppa bíóin um verðið. Það kostar jafnt í öll bíó, en myndirnar eru misjafnar að gæðum. Þar liggur samkeppnin, að reyna að bjóða upp á betri myndir heldur en leigan á næsta horni. Eins og ég hef áður sagt kostar þetta mikla peninga og því þurfum við að halda leigugjaldinu i því sem það nú er og jafnvel hærra. Myndir hafa hækkað í innkaupum um 100% á einu ári, en leigugjaldið ,Samkeppnin felst i þvi að bjóða upp á betri myndir" Njarðvíkurprestakall Njarðvíkingar og aðrir, sem vilja fá Ijós á leiði í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík fyrir jólin, eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við Helgu Óskarsdóttur, Kirkjubraut 6, sími 6043. Kveikt verður á Ijósunum 20.-22. desember. Kirkjugarðsstjórn Gleðileg jól, farsælt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að liða. VÍKUR-fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.