Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 31
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ ísólfur bóndi þá fengum við ýtu hingað tvívegis til að ýta hérna mel- um og með því móti gátum við ræktað töluvert svæði hérna og þetta hefur þró- ast svona. Núna er ég ein- göngu með fé, hátt á þriðja hundrað, en þetta fer að verða nokkuð mikið, því fóðurverð hefur hækkað mikið og þetta því orðið nokkuð dýrt. Ég keypti áburð í fyrra fyrir 60 þús- und. Svo keypti ég aftur í vor og þá fyrir 120 þúsund, og það var ekki nema 3 tonnum meira, svo á þessu sést hvað allt hefur hækkað“. Eru þeir ekki orðnir fáir hér á Suðurnesjum sem lifa á búskap? „Þetta er eina lögbýlið sem er eingöngu með fjár- búskað, en þeir eru fleiri með fé hérna í Grindavík og á Vatnsleysuströnd. Eru það aðallega bræðurnir á Efri-Brunnastöðum sem eru með margt fé. En fé hefur fækkað á skaganum undanfarin ár, því mér var sagt að 1922 hefði verið 22 þúsund fjár hérna á Reykja- nesskaganum og 100 hross í fjalli, auk þess sem allir bændur voru með beljur, eina, tvær og þrjár, en núna er ekki nema líklega 3 þús- und kindur á þessu svæði. Er þetta yfirleitt komið heim í rétt eða hólf við fyrstu eða aðra rétt og ekkert beitt yfir vetrarmánuðina, en áður fyrrgekk þettafé útialltárið og svo á sumrin suður í Sel- vogi eða Ölfusi. Nú eru menn að tala um ofbeit, en það er ekki fyrir hendi, því undanfarin ár hafa verið köld, eins og t.d. í fyrra þegar heyin hröktust ekki einu sinni á túnunum, því þau voru eins og i kæliskap. I sumar hröktust þau meira, því það var heitara og í sum- ar var gott sumar hvað sprettu snertir". Hefur þú hér einhver önn- ur hlunnindi, s.s. reka? ,,Nei, að visu rekur hérna smávegis af belgjum og plastkúlum, en maður verð- ur eiginlega að passa þetta því það er svo mikið af fólki sem gengur um og annað hvort hirðir þetta eða þá hreinlega gengur vopnað um og skýtur þetta og eyði- legur, og það er það sem gerir það að verkum að þessi umferð hérna er ekki Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu. nokkurn skilning. Keyptu þeir vél, að visu gamla og gerðu hana upp, og létu mig hafa hana. Verð ég síðan að sjá um rekstur á henni, og núna sl. sumar fór rafall í henni og þá kostaði 26 þús- und að láta gera við vélina fyrir utan rafvirkja sem ég varð að fá til að rifa hana í sundur og setja saman aft- ur. Kostaði þetta því stórfé. Tel ég þetta vera algjörlega ófullnægjandi að hafa þessa Ijósavél, því að i 3 mánuði á síðasta ári vorum við hitalaus og vatnslaus vegna bilunar, þvi ef vélin ekki snýst, er allt stopp". Hvernig eru þá sima- málin? „Fyrst var hérna bara ,,bretasími“ sem var lagður á jörðina og var hann í lagi ef logn var, en ef það gerði vind þá hristist hann og skarst í sundur á jörðinni. Nú, einu sinni fór ég að rífast í því að fá síma, við Ólaf heitinn Thors rétt fyrir kosningar. Spyr ég hann um símann og sagðist hann skyldi athuga það. Svo varð nú ekkert úr því, nema að ég var með þennan helv . . . bretasíma sem á höppum og glöppum í lagi. Nú, svo koma kosningarnar og þá er ég staddur í Grindavik og þá er Ólafur þar. Þá segir einn við hann: Hvernig held- ur þú að kosningarnar fari núna, Ólafur? Ja, ætli það rokki ekki til eins og vanter, segir Ólafur. Ja, þú átt nú einn þarna, og bendirá mig. Ja, ég segi þá við hann að ég lifði nú ekki á lygum og svikum. Þá segir Ólafur og ræskti sig: Ég man nú ekki eftir því að hafa lofað þér þessu, en þetta kom til tals. Já, en ég vil nú að það sé byrjað á að mæla fyrir þessu. Nú, daginn eftir komu verkfræðingar og byrjuðu að mæla fyrir Heimsóknartímar um jól og áramót Aðfangadagur ....... kl. 18-21 Jóladagur .......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Gamlársdagur ....... kl. 18-21 Nýársdagur ......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Frá Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur Yfir hátíðisdagana verður ferðum hagað þannig: Aðfangadagur jóla: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Jóladagur: Engar ferðir. Annar i jólum Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 9.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 10.30 Gamlársdagur: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Nýársdagur: Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 12.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 13.30 Að öðru leyti ekið samkvæmt áætlun. Hertha Guðmundsson góð þegar menn skemma svona mikið í kringum sig. Það væri allt í lagi með þessa umferð, ef það væru almennilegir menn sem gengju um þetta". Nú er aðeins korters keyrsla til Grindavíkur, búið þið við einangrun? ,,Það eru 5 km héðan til Grindavíkur, en þeir hafa aldrei verið það framfærir menn að þeir legðu rafmagn þessa leið. í upp- hafi uppistóð oddviti Grindavíkur ásamt nokkr- um úr hreppsnefndinni sem þá var, að hreppurinn keypti Ijósavél, 10 ha. Lister og aðra að Stað við Grinda- vík, því þá var búið á þess- um tveimur bæjum. Nú, það var náttúrlega betra að hafa þessar vélar en myrkrið, en þær reyndust mjög illa, að minnsta kosti þessi hérna, því að það var rétt að maður gat haft Ijóstýru af henni, annað ekki". En hvernig eru þessi mál núna? ,,Ég hef mikið rifist út af þessu bæði við þingmenn og aðra. En þingmennirnir virðast ekkert gera fyrir mann. Eins hef ég rifist við bæjarstjórn og bæjarráð og hafa þeir sýnt þessu máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.