Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ✝ Ketill Vil-hjálmsson fæddist í Trað- húsum í Höfnum á Reykjanesi 14. ágúst 1929. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 21. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Ástríður Þór- arinsdóttir, f. 2. ágúst 1908, d. 7. desember 1983, og Vilhjálmur Kristinn Magn- ússon, f. 9. apríl 1904, d. 5. maí 1993. Systkini Ketils eru Hildur, f. 26. desember 1930, Jón Björn, f. 18. apríl 1934, Garðar Már, f. 26. ágúst 1935, d. 15. ágúst 1976, og Magnús Marel, f. 26. ágúst 1935, d. 30. mars 1937. Eiginkona Ketils var Val- gerður Sigurgísladóttir, f. 13. syni og barnabörn eru tíu. 4. Páll Hilmar, f. 7. mars 1962, maki Ás- dís Björk Pálmadóttir, f. 31. júlí 1963, þau eiga þrjú börn. 5. Val- ur, f. 6. desember 1963, maki Hjördís Hilmarsdóttir, f. 17. jan- úar 1963, börn þeirra eru þrjú og eitt barnabarn. Ketill ólst upp á heimili for- eldra sinna og systkina en bjó á barnsaldri í nokkur ár hjá ömmu sinni í Kotvogi, þar til faðir hans byggði Brautarhól. Hann gekk í Barnaskólann í Höfnum og lauk þaðan barna- og unglingaprófi. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri með föður sínum og var nokkur ár á netabátnum Tjaldi. Lengst af starfsævi sinni var hann þó bifreiðastjóri, ók fyrst um sinn leigubifreið en á sjöunda áratugnum hóf hann störf hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur, þar sem hann lauk sínum starfsferli árið 1996. Útför Ketils fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 1. októ- ber 2015, og hefst athöfnin kl. 13. apríl 1931, d. 21. júní 2002, en þau giftust hinn 28. október 1950 í Nes- kirkju í Reykjavík. Þau hófu búskap á Ásabraut 15 í Kefla- vík en fluttu á Tún- götu 5 árið 1951 og bjuggu þar alla tíð síðan. Börn Ketils og Valgerðar eru: 1. Vilhjálmur, f. 13. apríl 1950, d. 6. september 2003, maki Sigrún Birna Ólafsdóttir, f. 4. september 1950, börn þeirra eru sex og barnabörn tíu. 2. Magnús, f. 29. apríl 1951, maki Auður Tryggvadóttir, f. 25. ágúst 1953, hann á tvo syni og barnabörn eru fjögur. 3. Sig- urgísli Stefán, f. 30. ágúst 1954, maki Halldóra Jóhannesdóttir, f. 23. október 1953, þau eiga fjóra „Læknirinn sagði að ég væri flottur,“ sagði Ketill faðir minn þegar hann lá á sjúkrahúsinu í Keflavík tveimur dögum áður en hann skildi við þennan heim. Ég tók undir það þó að ég hefði áhyggjur af líðan hans. Þótt það væri baráttuandi í orðum gamla mannsins hafði dregið talsvert af honum á fjórða degi á sjúkrahús- inu. Við skildum það ekki alveg nógu vel því hann hafði verið svo heilsuhraustur alla tíð. Hann hafði þó rætt það nokkuð á síðustu árum að hann langaði ekki að lifa heilsu- veill og vera upp á aðra kominn. Honum varð að ósk sinni hvað það varðar og var umvafinn nánustu fjölskyldu sinni síðasta spölinn. Pabbi bjó í húsi fjölskyldunnar á Túngötu 5 í Keflavík frá árinu 1951 til dauðadags en hann flutti þangað með móður okkar og tveimur ungum sonum til að hugsa um ömmu, sem þá var orðin veik, en mamma og pabbi eignuð- ust þrjá aðra syni. Í nokkur ár vorum við sjö í kotinu. Það var oft fjör og ansi margt öðruvísi en í dag en fjölskyldulífið gekk þó vel og allir áttum við bræðurnir mjög góða æsku. Pabbi átti líka góða æsku en manni verður hugsað til þess tíma þegar hann var að alast upp í Höfnunum. Þá var lífsbar- áttan oft erfið. Það var auðvelt að greina það þegar hann rifjaði upp fyrir okkur ýmislegt úr æsku sinni. Honum fannst t.d. skrýtið að heyra allt tal um kreppu því það þurfti vægast sagt að hafa mun meira fyrir hlutunum og líf- inu í gamla daga. Það þótti t.d. ekki tiltökumál að hann um ferm- ingu færi með byssu niður í fjöru eða út á tún til að skjóta fugla í matinn. Á svipuðum tíma var hann farinn að stunda sjó- mennsku með föður sínum. Hann hélt áfram í sjómennsku en síðan lá leið hans yfir í bílstjórasætið en hann starfaði sem rútubílstjóri langstærstan hluta ævinnar, var mjög ánægður þar og fór það afar vel úr hendi. Seinni hluta ævinnar kynntist hann golfíþróttinni og hann lék síðasta golfhringinn í sumar, al- sæll, þó að sjóninni væri farið að hraka undir það síðasta. Leiran var hans staður og þar undi hans sér vel í fallegu umhverfi og ná- lægð við sjóinn. Hann var lunkinn með kylfuna og var fljótur að ná tökum á íþróttinni þó að hann hafi ekki byrjað fyrr en eftir fimmtugt. Það var mjög gaman þegar við vorum þrjár kynslóðir að spila saman, pabbi, ég og Páll Orri, son- ur minn, en það voru sjötíu ár á milli þeirra tveggja. Þá lék pabbi oft með Bubba bróður sínum. Þannig héldu þeir góðri bræðra- tengingu alla tíð. Hafnirnar áttu þó alltaf stóran sess í hjarta hans og við fjölskyldan eigum góðar minningar þaðan. Við áttum líka margar góðar stundir á Túngötu 5 og nú í seinni tíð héldum við í teng- inguna með því að heimsækja hann og vera með honum. Iðulega bakaði hann vöfflur og alla tíð hellti hann upp á kaffi upp á gamla mátann. Þegar talið barst að því að það gæti farið að koma að því að hann myndi þiggja heimilisaðstoð tók hann því fálega. Hann vildi bara vera á Túngötunni. Honum varð að þeirri ósk sinni. Síðustu stundirnar hans á Túngötunni voru mjög skemmtilegar en viku fyrir andlátið spjölluðu þau saman eftirlifandi systkinin, pabbi, bróðir hans og systir, sem býr í Banda- ríkjunum, öll á níræðisaldri, í gegnum tölvuna (skype), í nærri þrjár klukkustundir. Rifjuðu upp sögur og hlógu dátt. Við Ásdís og börnin okkar, Val- gerður, Hildur og Páll Orri, syrgj- um góðan pabba og afa og þökkum honum fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Þinn sonur, Páll. Við rennum í hlaðið á Brautar- hóli og amma og afi taka á móti okkur í útidyrunum. Felló geltir á lóðarmörkum og býst við lærlegg eða hryggjarbeinum af sunnu- dagssteikinni. Felix kisi smjattar á fiskiafgöngum og malar af ánægju. Við yngri bræðurnir fórum marg- ar ferðir með pabba og mömmu í Hafnirnar, ýmist á dökkbláa Ram- blernum eða þá að við sátum með í reglulegri áætlunarferð sérleyfis- ins í átthagana, þar sem við skil- uðum af okkur póstpokanum til Dísu í Hvammi og litum síðan við hjá ömmu og afa í leiðinni, ef engir voru farþegarnir. Hafnirnar voru okkur afskaplega kærar. Í mínum huga var Brautarhóll miðdepill sjávarþorpsins, umhverfið víð- feðmt og stutt niður í fjöru. „Eig- um við ekki að fara niður á sand og skoða bátinn hans afa í víkinni?“ grátbað ég undantekningarlaust þegar svo bar við. Það þurfti ekki að biðja tvisvar, við fórum með afa og pabba niður í fjöru og huguðum að Sandvíkingi, sem lá bundinn með köðlum við klettasnös. Heima á bæ biðu nýbakaðar kleinur og flatkök- ur að hætti húsfreyjunnar. Hún nýtti augnablikið til laumulegra reykathafna í búrinu, þegar karl- leggurinn fór að huga að lífsbjörg- inni á heimilinu. Myndbrot af hang- andi stórlúðu í frystihúsinu kviknar í huganum um leið og trillan er rýnd. Úti fyrir eru spegilsléttu Ósa- botnarnir stílbrot við öldurótið utan við nesið. Andstæður sem þeir feðg- ar höfðu margsinnis þurft að horf- ast í augu við í gegnum tíðina. Skelj- arnar í fjörunni og ormahrúgurnar í sandinum vöktu öllu meiri áhuga hjá okkur bræðrum, við kepptumst við að tína þær fallegu og stigum á ormahúsin við mynni víkurinnar. Það er ekki hægt að minnast föð- ur míns öðruvísi en vitna til Hafna á Reykjanesi. Æviskeiðið er svo sam- ofið átthögunum að það leið varla sá dagur, sem við áttum í samræðum á síðari árum, að ekki var vitnað til þeirra. Sögurnar sem hann mundi og sagði voru náttúrlega einstakar og sveipaðar dulúð og hugljóma, að ekki verður undan því komist að greipa þær í huga. Ég naut þess að sitja á Túngötunni og hlýða á þær, stundum þær sömu aftur og aftur. Þær voru myndrænar og skemmti- legar, vel sagðar og áhugaverðar. Glettnin skein úr augunum og oftar en ekki þegar hann hallaði sér aftur í bleika stólinn, sem var hans þæg- indarammi, komu sögurnar á færi- bandi. Kaffisopinn varð æði oft kaldur í hádeginu sökum þessa og ristaða brauðið laut sömu örlögum. Við fjölskyldan nutum hverrar stundar með honum. Á meðan mömmu naut við, þáðum við hlýju og umhyggju þeirra beggja og börnin muna mjúku öxlina á afa sínum í heimsóknum og helgar- pössun. Eftir hennar tíð var hjartahlýjan engu síðri og það upplifðum við með reglulegu innliti á heimilið. Eftirfylgni hans og natni við uppvöxt ættartrésins var eftirtektarverð. Hann fylgdist vel með öllu og naut sín vel þegar ný og göfug mál bar á góma innan fjölskyldunnar. Jákvæðnin ávallt í fyrirrúmi. Samferðafólki hans er þökkuð vinsemd, vinátta og kærleikur í öll- um myndum þess orðs í hans garð. Guð blessi minningu Ketils Vil- hjálmssonar. Valur Ketilsson og fjölskylda. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Í dag kveð ég yndislegan tengdaföður minn sem reyndist mér og börnunum okkar Palla þremur alltaf svo vel. Hann fylgd- ist vel með og var þeirra helsti aðdáandi. Ég kom ung inn á heim- ili þeirra hjóna, Gerðu og Kedda, í litla húsið á Túngötu 5 sem var æskuheimili Gerðu og svo framtíð- arheimili þeirra Kedda og sonanna fimm. Ketill varð þeirrar gæfu að- njótandi að geta búið heima alla tíð og það var honum dýrmætt og okkur líka. Ég vil þakka fyrir góðu kynnin, ástina og umhyggjuna. Ég trúi því að nú fagni þau saman sem á undan eru gengin. Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ásdís. Gagnkvæm ást afabarns og afans er fjársjóður. Hinn unga fýsir á haf út en sá gamli leitar lendingar. Leiðir þeirra skarast og hvor hvetur annan. Þeir auðgast af handabandi og hlátri. Þeir lifa um eilífð Í hjarta hvor annars. (Pam Brown.) Takk fyrir allar þær minningar og stundir sem ég fékk með þér, elsku afi minn. Þú varst alltaf til í að gera allt fyrir mig og ég verð ævinlega þakklátur fyrir allt. Loksins ertu kominn aftur til Gerðu ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Ég elska þig og mun sakna þín. Hvíl í friði. Þinn afastrákur, Páll Orri. Elsku afi. Nú þegar þú hefur kvatt standa eftir yndislegar minningar. Minn- ingar sem eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig að og fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Það var alltaf jafn notalegt að koma á Túngötuna. Vinátta okkar var mér mjög dýrmæt, við spjölluðum um daginn og veginn og þú fylgd- ist vel með öllu sem var að gerast hjá mér. Varst einn minn helsti stuðn- ingsmaður og það var því yndis- legt að geta glatt þig með góðum fréttum áður en þú kvaddir. Ég sakna þess strax að geta ekki kíkt til þín í kaffi, hlustað á sögur frá þínum yngri árum, rölt með þér í ísbúðina eða tekið bíltúr. Takk fyrir allt, elsku Keddi afi. Þitt barnabarn, Hildur Björk. Ketill Vilhjálmsson Þetta er allt ennþá svo óskiljan- legt, þó svo að ég viti að þú sért dá- in, þá er það samt svo ótrúlegt, hvernig getur þú sem alltaf hefur verið til staðar fyrir mig verið farin úr lífi mínu? Þú skildir mig betur en nokkur önnur manneskja og ég skildi þig, eins vel og þú leyfðir mér, þú varst alltaf frekar lokuð, en í seinni tíð fórstu að segja mér meira af lífi þínu áður en við Anna Þóra kom- um til. Ég man þú sagðir einu sinni við mig, þegar mér leið illa yfir ein- hverju og var að reyna að koma því frá mér en var ekki viss hvernig, þú stoppaðir mig og sagðir: „Emagga, það er ekkert sem þú getur sagt til að sjokkera mig, ég hef gengið í gegnum þetta allt.“ Þetta var eitt það besta sem for- eldri getur sagt held ég, því eftir að þú sagðir mér þetta þá hikaði ég aldrei við að segja þér hvað var að eða spyrja þig ráða, þú vissir yf- irleitt alltaf svarið og varðst aldrei hneyksluð eða reið. Í þau skipti sem við gátum ekki rætt vandamálin okkar út tókum við fram Tarot-spilin. Sigurveig Knútsdóttir ✝ SigurveigKnútsdóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1953. Hún lést 11. september 2015. Útför Sigur- veigar fór fram þann 25. september 2015. Því meira sem ég læri um þig, elsku mammsla, því meira veit ég það fyrir víst að þú varst einhver stórkostlegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann hitt, ég veit þú mynd- ir hrista hausinn og kalla þetta vitleysu, en þetta er nú samt satt. Ég er svo innilega stolt og þakk- lát að hafa fengið að vera dóttir þín og vinkona öll þessi ár, nú getið þið Þór loksins fengið ykkar tíma sam- an. Við hlógum svo mikið saman, skoðuðum föt saman, horfðum á bíómyndir og Touch of Frost, Cracker og fleiri, við elduðum stundum saman, drukkum kaffi saman og reyktum, við gerðum svo endalaust mikið saman að það er erfitt að setja fingurinn á eitthvað sérstakt. Þú varst ein besta vinkona mín og sáluhjálpari og mamma, ég mun hitta þig aftur, elsku mammsla, við munum hittast aftur einn daginn. Ég elska þig svo mikið. Þín, Eva Margrét. Það hefur nú myndast mikið tómarúm í hjarta mér og skarð í líf mitt. Mikið getur lífið breyst á skömmum tíma og nær fyrirvara- laust. Lífið er svo dýrmætt. Hver segir núna „Farðu varlega“ við mig, áður en ég sest upp í bílinn og keyri heim? Hver verður núna allt- af til staðar fyrir mig og hlustar á allt það sem mér liggur á hjarta? Engin önnur manneskja mun nokkurn tímann koma í stað mömmu minnar. Ég fékk bara eina mömmu og nú er hún farin. Farin alltof fljótt frá okkur Evu Margréti. Mamma var góð manneskja og mjög næm; sérstaklega á okkur systurnar, dætur hennar. Mamma vissi alltaf þegar okkur leið illa. Hún fann það. Fann það á sér sjálfri, þegar okkur leið illa. Mamma var með gott auga fyrir fegurð, hvort sem það voru skemmtileg ský, haustlitirnir eða eitthvert flott mynstur sem hún sá. Ég er þakklát fyrir allt sem mamma gaf mér, sýndi mér og kenndi mér. Mamma var góð. Mamma var klár og sniðug. Mamma var listræn og sá list í öllu, m.a.s. í eggjabökkum og tóm- um konfektkössum. Mamma kunni að hafa það notalegt. Það var alltaf notalegt hjá mömmu. Mamma var líka fyndin. Hún var með svo skemmtilegan húmor. Hún var líka alveg eitursvöl hún mamma mín. Ég var stolt af mömmu minni. Hún gekk í gegnum ýmislegt um ævina. Ég mun aldrei gleyma þér mammslan mín. Það er heldur enginn möguleiki á því. Þú lifir áfram í okkur systrum, dætrum þínum. Mér líður svolítið eins og þér hafi tekist að skipta þér í tvennt og deila þér á milli okkar. Við erum nefnilega báðar svo líkar þér, en sjálfar svo ólíkar. Takk fyrir lífið, og bara allt, elsku mamma mín. Ég veit að við sögðum það allt of sjaldan, en ég elska þig mamma. Þín dóttir, Anna Þóra. Sigurveig systir mín er dáin. Það er þungbært að skrifa þessi orð enda fór hún frá okkur alltof snemma og skilur eftir sig tóma- rúm sem ekki verður fyllt nema með minningum um hæfileikaríka og góðhjartaða manneskju sem öllum vildi vel. Sigurveig hafði góða nærveru og minnist ég fjölda gleðistunda í samvistum við hana bæði á heimili hennar og heimili mömmu þegar ég var krakki og svo unglingur, ég rétt að hefja lífið og hún komin með svo fallega fjöl- skyldu þar sem gleði ríkti. Alla tíð var hún áhugasöm um það sem ég var að fást við og sýndi vaxandi fjölskyldunni minni áhuga og ást- úð. Ég hef alltaf verið stoltur af hæfileikum hennar sem listakonu og naut þess að fylgjast með list- sköpun hennar. Ég man eftir lífsþrótti hennar og krafti þegar hún hélt mynd- listasýningarnar á grafíkverkum sínum sem þroskuð myndlistar- kona, enda hlaut hún mikið lof fyr- ir. Alla tíð voru samtöl mín við hana ánægjuleg. Ég er ákaflega stoltur af því hve vel hún bar sig þrátt fyrir að glíma við veikindi og heilsuleysi um nokkurt skeið. Ég veit það núna að hún gerði það fyr- ir dætur sínar og okkur sem stóð- um henni næst og segir það sína sögu um hve hjartagóð manneskja hún var. Megi Sigurveig lifa í hug- um okkar allra sem hana þekktu. Önnu Þóru og Evu Margréti votta ég mína dýpstu samúð. Björn Knútsson. Elsku systir, þá ert þú farin frá okkur langt fyrir aldur fram og stórt skarð myndast í systkina- hópnum. Dætur þínar, Anna Þóra og Eva Margrét, hafa misst mikið og þurfa á öllum sínum styrk að halda. Elsku Sigurveig, þú varst mikil tilfinningavera og fetaðir kannski þess vegna veg listarinnar. Þú varst sannarlega listamaður af guðs náð og fékkst þá eiginleika í vöggugjöf, geri ég ráð fyrir, í meira mæli en við hin systkinin. Þinn leiftrandi húmor var vel þekktur í fjölskyldunni, já margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann. Þú varst sú skyn- sama í systkinahópnum, enda elst. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um þig, elsku systir, og áföll og erfiðleikar tóku sinn toll. Þú hélst þó alltaf ró þinni í gegnum súrt og sætt. Heilsubrestur var áberandi síð- ustu árin, en snörp og illvíg veik- indi voru það sem tók þig frá okkur að lokum. Þú varst sannarlega gegnumgóð manneskja og vildir engum illt. Minningarnar um þig eru falleg- ar og þær mun ég geyma í brjósti mér alla tíð. Guð geymi þig. Kári Knútsson. Á ljósmynd sem tekin var síð- sumars 1978 eða 9 varpar kvöld- sólin birtu á andlit nokkurra kátra ungmenna. Þau standa úti á svöl- um stúdentagarðs, þeim fyrsta sem byggður var fyrir fjölskyldu- fólk við Suðurgötuna. Meðal þeirra var Sigurveig, en þarna bjuggum við báðar. Hún er í hvítri skyrtu og ljóst hárið flaksar dálítið í golunni. Sigurveig var hæglát og elskuleg og ekki orðmörg. Síðan urðu þáttaskil og við hitt- umst aftur þónokkru síðar þegar hún bjó á Holtsgötunni með manni sínum og dætrum. Það hittist svo skemmtilega á að dætur okkar léku sér saman í leikskóla. Sigur- veig vann þá að myndlist og var kröfuhörð við sjálfa sig í listinni. Mér er eftirminnileg sýning henn- ar í galleríi í Hafnarstræti seint á níunda áratugnum. Þar gaf að líta form sem minntu mig á Austur- lönd, hvolfþök og tungl í ævintýra- heimi Þúsund og einnar nætur, eða sígaunaljóðum García Lorca. Svo þegar ég gaf út ljóðabókina Ljóð- vissu bjó Sigurveig til kápumynd- ina, krossform sem líka var gluggi út í fjarlægðina eða frelsið. Eftir að kápan var tilbúin með gulum lit sínum, titli og mynd Sigurveigar gerðist það að skáldið Matthías Jochumsson kom í heimsókn í draumi. Hann var afar skemmti- legur og við hlógum mikið saman. Kannski kom hann vegna trúar- legra efasemda í einu ljóði, kannski vegna þess að hann var ánægður með bókina og kápumyndina. Sigurveig átti lengi við veikindi að stríða. Síðast hitti ég hana á Laugaveginum í fyrrasumar og ráðgerði að koma til hennar og skoða myndir. En skömmu síðar urðu skyndileg og óvænt umskipti hjá mér og það varð ekki af því að við hittumst. Kæra Sigurveig, ég þakka þér fyrir góð kynni og votta öllum aðstandendum innilega sam- úð mína. Berglind Gunnarsdóttir. Elsku vinkona. Mér finnst svo stutt síðan við gengum saman um Laugaveginn og vorum að kíkja í búðir. Þú hafðir alltaf húmor fyrir lífinu þó að stundum væri það erf- itt. Húmorinn var enn til staðar þegar ég sat hjá þér á spítalanum síðustu dagana þína í þessu lífi. Nú sé ég þig ekki meir. Þakka þér fyr- ir allt, Sigurveig mín. Hvíl í friði, í Jesú nafni. Margt er það, ó margt er það sem minningarnar vekur. Þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín vinkona, Kristín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.