Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 29

Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ✝ Hugi Jóhann-esson fæddist í Haga í Aðaldal 24. júlí 1923. Hann lést á Landakots- spítala 22. sept- ember 2015. Foreldrar hans voru Jóna Jakobs- dóttir húsmóðir og Jóhannes Frið- laugsson, farkenn- ari, bóndi og rit- höfundur. Hugi var elstur átta systkina. Systkini hans eru Snær, bóksali í Reykjavík, lát- inn, Heiður, húsmóðir á Akur- eyri, Völundur, trésmíðameist- ari á Egilsstöðum, Hringur, listmálari í Reykjavík, látinn, Fríður, húsmóðir á Akureyri, látin, Dagur, bóndi í Haga, og Freyr, byggingatæknifræð- ingur í Reykjavík. Fyrri kona Huga var Kristín 13. ágúst 2007, og Sigrún Ósk Karlsdóttir, f. 22. febrúar 2009, d. 25. apríl 2009, 5. Dagur H. Jóhannsson, f. 3. október 1995. Eftir grunnskóla nam Hugi í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal veturinn 1941-42 og var við nám í Iðnskólanum á Akureyri haustið á eftir. Hugi vann fyrst við brúargerð yfir Ölfusá sumarið 1945 og vann síðan með skammvinnnum hléum við brúarsmíði til ársins 1980. Hugi tók sveinspróf í smíðum í Iðnskólanum í Reykja- vík frá 1969 til 1973, samhliða störfum fyrir Vegagerð ríkis- ins. Eftir að hann kvaddi brúar- smíðina vann hann í þrettan ár á brúardeild Vegagerðarinnar í fullu starfi og síðan í þrjú ár í hálfu starfi sem eftirlaunaþegi. Hann hætti endanlega 1996 og hafði þá verið hjá Vegagerðinni í 51 ár. Hugi verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í dag, 1. októ- ber 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Guðmundsdóttir, f. 1921, d. 1993, voru þau gift í fimmtán ár og eignuðust eina dóttur, Hug- rúnu, f. 12. apríl 1954. Þau skildu. Sambýliskona hans um áratugaskeið var Erla Ásthildur Þórðardóttir, en þau slitu samvistir. Börn Hugrúnar eru: 1. Eyrún Fjóla Friðgeirsdóttir, f. 9. júní 1975. 2. Guðbjörg Eva Friðgeirsdóttir, f. 19. desember 1979, börn hennar eru Sigurður Magni Fannarsson, f. 14. sept- ember 2000, og Sunneva Rún Jónasdóttir, f. 12. ágúst 2013. 3. Hugrún Pálmey Pálmadóttir, f. 21. september 1982. 4. Lára Kristín Jóhannsdóttir, f. 28. jan- úar 1986, börn hennar eru Kristveig María Karlsdóttir, f. Elsku langafi, það var gaman að kynnast þér og hitta þig aftur og aftur. Öll þessi ár hefurðu verið elsku- legur og góður við mig. Langafi, allir eiga eftir að sakna þín. Kossar og knúsar. Jónína Margrét (9 ára). Eftir að hafa skrölt yfir ný- ruddan vegaslóða sem virtist ætla að skekja í sundur him- inbláan Saab 96-bíl fjölskyldunn- ar komum við yfir hæðardrag. Við blasa vinnubúðir brúarsmiða við Þjórsá. Grænleitir kofar og nokkur hvít tjöld. Eitt tjaldið skíðlogar og hópur manna stjáklar í kringum það við slökkvistörf og björgun verð- mæta. Pabbi leggur bílnum og við göngum nær logunum. Það er ótti í mér við eldinn og hama- ganginn í kring. Ég kannast strax við einn manninn sem stendur þarna sallarólegur og gefur snögg og röggsöm fyrir- mæli til undirmanna sinna um hvernig best er kæfa bálið. Þetta er Hugi frændi minn, elsti bróðir pabba, hann smíðar brýr, það hefur mér skilist þó að ekki sé ég ýkja gamall. Þegar hann hætti að smíða brýr árið 1980 hafði hann byggt hvorki meira né minna en 84 brýr sem voru alls 1.219,5 metrar á lengd! Ég var þriggja ára, logandi tjaldið á sumardegi er ein af mínum fyrstu minningum. Önnur minning, ég er fimm ára. Við sitjum í íbúð Huga og Erlu sambýliskonu hans á Rauð- arástíg ásamt fleiri gestum, höf- um áð þar í sunnudagsbíltúr. Hugi býður viðstöddum líkjör með kaffinu og spyr síðan gutt- ann hvað hann vilji drekka. Ég hafði greinilega fengið að gægj- ast á vestra í sjónvarpinu því að ég svara að bragði: „Viskí.“ Full- orðnir hlæja að þessu óvænta og kokhrausta svari, en Hugi bara glottir, bregður sér fram og kemur til baka með staup fullt af viskíi. Líklega átti hann von á að strákpjakkurinn myndi stinga tungubroddinum í drykkinn, hrylla sig og biðja um gosdrykk. En ég hika ekki heldur hvolfi úr glasinu upp í mig. Mamma tekur andköf, Hugi skellihlær. Það sem eftir lifir heimsóknar kúri ég í fanginu á pabba þögull og hreyfingarlítill. Þriðja minning. Hugi er að halda málverkasýningu í Gerðu- bergi og tekur mér fagnandi. Hann er spariklæddur og upp- rifinn, þetta er augljóslega há- tíðisdagur. Hann leiðir mig á milli myndanna og segir hrað- mæltur og ögn rámur frá hvar hann málaði myndirnar og dæm- ir þær jafnvel sjálfur – „mér finnst þessi helvíti góð, en var ekki alveg að ná skýjunum í þessari“. Það er hverjum manni ljóst hversu vænt honum þykir um verk sín, hversu mikla alúð og metnað hann leggur í þau. Fjórða minning. Hugi hefur fengið far með mér norður í Haga. Hann segir mér frá því þegar hann leigði ungur maður ásamt félaga sínum kjallarann í húsinu Tungu. „Það var heilmik- ið partístand á okkur,“ segir hann og ískrar í honum. „Það stóð gróskumikill trjálundur þarna við húsvegginn, eini trjá- gróðurinn á stóru svæði, og hús- eigandinn hélt því fram að þau spryttu svona vel þarna vegna þess að á þessum stað pissuðu allar stelpurnar sem væru að bíða eftir að við kæmum heim af ballinu.“ Þetta er græskulaust gaman og grobblaust. Hann iðar af smitandi kæti þegar hann rifjar upp þessi gömlu ævintýri, og þegar ég lít af veginum á elsta föðurbróður minn finnst mér hann hafa yngst um mörg ár. Hann horfir glettinn til baka. Töffari fram í rauðan dauðann, á því leikur enginn vafi. Margblessuð sé minning míns ljúfa frænda og trausta brúar- smiðs. Sindri Freysson. Hugi Jóhannesson brúarsmið- ur lést eftir stutta legu hinn 21. september. Hann varð 92 ára. Andlega hress fram undir það síðasta og reisulegur. En rás tímans minnir á sig. Í djúpi tímans reka um minningarbrot, sum fimmtíu ára gömul. Í ausandi rigningu og foraði við Kálfá er brúarvinnu- flokkur Huga Jóhannessonar að koma sér fyrir að vori. Reisa tjöld, grafa fyrir kamri og koma fyrir verkfærum. Nýliðarnir kunnu ekkert til starfa og Hugi var ekki frýnilegur, beinlínis hryssingslegur og hundblautur í gömlu blágrænu Hekluúlpunni, ekki árennilegur. Mörgum leist ekki á blikuna. En bak við Hekluúlpuna var gull af manni. Hann varð síðan „fóstri og stjóri“ flokksins, einvalaliðs, sem hélt tryggð við hann, og hann við okkur, sumar eftir sumar. Skólapilta sem biðu vorsins með óþreyju. Í minningunni bjartir svitastokknir sólskinsdagar með ilm af sveitinni og trjákvoðu. Síðkvöld í sliguðu tjaldi, í komp- aníi við félagana og allífið. Að vera meðlimur í brúar- vinnuflokki Huga var upphefð og ævintýri. Sveitalíf og óbygg- ðadvalir voru hluti af tilverunni. Vinnusemi, samheldni og lífs- gleði voru dyggðirnar. Hugi var æðstipresturinn sem ekki þurfti að prédika. Við mátum hann, lit- um upp til hans og fundum hjá honum lífsviðhorf og kímni okk- ur að skapi, stundum falið undir hryssingslegri úlpunni og hrossahlátrinum. Hugi var afbragðs brúarsmið- ur, með ráð undir hverju rifi, hörkutól og með einstakt lag og næmi á baldinn unglingaflokk. Hann var dulur, en traustur og einlægur. Algerlega laus við tild- ur og sýndi okkur traust sem enginn vildi bregðast. Hann varð uppalandi jafnmikið og verkstjóri. Hann skilaði „strák- unum“ sínum út í lífið eins og besti fóstri. Mátti vera stoltur af sínu framlagi. Á þroskaárunum var vinnugleði með verkkunn- áttu og lífsgleði brúarvinnulífs- ins, ásamt kynnum af íslenskri sveit og náttúru, dýrmætt vega- nesti. Huga framar öðrum að þakka. Hugi náði háum aldri sem hann bar vitaskuld vel. Hann var listrænn og naut þess að mála. Átti að dótturina Hugrúnu og stóran hóp afkomenda. Sérkennilegt eins og það er slitnaði aldrei þessi strengur sem batt okkur félagana í flokknum við okkar gamla verk- stjóra í nokkur sumur, þó að menn hafi rótast hver í sína átt- ina. Þetta sýnir ef til vill betur en margt annað einstaka mann- kosti Huga. Sambandið varð slitrótt eins og gengur og gerist í áranna rás en þegar við hitt- umst var vitaskuld rætt um gamla daga, háskaferðir á sveitaböll, dýfur í ísköld vatns- föll, hrímað hár og skegg í dag- renningu þegar kólnaði á fjöllum ásamt dýrðardögum víðs vegar um landið. Honum þótti ætíð vænt um flokkinn sinn og var stoltur af honum og okkar sterkbyggðu brúm, og það var algerlega gagnkvæmt. Ég kveð minn gamla verk- stjóra, vin og velunnara, því það var hann, með þakklæti og virð- ingu okkar brúarvinnufélag- anna. Get ekki lýst afbragðs- manni betur en í þessum fátæklegu línum. Drengur góður er genginn. Íslenska sveitin er tómlegri. Góður hugur fylgi hon- um ætíð. Samúðarkveðjur til Hugrúnar og annarra ástvina. Guðmundur Benediktsson. Hef oft hugsað um hve ein- stök, jafnvel stutt tímaskeið á lífsleiðinni geta haft mikil áhrif og fylgt manni alla tíð. Hvað mig varðar, þá gildir það um Huga Jóhannesson sem borinn er til grafar í dag, en hann var verk- stjóri minn í brúarvinnu um nokkurra ára skeið. Fyrstu kynnin voru þegar ég var 15 ára gamall, en móðir mín, sem einhver tengsl hafði við Vegagerðina, hafði látið þau orð falla þar að ég hefði áhuga á að komast í brúarvinnu, nema hvað? Þetta var vinsæl vinna, langt frá verndarhöndum for- eldra og það sem best var; vel borguð. Menn sýndu mér víst lítinn áhuga fyrr en kvöld eitt að Hugi hringir í mömmu og segir: „Auðvitað tek ég strákinn!“ Þá var teningunum kastað. Ég, 15 ára óharðnaður unglingurinn, komst í brúarvinnuflokk þar sem ég kynntist strákum á mínu reki sem enn eru stoltir af því að vera „strákarnir hans Huga“. Það var ábyrgðarhlutur að taka við svona stráklingum, sem fæstir höfðu kynnst alvöru vinnu, og kenna þeim að bera virðingu fyrir starfinu, kenna þeim að það er ábyrgðarhlutur að vinna í hópi, oft við erfiðar aðstæður. Við bjuggum að mestu í tjöldum og skoluðum af okkur með vatni úr næstu á, hit- uðu í blikkfötum á Aladdin-ofn- um kyntum með steinolíu. Auð- vitað var stundum smá slark á okkur, en Hugi með sinni al- kunnu rósemi hafði þau áhrif að sjaldan fóru hlutir úr böndunum. Hugi tók ekki þátt í þeim hluta gamansins en með sinni hlýju nærveru kenndi hann okkur að hvað sem við gerðum í okkar frí- tíma skyldum við stunda okkar vinnu, mæta á réttum tíma og standa klárir þegar skyldan kall- aði. Trúi því hver sem vill, en þessi hógværi agi gerði það að verkum að nánast undantekn- ingalaust skiluðum við okkar. Ef út af brást var sá kannski send- ur í að flytja kamarinn, en það var sko ekki vinsælasta djobbið! Þarna var lagður grunnur að þeirri skoðun minni að allir eigi að sinna störfum sínum af alúð og bestu samvisku. Það er ekki svo lítil áhrif sem sumarvinna í nokkur sumur getur haft. Held ég tali hér fyrir hönd okkar allra, strákanna hans Huga. Eftir að þessu skeiði lauk og við flestir strákarnir hurfum til náms og annarra starfa höfum við ávallt vitað hver af öðrum og auðvitað er það Hugi sem tengir okkur. Þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsi fyrir nokkrum vik- um var honum enn efst í huga vegferð okkar strákanna. Við er- um nefnilega enn strákarnir hans Huga þó að liðin sé nær hálf öld frá þessu tímabili í lífi okkar. Sendi Hugrúnu og fjölskyldu Huga samúðarkveðjur. Páll Gunnlaugsson. Vinir mínir fara fjöld, segir Bólu-Hjálmar. Þótt vinirnir séu komnir á tíræðisaldurinn getur missirinn líka verið mikill. Þann- ig var það með Huga, hann var gefandi til hinstu stundar. Það er sárt að finna þeim fækka sem við deilum minningunum með. Minningunum sem oft eru okkur svo kærar. Endalaust gátum við Hugi og Dúdda rifjað upp árin góðu í Tungu, við litlar hnátur, hann ungur maður á vori lífsins, fullur eldmóðs og lífsgleði. Tunga stóð við Suðurlands- brautina, í suðrinu gnæfði Sjó- mannaskólinn, í brekkunni vöpp- uðu hænurnar hennar Hænsna-Jónínu, hestarnir hneggjuðu í hesthúsinu og víð- áttumikil túnin breiddu úr sér í austri. Þeir bjuggu hvor í sínu herberginu í kjallaranum Hugi og Hringur. Á loftinu bjó Snær bróðir þeirra með Birnu konu sinni og Mjöll dóttur þeirra. Þá var Völundur, bróðir þeirra, ný- fluttur úr Tungu. Á hæðinni réðu Siggi og Setta ríkjum. Siggi og Setta sem héldu utan um hópinn sinn og húsið sitt, húsið þar sem allir voru vel- komnir, þar sem gómsæt kjöt- súpan sauð í pottinum hjá Settu og stofan fylltist af reyk á kvöld- in þegar þeir Hagabræður með Huga í fararbroddi tóku slag með þeim hjónunum. Brids, brids, brids með yfirvegun og spekúlasjónum en einnig kátínu og hlátri. Við Dúdda tiplandi á tánum umhverfis borðið, ekkert mátti trufla. Í kjallaranum var allt hið forboðna, allt sem litlar hnátur sóttust í að skoða og upplifa. Þar kraumaði bruggið í miðstöðinni og við lærðum að at- huga styrkleikann með því að fá okkur sopa af og til eins og þeir Hagabræður. Þar glumdi mús- íkin úr grammófóninum, sem var í litlu hólfi sem Hugi hafði sagað inn í vegginn milli her- bergjanna svo að báðir gætu hlustað. Þar voru partí með glaum og gleði þar sem reykský- ið sveif yfir vötnunum og alltaf vorum við Dúdda velkomnar. Já, Tunga var sannarlega undraheimur sem var sem mitt annað heimili árum saman. Sá undraheimur rúmaði allt í senn, elsku og hlýju, glens og gaman, ævintýri og hversdagsleika, en ekki síst frelsi, það frelsi sem æskan elskar, þráir og nýtur. Svo liðu árin, Hagabræðurnir héldu út í lífið einn af öðrum, Tunga var rifin, nýir áfangar, nýir kaflar, en alltaf héldust tengslin. Hugi lærði brúarsmíð- ina af Sigurði Björnssyni og um allt land má sjá handarverkin hans, unnin af vandvirkni og samviskusemi. Það var ljúft að upplifa gömlu vináttuböndin þegar Hugi var að smíða brúna yfir Öxará sumarið sem ég tvítug vann á Hótel Val- höll. Þá skokkaði ég marga bjarta sumarnóttina upp í tjald- búðirnar til Huga og strákanna hans. Hugi fór sér hægt í mál- aralistinni framan af, stóð lengi vel í skugganum af Hring sem hvatti hann þó ætíð og studdi, en þar kom að málaralistin varð ástríða hans og yndi. Hann mál- aði og færði mér m.a. yndislega mynd af ljóði sem ég hafði ort um rekaviðinn. Nú ylja ég mér við fallegu myndirnar hans og minningarnar allar. Blessuð sé minning Huga Jóhannessonar. Hann á góða heimkomu vísa. Guðfinna Ragnarsdóttir. Hugi JóhannessonÖll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við söknum þín, elsku Danni. Þínar vinkonur, Birgitta, Karen, Steinunn og Sunna. Ég kynntist Danna árið 2002 þegar ég fékk að þjálfa hann fyrst. Hann var 10 ára og ég 18 ára. Hann var þá glaðlyndur, einlægur og góður strákur, upp- fullur af fótboltahæfileikum. Ég fylgdist svo með honum og jafn- öldrum hans úr fjarlægð þangað til ég þjálfaði hann aftur í 2. fl. og síðan skipti hann yfir í Ber- serki þar sem við spiluðum sam- an. Hann hafði lítið breyst. Hann var enn glaðlyndur, ein- lægur og góður strákur. Danni var snöggur, kraftmikill og teknískur leikmaður sem hefði getað náð lengra, en hann var frekar óheppinn með meiðsl. Hann var líka góður félagsmað- ur og var alltaf tilbúinn í vinnu fyrir félagið þegar eftir því var leitast. Stórt skarð hefur verið höggvið í Berserki. Við horfum með mikilli sorg á eftir vini, liðsfélaga, hæfileikaríkum fót- boltamanni og frábærum dreng. Fyrir hönd Berserkja, Einar Guðna. Þungt er mér um hjartarætur og með sorg í huga þegar ég kveð nú kæran samstarfsfélaga minn, Daníel Frey. Ekki óraði mig fyrir því þeg- ar hann lauk störfum hjá Trygg- ingamiðstöðinni núna í ágústlok og ég þakkaði honum fyrir sam- starfið að ég væri að kveðja hann í hinsta sinn. Þó að ég sæi eftir góðum vinnufélaga þá sam- gladdist ég Daníel líka því hann var að hefja nám aftur og stefndi á viðskiptafræði hjá Há- skóla Íslands, aðeins örfáum vikum síðar er hann fallinn frá, alltof fljótt, í blóma lífsins. Daníel kom til starfa í mót- töku Tryggingamiðstöðvarinnar í byrjun desembermánaðar á síðasta ári. Hann hafði gert hlé á skólagöngu til að hugleiða næstu spor á námsbraut sinni á meðan, var ég svo lánsöm að vinna með þessum ljúfa dreng, fékk að kynnast lítillega og fylgjast með honum um nokkurt skeið. Það var eitthvað svo bjart yfir honum Daníel. Þegar ég hugsa til hans sé ég ungan fallegan strák, alltaf brosandi og vel til fara. Sé hann fyrir mér renna fingrum létt í gegnum toppinn sinn en hann passaði alltaf vel upp á að hafa hárið á réttum stað og ég man hvað mér fannst skemmtilegt hvað hann var oft í flottum og litríkum sokkum. Daníel hafði góða nærveru en þrátt fyrir nokkurn aldursmun gátum við spjallað saman þegar tími gafst til. Daníel var margt til lista lagt, hann var fótboltastrákurinn sem mætti stundum til vinnu með auma vöðva þegar ekkert var gefið eftir í leik gærdagsins og á björtum sumardögum spilaði hann golf með fólkinu sínu. Ég minnist þess einnig hvað Daníel gat verið fyndinn þegar hann brá sér í hlutverk raddlitlu, gömlu konunnar, þar sýndi hann einstaka leikhæfileika, þá var hlegið dátt Mikil eftirsjá er að þessum fallega og góða dreng en mestur er missir ástvina hans. Minningu um Daníel Frey mun ég varðveita í hjarta mínu alla tíð. Foreldrum, fjölskyldu og unn- ustu sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Kristín Aðalsteinsdóttir. Bróðir minn, HELGI BJÖRNSSON, Kvískerjum, sem lést 27. september, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 3. október klukkan 14. . Hálfdán Björnsson. Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, andaðist þriðjudaginn 22. september á sjúkrahúsinu á Siglufirði. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju 3. október klukkan 14. . Hjörtur Hjartarson, Ingibjörg Sigríður Hjartardóttir, Hjörtur Hjartarson, Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir, Guðbjörg Alexandra Hjartardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.