Morgunblaðið - 01.10.2015, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
✝ Theódóra ÁsaÞórarinsdóttir
fæddist í Vest-
manneyjum 24.
ágúst 1925. Hún
lést á sjúkrahúsi
Keflavíkur 12.
september 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Þórarins
Gíslasonar úr Vest-
manneyjum, f. 4.6.
1880, d. 12.2. 1930,
og Matthildar Þorsteinsdóttur
f. í Dyrhólasókn 31.12. 1887, d.
24.7. 1960. Stjúpi Theódóru var
Kristján Gíslason, f. 16.1. 1891,
d. 10.2. 1948. Systur hennar
voru Ragnhildur Þórarinsdóttir
Stolzenwald, f. 1908, d. 1993,
Hlíf Stefanía Þórarinsdóttir, f.
1911, d. 1998, Ása Þórarins-
dóttir, f. 1914, d. 1915, Hildur
Þóra Þórarinsdóttir, f. 1918, d.
1975.
Theodóra giftist Karli Vil-
hjálmi Kjartanssyni 4. júní
1948, f. 7.4. 1915, d. 21.4. 1967.
Foreldrar hans voru Kjartan
Ung fór hún að fara í vist sum-
arlangt í sveit á Suðurlandi hjá
Geir bónda að Byggðarhorni.
Theódóra fór síðar vestur á
Þingeyri við Dýrafjörð og var
þar kaupakona. Seinna vann
hún svo á Hótel Hellu og Hótel
Vík í Reykjavík. Fór í síldar-
söltun til Siglufjarðar en þar
lágu leiðir hennar og Karls Vil-
hjálms saman. Flutti hún svo til
Keflavíkur og hófu þau búskap
að Klapparstíg 8. Stundaði hún
síldarvinnu með húsmóður-
starfinu til ársins 1967 er Karl
Vilhjálmur lést en það ár hóf
hún störf í mötuneyti Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Starfaði hún þar til ársins 1987
er hún lét af störfum vegna
fótameins. Hún bjó alla tíð í
Keflavík, flutti af Klapparstíg 8
að Háteigi 8 árið 1973, þar bjó
hún til ársins 1993 er hún flutti
að Melteigi 12 með syni sínum
og tengdadóttur þar sem hún
bjó til æviloka. Fjölskyldan á
Melteignum var dugleg að
ferðast með henni bæði hér-
lendis og erlendis. Hún fékk
viðurkenningu frá Rauðakrossi
Íslands fyrir prjónavörur sem
hún gaf samtökunum.
Útför hennar fór fram 24.
september 2015 í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Ólason, f. í Laxár-
dal, S-Þing., 3.4.
1890, d. 24.1. 1979,
og Sigríður Jó-
hanna Jónsdóttir,
f. í Stykkishólmi
8.10. 1894, d. 21.9.
1972.
Sonur þeirra er
Kristján Þór Karls-
son, f. 29.4. 1957,
eiginkona Dagbjört
Ýr Gylfadóttir, f.
17.7. 1961, dóttir Signýjar Sig-
urlaugar Tryggvadóttur og
Gylfa Guðmundssonar, en fóstri
Dagbjartar, var Haukur Þórð-
arson. Börn þeirra eru Karl
Vilhjálmur, f. 6.10. 1981, og
Stefanía Sigurbjörg f. 19.4.
1987.
Theódóra ólst upp í Vest-
mannaeyjum til fimm ára ald-
urs, en fór þá í vist til móður-
systur sinnar, Elínar R. Þor-
steinsdóttur, og manns hennar,
Jóns Þorsteinssonar á Eskifirði,
og var þar til 10 ára aldurs.
Fór þá aftur til Vestmannaeyja.
Nú hefur það gerst sem ekkert
okkar á heimilinu hafði séð fyrir
að myndi gerast nærri strax að
minnsta kosti. Við höfum lagt til
hinstu hvíldar móður og tengda-
móður. Eitthvað sem kannski
ekki ætti að koma á óvart þegar
um níræða konu er að ræða. En
svona er þetta samt í þessu tilfelli
þar sem við vorum í óðaönn að
undirbúa afmælisferðina hennar
með fjölskyldunni til Spánar.
Hér kveðjum við móður,
tengdamóður og ömmu, Theó-
dóru Ásu Þórarinsdóttur frá
Vestmannaeyjum. Hún bjó þó öll
sín fullorðinsár í Keflavík. Frá
1946 eða þar um bil í húsi afa og
ömmu að Klapparstíg 8. En ofan
á það hafði faðir minn, Karl Vil-
hjálmur, byggt nokkru áður.
Þarna hófu þau sinn búskap en
þau giftu sig árið 1948 í stofunni á
prestsetrinu að Útskálum.
Ég kem svo til sögunnar í apr-
ílmánuði á því herrans ári 1957 og
elst upp á Klapparstígnum í ást-
ríkum faðmi mömmu og pabba og
ömmu og afa, þarna var alltaf líf
og fjör. Mamma var heimavinn-
andi að mestu, en pabbi vann hjá
Varnarliðinu, og við beitingu þess
á milli.
Árið 1967 deyr faðir minn, þá
varð mikil breyting, mamma varð
að fara út að vinna til að sjá fyrir
okkur. Hún fékk vinnu hjá Varn-
arliðinu þarna um sumarið 1967 í
mötuneyti hjá honum Indriða.
En Indriði og kona hans reynd-
ust okkur mjög vel alla tíð. Á
þessum árum var það okkar
mömmu helsta skemmtun að fara
með rútunni til Reykjavíkur til að
heimsækja Hildu frænku og
hennar fjölskyldu, en þær systur
voru mjög nánar.
Við fluttum af Klapparstígnum
upp á Háteig en þar keypti
mamma húsnæði árið 1973.
Mamma fékk áhuga á utanlands-
ferðum, fór með Indriða Elsu og
syni þeirra Viðari til Danmerkur
og hafði mjög gaman af. Eins
voru þau iðin við að taka okkur
með í bíltúra hér um landið. Svo
tóku við ferðir til Mallorka og
Benidorm þar sem þeim þótti
mjög gaman að vera, henni og
Möllu frænku sem var hennar
helsti ferðafélagi næstu árin.
Þarna bjuggum við tvö saman til
ársins 1980, en þá kom Dagbjört
Ýr inní líf okkar sem kærasta
mín.
Við Ýr fluttum svo árið 1981 til
Raufarhafnar, og þangað kom
mamma oft í heimsókn. Eftir 10
ára dvöl þar fluttum við aftur til
Keflavíkur og árið 1993 fluttum
við að Melteigi 12 í Keflavík og þá
öll saman, við Ýr með tvö börn og
mamma flutti með okkur. Hér
höfum við búið saman nú samfellt
í 24 ánægjuleg ár, sem hafa geng-
ið með ólíkindum vel. Hér var
uppeldi barna og hunda, og tók
hún alla tíð verulegan þátt í því.
Hingað komu allir vinir barna
okkar, þeirra Kalla og Stefaníu,
og var hún kölluð amma af þeim
öllum og eins af þeirra börnum.
Fyrir okkur öll verður þetta mjög
stórt skarð, þar sem hún var sá
póstur sem allir gátu treyst á að
væri til staðar. Og það er alveg
víst að það verður verulegur tóm-
leiki á Melteigi 12 um ókomna tíð.
En við kveðjum hér frábæra
konu, móður, tengdamóður og
ömmu, Theódóru Ásu Þórarins-
dóttur, með miklum og sárum
söknuði og færum henni þakkir
fyrir allt sem hún gaf okkur með
tilvist sinni.
Kristján Þór, Dagbjört Ýr,
Karl Vilhjálmur og Stefanía Sig-
urbjörg og eins finna heimilis-
hundarnir, þeir Skuggi, Simbi og
Nala, fyrir missi.
Dagbjört Ýr Gylfadóttir,
Kristján Þór Karlsson.
Elsku amma mín.
Veit ekki alveg hvernig ég á að
byrja þetta. En ég mun sakna þín
meira en orð fá lýst.
Allar minningarnar sem koma
upp, göngutúrarnir okkar þegar
ég var lítil á Raufarhöfn niður að
kirkju með nammipoka, þegar ég
var að hrekkja þig með súra
nammið. Eða allir tímarnir þegar
ég var með þér hérna í Keflavík
að fara til Möllu og Klöru, væri
alveg til í að fá einn göngutúr enn
með þér. Eða fá að leggjast upp í
rúm til þín í eitt kúr. Einnig
fannst mér æðislegt að kynnast
því hversu skilyrðislaust er hægt
að elska.
Þú tókst öllum jafnvel, sama
hver það var. Elskaðir alla mína
vini og tókst þeim sem þínum eig-
in og þegar Guðmundur og
Thelma Ýr komu þá áttir þú þau.
Var alltaf svo gaman að sjá þig
og Thelmu saman inni í herbergi
að tala um allt og ekkert. Einnig
allir tímarnir þar sem að við sát-
um við eldhúsborðið bara tvær og
þú sagðir mér frá uppeldinu þínu
og æsku og heyra hvað tímarnir
hafa breyst hratt og mikið. Og
allar sögurnar af þér og Möllu
saman á Spáni og síðan öllum
ferðunum sem ég var svo lánsöm
að fara með þér í. Í kringum þig
var alltaf fjör og þú varst alltaf til
í að skemmta þér með mér. Mun
ég líka alltaf varðveita það
hversu heppin ég var að hafa
fengið tækifæri til að hafa þig
svona lengi og hafa haft þig alltaf
hjá mér. Mörgum tímum gátum
við eytt í að spila rommí og olsen
olsen og fannst mér það alltaf æð-
islegt. Þú hafðir endalausan tíma
fyrir mig og varst aldrei að flýta
þér. Þú rakst ekki á eftir mér
þegar ég talaði þig í kaf þegar ég
var lítil og hafði margar sögur að
segja þér. Þú bara hlustaðir og
brostir með mér. Húsið hjá
mömmu og pabba mun alltaf
verða tómlegt því þú ert ekki þar.
Ég átti aldrei von á að þetta
myndi gerast svona hratt, hélt að
þú kæmir aftur heim. Kæmir
með okkur í eina ferð en til Spán-
ar. En svo er ekki og nú ertu far-
in til Kalla afa sem er búinn að
bíða þín í langan tíma. Einnig
ertu sameinuð þínum vinkonum,
þeim Möllu og Klöru, get ímynd-
að mér að ykkar endurfundir hafi
verið gleðilegir og þú hafir margt
að segja þeim. Einnig veit ég að
þú munt vaka yfir mér um
ókomna tíð og bíða þess að við
verðum sameinaðar á ný.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varstu kölluð á örskammri
stund
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo falleg, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða.
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf: ók.)
Stefanía S. Kristjánsdóttir.
Thea frænka var yngsta systir
móður minnar, Hildar Þóru, og
yngsta dóttir foreldra sinna,
Matthildar Þorsteinsdóttur frá
Dyrhólum Mýrdal og Þórarins
Gíslasonar frá Vestmanneyjum.
Afi og amma bjuggu á Lundi í
Vestmannaeyjum. Stjúpi hennar
var Kristján Gíslason.
Thea vann við ýmis störf á sín-
um yngri árum, m.a. fór hún í
síld, en það kynntist hún tilvon-
andi manni sínum honum Karli
Vilhjálmi. Þau giftu sig, stofnuðu
heimili á Klapparstíg 8 Keflavík
og bjuggu þar á meðan Karl lifði.
Það var mjög kært með systr-
unum frá Lundi og mikill sam-
gangur á milli þeirra. Mamma
veiktist og var rúmliggjandi í um
eitt ár. Thea reyndist systur sinni
vel og tók Hlíf systur mína í fóst-
ur þangað til mömmu batnaði.
Thea vann í mötuneyti hersins
á Keflavíkurflugvelli og vann þar
þangað til hún varð að hætta
vegna veikinda.
Thea var alltaf í góðu sam-
bandi við tengdafjölskyldu sína,
þó einkum við mákonur sínar,
þær Möllu og Klöru og þeirra
fólk. Þegar Malla og Thea voru
báðar orðnar ekkjur fóru þær
saman í ferðalög og þá oftar en
ekki til Spánar. Thea keypti hús á
Melteig 12 í Keflavík ásamt
Kristjáni Þór, syni sínum, og
Dagbjörtu Ýri, tengdadóttur
sinni.
Kristján Þór og Ýr hugsuðu
vel um Theu frænku og ferðuðust
mikið með henni, einkum síðari
árin. Þá líka oft með Sillu og
Hauk, tengdaforeldrum Krist-
jáns Þórs. Þau fóru þó nokkrum
sinnum til Spánar og fyrir þrem-
ur árum fóru þau til Parísar,
vegna þess að Theu hafði alltaf
langað til að sjá Sacre-Coeur-
kirkjuna og Effelturninn. Þessa
ferð talaði hún frænka mín oft um
sem eina af þeim skemmtilegri
sem hún hafði farið í. Í fyrrasum-
ar fóru þau í dagsferð til Vest-
mannaeyja á æskuslóðir Theu.
Það var mikil upplifun fyrir Theu
og hafði hún sérstaklega gaman
af því að koma inn í Landlyst, en
þar kom hún oft sem barn og
mundi vel hvernig húsakynni
höfðu verið.
Thea prjónaði mikið og saum-
aði út. Gerði fallega og eigulega
hluti, sem hún saumaði út í plast
eða málaði á keramik. Hún var
mjög gjafmild og nutu ættingjar
og vinir þess í ríkum mæli. Síð-
ustu árin prjónaði hún marga
nytsamlega hluti og gaf Rauða
krossinum.
Henni fannst sérlega gaman
að fara í bingó. Það var alltaf
gaman að spjalla við Theu, hún
var svo glaðlynd. Hún fylgdist vel
með líðandi stund.
Við vorum alltaf velkomin á
Ljósanótt. Á laugardeginum var
margt um manninn á Melteign-
um og vel veitt í mat og drykk og
veit ég að það átti vel við Theu.
Thea varð 90 ára 24. ágúst sl.
Kristján Þór hvíslaði því að okk-
ur að þau ætluðu að bjóða Theu í
sólarlandaferð seinna í haust í til-
efni stórafmælisins, en af því
varð ekki því hún veiktist nokkr-
um dögun síðar. Í staðinn fyrir að
fara til sólarlanda fór hún 12.
september yfir í sólskinslandið,
þar sem ég trúi að allir hennar
kærustu ástvinir hafi tekið vel á
móti henni.
Elsku Kristján Þór, Ýr, Kalli
og Stefanía. Innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar frá okkur Þóri
og okkar fjölskyldu.
Matthildur Þórarins-
dóttir (Mattý).
Elskuleg móðursystir mín,
Theódóra Ása Þórarinsdóttir,
yngsta systir mömmu, er látin
eftir stutta sjúkrahúslegu. Hún
var yngst af systrunum fimm frá
Lundi í Vestmannaeyjum en náði
því að verða elst og halda upp á
níræðisafmælið sitt nú í lok
ágústmánaðar. Það var alltaf gott
að koma í Keflavíkina til hennar
frænku minnar. Sem lítil stúlka
dvaldi ég margar helgar þar suð-
urfrá með mömmu á heimili
þeirra Theu, Karls og Kristjáns
Þórs.
Stundum fór ég ein í heim-
sóknir suðureftir og vorum við
Kristján Þór miklir mátar og átt-
um auðvelt með að vera saman. Í
þessum heimsóknum mínum
eignaðist ég líka „frænkur og
frændur“ sem voru jafnaldrar
mínir og systkinabörn Karls.
Mér þótti ekki leiðinlegt að leika
við þau eða heimsækja „ömmu og
afa“, foreldra hans á neðri hæð-
inni. Þessi tími á heimili þeirra
Theu frænku er mér mjög dýr-
mætur í minningunni. Ég skrepp
enn í huganum til Keflavíkur
bernsku minnar.
Þegar ég síðan ung kona flutti
með mínum manni til Danmerkur
um tíma komu Thea frænka og
Malla, systir Karls, í heimsókn til
okkar. Þær leigðu þá litla íbúð á
stúdentagarðinum, þar sem við
bjuggum. Þetta var skemmtileg-
ur tími. Þær nutu þess mágkon-
urnar að ferðast saman á þessu
tímabili í lífi sínu, þá báðar orðn-
ar ekkjur.
Thea átti gott líf hjá syni sín-
um, tengdadóttur og börnum
þeirra á Melteignum eftir að hún
hætti að vinna. Húsið iðaði af lífi
og stundum fannst mér eins og
ég væri stödd í félagsmiðstöð en
ekki á heimili. Svo mikill var
gestagangurinn. Það var gaman
og þetta átti vel við hana frænku
mína, sem alltaf hafði nóg að gera
hvort sem það var við að hella
upp á könnuna, passa hundana á
heimilinu eða sitja við útsaum.
Hún var með eindæmum flink í
höndunum og eftir hana liggur
mikið af fallegu handverki. Krist-
ján og Ýr voru líka dugleg að taka
hana með sér í ferðalög til út-
landa og hafði hún mikla ánægju
af þeim ferðum. Mér fannst það
aðdáunarvert hve vel þau hugs-
uðu um velferð Theu frænku.
Árin liðu og barnauppeldi,
húsbyggingar og almennt basl
tók við hjá ungu fólki og því varð
á tímabili minna um heimsóknir
suður með sjó. Alltaf var það þó
jafn notalegt þegar tími gafst til
og Thea var dugleg að fylgjast
með stækkandi fjölskyldu okkar.
Á seinni árum höfum við Óli
reynt að hafa það sem fastan lið
að mæta á Ljósanótt til að hitta
fjölskylduna á Melteignum. Allt-
af var okkur vel tekið. Húsið fullt
af fólki sem var ýmist að koma
eða fara, börn og hundar, Krist-
ján Þór við grillið, Ýr í eldhúsinu
og Thea frænka í essinu sínu. Síð-
an haldið niður í bæ og mannlífið
skoðað og að lokum horft á flug-
eldasýninguna ásamt Mattý,
systur minni, og Þóri, sem hafa
alla tíð verið afar frændrækin og
dugleg að heimsækja hana
frænku okkar og taka hana með
sér í bíltúra og á kaffihús þegar
færi gafst.
Ég veit að henni þótti mjög
vænt um það og kunni vel að
meta ræktarsemi þeirra.
Ég sendi Kristjáni Þór, Ýr og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur. Ég kveð þig, elskulega
frænka mín, og bið Guð að geyma
þig um leið og ég þakka þér fyrir
allt sem þú varst mér. Þín,
Hlíf og fjölskylda.
Theódóra Ása
Þórarinsdóttir
Ragnar frá
Laugardal er horf-
inn úr vinahópnum.
Ég vil minnast
hans í stuttri
kveðju. Hann var fæddur í Laug-
ardal í Vestmannaeyjum hinn 7.
mars 1928, sonur Eyjólfs Sig-
urðssonar skipstjóra frá Syðstu-
Grund undir Eyjafjöllum og konu
hans Nikolínu Eyjólfsdóttur frá
Mið-Grund. Góðir ættstofnar
stóðu að Ragnari í gamla Holts-
hverfi og hann bar með sér bestu
eðlisþætti þeirra. Grundarfólkið,
æskuvini mína, geymi ég í góðri
minningu. Eyjólfur í Laugardal
var í senn trésmiður og sjómaður
og honum fórst allt vel. Tómas
faðir minn var fleiri vertíðir há-
seti hans á vélbátnum Happasæl
og bar honum fagurt vitni.
Nikolína, eða Lína í Laugar-
dal, var stórmerk kona, dulvitur
og skyggn. Henni kom ekkert á
óvart. „Þú gætir skrifað eftir mér
heila bók,“ sagði hún við mig. Sú
Ragnar Eyjólfsson
✝ Ragnar Eyj-ólfsson fæddist
7. mars 1928. Hann
lést 6. september
2015. Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
bók var illu heilli
aldrei skrifuð.
Rétt fyrir jól 1972
sátu þau Ragnar og
móðir hans í eldhús-
inu í Laugardal og
horfðu upp til Eyja-
fjalla. Þá sagði Lína:
„Fyrir mér liggur að
fá hinstu hvíluna í
kirkjugarðinum á
Ásólfsskála.“ Mikil
fjarstæða að Ragn-
ari fannst, faðir hans hvíldi í Eyj-
um og grafarstæði beið við hlið
hans.
Eldgosið mikla hófst þar hinn
23. janúar 1973 og fólksflótti
fylgdi. Lína í Laugardal var þá
vel hress en hinn 29. júní sumarið
eftir kom kallið. Hún hvílir á
Ásólfsskála við hlið Kristínar
móður minnar og fermingarsyst-
ur sinnar.
Veikindi hömluðu skólagöngu
Ragnars á barnsaldri en upp-
kominn að árum stóð hann öllum
jafnöldrum sínum í Eyjum vel á
sporði í manndáð og menntun.
Hann nam með prýði sjómanna-
fræði í Stýrimannaskólanum í
Vestmannaeyjum. Starfsvett-
vangur hans varð sjórinn og oft
teflt í tvísýnu. Eyjólfi föður hans
og glæsimenninu Óskari skip-
stjóra bróður hans bjó hafið vota
gröf.
Síðar sigldi Ragnar á útlend-
um farmskipum um mörg heims-
ins höf og kynntist framandi
löndum og lýðum.
Liðið var á ævi okkar, Ragnars
og mína, er leiðir lágu saman að
mun. Fýsnin til fróðleiks átti þar
stærstan þáttinn. Ragnar átti
margar ferðir í Þjóðskjalasafnið
og dró föng í bú. Naut ég góðs af
þeirri iðju. Seinni árin var för
hans oft beint í vina- og frænda-
hús, hjá Viðari og Þorgerði Jónu
á Ásólfsskála þaðan var leiðin
greið austur að Skógum. Hann
var góður vinur Skógasafns og
því innan handar á ýmsan veg.
Eigi gleymist er hann fékk mér í
hendur tóbakspontuna er hvarf í
Vestmannaeyjahöfn með föður
hans á dauðastund. Hún geymist
í Skógasafni með sögufrægri
pontu Jóns Stefánssonar í Úthlíð
er hann stútaði sig af er dauði fór
að við Vestmannaeyjabjörg 1916.
Þær minna á baráttu lífs og
dauða í liðinni tíð.
Ég naut vináttu og skilnings
Ragnars um mörg ár. Sannir vin-
ir eru gulls ígildi og verða aldrei
að fullum verðleikum metnir.
Guðmundi Óskari, syni Ragn-
ars, hátæknifræðingi á Grundar-
tanga, sendi ég samúðarkveðjur.
Minning góðs vinar máist mér
ekki né hverfur.
Þórður Tómasson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist,
enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar