Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 gefur út sérblaðið Vertu viðbúinn vetrinum fimmtudaginn 16. október PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16, mánudaginn 12 okt. Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna Skórfatnaður fyrir veturinn • Snyrtivörur Flensuvarnir. • Ferðalög erlendis Íþróttaiðkun og útivist • Vetrarferðir innanlands • Bækur, spil og fl. Námskeið og tómstundir • Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying. Skíðasvæðin hérlendis. • Mataruppskriftir Ásamt fullt af öðru spennandi efni! NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástvinir gera heimskulega hluti til að pirra þig og skemmta þér. Byrjaðu á því að leiðbeina þeim og sýndu þolinmæði. 20. apríl - 20. maí  Naut Ögrun af þinni hálfu gæti komið þér í klandur. Ef maður gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn nógu lengi verður það raun- verulegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú vilt tjá þínar innstu hugrenn- ingar um tiltekið efni við einhvern nákominn í dag. Nú er rétti tíminn til að ganga að samningaborði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þær aðstæður koma upp að þú neyðist til þess að segja hvar í flokki þú stendur. Já, já, kannski sjá ekki allir breyt- ingarnar, en þú veist betur og sérð að allt hefur snúist á betri veg. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hefðirnar sem þú heldur í heiðri hafa meiri merkingu en gjafir, því tengsl myndast með því sem maður gerir með öðrum. Vertu því alls ósmeykur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að slappa af í dag. Gerðu sjálfum þér og öðrum grein fyrir því hvað þú ert tilbúinn að taka á þig mikla ábyrgð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mikið slúðrað í kringum þig og ætlast er til að þú takir þátt í leiknum. Hann bæði gleður og gefur kraft til þess að glíma við fjölbreytt verkefni dagsins. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þetta er góður tími til að end- urskoða líf þitt og samband þitt við þína nánustu. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert í fullu fjöri og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Hvettu aðra til að leggja sitt af mörkum til mann- úðarmála. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hendur. Láttu það ekkert á þig fá því svo er um flest okkar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Rödd úr fortíðinni kveður sér hljóðs og þú þarft að bregðast við þeim tíð- indum. Leggðu í námsferðalag – eitthvað létt og skemmtilegt sem gerir þig skapandi enn á ný. 19. feb. - 20. mars Fiskar Alveg sama hvernig þér finnst að hlutirnir eigi að vera er einhver náinn þér algerlega ósammála. Vertu því þolinmóður. Bjarki Karlsson hefur þessa yfir-skrift á vísu sinni á Boðnar- miði: „Hortittur: meiningarlítið eða smekklaust orð (orðasamband) í kveðskap.“ Afsakið þótt ég hafi hér hortittinn: „rof og veðrun“ sem útvatnað rímorð. Ég ætlaði mér að auglýsa staðgöngufeðrun. Síðan bætir hann við: „Þessi vísa sýnir hvað menn geta verið sið- blindir í kvennamálum en þó haft vott af sómatilfinningu hvað stíl- fræði bundins máls varðar. Látið ykkur ekki detta í hug að ég hafi samið þetta. Téðum siðferðisvið- miðum er þveröfugt farið í mínu til- viki.“ Hallmundur Guðmundsson spurði hvort staðgöngufeðrun væri einhverskonar gerðun. „Eða framhjáhald?“ spurði þá Páll Berg- þórsson. Bjarki Karlsson svaraði: „Stað- göngufeðrun er auðvitað hlið- stæðan við staðgöngumæðrun; að taka að sér líffræðilegt hlutverk karlmannsins við að koma barni í heiminn. Það fæli vitanlega í sér framhjáhald ef ég ætti í hlut en þar sem ég er bæði einkvænismaður og náttúrulaus þá sannar það að vísan getur ekki verið eftir mig.“ Gylfi Þorkelsson yrkir: Hált reynist sumum á svellinu, þeir sjaldnast ná toppnum á fellinu. Framleiðsla verg á brageyrnamerg heldur við regluverksrellinu. Hallmundur Guðmundsson Kall- ar þessa limru „Andayfirkomu“. Limru ég orti með allnokkru hraði. Engin mun hljótast af bögunni skaði, því ég ort‘ ‘ana einn, alsæll og hreinn ofan í ilmandi freyðibaði. Jón Ingvar Jónsson segir afsakanlegt þótt einhver lærdóms- fús hrasi á svellinu, í eitt, tvö skipti. „Boðnarmjöður er líka vettvangur fyrir þá sem vilja læra og æfa sig. En, að öðru, mér varð á limra: Á Hlemmi ég hnippi í rassa, og hreðjum á læri mér skvassa, því allt þetta má sem allir nú sjá með nútímanáttúrupassa.“ Páll Imsland heilsar Leirliði eftir dúk og disk: Sagði „langleiðis búinn úr bauki,“ séra Brandur sem þjónaði’ á Hrauki: „Þetta’ er prýðilegt öl en þó pína og böl, að ég rétt aðeins þrjá svona þrauki.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Staðgöngufeðrun og síðan limrur Í klípu „EKKI SPYRJA MIG. ÞÚ ERT AÐSTOÐAR— MAÐUR MINN. KOMSTU BARA AÐ ÞVÍ FYRIR HVAÐ ÞEIR BORGA MÉR – OG GERÐU ÞAÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ HEFUR EKKI EFNI Á ÞVÍ AÐ GIFTAST Á LAUNUNUM SEM ÉG GREIÐI ÞÉR! ÞÚ MUNT ÞAKKA MÉR EINN DAGINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...heimilissæla. ÉG ÆTLA EKKI AÐ HREYFA MIG …FRAMAR HVER VILL SKÚFFUKÖKU? ÉG VEIT AÐ ÉG SAGÐI AÐ ALLIR STRÁKAR ÆTTU AÐ HAFA GÆLUDÝR… …EN ÉG VAR AÐ HUGSA MEIRA UM SKJALDBÖKU Í dag eru 77 dagar þangað til nýjastamyndin í Stjörnustríðsmynda- bálknum kemur út. Ekki að Víkverji, sem er þekktur aðdáandi gömlu myndanna, hafi verið að telja niður dagana. Því er ekki að leyna að smá fiðringur er farinn að gera vart við sig hjá Víkverja, sem og öðrum Stjörnu- stríðsnördum heimsins, og mætti halda miðað við spenninginn að von væri á endurkomu frelsarans. x x x Víkverji er hins vegar í nokkrumvanda. Svo er mál með vexti, að frú Víkverji deilir ekki hrifningu hans á Stjörnustríðsmyndunum, eða ævin- týrunum sem gerðust „fyrir löngu síðan í stjörnuþoku, langt, langt í burtu“. Nei, frúin er svonefndur „Trekkari,“ aðdáandi Star Trek- sagnabálksins, sem gerist í framtíð- inni. Erlendis þekkist það að aðdá- endur Star Trek og Star Wars geti vart talast við vegna metings um það hvor serían sé betri. Blessunarlega hafa Víkverji og frú alveg getað losn- að við slíkt karp. Hingað til. x x x En Adam (eða Víkverji) verðurkannski ekki lengi í þeirri para- dís, því að senn líður að þeim tíma þegar hjónin fara að huga að barn- eignum. Og þá verður stóra spurn- ingin sú, í hvaða „trú“ eigi að ala upp börnin? Munu þau verða alin upp á Loga Geimgengli, Svarthöfða og öllu því liði, eða verður það Kirk kafteinn og vúlkaninn Spock sem verða fyrir valinu? Víkverji treystir sér ekki til þess að spá fyrir um það hvernig þessi orrusta muni fara, en grunar að það hvort nýju myndirnar verða góð- ar eða slæmar muni fara langleiðina með að ráða úrslitunum um það. Sjö- tíu og sjö dagar. x x x Lokaumferð Íslandsmótsins í knatt-spyrnu fer fram um helgina. Vík- verji hyggst mæta í Frostaskjólið til þess að sýna þakklæti sitt fyrir tíma- bil, sem hefði vissulega getað endað miklu betur. Víkverja grunar þó að hann verði einn af sárafáum sem muni leggja í hann, því engin spenna er eftir í mótinu. Fótboltamennirnir okkar eiga þó betra skilið en að spila fyrir framan tóma stúku. víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um slétta braut. (Sálm. 143:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.