Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is HÁLFT FÆÐI TENERIFE LA SIESTA **** Verð frá 126.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna, 1 barn með hálfu fæði 1. - 12. DES. Njóttu aðventunnar á Tenerife og gerðu jólainnkaupin í sólinni. Mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel með hálfu fæði. Siðanefnd Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE, hefur úrskurðað rúss- neska stórmeistarann Garry Kasp- arov og framkvæmdastjóra skáksambandsins, Ignatius Leong, í tveggja ára þátttökubann fyrir óháttvísa hegðun, en Kasparov og Leong eru nú með öllu óheimil hvers kyns afskipti af starfi sam- bandsins. Borgað fyrir atkvæði Málið nær aftur til forsetakosn- inga skáksambandsins, í Tromsö á síðasta ári þar sem Kasparov bauð sig fram á móti sitjandi forseta, Kirsan Ilyumzhinov, en sá síð- arnefndi hefur setið sem forseti frá árinu 1995. Í aðdraganda kosning- anna gerðu Kasparov og Leong samning um að Leong aflaði 15 stuðningsmenn frá Asíu gegn fjár- hagsstuðningi Kasparovs. Samningur þeirra var skriflegur og komst upp um ráðabrugg þeirra þegar honum var lekið á síðasta ári. Pútín með puttana í málinu Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir Kasparov hafa mótmælt ásökununum harð- lega. „Jafnvel þótt hann sé ekki að tefla er þetta hnekkir fyrir hann. Hann telur að þetta sé hefndar- ráðstöfun. Kirsan, forseti skák- sambandsins, sé Rússi og á bak við þetta allt sé Pútín,“ segir hann, en Kasparov er þekktur fyrir andóf sitt gegn stjórnvöldum í Rússlandi. Hefur Kasparov m.a. sakað sam- bandið um að hafa komist á snoðir um samninginn gegnum tölvupóst Leong á póstþjóni sambandsins og lekið honum í kjölfarið. jbe@mbl.is Kasparov dæmdur í tveggja ára bann af Alþjóðaskáksambandinu AFP Kasparov Stórmeistaranum eru nú óheimil afskipti af sambandinu.  Sakaður um spill- ingu í aðdraganda forsetakosninga Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hún svínvirkar hjá mér. Það er svo spurning hvað hver og ein hræða nær yfir stórt svæði,“ segir Auðunn Óskarsson sem ræktar korn á Rauð- kollsstöðum í Hnappadal. Hann hef- ur notað fuglafælu sem hann kallar „Finnboga“ með ágætum árangri í þrjú ár. Bændur hafa reynt allskyns fugla- fælur og umgjörð um ræktunina til að verja kornakra sína en einnig tún og rúllur fyrir ágangi vargfugls, ekki síst álfta og gæsa. Fáar varnir hafa dugað til langframa. Fuglarnir venj- ast þeim. Heimilt er að skjóta gæs en álftin er alfriðuð. Álftin of greind fyrir fælur „Tíðin í haust hjálpar ekki til. Þegar búið er að þreskja gerir minna til þótt álft og gæs fari í akr- ana og tíni upp það sem orðið hefur eftir,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Suðurlands. Hann staðfestir að álftin skapi mikla erfiðleika hjá kornbændum á vissum svæðum á Suðurlandi. Hún sé mikill skaðvald- ur í óþresktum ökrum, búi til flug- brautir, troði og traðki og eyðileggi heilu stykkin. Búnaðarsamband Suðurlands hef- ur gert tilraunir með virkni fugla- fælna á tilraunastöðinni Stóra- Ármóti. Það eru fælur sem spila hljóð eins og fuglar gefa frá sér þeg- ar hætta steðjar að. Sveinn segir að hljóðin virki nokkuð á gæsina og mjög vel á mávinn sem hverfi alveg. Mávar valda einkum skaða á hey- rúllum. Hættuhljóðin virka hins veg- ar ekkert á álftina. Hún virðist vera of greind fyrir þennan búnað, að sögn Sveins. Tæknivædd fuglahræða Jötunn vélar fluttu inn fuglahræð- ur fyrir áratug sem Auðunn Ósk- arsson hefur ágæta reynslu af á Rauðkollsstöðum. Hræðan er kölluð „Finnbogi“ eftir Finnboga Magn- ússyni, framkvæmdastjóra Jötunn véla. Finnbogi segir að lítil eft- irspurn hafi verið eftir þessum fæl- um og þær verið lengi að seljast. Fælan er í grunninn lítill kassi sem rafgeymir er tengdur við. Ofan á kassanum er stór appelsínugulur poki með haus. Virknin er stillt á tíma. Á kveðnum tíma blæs fugla- hræðan upp þannig að hún líkist há- vöxnum manni sem veifar hönd- unum og æpir og galar. Einnig blikka ljós innan í hræðunni. „Þetta er eiginlega gamla fuglahræðan, tæknivædd,“ segir Auðunn. Fugla- hræður hans eru stilltar þannig að þær „lifna við“ á tuttugu mínútna fresti á meðan bjart er. Hann er með þrjár hræður í um 20 hektara akri. Þær halda álftinni alveg frá akrinum en hún er hins vegar til vandræða á næsta bæ. Gæsin er meira vandamál á þessum slóðum en álftin og fuglahræðan heldur henni líka frá akrinum. „Finnbogi“ svín- virkar á Rauð- kollsstöðum  Álftin er of greind fyrir hljóðfælur en þær halda gæs og mávi frá akrinum Ljósmynd/Auðunn Óskarsson Varnir Anna Margrét Ellertsdóttir tekur um axlir „Finnboga“. Fuglafælur » Fáar varnir hafa dugað til langframa gegn álft. Fuglarnir venjast þeim og enda með að verða bestu vinir fuglahræð- anna og „hlæja“ að bóndanum, eins og einn viðmælandi tekur til orða. » Bændur hafa ekki haft önn- ur ráð en að fara oft á dag út á akrana til að reka fuglinn í burtu. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þátturinn The Voice, sem Skjár 1 sýnir, ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína á föstudagskvöld- um, Vikuna með Gísla Marteini á RÚV og Loga í beinni á Stöð 2. Meðaláhorf á The Voice á Skjá 1 þann 9. október sl. í aldursflokknum 12-49 ára var 24,7% samkvæmt staf- rænum sjónvarpsmælingum Gallup. Þátturinn Vikan með Gísla Mar- teini mældist aðeins með 6,4% áhorf í þessum aldursflokki en Logi Berg- mann fer yfir hann með 10,2%. Ungt fólk virðist ekki hafa áhuga á þætti Gísla því sé meðaláhorfið 12- 80 ára skoðað réttir Gísli aðeins sinn hlut. Er þá í 16% en þáttur Loga Bergmanns er með 10,7% áhorf. The Voice er aftur vinsæl- astur með 22,2% áhorf. Tímaflakk útsendingardags er tekið með í þessum tölur en ekki uppsafnað vikutímaflakk. Gísli ekki á topp 10 Þátturinn Vikan með Gísla Mar- teini kemst á hvorugu aldursbilinu á topp 10 lista RÚV fyrir vikuna 5.-8. október. Sé 12-80 ára bilið skoðað trónir Landinn á toppnum og við- ureign Íslands og Lettlands í fót- bolta fær silfrið. Þann 9. október bauð Gísli Mar- teinn upp á viðtal við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, en þátturinn var dag- inn fyrir viðureign Íslands og Lett- lands. Aðrir gestir voru Ólöf Norð- dal innanríkisráðherra, tónlistar- maðurinn KK og Bryndís Björgvinsdóttir. Þá tók MC Gauti lagið. Stökk við opnun The Voice hefur hitt í mark fyrir Skjá 1 og er langvinsælasti þáttur stöðvarinnar, sem opnaði á ný dag- skrá sína þann 1. október. Síðustu tvær vikurnar áður en opnað var fyrir dagskrána mældist stöðin með 5,7% meðaláhorf 12-49 ára en fyrstu tvær vikurnar sem dagskráin hefur verið ólæst mælist stöðin með 19,3% að meðaltali í sama aldursflokki, sem er 239% aukning. Vikuna 5.-11. október sl. átti RÚV um helming sjónvarpsáhorfs, mælt í mínútum, Stöð 2 var með 24,3% og Skjár einn 15,1%, sé aldurinn 12-80 ára skoðaður. Fréttastofur Stöðvar 2 og RÚV haldast nánast í hendur í aldursflokknum 12-80 ára. Fréttir RÚV mælast með 21,6% en fréttir Stöðvar 2 með 21,5%. Morgunblaðið/Eggert Hæstu hæðir Helgi Björnsson og Salka Sól, tveir af dómurum í The Voice, syngja af sinni alkunnu snilld. The Voice langvin- sælast á föstudögum  Gísli Marteinn hittir ekki í mark hjá ungu fólki Meðaláhorf 9. október 2015 Vikan með Gísla Logi í beinni The Voice 25% 20% 15% 10% 5% 0% Heimild: Gallup 12-80 ára 12-49 ára 16,0% 6,4% 10,7% 10,2% 22,2% 24,7%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.