Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 8

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Steingrímur J. Sigfússon áttikostulegt innlegg í umræðu um störf þingsins á Alþingi í fyrradag. Þar fann hann að því sem hann kall- aði fullkomið ógagnsæi ríkis- stjórnarinnar „og möndl hennar með kröfuhöfum bak við luktar dyr“ og átti þar við kynningu á afstöðu hóps kröfu- hafa Glitnis snemma þann morguninn. Vissulega er ástæða til að óttast um hagsmuni Íslendinga í þessu sambandi enda mikið í húfi og margt óljóst um það hvernig gengið verður frá slitabúum bankanna í tengslum við afnám haftanna. En að Steingrímur J. Sigfússon af öllum mönnum skuli kvarta undan skorti á gagnsæi í samskiptum við kröfuhafa og möndl með þeim á bak við luktar dyr er vægast sagt öfug- snúið.    Steingrímur var annar helsti for-ystumaður ríkisstjórnar sem á síðasta kjörtímabili stundaði stöð- ugt baktjaldamakk með kröfu- höfum og afhenti þeim meðal ann- ars bankana á silfurfati án þess að gefa á því nokkrar skýringar.    Þar var ekki einu sinni reynt aðviðhafa gagnsæi og hið sama á við um baktjaldamakkið sem átti sér stað með kröfugerðarmönn- unum í Icesave-málinu.    Og til að þóknast þeim kannaðistSteingrímur ekkert við það í umræðum á Alþingi að vera að gera samning við þá, fáeinum klukku- stundum áður en hann samdi.    Þá var ógagnsæið allsráðandi ogfæri betur á að Steingrímur gerði þau mál upp en að hann veitt- ist að öðrum fyrir þessháttar fram- göngu. Steingrímur J. Sigfússon Gagnsæ gagnrýni um ógagnsæi STAKSTEINAR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breytingar á skipulagi í Úlfars- árdal eru nauðsynlegar. Stækka þarf hverfið meðal annars svo þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á næstu árum við skóla, íþrótta- mannvirki og fleira, nýtist sem best,“ segir Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Yrði 10.000 manna byggð Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að stokka spilin hvað varðar Úlfarsárdal með því að fjölga byggingalóðum og íbúðum þar. Dalurinn var við upphaf uppbygg- ingar fyrir um tíu árum hugsaður sem allt að 10.000 manna byggð. Út- hlutun lóða hófst árið 2006. Upp- haflega var gert ráð fyrir um það bil 900 íbúðum í fyrsta áfanga deili- skipulags, sem náði til þess hluta hverfsins sem byggður hefur verið. Íbúðum í hverfinu var síðan fækkað í um það bil 700. Það var gert til að mæta mikilli eftirspurn eftir sér- býlishúsalóðum á þeim tíma. Í ágúst lögðu Framsókn og flug- vallarvinir fram tillögu um endur- skoðun skipulagsins í Úlfarsárdal. Þar sagði að fjölga yrði litlum og ódýrum eignum í borginni, til dæmis leigu- og búseturéttaríbúðum í eigu félaga sem rekin eru án hagnaðar- sjónarmiða. Í því sambandi þyrfti að hafa í huga hvernig mætti lækka byggingarkostnað við hönnun, út- færslu og byggingu húsa. Meirihlutinn lagði fram breyt- ingatillögu sem var samþykkt í borgarráði. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs. Einnig sé mögulegt að þróa hverfið til vesturs. Gert er ráð fyrir, sam- kvæmt samþykktinni nýju, að íbúð- irnar verði alls 1.400 – það er fjölgað um helming frá því sem nú er. Mæta markaði og óskum íbúa „Það er mikilvægt er að vinna nýtt skipulag Úlfarsárdalsins í samráði við íbúa,“ segir Guðfinna. Hún bend- ir á að íbúar hafi keypt lóðirnar mið- að við ákveðnar forsendur. „Koma þarf til móts við þarfir markaðarins í dag og miða þá við byggðina sem fyrir er. Það er hagur allra. Nú vantar lóðir fyrir fjölbýlis- hús og það er hægt að setja stærri hús annars staðar en á lóðum sem nú er gert ráð fyrir sérbýlum á. Það vantar til dæmis fjölbýlishús með litlum íbúðum til að bregðast við húsnæðisvanda efnaminna fólks. Þar má nefna félagslegar leiguíbúðir og stúdentaíbúðir og húsnæði fyrir þann hóp sem á ekki eigið fé, kemst ekki í gegnum greiðslumat og leigir langt umfram greiðslugetu á al- mennum markaði.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úthverfið Úlfarsárdalur er smátt og smátt að ná svip heildstæðrar byggðar. Spilin stokkuð í Úlfarsárdalnum Veður víða um heim 21.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 3 rigning Akureyri 4 rigning Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 7 skúrir Kaupmannahöfn 10 heiðskírt Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 8 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 10 skúrir Dublin 13 súld Glasgow 13 súld London 13 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 11 súld Hamborg 11 heiðskírt Berlín 10 skýjað Vín 10 skýjað Moskva 0 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 17 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 skýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 7 skýjað New York 21 heiðskírt Chicago 20 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:39 17:46 ÍSAFJÖRÐUR 8:53 17:43 SIGLUFJÖRÐUR 8:36 17:25 DJÚPIVOGUR 8:11 17:14 Glæsileg snekkja til sölu Tilvalin fyrir 4-6 eigendur eða einkaaðila. Snekkjan er staðsett í Króatíu. Verð 33 milljónir. Allar upplýsingar gefur Gunnar í síma 663 4865 eða skip@batar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.