Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Íbókinni Það sem ekki drepur manner Frans Balder myrtur á heimili sínu.August, átta ára sonur hans, verðurvitni að ódæðinu.
Áður hafði Balder uppgötvað að þótt
sonurinn segði aldrei aukatekið orð og virtist
alvarlega þroskaskertur bjó hann yfir af-
burðahæfileikum; snilligáfu sem lýsti sér í
því að hann gat leyst flóknar stærð-
fræðiþrautir á augabragði og teiknað eftir
minni og af ofurnákvæmni myndir sem voru
eins og ljósmyndir af vettvangi.
Frans Balder áttaði sig strax á að
drengurinn væri með savant-heilkenni og hóf
að lesa sér til um hugtakið, rannsóknir og
fólk með sérgáfu á mjög afmörkuðu sviði, en
fatlað að öðru leyti. Um leið verða lesendur
margs vísari því höfundurinn færir vitneskj-
una, sem Balder aflar sér, jafnóðum til bók-
ar, þ.á m. um þekkt fólk, lífs og liðið; Kim
Peek, Leslie Lemke, Stephen Wiltshire og
Nadiu.
Þótt fróðleikurinn sem höfundur miðlar
tiltölulega framarlega í bókinni af fyrrnefndu
fólki með savant-heilkenni hafi ekki beinlínis
með framvindu sögunnar að gera er lesningin
áhugaverð og skýrir að mörgu leyti viðbrögð
Augusts, sem verður lykilvitni lögreglunnar.
En hvað er savant-heilkenni og hver er sér-
gáfa þessa fólks sem varð Lagercrantz aug-
ljóslega innblástur hinnar ungu söguhetju?
Savant-heilkennið, stundum nefnt ofvita-
heilkenni, er sjaldgæft en dæmi þess finnast
hjá einhverfum, þroskaheftum og fólki með
heilaskaða af ýmsu tagi, annaðhvort með-
fæddan eða áunninn í kjölfar sjúkdóma, t.d.
heilabólgu eða áverka á heila. Talið er að
10% einhverfra séu með savant-heilkenni og
einn af 2.000 heilaskaðaðra eða þroskaheftra.
Mun fleiri karlar en konur eru með heil-
kennið, eða sex karlar á móti hverri einni
konu.
Sérgáfa fólksins er mismikil og er því
jafnan skipt í þrjá hópa. Stærsti hópurinn
veit allt mögulegt um eitthvað sérstakt og er
mjög upptekinn af því. Annar hópurinn býr
yfir listrænum hæfileikum, stærðfræðikunn-
áttu eða öðrum hæfileikum sem stinga í stúf
við andlegan þroska. Í þriðja hópnum eru
þeir örfáu sem eru svo framúrskarandi hæfi-
leikaríkir á afmörkuðu sviði að undrum sætir
og eftirtektarvert þætti hjá hverjum sem
væri. Talið er að í heiminum séu aðeins um
50 til 100 afburðaofvitar. Miðað við lýsing-
arnar í bókinni er August í þriðja hópnum.
Að minnsta kosti er ekki á margra færi að
finna frumtöluþætti tölunnar 3034267 með
því að nota sporger-ferla og þá ferilinn
y²=x³−x+4, og punktinn P = (1,2) á ferl-
inum!
Fólk með sérgáfu innblástur
Trúlega eru margir búnir að lesa, eru að lesa eða ætla að lesa bókina Það sem ekki drepur mann, sjálfstætt framhald Millennium-þríleiksins þar sem
David Lagercrantz spinnur áfram úr söguþræði Stiegs Larssons, sem lést árið 2004 skömmu eftir útgáfu fyrstu bókarinnar, Karlar sem hata konur.
Ein sögupersónan í nýju bókinni er August, átta ára einhverfur sonur Frans Balders, fremsta sérfræðings heims í gervigreind.
Regnmaðurinn Dustin Hoffman og Tom Cruise sem bræðurnir Raymond og Charlie Babbitt í
óskarsverðlaunamyndinni Rain Man frá árinu 1988, sem þykir gefa raunsanna mynd af ofvita.
„Örlagasaga hennar
var sögð í bók Lornu
Selfe, Nadia: a case of
extraordinary drawing
ability in an autistic
child, og bók Olivers
Sacks, Maðurinn sem
hélt að konan sín væri
hattur, og Frans var al-
veg heillaður af lestr-
inum. Sagan af Nadiu var áhrifarík og það
var margt hliðstætt með þeim August. Rétt
eins og hann hafði Nadia virst heilbrigð við
fæðingu og það leið langur tími þar til for-
eldra hennar áttuðu sig á að eitthvað væri
ekki eins og það ætti að vera,“ skrifar Lag-
ercrantz.
Nadia Chomyn fæddist í Nottingham 1967
og var tíu ára þegar fyrrnefnd bók eftir sál-
fræðinginn Lornu Selfe kom út. Nadia var
annað af þremur börnum innflytjenda frá
Úkraínu. Þegar hún var tveggja ára fór for-
eldra hennar að gruna að eitthvað væri að
stúlkunni, sem myndaði hvorki augn-
samband né brást við umhverfinu. Nadia var
óvenjulega klaufaleg og dundaði sér tím-
unum saman við endurteknar athafnir eins
og að rífa pappír í tætlur. Öllum til undrunar
hóf hún þriggja og hálfs árs að teikna hesta
á skeiði. Hún teiknaði hratt og af mikilli ná-
kvæmni og listfengi. Það skrýtnasta var að í
stað þess að byrja á útlínunum teiknaði
Nadia fyrst smáatriðin; hóf, makka eða ak-
tygi, sem hún síðan tengdi saman í heild-
armynd án þess að hlutföllin röskuðust um
millimetra.
Nadia teiknaði mörg hundruð ólíkar
myndir af hestum og fleiri dýrum þar til hún
var sex ára og lærði smám saman að tala.
Sálfræðingum og listfræðinum var hulin
ráðgáta hvernig slíkt væri á færi svo ungs
barns sem aukinheldur var langt á eftir jafn-
öldrum sínum í þroska og hafði aðeins hefði
séð dýramyndir í barnabókum. Ólíkt mörg-
um með savant-heilkennið missti Nadia þó
bæði áhugann og hæfileikana um leið og
hún lærði að tala. Selfe telur líklegt að sam-
band sé þar á milli, en einnig hefur verið
bent á að um svipað leyti missti Nadia móð-
ur sína, ýmsar breytingar urðu í umhverfi
hennar í kjölfarið og hún hafi ef til vill ekki
fengið nægilega hvatningu.
Í bókinni Nadia Revisited eftir Lornu Selfe
sem kom út fyrir fjórum árum kemur fram
að Nadia býr á sambýli og hefur ekki teiknað
í mörg ár. Teikningar hennar prýða veggi
heimilisins en hún sýnir þeim ekki minnsta
áhuga og er algjörlega háð öðrum með sínar
daglegu þarfir.
Nadia – teiknari
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
ÞVOTTADAGAR
AEG hafa verið vinsælustu þvottavélar á Íslandi í áratugi og eru enn, og tæknilega fullkomnari.
22% afsláttur af öllum AEG þvottavélum, þurrkurum og uppþvottavélum.
22%afsláttur
LOK DAG
AR
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
Greiðslukjör
Vaxtalaust
í allt að 12 mánuði
Opnunartímar:
Virka daga kl. 10-18
Lokað næsta laugardag.