Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 11
í spennusögu
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
Frans Balder dvaldi drjúga stund
við Stephen Wiltshire. Enda virtust
þeir August eiga teiknihæfileikana
sameiginlega. „Átta eða tíu ára
teiknaði Stephen heilu götumynd-
irnar alveg fullkomlega, ofan í
smæstu smáatriði, eftir að hafa átt
leið þar hjá. Einu sinni flaug hann í
þyrlu yfir London og starði niður á
húsin og göturnar. Þegar hann lenti
teiknaði hann stórfenglega yfirlits-
mynd af borginni,“ skrifar Lager-
cranz m.a.
Wiltshire fæddist í London 1974.
Foreldrar hans eru frá Vestur-
Indíum, en faðir hans lést þegar
drengurinn var þriggja ára, sama ár
og hann var greindur einhverfur.
Hann var mállaus, tengdist ekki
nokkurri manneskju og virtist lifa í
sínum eiginn heimi. Þegar hann
fimm ára byrjaði í Queensmill-
skólanum tóku kennararnir eftir því
að teikning var það eina sem stytti
honum stundirnar. Fyrst teiknaði
hann dýr, síðan strætisvagna og
loks byggingar af ótrúlegri ná-
kvæmni en jafn-
framt listfengi.
Kennararnir
brugðu á það ráð
að taka af hon-
um teikniáhöldin
til þess að
þvinga hann til
að biðja um þau.
Tilraunin gekk
eftir því á end-
anum stamaði
Wiltshire út úr sér fyrsta orðinu –
„pappír“. Wiltshire var orðinn altal-
andi níu ára.
Fjölmiðlar fengu veður af hæfi-
leikum Wiltshires gegnum einn
kennara hans. Wiltshire var orðinn
þjóðþekktur aðeins sjö ára gamall
þegar hann seldi sitt fyrsta verk.
Ári síðar teiknaði hann dómkirkjuna
í Salisbury að beiðni forsætisráð-
herrans. Eftir að fyrrverandi forseti
Konuglegu bresku listaakademí-
unnar horfði á hann í þættinum The
Foolish Wise Ones á BBC 1987 hafði
hann á orði að Wiltshire væri trú-
lega besti listamaður þjóðarinnar á
barnsaldri og kom því til leiðar að
skömmu síðar var gefin út bók
með teikningum Wiltshires.
Framtíð Wiltshires var ráðin og
hróður hans hefur borist víða um
lönd. Hann hefur í mörg ár ferðast
um heiminn og teiknað byggingar
og borgarlandslag að ósk borgar-
yfirvalda eða fyrir tilstilli velgjörð-
armanna sinna. Wiltshire hefur
hlotið margar vegtyllur, m.a. 2006
þegar Elísabet drottning tilnefndi
hann Member of the Order of the
British Empire í viðurkenningar-
skyni fyrir störf hans í listaheim-
inum. Sama ár opnaði hann sitt
eigið listagallerí og vinnustofu í
Royal Opera Arcade í London.
Stærsta verk Wiltshires, sem
stundum hefur verið nefndur
„kvikmyndatökuvél í mannsmynd“,
er 10 metra breið yfirlitsmynd af
Tókýó, sem hann var aðeins átta
daga að teikna. Eftirlætiskvik-
myndir Wiltshires eru Regnmað-
urinn og Saturday Night Fever.
Stephen Wiltshire – kvikmyndatökuvél í mannsmynd
Listamaðurinn
Stephen Wiltshire
Leslie Lemke virtist ekki eiga margt sameiginlegt með
August. Balder komst að því að Lemke, sem var bæði
blindur og með þroskaskerðingu, hefði nótt eina sex-
tán ára gamall farið á fætur og spilað 2. píanókonsert
Tsjaíkovskís óaðfinnanlega eftir að hafa heyrt hann
leikinn í sjónvarpinu kvöldið áður.
Leslie Lemke kom í heiminn löngu fyrir tímann í Mil-
waukee í Wisconsin 1952 og var strax greindur með al-
varlegan augnsjúkdóm, heilalömun og annars konar
heilaskaða. Heimurinn brosti sannarlega ekki við hon-
um, ekki aðeins neyddust læknar til að fjarlægja augu
hans, heldur vildi móðir hans ekkert með hann hafa.
Trúlega var það hans mesta gæfa í lífinu að May Lemke,
52 ára hjúkrunarkona og fimm barna móðir, ættleiddi
hann aðeins sex mánaða gamlan og reyndist honum
einstaklega vel. Til að byrja með þurfti hún að neyða
ofan í hann mat til að kenna honum að kyngja. Hann
var líkamlega afar veikburða, stóð fyrst í fæturna tólf
ára og lærði ekki að ganga fyrr en fimmtán ára.
Eftir að May Lemke uppgötvaði undraverða tónlistar-
hæfileika fóstursonar sín var hún óþreytandi að hvetja
hann til dáða. Ekki leið á löngu þar til Leslie var farinn
að spila allar gerðir tónlistar. Kringum 1980 hélt hann
reglulega tónleika í heimaborg sinni og síðar víðs vegar
í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Japan. Honum var
boðið í fjölda sjónvarpsþátta, t.d. þrisvar sinnum til
Oprah Winfrey, 60 mínútur, CBS o.fl. Oftast ásamt
fósturmóður sinni. Árið 1983 sýndi ABC leikna sjón-
varpsmynd, The Woman Who Willed a Miracle, um þau
mæðginin.
Darold Treffert, geðlæknir í Wisconsin, sem hefur
rannsakað savant-heilkennið í fjörutíu ár og var helsti
ráðgjafi við gerð myndarinnar Regnmannsins, skrifaði í
fyrra grein um Lemke á vef Scientific American. Þar
Tónleikar Leslie Lemke og Mary, velgjörðarkona hans.
kemur fram að Lemke hafi mælst með 58 í munnlegu
greindarprófi. Treffert telur það ekki marktækt, vegna
blindu Lemkes hafi prófið enda ekki falið í sér frammi-
stöðumat aukinheldur sem snilld hans sé í engu sam-
ræmi við niðurstöðuna.
Þegar May Lemke lést 1993 tók Mary, dóttir hennar,
Leslie undir sinn verndarvæng. Þær mæðgur höfðu allt-
af verið þeirrar skoðunar að tónlistarhæfileikar Leslies
væru kraftaverk sem ekki ætti að gera að féþúfu, held-
ur deila með öðrum. Mary og Leslie Lemke búa á heim-
ili fyrir aldraða í Wisconsin þar sem hann heldur annað
slagið tónleika. Af þeim er allt gott að frétta að sögn
Trefferts.
Leslie Lemke – tónlistarsnillingur
Frægastur afburðaofvitanna er
efalítið Kim Peek. Hann fædd-
ist í Salt Lake City í Utah 1951.
Fljótlega eftir fæðinguna var
foreldrum hans sagt að hann
yrði aldrei fær um að læra
nokkurn skapaðan hlut vegna
fötlunar og ráðlegast væri að
setja hann á stofnun. Foreldr-
arnir hunsuðu slík ráð og ólu
sjálfir önn fyrir drengnum.
Peek var að stórum hluta fyr-
irmyndin að Raymond Babbit,
sem Dustin Hoffman túlkaði
með eftirminnilegum hætti í
óskarsverðlaunamyndinni
Regnmanninum frá 1988. Öf-
ugt við Raymond var Peek þó
ekki einhverfur, því þótt hann
væri ómannblendinn átti hann
ekki í vandræðum í fé-
lagslegum samskiptum. Hvort
tveggja líkamleg fötlun hans
sem og minni sem vart á sér
hliðstæðu er talið helgast af
því að hann var ekki með
tengsl milli hægra og vinstra
heilahvels.
Þótt Peek skoraði aðeins 87
á greindarprófi, gæti ekki
reimað skóna sína hjálparlaust
og væri háður föður sínum um
flestar sínar daglegu þarfir
kunni hann tólf þúsund bækur
utan að, m.a. biblíuna og al-
fræðiorðabækur. Hann var
gríðarlega fljótur að lesa og
las alla tíð samtímis báðar síð-
ur í opinni bók, hvora með
sínu auganu. Peek hafði afar
vítt áhugasvið, sem er óvenju-
legt hjá fólki með savant-
heilkenni. Til dæmis þekkti
hann flest sígild tónverk, vissi
hvenær þau voru flutt, hvar og
hvenær viðkomandi tónskáld
fæddist – eða dó. Hann kunni
vegakerfi Bandaríkjanna utan
að, öll póstnúmer, og nöfn
valdhafa allra ríkja heims frá
upphafi svo fátt eitt sé talið.
Af öðrum áhugamálum má
nefna tölur, mannkynssögu,
landafræði, íþróttir og dag-
setningar. Hann gat sagt upp á
hár hvaða vikudag 22. október
bar upp á fyrir fimm hundruð
árum og hvaða vikudagur 22.
október eftir fimm hundruð ár
yrði.
Peek dvaldi tímunum saman
við lestur í bókasafninu í
Murray í Utah, þar sem hann
var bókavörður síðustu æviárin
auk þess sem hann fór í fylgd
föður síns í skóla og sýndi
óvenjulega minnishæfileika
sína. Peek lést úr hjartaáfalli
2009.
Frans Balder fann ekki mikla
líkingu með Kim Peek og Aug-
ust, syni sínum. Hann komst
að því að gárungarnir kölluðu
Peek Kimputer vegna þess að
hann gat svarað nánast hvaða
staðreyndaspurningu sem var,
umhugsunarlaust. August
þagði alltaf þunnu hljóði.
Kim Peek –
gangandi al-
fræðiorðabók
Fyrirmynd Kim Peek var að
stórum hluta fyrirmynd Ray-
mond Babbitts í Rain Man.
Annað höfundakvöld haustsins verð-
ur haldið í Gunnarshúsi, húsi Rithöf-
undasambandsins, kl. 20 í kvöld.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir spjallar
við þá Jón Kalman Stefánsson og
Sigurjón Bergþór Daðason um nýút-
komnar bækur þeirra, auk þess sem
höfundarnir lesa úr bókum sínum og
árita.
Eitthvað á stærð við alheiminn
nefnist bók Jóns Kalmans, en hún er
sjálfstætt framhald bókarinnar Fisk-
arnir hafa enga fætur. Í nýju bókinni
lýkur ættarsögu sem teygir sig frá
Norðfirði forðum til Keflavíkur nú-
tímans með viðkomu á Miðnesheið-
inni. Hendingskast er fyrsta bók Sig-
urjóns Bergþórs. Í henni segir frá
óvæntum atburðum sem koma róti á
líf sögupersónanna.
Bókaspjall í
Gunnarshúsi
Rithöfundar Sigurjón Bergþór Daða-
son og Jón Kalman Stefánsson.
Þjóðleikhúsið, leikhús allra lands-
manna, er þessa dagana á leikferð
um landið með Sögustundina. Mark-
miðið er að að gefa börnum á lands-
byggðinni tækifæri til að kynnast
töfraheimi leikhússins.
Brúðugerðarmeistarinn Bernd
Ogrodnik og brúður hans koma fram í
sýningunni, en umsjón hefur Þórhall-
ur Sigurðsson leikstjóri. Næsti við-
komustaður Sögustundarinnar verð-
ur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag.
Því næst liggur leiðin í Litla leikhúsið
á Selfossi 23. október, í Valaskjálf á
Egilsstöðum 27. október og Hof á Ak-
ureyri 30. október.
Börnum boðið á leiksýningu
Sögustund Leikskólabörnum víðs
vegar um land er boðið á leiksýningu.
Víðförul
Sögustund
Annað höfundakvöld
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
www.tiskuhus.is
Alltaf
eitthvað
nýtt og
spennandi
Stærðir 38-54
IanaReykjavik
Vandaðir útigallar
frá Eistlandi
DIMMALIMM
Húfa 2.895,-
Útigalli 19.985,-
Eistlandi
Lúffur ullarfóðraðar 2.595,-
Lambúsettur ull frá 3.595,-
Stakar snjóbuxur 8.395,-
Margar gerðir af útigöllum
str: 50cm - 134 cm
Opið:
mán.-fös.
10-18,
lau. 10-17
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | dimmalimmreykjavík.is