Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 15

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Vetrarfrí verða í grunnskólum Reykjavíkur föstudaginn 23. októ- ber og mánudag og þriðjudag 26.- 27. október. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir börn og fjöl- skyldur í frístundamiðstöðvum borgarinnar, bókasöfnum, sund- laugum og menningarstofnunum, segir í frétt frá borginni. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu og full- orðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á borgarsöfnin; Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaði, Ás- mundarsafn, Árbæjarsafn, Land- námssýninguna í Aðalstræti og Víkina sjóminjasafn. Borgarbóka- safnið býður upp á dagskrá, krakkabingó og í Gerðubergi verð- ur skrímslasmiðja fyrir alla fjöl- skylduna. Dagskána má ská á www. reykjavik.is. Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríi Morgunblaðið/Kristinn Líf og fjör Boðið verður upp á fjöl- breytta afþreyingu í vetrarfríinu. „Þetta samstarf mun hjálpa okkur að gera lausnina enn betri og skil- virkari fyrir þá sem glíma við syk- ursýki dag frá degi,“ segir Sigurjón Lýðsson, framkvæmdastjóri sprota- fyrirtækisins Medilync sem er að hanna og þróa nýja tegund af tæki og hugbúnaði til að gera meðhöndl- un á sykursýki meðfærilegri fyrir sjúklingana. Nýverið gerðu Medilync og Landspítali samstarfssamning um prófanir á lausn fyrirtækisins. „Fólk sem er með insúlínháða syk- ursýki þarf að leggja mikið á sig til að ná góðum tökum á sjúkdómnum. Allar tækninýjungar sem gera þetta ferli einfaldara og skilvirkara eru vel þegnar,“ segir Rafn Bene- diktsson, yfirlæknir á innkirtlasviði Landspítalans og starfar með Medi- lync að prófun tækjanna. Mikilvægi úrvinnslu gagna Tækinu er ætla að sameina þarfir sykursjúkra með þeim hætti að hægt verður að mæla blóðsykur og gata fingur til að ná fram blóðinu. Ef blóðsykur er lágur og insúlíns er þörf notar sjúklingurinn insúlín- penna. Pennanum er síðan stungið í tækið sem les hve mikið magn var gefið og biður notanda að staðfesta það. Gögnunum er síðan hlaðið sjálfkrafa upp í svokallað ský á net- inu. „Við teljum úrvinnslu gagnanna skipta öllu máli,“ segir Sigurjón en þannig verði bæði hægt að fylgjast með stöðu sjúklingsins í rauntíma og koma upplýsingum til heilbrigðisyfirvalda með skjótum hætti, ólíkt því sem er í dag. Einfaldar líf sykursjúkra Nýtt Tækið á að sameina þarfir sykursjúkra og gera meðhöndlun einfaldari.  Tækninýjungar gera meðhöndlun sykursýki skilvirkari Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson Grænlenska skipið Polar Amaroq hélt til loðnuveiða frá Neskaupstað á þriðjudag. „Við munum veiða í nót og ætlunin er að byrja að leita norður af Strandagrunni Grænlandsmegin og þaðan síðan í norðaustur. Hún er þarna einhvers staðar. Það skiptir hins vegar miklu máli að veður verði sæmilegt,“ er haft eftir Geir Zoëga skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar. Í loðnuleiðangri Hafrannsókna- stofnunar í síðasta mánuði fannst lítið af loðnu og verður heildaraflamark á vertíðinni í vetur að óbreyttu 44 þús- und tonn. Aðstæður til mælinga voru erfiðar vegna rekíss og brælu. Til skoðunar er að fara í aukaleiðangur í næsta mánuði en veiðistofninn mun síðan, venju samkvæmt, verða mæld- ur í byrjun næsta árs. aij@mbl.is Byrjaðir á loðnuveiðum Röng atvikalýsing Í frétt sem birtist í blaðinu sl. mánu- dag um umferðarslys á Miklubraut við Skeifuna á sunnudag var meinleg villa. Þarna skullu saman tveir bílar, jeppi og fólksbíll. Rétt lýsing á atvik- inu er þessi: Jeppi var á austurleið eftir Miklubraut þegar ökumaður missti stjórn á honum, fór í gegnum vegrið og hafnaði framan á fólksbíl sem kom akandi eftir Miklubraut til vesturs. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.