Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 20

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Hraði er töfraorðið hér. Aftur til framtíðar II byrjar í æði og endar í ennþá meira æði og allt þar á milli er æðisgenginn hraði. Frásögnin þýtur hjá fram og aftur í tíma og hliðartíma og stoppar aldrei til að kasta mæð- inni og maður getur ekki ímyndað sér hvað gerist næst, hvar og hvenær.“ Svona hefst dómur Arnaldar Indr- iðasonar um kvikmyndina Aftur til framtíðar II (Back to the Future) í Morgunblaðinu hinn 16. desember 1989. Önnur myndin í Back to the Fut- ure-þríleiknum var frumsýnd þetta sama ár en hún gerist að hluta til hinn 21. október 2015. Fjölmargir hafa beðið eftir þeim degi síðan myndin var frumsýnd og var tölu- verður fjöldi í Bíó Paradís þar sem rætt var um tímaflakk og framtíðina auk þess sem allar myndirnar voru sýndar. Óþokkinn Biff Tannen Kvikmyndin gerist að litlu leyti á þessum degi en hún hefst þar sem fyrsta myndin endaði þegar Doc Brown eða Doksi, leikinn af Christ- opher Lloyd, sækir Marty McFly, sem Michael J. Fox leikur, til að koma í veg fyrir að fjölskylda Marty lendi í vandræðum í framtíðinni. Eft- ir mikinn hamagang fara þeir aftur til 1989. Veruleikinn hefur þó eitthvað breyst og komast þeir félagar að því að óþokkinn Biff Tannen stal DeLo- rean-tímavélabíl Doksa vopnaður öll- um íþróttaúrslitum framtíðarinnar og auðgast gríðarlega á veðmálum. Til að laga nútímann og framtíðina þurfa þeir að fara til ársins 1955 þar sem myndin gerist meira og minna. Ólíkt mörgum myndum á þessum tíma endaði myndin í rauninni ekki heldur urðu áhorfendur að sjá þriðju myndina til að sjá niðurstöðu tíma- flakks þeirra félaga. Meira gert í gríni Þegar Robert Zemeckis, leikstjóri myndarinnar, bjó til framtíðina árið 1989 gerði hann það meira sem grín en alvöru. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann hafi ekki notið þess að búa til 2015 árið 1989. „Ég kann ekki við myndir sem reyna að segja fyrir um framtíðina. Í staðinn fyrir að reyna ákváðum við að hafa framtíðina fyndna,“ sagði leik- stjórinn. Arnaldur valdi myndina eina af 10 bestu myndum ársins 1989 en hún var þó harðlega gagnrýnd fyrir auglýs- ingamennsku þar sem fjölmörg þekkt vörumerki eins og Pepsi, Black & Decker og Nike birtast hvað eftir annað með framtíðarskilaboð. Myndin hefur reynst sannspá um margt, eins og flatskjái, fingra- faraskanna, dróna og unglinga við matarborð sem sýna tækjum og tól- um heimilisins mun meiri áhuga en matnum. Eðlilega var fjölmargt sem ekki gengur upp. Lengi hefur verið rætt um svifbrettið, sem Marty stelur af blásaklausri ungri stúlku og svífur um til að forðast barsmíðar frá syni Biff Tannen, og stoppar á miðri tjörn vegna þess að það virkar ekki á vatni. Brettið er ekki enn komið í verslanir þó að einhverjar frumtýpur séu í kortunum og hafi verið lengi. Enn eru ekki til pitsur sem verða tilbúnar á 5 sekúndum og hvað þá vélar sem gera slíkt lostæti. Þá var Jaws 19 ekki gerð þó að stikla hefði verið gerð í tilefni dagsins. Zemeckis sá reyndar kannski fyrir sér að framhalds- myndir yrðu vinsælastar en síðan um aldamótin hafa aðeins tvær af vin- sælustu myndunum, Frozen og Avat- ar, ekki verið framhaldsmyndir. Að endingu verður að nefna að Nike er ekki enn komið með sjálfreimandi skó. Sá fyrir offituvandamál Framtíðin eins og Zemeckis sá fyrir sér hafði enn Díönu prinsessu, faxtæki, símaklefa og vegir voru orðnir óþarfir enda ferðuðust allir á fljúgandi bílum. Alfa-svæfir Doksa hefur ekki komið út og veðurkerfi sem spáir um veðurbreytingar með sekúndunákvæmni hefur ekki litið dagsins ljós. Kannski sá leikstjórinn fyrir offituvandamál heimsins því þegar Marty fer á veitingastað situr fólk á æfingahjóli um leið og það hámar í sig skyndibita. Á sama skyndibitastað spilar Marty tölvuleik í spilakassa án snúru. Eitthvað sem tölvuleikjaiðnaðurinn hefur þróað með Bluetooth-tækninni. Öskubuskuævintýri Eitt sem myndin spáði var að hafnaboltaliðið Chicago Cubs myndi vinna titilinn í MLB-deildinni. Var það einn stærsti brandarinn í mynd- inni enda hefur Cubs lítið getað og lengst af skrapað botninn. Í ár komst liðið í svokallaðan Wild Card-leik þar sem liðið vann Pittsburgh Pirates. Í næsta leik vann liðið svo ótrúlegan sigur á St. Louis Cardinals. Í gær lék liðið við New York Mets í annarri um- ferð úrslitakeppninnar en sá leikur var ekki búinn þegar blaðið fór í prentun. „Ég er áhugamaður um hafna- bolta og ákvað að skrifa að Cubs ynni titilinn enda gæti það einfaldlega ekki gengið upp. Það var mjög gam- an að horfa á myndina með áhorf- endum á sínum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn,“ sagði Bob Gale, hand- ritshöfundur myndarinnar. Framtíðin sem var í gær er tölu- vert frábrugðin raunveruleikanum sem blasir við okkur í dag en fyrir 26 árum birtist samt kvikmynd sem enn lifir ágætu lífi – enda stórgóð. 9 spádómar sem rættust 1. Drónar 2. Bluetooth 3. Fingrafaraskanni 4. Google gleraugun 5. Skype 6. Börn og unglingar upptekin af tækjum við matarborðið 7. Blöð eru enn gefin út 8. Þrívíddar kvikmyndir 9. Vélmenni gera hlutina auðveldari 14 hlutir sem ekki hafa ræst 1. Tímavél 2. Flugbílar 3. Alfa svæfir 4. Geisladiskar á stærð við vinyl plötur 5. Sjálfreimandi skór 6. Vélmenni sem dæla bensíni 7. Ókindin 19 (Jaws 19) var ekki gerð 8. Dómur fellur sama dag og viðkomandi er handtekinn 9. Faxtæki urðu ekki aðalsamskiptamátinn 10. Ferskir ávextir úr eldhúsloftinu 11. Matarvél sem gerir mat tilbúinn á 5 sekúndum 12. Ofurpepsi 13. Gagnvirkir sjónvarpsþjónar 14. Veðurspá upp á sekúndu Rættist framtíð Aftur til framtíðar?  Kvikmyndin Back to the Future II gerist 21. október 2015  Tímamótunum fagnað víða í gær  Leikstjórinn vildi hafa framtíðina fyndna  Hitti naglann á höfuðið nokkrum sinnum Dagskrá: 17.30 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit. Kynning Kanon arkitekta. Kynning Ask arkitekta. Kynning Landmótunar. 18.45 Léttur kvöldverður. 19.15 Vinnuhópar. Finndu viðburðinn á facebook –Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreitnum SEMENTSREITURINN OG SKIPULAG Opinn kynningarfundur um skipulagsmál Sementsreitsins á Akranesi Fimmtudaginn 22. okt. kl. 17.30-20.30 í Tónbergi Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir SK ES SU H O R N 20 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.