Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur úrskurðað að fresta beri réttaráhrifum ákvörðunar Um- hverfisstofnunar þar sem lagðar voru á dagsektir á Ísfélag Vest- mannaeyja vegna meintra brota á reglugerð um brennslu úr- gangs. Ágrein- ingur málsaðila hafi ekki verið til lykta leiddur hjá nefndinni, auk þess sem vafi sé uppi um skil- greiningu á olíu þeirri sem málið varðar. Hafði umhverfisstofnun lagt á 50 þúsund króna dagsektir á Ísfélagið vegna meintra brota. Varða þau brennslu Ísfélagsins á endurunninni olíu í fiskimjölsverksmiðjum í Vest- mannaeyjum og á Þórshöfn. Endurunna olían er framleidd af Olíudreifingu og til sölu hjá N1. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur það komið fram af hálfu Umhverfisstofnunar að hún geti ekki gert athugasemdir við að olían gangi kaupum og sölum. Hins vegar geti stofnunin gert athuga- semdir við brennslu olíunnar á grundvelli íslenskrar reglugerðar sem byggist á tilskipun Evrópusam- bandsins sem var fallin úr gildi. Gamla tilskipunin var úrelt Um þetta er fjallað í dómi hjá EFTA-dómstólnum (E-5/14), þar sem segir að nýja tilskipunin um brennslu úrgangs hafi tekið gildi 1. nóvember 2012. Var gamla tilskip- unin því úrelt þegar stofnunin hóf að senda Ísfélaginu áminningar vegna olíubrennslu félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að Umhverfisstofnun hafi talið hreins- unarferli Olíudreifingar á endur- unnu olíunni ófullnægjandi, með þeim rökum að olían hafi „ekki farið í gegnum það ferli sem gerð er krafa um til endurmyndunar grunnolíu“. Vísað er til reglugerðar nr. 809/1999 en samkvæmt heimildum blaðsins er þar ekki tilgreint hvernig hreins- unarferlið eigi að vera. Hinn 12. ágúst síðastliðinn til- kynnti Umhverfisstofnun Ísfélaginu um álagningu dagsekta að fjárhæð alls 50 þúsund krónur vegna brennslu olíunnar en þá var efnis- legur ágreiningur aðila til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni og niður- stöðu hennar beðið. Horft til meðalhófsreglu Finnur Magnússon, lögmaður Ís- félagsins í málinu, segir að rök- semdafærsla og niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar byggist á viður- kenndum sjónarmiðum stjórnsýslu- réttarins. Það sé „mjög sérstakt þegar Umhverfisstofnun, sem er lægra sett stjórnvald, ákveður að leggja á dagsektir þegar fyrirtæki hefur skotið íþyngjandi ákvörðun Umhverfisstofnunar til æðra setts stjórnvalds“. „Í málinu er uppi efnislegur ágreiningur milli Ísfélagsins og Um- hverfisstofnunar og vafi um laga- túlkun Umhverfisstofnunar. Að teknu tilliti til þess hefði verið eðli- legt – og í samræmi við meðalhófs- reglu stjórnsýsluréttarins – að leggja ekki á dagsektir heldur bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefnd- arinnar. Á þetta er bent í forsendum úrskurðarnefndarinnar og því ljóst að hún féllst á röksemdir Ísfélagsins að öllu leyti hvað þennan þátt máls- ins varðar,“ segir Finnur. Uppfylla þyrfti skilyrði Fram kemur í úrskurði úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála, sem kveðinn var upp 15. október sl., að málið eigi sér langan aðdraganda. Það hófst með fyrirspurn Um- hverfisstofnunar til Ísfélagsins 2. október 2012 þar sem óskað var upp- lýsinga um magn og tegund þeirrar olíu sem brennd væri hjá Ísfélaginu. Hinn 13. mars 2013 tilkynnti Um- hverfisstofnun Ísfélaginu að notkun félagsins á olíublöndunni þyrfti að uppfylla skilyrði reglugerðar um brennslu úrgangs, enda væri þetta úrgangsolía. Þá þyrfti að sækja um nýtt starfsleyfi hjá Umhverfis- stofnun. Síðan taka við frekari bréfaskipti þar sem stofnunin áminnir Ísfélagið og gefur kost á að gera úrbætur. Það er svo með bréfi 5. maí 2015 að Um- hverfisstofnun gerir grein fyrir því að hún fyrirhugaði að leggja dag- sektir á kæranda vegna brennslu úr- gangsolíu í starfsstöðvum félagsins í Vestmannaeyjum og í Þórshöfn. Mótmælti Ísfélagið því með bréfi dagsettu 5. júní 2015. Það gerðist svo að Umhverfis- stofnun ákvað 12. ágúst sama ár að leggja á dagsektir, 25 þúsund krónur á hvora starfsstöð, alls 50 þúsund krónur, frá 17. ágúst 2015. Í kjölfarið tilkynnir Ísfélagið Um- hverfisstofnun með bréfi, dagsettu 9. október 2015, að félagið hafi stöðvað brennslu olíunnar í þessum tveimur starfsstöðvum enda væri ekki þörf á henni sökum árstíðabundinna sveiflna í veiðum. Það væri ekki ráð- gert að hefja brennsluna aftur fyrr en um miðjan nóvember 2015 í Vest- mannaeyjum og í janúar 2016 á Þórshöfn. Var farið fram á að stofn- unin hætti án tafar álagningu dag- sekta. Lengi beðið eftir úrlausn Í málsrökum kæranda segir að „lögmæti brennslu „úrgangsolíu“ á starfsstöð [Ísfélagsins] á Þórshöfn hafi verið til meðferðar hjá úrskurð- arnefndinni frá 11. febrúar 2014 og [Ísfélagið] því beðið lengi eftir efn- islegri úrlausn um lögmæti brennslu olíunnar. Af þeim sökum telji kær- andi, með vísan til meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem og réttar- öryggissjónarmiða, að eðlilegt sé að tekið verði tillit til þessara kring- umstæðna og fallist á frestun hinna kærðu ákvarðana þar til efnisleg úr- lausn um brennslu olíunnar sem og lögmæti dagsektanna liggi fyrir“. Geti það vart talist forsvaranlegt að á meðan fordæmisgefandi stjórn- sýslumál sé til efnislegrar meðferðar hjá æðra settu stjórnvaldi skuli lægra setta stjórnvaldið geta beitt þvingunarúrræðum til fullnustu ákvarðana sinna,“ skrifar nefndin og víkur að vafa varðandi olíuna: „Þykir eins og hér stendur á ekki rétt að kærandi sæti refsikenndum viðurlögum, svo sem dagsektum, vegna athafna sem ágreiningur er uppi um hvort séu lögmætar eða ekki á meðan sá ágreiningur hefur ekki verið til lykta leiddur hjá kæru- stjórnvaldi sem hefur ágreinings- málið til meðferðar. Þá verður ekki litið fram hjá því að ákveðinn vafi er uppi um skilgreiningu á olíu þeirri sem hér er um deilt. Verður að svo stöddu að skýra þann vafa kæranda í hag,“ segir meðal annars í niðurlags- orðum úrskurðarins. Bannað að nota endurunna olíu  Umhverfisstofnun sektaði Ísfélagið fyrir brennslu olíu áður en úrskurðað var um lögmæti þess  Ísfélagið telur notkun endurunnu olíunnar vera umhverfisvænni en förgun olíunnar í Svíþjóð Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Á Þórshöfn Ísfélag Vestmannaeyja notaði olíu til að knýja fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og Þórshöfn. Finnur Magnússon Samkvæmt heimildum blaðsins er umrædd endurunnin olía gerð úr olíu sem er safnað sam- an af Olíudreifingu. Hún er svo hreinsuð af spilliefnum og henni blandað saman við svart- olíu (IFO 380). Mun endurunna olían vera mun ódýrari en hrein svartolía. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur Ísfélagið sett fram það sjónarmið að brennsla endurunninnar olíu mengi minna en brennsla svartolíu (IFO 380). Þá er á það bent að engin aðstaða sé til að farga endurunninni olíu á Íslandi. Tel- ur Ísfélagið því að ef sjónarmið Umhverfisstofnunar verða ofan á í málinu verði olían sem Olíu- dreifing endurvinnur flutt með tankskipum til Svíþjóðar og brennd þar í orkuverum. Þar sem brenna þurfi svartolíu við það að flytja endurunnu olíuna til Svíþjóðar séu heildaráhrifin á umhverfið mun verri en þegar endurunna olían er notuð aftur hér á landi. Yrði ella flutt til Svíþjóðar HINN VALKOSTURINN 20% afsláttur af púðum og teppum Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi OFURÍSHOKKÍ HELGI FRÍTTINN!Föstudagur Laugardalur SR/Björninn kl. 18:00 Laugardalur Esja / SA kl. 21:00 Laugardagur Egilshöll Björninn / SA kl. 16:30 Egilshöll Esja / SR kl. 19:30 Sunnudagur Laugardalur SR / SA kl. 18:30 Egilshöll Björninn / Esja kl. 20:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.