Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 36

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Allir dreifingaraðilar okkar eru mikilvægir, stórir sem smáir og verðskulda sömu athygli,“ segir Joh- an van Zyl, forstjóri Toyota í Evrópu og Afríku, en hann var hér á landi um þar síðustu helgi, en Toyota- umboðið á Íslandi fagnar um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu. Van Zyl segir tilefnið vera kjörið tækifæri fyrir sig til þess að koma á framfæri sérstökum þökkum, bæði til starfsfólks Toyota, en ekki síst viðskiptavina umboðsins. „Vonandi getum við átt samleið í hálfa öld í við- bót, hið minnsta.“ Alltaf heillaður af bílum Johan van Zyl hóf störf hjá Toyota í heimalandi sínu, Suður-Afríku árið 1993, en hann er með doktorsgráðu í viðskiptum. „Ég var frekar ungur fræðimaður, en ég hef alltaf verið heillaður af bílum.“ Hann gerðist því meðeigandi hjá tveimur söluaðilum Toyota í Suður-Afríku áður en hann gekk til liðs við fyrirtækið. Þar kynntist hann öllum þáttum rekstr- arins, frá framleiðslu til auglýsinga, áður en hann var gerður að forstjóra Toyota í Suður-Afríku árið 2003. Hann segir stærsta muninn á við- skiptalífinu og heimi fræðimannsins vera þann að í akademísku umhverfi séu menn yfirleitt að starfa einir með sjálfum sér, en í viðskiptum skipti samvinna öllu máli. „Enginn getur náð árangri einn síns liðs í viðskipta- lífinu,“ segir van Zyl. „Ég hef til dæmis aldrei verið hræddur við að ráða fólk sem veit meira en ég um til- tekna hluti, því að þannig styrkirðu sjálfan þig og hópinn.“ Horft á framleiðsluferlið í heild Talið berst að framleiðsluferli Toyota, sem ber heitið „Just in time“, en van Zyl segir það snúast um það hvernig hægt sé að gera öll ferli betri, finna bestu úrræðin og nýta auðlindir sem best. „Fyrirtækið er mjög meðvitað um það hvernig hægt sé að bæta framleiðsluferlið. Við spyrjum hvernig við getum hannað og framleitt bíla sem eru endurvinnanlegir, við spyrjum hvernig hægt sé að tryggja að fram- leiðslan noti eins lítið vatn og skili af sér eins litlum úrgangi og mögulegt er.“ Spurður um framtíð jarðefnaelds- neytis segir van Zyl að hann telji að samfélag framtíðarinnar muni reiða sig á marga mismunandi orkugjafa, til dæmis sólarorku, vind eða jarð- varma, allt eftir því hvað henti við- komandi svæði best. Því hafi Toyota ekki sett áherslu á einn tiltekinn orkugjafa, heldur hafi fyrirtækið þróað áfram mismunandi tegundir, eins og rafbíla, tvinnbíla og nú síðast Toyota Mirai, bíl sem gangi fyrir vetni. Van Zyl segir það skoðun sína að vetni sé einn mest spennandi orku- gjafi framtíðarinnar, og ekki bara í bílaiðnaðinum. „Við vildum sýna með Mirai að það væri hægt að búa til venjulega bifreið fyrir venjulegar akstursaðstæður sem gengi fyrir vetni og blési eingöngu út vatni.“ Bílar endurspegla samfélagið Eitt af áhugamálum van Zyls er að endurgera gamla bíla. Hann segir áhugann kominn frá föður sínum, sem var verkfræðingur. „Hann kenndi mér og bróður mínum að laga hluti, og við höfðum mikinn áhuga á því að taka hluti í sundur og gera svo við þá. Niðurstaðan varð þó oftar en ekki sú að við brut- um þá frekar!“ segir van Zyl og hlær. Aðspurður hvað hægt sé að læra af gömlu bíl- unum segir van Zyl að hönnun bíla sé venjulegast endurspeglun á því sem sé að gerast í samfélaginu á þeim tíma. „Ef þú ferð á safn og skoðar bílana sérðu þetta glöggt. Stundum finnurðu bíla með mjög ríkmannlega hönnun, mjög flotta hönnun. Svo, eins og til dæmis á stríðstímum verður hönnunin mjög íhaldssöm. Í bílum dagsins í dag sést þetta líka, tískan er fjölbreyttari og beittari.“ Hann bætir við að það sé vart hægt að bera saman bílana í dag og gömlu tegundirnar. „Þegar þú horfir á rafkerfin, ökureynsluna, hávaðam- innkun, titring, jafnvægi, öryggis- þætti, og berð það saman við eldri kynslóðina, þá sérðu að þessir bílar eru ekki eins og bílarnir í dag.“ Mun- urinn sé sá að bifreiðar dagsins í dag séu nánast sérhannaðar í kringum ökumanninn og þarfir hans. Van Zyl játar því aðspurður að bílar hvers tíma endurspegli í raun tækniframfarir samfélagins. „Bíllinn breytti heiminum og hann er leið- andi afl, til dæmis í framleiðslugeir- anum, þar sem bílaiðnaðurinn er í fremstu röð, til dæmis í notkun vinnuþjarka við hlið manna. Iðn- aðurinn hefur einnig leiðandi hlut- verk í umhverfisvernd og við að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Bílaiðnaðurinn er um margt vegvísir á það sem er að gerast í heiminum.“ Bílaiðnaðurinn vísar veginn  Johan van Zyl, forstjóri Toyota í Evrópu og Afríku, segir mikinn mun á bílum fortíðarinnar og dagsins í dag  Vetni verður einn af helstu orkugjöfum framtíðarinnar  Öryggi skiptir meginmáli Morgunblaðið/Styrmir Kári Bílaiðnaður Dr. Johan van Zyl, forstjóri Toyota í Evrópu og Afríku, segir bílaiðnaðinn vísa veginn þegar kemur að framförum í tækni og framleiðslu. Erf- itt sé að bera saman bíla eins og þeir séu framleiddir í dag og þá sem framleiddir voru á síðustu öld, munurinn á þægindum og öryggi sé það mikill. Toyota tilkynnti á dögunum um að fyrirtækið væri að vinna að sjálfkeyrandi bíl sem yrði próf- aður á þjóðvegum Japans. „Ég tel að við munum ekki sjá sjálfkeyrandi bíla bara taka yfir á einni nóttu, heldur verður þetta ferli í nokkrum skrefum,“ segir van Zyl, en hann telur að í upphafi næsta áratugar verði slík farartæki farin að sjást á þjóðvegum. „Það er þegar byrjað að nota einhvers konar sjálfkeyrslu sem aðstoð við ökumanninn til þess að gera bílinn öruggari.“ Þannig séu nú þegar komnir nemar í bíla sem aðstoði við að halda réttri lengd milli farartækja eða við að skipta um akrein, svo dæmi séu nefnd. Lykilspurn- ingin sé hins vegar ekki um þægindi heldur öryggi. Öryggið verði í fyrirrúmi SJÁLFKEYRANDI BÍLAR Sjálfkeyrandi bíll Google hef- ur notað Toyota Prius í tilraunum sínum. Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu ogmeltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is Morgunblaðið/Eggert Afmæli Van Zyl fagnar árangri Toyota á Íslandi síðustu hálfa öld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.