Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 38

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 MAk seldi miða og gjafakort fyr- ir 63 milljónir frá 1. janúar til vors en á hálfum öðrum mánuði nú í upphafi nýs starfsárs er sambærilega tala rúmar 56 milljónir. Því er gert ráð fyrir mikilli aukningu í miðasölu í vetur.    Velta MAk var um 180 milljónir á síðasta starfsári. Laun eru helsti út- gjaldaliður upp á 80 milljónir og var rekstrarafgangur um hálf milljón. Starsemin er að mestu fjármögnuð af Akureyri skv. menningarsamn- ingi við ríkið og rennur sá samn- ingur út um næstu mánaðamót. Rekstrarafgangur var um 500 þús- und.    Í haust réðst hverfisnefnd Síðu- hverfis í það verkefni að koma upp grasvelli vestan Síðuskóla, í sam- vinnu við umhverfisnefnd skólans, og útbúa stíga, hól og skjólvegg við útikennslustofu, sem áður hafði ver- ið komið upp. Útigrill hefur einnig verið sett upp.    Fjármagn til verksins fékkst vegna umhverfisátaks Akureyrar- bæjar vegna 150 ára afmælis bæj- arins 2012. Næsta vor stendur til að byggja hús yfir útigrillið og vinna frekar í stígagerð og uppsetningu þrautabrauta á svæðinu.    Aðeins meira af Menningar- félaginu: í kvöld verður frumsýnt nýtt íslenskt verk í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Hofs. Það kallast Þetta er grín, án djóks og er eftir Halldór Laxness Halldórsson (Dóra DNA) og Sögu Garðarsdóttur, sem leika í verkinu. Auk þeirra stíg- ur Benedikt Karl Gröndal á svið.    Saga og Dóri leika sig sjálf – „ef þau væru kærustupar“, eins og segir í tilkynningu. Verkið ku spreng- hlægilegt og að sögn heimildamanns sem séð hefur æfingu er um að ræða a.m.k. tveggja vasaklúta verk, til að þurrka tárin úr augunum.    Verkið fjallar fyrst og síðast um húmor og velta þau mikið fyrir sér virði brandara. Hverju má gera grín að og hver má gera það? Þarf maður að sleppa því að segja alveg ógeðs- lega fyndinn brandara bara af því að hann er óviðeigandi? „Í þessari rannsókn sinni leyfa þau sér að ganga ansi langt í prófunum, svo langt að við getum lofað því að ein- hverjum áhorfendum mun blöskra eða blygðast sín,“ segir í tilkynningu frá Menningarfélaginu.    Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir gríninu og betri helmingar Sögu og Dóra koma einnig við sögu; Magnea Guðmundsdóttir, eiginkona Dóra, hannar leikmynd og búninga og kærasti Sögu, tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, á hljóðmynd og út- setningar.    Söngkonan Ragnheiður Grön- dal heldur tónleika á Græna hatt- inum í kvöld ásamt hljómsveit. Með henni leika Guðmundur Pétursson á gítar, Pálmi Gunnarsson á bassa og Kristinn Snær Agnarsson trommari.    Dúndurfréttir verða með 20 ára afmælistónleika á Græna hattinum annað kvöld og Agent Fresco með útgáfutónleika á laugardaginn. Vert er að geta þess að uppselt er á þá tónleika. Högni Egilsson slær svo botninn í helgina með tónleikum á sunnudagskvöldið.    Einhverjir glöddust eflaust í gær þegar veðurspá fyrir næstu daga var birt. Aðrir ekki. Aðfaranótt mánu- dagsins er nefnilega spáð hvorki meira né minna en 18 stiga frosti á Akureyri!    Haustið hefur til þessa verið fá- dæma gott á Akureyri og nágrenni; betra en sumarið sem ekki verður lengi í minnum haft nema fyrir það hve veðrið var leiðinlegt. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Grín, án djóks Saga Garðarsdóttir og Halldór Laxness í glænýju, eigin verki, sem frumsýnt verður í kvöld í Hofi. Grín án djóks en veð- urspáin er ekki grín ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Áhorfendur á listviðburði í hús- næði Menningarfélags Akureyrar, MAk, voru 17.000 frá áramótum þar til fyrir nokkrum dögum. Flestir, um 3.000 manns, sáu leikritið um Lísu í Undralandi í Samkomuhúsinu. Þetta kom fram á fyrsta aðalfundi MAk í vikunni.    Menningarfélagið tók yfir rekstur Leikfélags Akureyrar, Menningarfélagsins Hofs og Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands á fyrsta degi þess árs.    Eitt af markmiðum með samein- ingunni var að framleiða meira efni og minnka yfirbyggingu. Það hefur tekist. Í sumar var í fyrsta sinn boð- ið upp á dagskrá yfir sumarið og mæltist það vel fyrir, að sögn Gunn- ars I. Gunnsteinssonar, fram- kvæmdastjóra MAk. Sumardagskrá verður áfram í boði á næsta ári í nánu samvinnu við fólk í ferðaþjón- ustunni.    Á vegum MAk var komið á fót nýju verkefni í nafni The Arctic Cin- ematic Orchestra (ACO); að spila inn tónlist fyrir erlendar kvikmynd- ir, og þykir það verkefni hafa farið vel af stað.    Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur Hvaða lit mundir þú velja? Hafðu augun opin í dag þegar heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf glæsilegan Suzuki Vitara GLX að verðmæti 5.440.000 kr. í lit að eigin vali. VIÐ DRÖGUM í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.