Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 39
FRÉTTIR 39Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Aflaverðmæti smábáta á nýliðnu fiskveiðiári nam 23,1 milljarði króna. Heildarafli þeirra var alls 80.717 tonn, en var 88.260 tonn árið á undan. Þar munar mestu um minni makrílafla og minni ýsu- kvóta. Alls lönduðu 1.085 smábátar afla á fiskveiðiárinu 2014/2015 og voru 603 þeirra í krókaaflamarki, 140 í aflamark og 630 í strandveið- um, þar af 342 eingöngu á strand- veiðum. Þetta kom fram í ræðu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, í síðustu viku. Alls lönduðu smábáta- eigendur rúmlega 50 þúsund tonn- um af þorski sem jafngildir 23,4% af því sem veitt var í íslenskri lög- sögu. 3,8 milljónir að meðaltali á bát Aflaverðmæti strandveiðibáta 2015 varð 2,4 milljarðar sem skilar um 3,8 milljónum að meðaltali á hvern bát í brúttóinnkomu. Verð- mæti í hverjum róðri var 160 þús- und krónur, sem er 6,7% aukning frá árinu 2014. Meðalafli á hvern bát var sá mesti frá upphafi strand- veiðanna eða 13,6 tonn, að því er fram kom í skýrslu Arnar. Bátum á strandveiðum hefur fækkað á undanförnum þremur ár- um, eftir metfjölda 2012 þegar 759 bátar voru á þessum veiðum. Ágætt verð fékkst fyrir aflann mestallan tímann eða 287 krónur á kíló að meðaltali fyrir óslægðan þorsk sem var 1% lægra en 2014. Róa mátti alla dagana 65 á svæði D, 56 á C, 53 á B, en á svæði A voru leyfilegir róðradagar 36 sem er fjölgun um 7 daga frá í fyrra. Þorskur var 89,2% af aflanum, alls 7.643 tonn. Afli að meðaltali í róðri var 575 kg og jókst um 6,1% milli ára. aij@mbl.is Smábátar skiluðu 23,1 milljarði  Heildarafli var yfir 80 þúsund tonn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Mikið líf fylgir smá- bátum í höfnum víða um land. Vaxtarhraða og holdafari makríls í Norðaustur-Atlantshafi hefur hrak- að jafnt og þétt síðan árið 2004. Sí- aukin samkeppni um takmarkaða fæðu er talin helsta orsökin. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar á árlegum breytileika í vaxtar- hraða og holdafari makríls frá 1984 til 2013 sem vísindamenn frá Nor- egi, Færeyjum og Hafrannsókna- stofnun birtu nýlega í tímaritinu ICES Journal of Marine Science. Alls voru mældir 26 þúsund fiskar á þriggja til átta ára bili sem veiddir voru með nót við vesturströnd Nor- egs. Sýnum var safnað í lok fæðu- tímabils í september og október, að því er fram kemur í frétt frá Haf- rannsóknastofnun. Hægt hefur á vexti makríls Mikið hefur hægt á vexti makríls undanfarin ár. Sem dæmi var átta ára fiskur árið 2013 að meðaltali jafnlangur og jafnþungur og fjög- urra ára fiskur árið 2004. Á þessu sama tíu ára tímabili minnkaði meðalþyngd eftir aldri um 32%. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að bæði stærð makríl- stofnsins og stærð norskíslenska vorgotssíldarstofnsins hafi neikvæð áhrif á vöxt makríls en breytileiki í hitastigi sjávar hafði engin áhrif. Þótt makríll og síld blandist ekki mikið yfir sumarið keppa þessar tegundir um sömu fæðuna. Tilgátan er því sú að þar sem síld byrjar sumarfæðugöngu sína ein- um til tveimur mánuðum fyrr en makríll hefur afrán hennar áhrif á hversu mikil fæða er eftir á svæð- inu þegar makríllinn kemur. Einnig er nefnt að stækkun útbreiðslu- svæðis makríls á fæðutímabilinu leiðir til þess að fiskurinn þarf að eyða meiri orku í að ferðast milli fæðusvæðis og hrygningarsvæða. Það gæti líka verið hluti skýringa á hægari vexti einstaklinganna. Fæðunám makríls er nánast ein- skorðað við sumarið og auk þess að nota orkuna til vaxtar notar fisk- urinn orkuna sem hann hefur safn- að til að ferðast milli svæða og til að framleiða hrogn og svil. Hægari vöxtur og lélegra holdarfar hafa bæði neikvæð áhrif á lífslíkur ein- staklingsins og líkurnar á því að hrygning hans heppnist vel. aij@mbl.is Vöxtur og þyngd makríls minni en áður  Neikvæð áhrif á lífslíkur  Síld og makríll keppa um sömu fæðuna  Meiri orka í að ferðast INNRÉTTINGUM &RAFTÆKJUM FRÍFORMER15ÁRAOGAFÞVÍ TILEFNI ÞÁBJÓÐUMVIÐ 15%AFSLÁTTAF INNRÉTTINGUMOGRAFTÆKJUMÚTNÓVEMBER - 2015 - Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is 15ÁRA STOFNAÐ2000 Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15 15% NÚERRÉTTI TÍMINNTILAÐGERA GÓÐKAUP 15ÁRAAFMÆLISTILBOÐÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.