Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 46

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Um borð í Amundsen. AFP. | Undir fögrum norðurljósum siglir olíuskip framhjá Amundsen, ísbrjóti kan- adísku strandgæslunnar, og hverfur inn í eitt af sundum norðvestur- leiðarinnar á hafsvæði sem var fros- ið á þessum árstíma í þúsundir ára. Ísþekjan í Norður-Íshafi hefur minnkað vegna hlýnandi loftslags og það hefur orðið til þess að sigl- ingaleiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs í gegnum norðurskauts- eyjaklasa Kanada er nú opin í nokkra mánuði á ári. Skipherrann Alain Lacerte stend- ur við stýrið þegar ísbrjóturinn sigl- ir inn á flóa á siglingaleiðinni, horfir á sjókort frá sjötta áratug aldar- innar sem leið og breytir stefnu skipsins með hjálp GPS-staðsetn- ingarbúnaðar. „Þegar svæðin eru sýnd með hvítu á kortinu merkir það að þau eru ókönnuð,“ segir skipherr- ann og bendir á kort sem er að mestu leyti hvítt. „Mesti hluti haf- svæðanna á þessum slóðum hefur ekki verið kannaður, þannig að það er ekki hægt að treysta á kortin okk- ar.“ Áhöfnin notar ratsjá og hljóðsjár- búnað til að forðast grynningar á leiðinni. „Við viljum ekki að nein grynning verði nefnd eftir okkur,“ segir Lacerte. Hafsvæðin í lögsögu Kanada eru næstum á stærð við öll aðildarlönd Evrópusambandsins og að mestu ókönnuð. Sundin milli eyjanna eru grunn og sigling um ókönnuð svæði getur verið háskaleg, jafnvel þegar þau eru íslaus. Sparar tíma og eldsneyti Með því að sigla norðvesturleiðina styttist sigling milli Lundúna og Tókýó um 7.000 kílómetra, þannig að þessi leið sparar bæði mikinn tíma og eldsneyti. Frá fimmtándu öld hafa verið farnir tugir leiðangra til að finna skemmri siglingaleiðir í norðri milli Evrópu og Asíu. Norski landkönn- uðurinn Roald Amundsen sigldi norðvesturleiðina fyrstur manna á 47 tonna síldveiðibát, Gjøa, sem hafði verið breytt til að þola þessa erfiðu siglingu. Hún tók þrjú ár og henni lauk 1906. Undrandi á breytingunni á ísþekjunni Áhuginn á norðvesturleiðinni minnkaði þó fljótlega og á síðustu 100 árum var að meðaltali gerð ein tilraun á ári til að sigla þessa leið. Áhuginn hefur nú glæðst að nýju vegna þess að rýrnun ísþekjunnar hefur vakið vonir um að siglinga- leiðin verði greiðfær einhvern tíma á næstu áratugum. Vísindamenn á vegum kanadísku ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal veðurfræðingurinn Roger Provost, nota Amundsen á sumrin til að rann- saka siglingaleiðina, auk fleiri vís- indamanna sem rannsaka áhrif lofts- lagsbreytinga í heiminum. Provost kvaðst vera undrandi á því hversu mikið ísþekjan hefur minnkað. „Þeir sem neita því enn að loftslagsbreytingarnar séu raun- veruleiki vilja ekki sjá þær, þeir eru blindir,“ sagði Provost sem hefur tekið þátt í rannsóknum á hafsvæð- unum í 37 ár. „Ég gerði mér aldrei í hugarlund að ég myndi sjá þetta.“ Rannsóknarskipið var á svæði þar sem bátur Amundsens festist næst- um í ís fyrir tæpum 112 árum. Pro- vost sagði að annar kanadískur ís- brjótur hefði þurft að snúa við á þessum slóðum í fyrstu ferð sinni ár- ið 1979 vegna þess að hafísinn hefði verið of þykkur. Á síðustu fimm árum hafa alls 117 skip, m.a. flutningaskip og skemmti- ferðaskip, siglt norðvesturleiðina. Óttast stórfellt mengunarslys Hafísþekjan hefur minnkað stöð- ugt á síðustu tíu árum og líklegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust árið 1880, að sögn bandarísku haf- og loftslags- stofnunarinnar NOAA. Frá árinu 1880 hefur meðalhiti við yfirborð jarðar hækkað um 0,8°C en á norðurskautssvæðinu hefur hlýn- unin verið enn meiri. Flestir vísindamennirnir í rann- sóknaskipinu telja ólíklegt að norð- vesturleiðin verði jafnfjölfarin og sumir hafa spáð vegna þess að á þessum slóðum geta veður verið vá- lynd. Þeir telja þó öruggt að sigling- arnar haldi áfram að aukast á næstu árum og segja það áhyggjuefni vegna hættunnar á umhverfis- spjöllum. „Stórfellt olíumeng- unarslys eins og í Mexíkóflóa árið 2010 má aldrei gerast á norður- skautssvæðinu,“ sagði Provost. „Af- leiðingarnar myndu vera miklu al- varlegri.“ Minni hafís og fleiri skip  Auknar siglingar um norðvesturleiðina  Vísindamenn telja þó að siglingaleiðin verði ekki jafn- fjölfarin og sumir hafa spáð  Leiðin getur verið háskaleg vegna grynninga og slæms veðurs AFP Leiðangur Kanadíski ísbrjóturinn og rannsóknaskipið Amundsen. AFP Skipherrann Alain Lacerte skimar eftir hafísjökum með kíki. Heimildir: Norðurskautsráðið Durham-háskóli í Bretlandi Sameinuðu þjóðirnar Bandaríska snjó- og ísrannsóknastofnunin NSIDC Norðvesturleiðin Norðaustur- leiðin GRÆNLAND KANADA BANDA- RÍKIN RÚSSLAND Norðurpóllinn NORÐUR- ÍSHAF KYRRAHAF ATLANTSHAF Talið er að siglingaleiðin geti orðið greiðfær á næstu áratugum vegna hlýnandi loftslags Norðvesturleiðin -30 til -50% -10 til -30% allt að -10 % Breytingar á ísþekju Norður-Íshafs Í október 2013, miðað við meðaltal áranna 1979-2013 Flestum að óvörum kom Bashar al- Assad, forseti Sýrlands, til Moskvu í fyrradag til þess að funda með starfsbróður sínum og bandamanni, Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Fréttaveita AFP greinir frá því að þetta sé fyrsta heimsókn al-Assads til erlends ríkis frá því að styrjöldin í Sýrlandi braust út árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem bor- ist hafa frá Kreml vegna heimsókn- arinnar þakkaði al-Assad Pútín fyrir veitta hernaðaraðstoð í Sýrlandi. Er hún sögð hafa átt mikilvægan þátt í baráttu stjórnarhersins við upp- reisnarsveitir og komið í veg fyrir frekari útbreiðslu „hryðjuverka“ í landinu. Á fundinum lýsti Pútín því yfir að hersveitir Rússlands myndu halda áfram stuðningi sínum við stjórnvöld í Sýrlandi, en al-Assad er nú snúinn heim aftur. AFP Bandamenn Forsetar Sýrlands og Rússlands hittust óvænt í Moskvu í fyrra- dag og ræddu þeir einkum hernaðaraðstoð Rússlands í Sýrlandi. Sýrlandsforseti sótti óvænt Pútín heim Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.