Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 48
48 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
Berlín. AFP. | Svo virðist sem svindl
Volkswagen í útblástursmælingum
dísilvéla hafi ekki einungis komið
bílarisanum þýska í klandur – einnig
er farið að hitna undir ráðamönnum
í Berlín samhliða vaxandi þrýstingi
þess efnis að stjórnvöld uppfylli eig-
in markmið um framleiðslu raf-
magnsbíla.
Fyrstu viðbrögðin við fréttunum
af svindlinu voru að hlutabréf í
Volkswagen-samsteypunni hrundu.
Var sala á dísilbílum Volkswagen í
Bandaríkjunum því næst stöðvuð og
7,3 milljarðar dollarar settir til hlið-
ar til að mæta hugsanlegum sektum,
endurköllunum og til að endurreisa
orðspor Volkswagen þar vestra.
Sérfræðingar segja bílasmiðinn
geta átt von á allt að 18 milljarða
dollara sekt, en slík upphæð hefði,
samkvæmt þýska umhverfis-
ráðherranum Barböru Hendricks,
hæglega getað dugað til þess að
fjármagna alla þá kostnaðarliði sem
tengjast framleiðslu rafmagnsbíla.
Ráðamenn í Berlín hafa á undan-
förnum sex árum varið um 1,7 millj-
örðum dollara í rannsóknir tengdum
framleiðslu rafmagnsbíla. Vinnur
ráðuneyti umhverfismála nú að því
að kanna hvernig best megi styrkja
markaðsstöðu rafknúinna ökutækja
og hafa skattaívilnanir m.a. verið
nefndar í því samhengi.
Rafbílavæðing fyrir árið 2020
Árið 2009 tilkynntu þýskir ráða-
menn metnaðarfulla áætlun sína
sem miðar að því að koma um einni
milljón rafmagnsbíla á götuna fyrir
árið 2020. Var samhliða þessu þróun
rafgeyma sett í forgang. Nú þegar
fimm ár eru til stefnu er hins vegar
ljóst að enn er langt í land þar sem
einungis um 19.000 rafmagnsbílar
eru á götum Þýskalands.
Stefan Bratzel, sérfræðingur í
framleiðslu þýskra bíla, segir áður-
nefnt markmið stjórnvalda „ein-
faldlega ómögulegt“ í framkvæmd.
Svo gæti þó farið að sá ólgusjór sem
Volkswagen siglir nú í gegnum
verði til þess að gæða framleiðslu
rafmagnsbíla, og um leið umræðu
um framleiðsluna, nýju lífi í Þýska-
landi. „En til að það megi verða er
þörf á samstilltu átaki bílaframleið-
enda, birgðasala og stjórnvalda,“
hefur fréttaveita AFP eftir Bratzel.
Ýmis fríðindi og rafstaurar
Um viku eftir að upp komst um
útblásturssvindl Volkswagen til-
kynntu stjórnvöld í Berlín áform
þeirra um mikla uppbyggingu í
tengslum við aðbúnað og þjónustu
rafmagnsbíla þar í landi. Stendur
nú til að setja upp 400 hleðslustaura
við þjónustustöðvar sem finna má í
námunda við þjóðvegi landsins og
eiga þeir að vera komnir upp fyrir
árið 2017. Að auki sögðust ráða-
menn ætla að veita eigendum raf-
bíla ýmis „forréttindi“ á þjóðvegum
landsins.
Yrði þá leyft að aka rafbílum á ak-
brautum fyrir strætisvagna og öku-
mönnum gefinn kostur á því að
leggja rafbílum sínum án endur-
gjalds innan borgarmarka. Bratzel
bendir hins vegar á að bæjar- og
borgaryfirvöld eigi síðasta orðið í
þeim efnum og óvíst að þau leyfi
einkabílnum að keyra um á yfirfull-
um akbrautum strætisvagnanna.
Þjóðverjar
beina kastljósi
sínu á rafbíla
Vildu milljón rafbíla á götuna fyrir
2020 Ómögulegt, segir sérfræðingur
AFP
Í hleðslu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist heldur stúrin á svip þegar ljósmyndari náði af henni mynd þar
sem hún kynnti sér nýjan rafmagnsbíl á dögunum. Vandamál Volkswagen hafa e.t.v. verið kanslaranum hugleikin.
Xi Jinping, forseti Kína, skálar við Katrínu, hertoga-
ynju af Cambridge, í veislu í Buckingham-höll í fyrra-
kvöld, á fyrsta degi heimsóknar kínverska forsetans til
Bretlands. Xi og breski forsætisráðherrann David
Cameron staðfestu í gær að náðst hefði samkomulag
um að kínverskt orkufyrirtæki fjárfesti í kjarnorkuveri
í Hinkley Point í Somerset, sýslu á suðvestanverðu
Englandi. Búist er við að margir aðrir viðskiptasamn-
ingar milli landanna verði undirritaðir meðan á fjög-
urra daga heimsókn forsetans stendur.
AFP
Bretar og Kínverjar treysta böndin
Að minnsta kosti 2.139 manns biðu
bana í troðningnum sem varð 24.
september þegar hundruð þúsunda
manna tóku þátt í síðustu trúar-
athöfninni í pílagrímsferð múslíma
til Mekka.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu sögðu
skömmu eftir slysið að 769 manns
hefðu látið lífið en hafa ekki veitt
frekari upplýsingar um mann-
tjónið. Pílagrímar frá meira en 30
löndum fórust í troðningnum og
samkvæmt upplýsingum frá þess-
um löndum er tala látinna komin í
2.139. Manntjónið var þó líklega
enn meira því að yfirvöld í Sádi-
Arabíu hafa ekki enn veitt upplýs-
ingar um fjölda Sádi-Araba sem
létu lífið í troðningnum.
Á meðal þeirra sem biðu bana
voru 464 frá Íran, 199 frá Nígeríu,
198 frá Malí, 182 frá Egyptalandi,
137 Bangladess, 129 Indónesíu og
116 frá Indlandi.
Þetta er mannskæðasta slys í
sögu pílagrímaferða múslíma til
Mekka. Næstmannskæðasta slysið
varð árið 1990 þegar 1.426 manns
fórust í troðningi í göngum í Mína
eftir að loftræstingarbúnaður bil-
aði.
SÁDI-ARABÍA
Meira en 2.100
manns létu lífið
í troðningnum
AFP
Sorg Íranskar konur syrgja pílagríma
sem létu lífið í troðningi nálægt Mekka.
Joe Biden, vara-
forseti Banda-
ríkjanna, skýrði í
gær frá því að
hann hygðist
ekki sækjast eftir
því að verða for-
setaefni demó-
krata í forseta-
kosningunum á
næsta ári. Hann
sagði ástæðuna
þá að ekki væri nægur tími til
stefnu. Biden hefur tvisvar boðið
sig fram í forkosningum demókrata
og hafði gefið í skyn að hann væri
að íhuga að bjóða sig fram í þriðja
skipti.
BANDARÍKIN
Biden hyggst ekki
bjóða sig fram
Joe Biden
varaforseti.
Ungversk myndatökukona sem sást
fella flóttamann þegar hann hljóp
með barn í fanginu segist ætla að
höfða mál gegn honum. Konan sem
heitir Petra Laszlo var rekin úr
starfi sínu hjá sjónvarpsstöðinni
N1TV eftir að myndskeið af atvik-
inu var birt á netinu og hún hefur
verið ákærð fyrir árás á flótta-
manninn. Konan heldur því fram að
hann hafi breytt vitnisburði sínum
eftir að hafa fyrst haldið því fram
að lögreglumaður hafi fellt hann.
Atvikið gerðist 8. september ná-
lægt ungverska þorpinu Roszke
þegar hópur flóttamanna frá Sýr-
landi fór þar í gegn á leiðinni til
Vestur-Evrópu.
UNGVERJALAND
Hyggst höfða mál
gegn flóttamanni
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, sætti í gær gagnrýni
vegna ræðu þar sem hann sakaði
leiðtoga Palestínumanna í Jerúsal-
em á árum síðari heimsstyrjaldar-
innar um að hafa fengið Adolf Hitler
til að fyrirskipa útrýmingarherferð-
ina gegn gyðingum, helförina svo-
nefndu.
Netanyahu sagði í ræðu í fyrradag
að Hitler hefði ekki ætlað að útrýma
gyðingum fyrr en hann hefði hitt
leiðtoga palestínskra þjóðernissinna,
múftann Amin al-
Husseini, í nóv-
ember 1941.
„Hitler vildi ekki
útrýma gyðingum
á þessum tíma,
hann vildi vísa
þeim úr landi. Og
Amin al-Husseini
fór til Hitlers og
sagði: Ef þú rek-
ur þá á brott koma þeir allir til okk-
ar,“ sagði forsætisráðherrann. „Þeg-
ar Hitler spurði hvað hann ætti að
gera við þá svaraði múftinn:
Brenndu þá.“
Ísraelskir sagnfræðingar, sem
hafa sérhæft sig í rannsóknum á hel-
förinni, drógu þessa túlkun Net-
anyahus í efa. Þeir sögðu að Hitler
hefði ekki rætt við palestínska leið-
togann fyrr en eftir að útrýmingar-
herferðin var hafin. Stjórnarand-
stæðingar í Ísrael sökuðu
Netanyahu um að gera of lítið úr
ábyrgð Hitlers á helförinni.
Helförin múfta að kenna?
Netanyahu gagnrýndur vegna ummæla um að leiðtogi Pal-
estínumanna hafi fengið Hitler til að fyrirskipa helför gyðinga
Benjamin
Netanyahu
Menningarhúsinu Gerðubergi
Gerðubergi 3–5, 111 Reykjavík
Skipuleggjandi: GRAL-NORDEN
www.is.gral-norden.net
Bók handa heiminum
Gralsboðskapurinn
Kynning (á ensku)
sem Christof Leuze
heldur
Laugardaginn
24.10.2015
kl. 09:30
Aðgangur ókeypis
vasey-leuze@gral-norden.net
Sími: 842 2552
„Í ljósi sannleikans“