Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 53

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Sú umræða og áskorun hefur komið upp undanfarna daga að byggja eigi nýjan Landspítala á nýjum stað. Samtök sem kenna sig við „Betri spítala á betri stað“ hafa staðið fyrir aug- lýsingu um þetta efni. Þar eiga fjöl- margar fullyrðingar ekki við rök að styðjast. Sem stjórn- armaður í áhugamannasamtökum um uppbyggingu nýs landsspítala, „Spítalinn okkar“, hef ég kynnst því vel hvað búið er að vinna mikið og gott undirbúningsstarf á undanförn- um árum þótt vissulega sé mikið undirbúningsstarf eftir. Samtökin líta ekki á það sem sitt hlutverk að berjast fyrir ákveðnum stað, en þegar lífið liggur við, þá verður ekki orða bundist. Að hvetja til hiks og umbyltingar á þessu verkefni getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Öll rök eru fyrir stað- setningu við Hringbraut Rökin fyrir uppbyggingu við Hringbraut eru mjög afgerandi hvernig sem á málið er litið og eru hér nefnd nokkur dæmi.  Við Hringbraut á svokölluðum BSÍ-reit við „bæjardyr“ Landspít- ala mun rísa samgöngumiðstöð fyrir allt höfuðborgarsvæðið, m.a. fyrir Strætó og langferðabifreiðir. Þetta skiptir miklu máli í neikvæðri um- ræðu um umferðarmál.  Í nágrenninu eru tveir öflugir háskólar, Íslensk erfðagreining, lyfjafyrirtæki og margvísleg önnur vísindastarfsemi. Háskóli Íslands er rannsókna- og kennsluháskóli á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði, lyfjafræði, verkfræði og fjölmargra annarra háskólagreina. Háskólinn í Reykjavík er einnig kennslu- og rannsóknarháskóli í fremstu röð hér á landi á sviði tækni- og verkfræði, m.a. heilbrigðisverkfræði. Báðir þessir háskólar, nemendur þeirra og kennarar eiga í miklu samstarfi við Landspítala. Kennsla, rannsóknir og lækningar fara einfaldlega ekki bara fram í gegnum netið.  Sífellt fleiri nemendur búa á stúdentagörðum í nágrenninu, sem dregur úr umferð. Háskólaspítali er eins og nafnið gefur til kynna jafn- framt kennslu- og rannsóknaspítali. Þangað sækja allir nemendur sína menntun og þjálfun og leggja jafn- framt mikið af mörkum til reksturs spítalans og rannsókna.  Samband sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og Skipulagsstofnun ríkisins hafa samþykkt þetta staðar- val. Forstjóri Skipulagsstofnunar hefur þar til viðbótar talið þennan stað þann besta á höfuðborgar- svæðinu fyrir Landspítala.  Landlæknir, forstjóri Land- spítala og mikill fjöldi heilbrigð- isstarfsmanna við Landspítala og víðar hafa bent á mikilvægi þess að ráðast í framkvæmdir við nýjan Landspítala sem fyrst. Læknar verða seint allir sammála um stað- setningu enda eðlilegt að skoðanir séu skiptar.  Ef byggður verður nýr Land- spítali á nýjum stað mun þjóðin þurfa að reka þrjá spítalaklasa til næstu áratuga. Einn bætist við á nýjum stað ef hann klárast þá ein- hvern tíma og áfram verða hinir tveir spítalarnir við Hringbraut og í Fossvogi um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Að fenginni reynslu af stórum framkvæmdum mun eitt stykki nýr spítali aldrei klárast að fullu sbr. K- byggingu Landspítala og Lækna- garð, sem eru lítil verkefni en hafa aldrei klárast.  Ekkert liggur fyrir um það hvar betri spítali á betri stað ætti að vera og nýtt skipulags- og undir- búningsferli mundi taka fjölda ára. Áfram verður því spítali við Hring- braut um langa framtíð og nauðsyn- legt að ráðast þar í ýmsar endur- bætur og verið að hefja byggingu sjúkrahótels á svæðinu. Ekki verður forsvar- anlegt að loka spítal- anum í Fossvogi á næst- unni enda mun álag á spítalann vaxa hratt á næstu árum. Þetta mun kalla á enn frekari óhag- kvæmni í rekstri. Ákvörðun hefur verið tekin um uppbyggingu við Hringbraut Ákvörðun hefur verið tekin á Alþingi og þar hafa verið samþykkt lög um það að Landspítali verði áfram við Hringbraut. Ýmsar leiðir eru færar fyrir ríkið að fjár- magna verkefnið, en mun erfiðara að ráðast í helmingi stærra verk- efni. Í svona mikilvægu og flóknu máli er mikill ábyrgðarhluti að reyna að setja verkefnið í uppnám með einhverjum pólitískum áskor- unum og yfirlýsingum um miklu betri lausn. Talað er um að hægt sé að græða svo mikið á að selja núver- andi landsvæði og byggingar Land- spítala við Hringbraut. Og hverjum á að selja og hvenær? Við eigum ekki að byggja nýjan spítala með væntingar um að græða megi svo mikið á núverandi landsvæði og byggingum. Það mun auðvitað ekki takast að brjóta niður þá samstöðu sem er og hefur verið um þetta verkefni. Það er aftur á móti mikilvægt að starfs- fólk spítalans, unga fólkið, sem er að mennta sig á þessu sviði, og sjúk- lingar framtíðarinnar missi ekki trúna á því að verkefnið sé að fara loksins í gang. Við viljum ekki ein- hvern annan spítala á einhverjum öðrum stað. Þannig væri verið að gera tilraun til að ýta verkefninu yf- ir á nýtt Alþingi og næstu rík- isstjórn. Þegar ákvörðun eins og þessi hefur verið tekin þá á öll þjóð- in að standa á bak við hana og styðja með ráðum og dáð. Það er full þörf á því. Um annan spítala á öðrum stað Eftir Þorkel Sigurlaugsson Þorkell Sigurlaugsson » Ákvörðun hefur ver- ið tekin á Alþingi og öllum stjórnsýslustigum um að Landspítali verði áfram við Hringbraut. Við eigum að geta treyst því að svo verði. Höfundur er stjórnarmaður í samtökunum. Ársreikningaskrá RSK Áskorun vegna vanskila ársreikninga! 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á þjónustusíðu (skattur.is) þeirra félaga, sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi sínum til ársreikningaskrár. Forráðamenn viðkomandi félaga eru hvattir til að bregðast skjótt við og senda ársreikning rafrænt, þannig að ekki þurfi að koma til frekari aðgerða. Unnt er að finna á rsk.is yfirlit yfir þau félög sem ekki hafa skilað ársreikningi. Nánari upplýsingará rsk.is Lokafrestur til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár RSK rann út hinn 31. ágúst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.