Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
Frisland Goð
viðhafnar útgáfa
Hraun skífa með ösku
úr Eyjafjallajökli
Rispufrítt safírgler
Handútskorið í
fornum víkinga
stíl og höfðaletri
Handsaumuð ól
úr hákarlaskinni
Svissneskt hágæða
sjálftrekkt gangverk
www.gilbert.is
JÓLAbakstur
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
„Sérstaða vistvænu brúneggjanna
frá Brúneggjum felst fyrst og fremst
í vist hænanna, það er aðstöðunni þar
sem þær lifa og verpa sínum eggjum.
Þær ganga frjálsar um gólf og hafa
rúmt um sig og verpa í hreiður þar
sem líkt er sem mest eftir náttúr-
ulegum aðstæðum þeirra,“ segir
Kristinn Gylfi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Brúneggja. „Þær kom-
ast meðal annars í rykbað eða sand-
bað sem er þeim eðlislægt.
Brúnhænur eru af sérstökum stofni
sem við höldum í Mosfellsdal og eru
eggin aðeins stærri en þau hvítu.“
Kristinn Gylfi bætir við að vorið 2016
verði svo opnað fyrir útivist fyrir
hænurnar þeirra.
„Þær fá þá aðgang að sérstöku
svæði utandyra hvenær sem þær vilja
yfir daginn, þar sem þær geta komist
í snertingu við náttúruna.
Hænunum er ennfremur gefið gott
fóður sem gerir meðal annars eggja-
guluna rauðari og þá er skurnin sterk
á þessum eggjum.“
Sífellt vinsælli brúnegg
Sala á brúneggjum hefur aukist
mikið á liðnum árum ekki síst vegna
aukinnar sölu á eggjum almennt, eins
og Kristinn bendir á. „Íslendingar
eru vanir hvítum eggjum og flestir
aldir upp við þau. Margir neytendur
hafa aftur á móti valið brúnegg þar
sem þeir treysta því að aðstæður séu
betri hjá hænunum og líkari því sem
er þeim eðlislægt frá náttúrunnar
hendi heldur en hjá hænum sem hald-
ið er í þröngum búrum alla ævina.“
Að hans sögn henta brúnegg vel í
alls kyns matargerð og bakstur, gefa
til að mynda góða lyftingu í kökum.
„Oft er mælt með því að notuð séu
stór egg í uppskriftir en við seljum
einmitt svokölluð XL egg eða júmbó-
egg en meðalvigt þeirra er um 77 g.
Þau eru einnig oft kölluð morgun-
verðaregg þar sem fólk vill fá góðan
skammt af próteinum og orku í upp-
hafi dags og því henta þau sérlega vel
í morgunverðinn.“
Aðspurður hvort einhver viðmið
gildi um hæfilega neyslu eggja segir
Kristinn svo ekki vera.
„Fólk getur borðað eins mikið af
eggjum og það lystir. Egg eru holl og
góð matvara og einnig ódýr miðað við
marga aðra matvöru.“ Hann bætir
því við að töluvert sé síðan búið var að
afsanna alla gamlar mýtur um óholl-
ustu eggja og samhengi blóðfitu (e.
kólesteróls) í fæðu og líkama.
„Eitt egg á dag eða einhverjar tak-
markanir eiga því ekki við lengur. En
eins og sagt er um flestar mat, þetta
er allt gott hvað með öðru,“ segir
Kristinn Gylfi að endingu.
Hér koma svo nokkrar vel valdar
uppskriftir að smákökum, ís og fleira
góðgæti þar sem Brúneggin má ekki
vanta:
Kaklar
200 g smjör
100 g sykur
250 g hveiti
2 eggjarauður
½ tsk. hjartarsalt
Hnoðað saman
175-200 g flórsykur
2 hvítur
Hrært vel með hrærara, ekki þeyt-
ara, í ca. 10 mín. Smurt á kökurnar.
Saxa má möndlur yfir ef vill.
Ólakökur
1¾ bolli hveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1¼ bolli sykur
2 egg
100 g smjör
6 msk. síróp
1 bolli haframjöl
1 bolli kókosmjöl
Allt hrært saman. Sett með tveim
tsk. á plötu. Gaffli stungið í kalt vatn
og pressað á kökuna. Bakað við 350°F
í 8-10 mín.
Ís „a la mamma“
10-12 egg, þar af 5 heil, hitt rauður.
Fyrst þeyta ½ lítra af rjóma.
Eggin þeytt sér, með 175 -200 g
strausykri, síðan vanilla eftir smekk,
þeytt vel saman, rjómanum blandað
gætilega í og súkkulaðibitar ef vill.
Súkkulaðibúðingur „a la mamma“
1 peli þeyttur rjómi
100 g bráðið súkkulaði
3 eggjahvítur
3 eggjarauður
vanilla
120 g strausykur
6-7 bl. matarlím
Bræðið súkkulaði við vægan hita í
potti. Hellið súkkulaðinu síðan í skál
og blandið þremur eggjarauðum
saman við súkkulaðið. Leggið til hlið-
ar. Þeytið rjómann og að því loknu
bætið súkkulaðiblöndunni saman við,
í þremur til fjórum skömmtum.
Leggið blönduna til hliðar.
Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið
sykrinum smátt og smátt saman við.
Hrærið eggjahvítublöndunni mjög
varlega saman við súkkulaðiblönduna
með sleikju, setjið í glös eða skál.
Kælið í 2-3 klukkustundir.
Brúnegg í bakstur til jóla
Fersk egg frá
frjálsum hænum
Salan aukist mik-
ið hin seinni ár
Gefa góða lyft-
ingu í baksturinn.
Egg Brúneggin henta vel til baksturs og gefa fyrirtaks lyftingu í kökum.
Hamingjuhænur „Sérstaða vistvænu brúneggjanna frá Brúneggjum felst fyrst og fremst í vist hænanna, það er að-
stöðunni þar sem þær lifa og verpa sínum eggjum,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Brúnegg.
Í ísinn Egg eru ómissandi í ísgerðina og fátt ljúffengara heimalagaður ís.
Bakstur Eggin má ekki vanta smá-
kökubakstrinum fyrir jólin.