Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 65

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 65
kæli og er uppgefið geymsluþol allt að 8 mánuðir, en í nýlegri geymsluþolsmælingu kom í ljós að deigið hélst gott í allt upp undir tólf mánuði,“ segir Tryggvi og bætir við að hafi meira að segja frést af því að ýmsar ömm- ur hér og þar um landið hafi stol- ist til að einfalda sér jólabakst- urinn með tilbúna deiginu. Piparkökubakstur leikur einn Piparkökudeigið má hvort heldur sneiða í smákökustærðir eða fletja út og skera deigið með piparkökumótum. Er jafnvel hægt að nota deigið til að byggja piparkökuhús en Tryggvi segir að þá verði að gæta þess að rúlla deigið ekki of þunnt og baka nægilega lengi í ofni til að ná réttum styrkleika. Þegar kemur að því að skreyta piparköku- húsið, -karlana og -kerlingarnar er svo hægt að grípa til glassúrs- ins sem kaupa má tilbúinn frá Kötlu í fjölda lita. „Í aðdraganda jóla seljum við glassúrinn í klassískum litum og bjóðum núna í fyrsta skipti upp á fimm lita kassa. Litirnir eru í handhægum brúsum sem má opna og loka eftir þörfum og mjög auðvelt er að skreyta með.“ Óhefðbundnir dropar sækja á Á vöruframboðinu hjá Kötlu má greina að jólabakstur Íslend- inga er að verða ævintýralegri. Segir Tryggvi þannig að úrvalið af kökudropum hafi stækkað í samræmi við óskir neytenda. „Klassísku droparnir með kardi- mommu-, vanillu- og möndlukeim standa alltaf fyrir sínu en óhefð- bundnir dropar eru að sækja mikið á. Þetta eru t.d. pipar- mintudropar, appelsínudropar og rommdropar.“ Með nýju dropunum er hægt að gera alls kyns kúnstir í eld- húsinu og bregða á leik með gamlar uppskriftir. Piparmintan, appelsínan og rommið getur líka hentað sérlega vel til konfekt- gerðar enda bragð sem fer vel með súkkulaði. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sköpun Piparkökuhúsakeppni Kötlu vekur jafnan athygli. Morgunblaðið/Styrmir Kári Regnbogi Tryggvi Magnússon með nýju glassúr-pakkn- inguna. Þar eru margir litir saman í einum pakka og auð- velt að skreytakökurnar. 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Löng hefð er fyrir piparköku- húsakeppni Kötlu. Tryggvi segir alltaf jafn ánægjulegt að sjá hversu margir taka þátt, og hversu mikið sköpunargleðin fær að njóta sín. Skemmtilegustu kök- urnar eru einmitt þær þar sem sést að litlir fingur hafa fengið að leggja hönd á plóg og á sumum leikskólum er það stundað að senda piparkökuhús í keppnina sem börnin hafa skreytt í sameiningu af miklum metnaði. „Ólympíski andinn ræður ferðinni enda skiptir mestu að taka þátt frekar en endilega að vinna, þó svo að verðlaunin séu vegleg,“ útskýrir Tryggvi en pip- arkökuhúsin þurfa að berast til Kötlu fyrir 3. desember og vinningshafarnir valdir við hátíðlega athöfn í Smáralind 5. desember. Eru piparkökuhúsin síðan til sýnis í verslunarmiðstöðinni allt fram til 20. desember. Metnaðarfullir piparkökuarkitektar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.