Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 66

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 66
Morgunblaðið/Árni Sæberg Mittismálið Skipta má út ýmsum hráefnum í smákökubakstrinum til að fá hollara góðgæti. Nína í Heilsuhúsinu segir hollara ekki endilega dýrara. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jólin eru tími kræsinga. Veislu- borðin eru drekkhlaðin af söltuð- um og reyktum mat og feitum sós- um, og á betri heimilum dugar ekkert minna en að baka fjölda- margar sortir af smákökum. Jónína Björg Yngvadóttir, eða Nína eins og hún er oftast kölluð, segir að mataræðinu á þessum tíma árs fylgi mikið álag á melt- ingarkerfi og líkama og til mikils að vinna ef hægt er að gera mat- inn ögn heilsusamlegri. Jafnvel ef fólk er ekki tilbúið að sleppa sykrinum og smjörinu er það strax mikil framför að velja hollari tegundir af sykri, hveiti og olíum. „Það er líka upplagt að fjár- festa í pakkningum af Acidophilus- hylkjum og meltingarensímum til að auðvelda líkamanum að brjóta fæðuna niður, og hjálpa maganum að komast í gegnum jólin.“ Oft má helminga sykurinn Þegar kemur að jólabakstrinum er ekki svo flókið að finna heilsu- samlegri uppskriftir, eða breyta gömlu uppskriftunum þannig að þær verði hollari. Nína segir að í klassísku fjölskylduuppskriftunum sem gengið hafa í arf frá ömmu og langömmu sé oft yfrið nóg af sykri og reynandi að helminga sykur- magnið. Í mörgum tilvikum verði smákökurnar engu verri þó í þær fari helmingi meiri sykur en mun- ar miklu fyrir insúlínkerfi lík- amans. „Það má líka skipta hvíta unna sykrinum út fyrir aðra valkosti, s.s. hrásykurinn sem ekki hefur verið unninn að sama marki og hvíti strásykurinn og inniheldur enn smávegis næringu úr plönt- unni. Kókospálmasykurinn er líka mjög hentugur í bakstur og bragð- góður með mildan karamellukeim,“ segir Nína en minnir á að kók- ospálmasykurinn sé sætari en venjulegur strásykur og þurfi því minna magn til að fá sama bragð. „Sama gildir með stevíuna, sem landinn er farinn að þekkja vel. Þetta náttúrulega sætuefni er svo sætt að þarf bara rúmlega 1-2 te- skeiðar af stevíudropum til að skipta út einum bolla af strásykri. Stevían hefur það umfram aðra sætugjafa að hún hækkar ekki blóðsykurinn.“ Hvítt hveiti er heldur ekki það hollasta sem setja má í líkamann og segir Nína oft hægt að nota í staðinn spelthveiti eða bygg í smá- kökurnar. „Margir eru líka við- kvæmir fyrir glúteni og erum við með til sölu vörulínu af glúten- lausu mjöli.“ Ekki óttast tilraunirnar Mælir Nína með því að fólk sé óhrætt við að prófa sig áfram með smákökuuppskriftirnar sem fjöl- skyldan hefur stólað á í áranna rás. Útkoman verður kannski ekki fullkomin í fyrstu tilraun en ekki taki langan tíma að fínstilla upp- skriftina svo að hún falli í kramið en sé samt mun hollari en áður. „Og ef fólk vill samt sem minnstu breyta, og halda sig t.d. við hvíta hveitið, þá má a.m.k. velja hveiti úr lífrænu korni sem er þá örugg- lega laust við hvers kyns óæskileg efni sem annars kunna að hafa verið notuð við ræktunina,“ segir Nína. „Starfsmenn Heilsuhússins eru boðnir og búnir að veita aðstoð og ráðgjöf. Þeir sem vilja gera jólabaksturinn hollari ættu endi- lega að gefa sig á tal við okkur og sjá hvað er í boði.“ Eplamauk í stað eggja? En fleira þarf í kökur en þurr- efnin. Hvað um smjörið, olíurnar, mjólkina og eggin? Nína segir að áhugavert væri að prófa að steikja t.d. laufabrauð upp úr kókosolíu, enda olía sem þolir vel hita og gæti vel gefið laufabrauðinu skemmtilegan keim. Þá er hægt að fá kókosolíu sem er bragðlaus en hefur alla sömu heilsusamlegu eig- inleikana og venjuleg kókosolía. „Í versluninni seljum við duft sem getur komið í staðinn fyrir egg og hentar t.d. þeim sem eru með ofnæmi. Í sumum upp- skriftum getur líka gengið að skipta eggjunum út fyrir t.d. epla- mauk, banana eða hnetusmjör. Það má einnig nota í staðinn hör- og chia fræ sem hafa fengið að liggja í bleyti,“ útskýrir Nína. Hvað snýr að mjólkinni mælir Nína með „Koko“-mjólk. „Þetta er drykkur sem er mjög líkur kúa- mjólk í bragði og áferð og er gerð- ur úr kókoshnetum, en er ekki með neitt kókosbragð. Nota ég Koko í stað mjólkur þegar ég baka. Þá er hægt að fá rjóma úr soja-, kóks- og möndlum, en aðeins soja-rjóminn þeytist eins og hefð- bundinn rjómi.“ Jólabaksturinn gerður hollari Fjölbreytni Í Heilsuhúsinu er mikið úrval af bökunarvörum, s.s. glútenfrítt mjöl, þurrkuðum ávöxtum og hnetum, og sætuefnum sem ekki gera út af við insúlínkerfi líkamans.  Velja má ýmsa heilsusamlegri sætugjafa sem geta komið í staðinn fyrir hvíta strásykurinn  Spelthveiti og bygg geta líka hentað vel í smákökurnar 66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 JÓLAbakstur Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - fös: 12-16. Mama B - ítölsk hönnun Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá Nínu. Í grunn- inn er uppskriftin fengin úr matreiðslubók Ebbu Guð- nýjar en Nína hefur aðlagað hana lítillega að sínum smekk. Fylling: 3 epli 3 döðlur ( skornar smátt) 2 tsk. kókospálmasykur 1 slétt msk. kanill 1-2 msk. ferskur sítrónusafi Eplin þvegin, afhýdd og kjarnhreinsuð og steikt á pönnu við lágan hita með döðl- unum í olíu (1-2 msk.). Eftir 3 mínútur er slökkt undir pönn- unni og sett á pönnuna 1-2 msk. af vatni. Þá er kók- ospálmasykrinum, kanilnum og sítrónusafanum bætt út á og öllu hrært vel saman. Látið eiga sig á pönnunni á meðan deigið er útbúið. Deig: 1-2 egg ¾ dl kaldpressuð kókosolía eða sólblómaolía ( sem er sérstaklega ætluð til að steikja upp úr) 2⁄4 dl lífrænt hunang eða kók- ospálmasykur 1 ½ dl spelt (gróft og fínt til helm- inga) 1 ½ tsk. vínsteinslyftiduft ¼ tsk vanilluduft Öllu hráefninu í deigið er hrært saman. Eplin því næst sett í eldfast mót og deiginu svo einfaldlega hellt yfir. Bakað í 180°C heitum ofni í um 20 mínútur. Dásamleg með soja- eða hrísgrjónarjóma. Gómsæt en fljótleg eplakaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.