Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
✝ Pétur K. Maackfæddist á Rán-
argötu 30 í Reykja-
vík 1. janúar 1946.
Hann andaðist að-
faranótt 14. októ-
ber 2015. Foreldrar
hans voru hjónin
Karl P. Maack hús-
gagnasmiður, f.
15.2. 1918, d. 5.11.
2005, og Þóra
Maack húsmóðir, f.
31.10. 1919, d. 1.3. 1994. Bræð-
ur Péturs eru Runólfur Maack
verkfræðingur, f. 15.11. 1949,
og Gunnar Maack viðskipta-
fræðingur, f. 14.3. 1954, d. 8.7.
1994.
Eiginkona Péturs er Sóley
Ingólfsdóttir sérkennari, f. 21.
júlí 1949, dóttir Ingólfs Péturs-
sonar hótelstjóra f. 6.8. 1924,
d. 16.7. 2001, og Arnfríðar Jó-
hönnu Guðmundsdóttur, 29.4.
1927. Dætur Péturs og Sól-
eyjar eru: 1) Valgerður Maack
markaðshagfræðingur, f. 12.6.
1973, kvænt Hauki Jónssyni, f.
14.10. 1972, þau eiga þrjár
dætur; Sóleyju Friðriku, f.
2000, Svölu Kristínu, f. 2003,
og Franzisku f. 2007, 2) Andr-
ea Maack, myndlistarmaður og
framkvæmdastjóri, f. 26.7.
1977, maki Gísli Þór Sverris-
flugmálastjóra, frá 1. janúar
árið 2007 til 1. júlí árið 2013.
Pétur var virtur á alþjóðavett-
vangi fyrir störf sín að flug-
málum og sat í stjórn flug-
öryggisstofunar Evrópu EASA
fyrir hönd Íslands og í fram-
kvæmdastjórn JAA sem
fulltrúi Norðurlandaríkjanna.
Pétur var um árabil formað-
ur Verkfræðingafélags Íslands.
Pétur var sæmdur heiðurs-
merki Verkfræðingafélags Ís-
lands árið 2000, sem m.a. er
veitt fyrir vel unnin störf á
sviði verkfræði og vísinda. Þá
var hann einnig meðal fyrstu
heiðursfélaga í
Gæðastjórnunarfélagi Íslands
árið 1999. Hann tók þátt í
margvíslegum félagsstörfum
tengdum starfi og áhuga-
málum, sat m.a í stjórn Skíða-
ráðs Reykjavíkur, vélaverk-
fræðideildar VFÍ og starfaði í
Gæðastjórnunarfélaginu og
fagráði Staðlaráðs. Stundaði
leikfimi, skíði og fótbolta allt
sitt líf ásamt því að ferðast vítt
og breytt um landið. Eitt af
helstu áhugamálum Péturs var
ljósmyndum og eftir hann ligg-
ur einstakt safn ljósmynda.
Hann hafði mikinn áhuga á
skógrækt og ræktaði upp fal-
legan skóg við sumarhús fjöl-
skyldunnar í Grímsnesi.
Pétur verður jarðsunginn
frá Neskirkju í dag, 22. októ-
ber 2015, klukkan 13.
son, f. 4.10. 1972,
3) Heiðrún Maack
læknir, f. 27.4.
1982, kvænt Jón-
asi Albert Þórð-
arsyni, f. 5.8.
1982, þau eiga
þrjú börn; Bergr-
únu Lilju, f. 2009,
Pétur Geir, f.
2011, og Júlíönu,
f. 2015.
Pétur ólst upp í
Vesturbænum. Hann lauk prófi
frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar 1961 og stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1965. Pétur lauk fyrri-
hlutaprófi í vélaverkfræði frá
Háskóla Íslands 1968,
meistaraprófi í vélaverkfræði
frá Danmarks Tekniske Høj-
skole í Danmörku og dokt-
orsprófi í rekstarverkfræði ár-
ið 1975. Hann var dósent við
Háskóla Íslands á árunum
1975-86 og sinnti prófess-
orsstöðu við sama skóla til
1997.
Pétur tók í framhaldinu við
starfi framkvæmdastjóra flug-
öryggissviðs hjá Flug-
málastjórn Íslands og starfaði
þar í um áratug, til ársins
2007. Síðustu ár starfsævi
sinnar gegndi hann embætti
Það koma upp augnablik í líf-
inu þegar maður fær hugboð
sem ekki er hægt að útskýra.
Haustið 2014 fann ég sterkt fyrir
einu slíku þar sem ég var stödd á
Íslandi að taka myndir úti á
landi. Þá sýndi pabbi mér það
verkefni sem hann var að vinna í,
að skanna og flokka allar þær
þúsundir slides-mynda sem hann
hefur tekið í gegnum tíðina. Þeg-
ar ég kom aftur út til Mílanó var
eitthvert afl sem togaði það fast í
mig að ég komst heldur ekki út
úr myndunum hans pabba. Ég
tók skyndiákvörðun um að koma
aftur heim og vera nær pabba
þennan vetur. Það kom svo í ljós
núna 14. október 2015 að þetta er
besta ákvörðun sem ég hef tekið
í lífinu.
Það er erfitt að lýsa pabba,
hann hafði svo margar hliðar,
hliðar sem hann sá stundum ekki
sjálfur og aðrar sem fáir fengu
að sjá. En allir sem þekkt hafa
pabba í gegnum tíðina þekkja
þann heilsteypta karakter sem
hann hafði að geyma. Fræðimað-
urinn með skarpa rökhugsun,
bráðgáfaður, fyndinn og
skemmtilegur. Hann hlustaði,
hann var góður við alla, gerði
engan greinarmun á fólki. Laus
við alla sýndarmennsku, mikill
íþróttamaður með endalausa
orku, kenndi mér aga og sýndi
mér að ég gæti staðið á eigin fót-
um og gert allt sem ég vildi.
Ég þekkti bara pabba minn.
Samband okkar verður ekki tí-
undað hér í fáum orðum, það er
ekki hægt, ég er hann og hann er
ég, þegar pabba var illt, var mér
illt, ég fann það, þó að ég væri
hinum megin við Atlantshafið.
Þegar hann var glaður var ég
glöð og þó að hann sé farinn er
hann ekki farinn, hann er í mér
og ég er heppin að hafa pabba
minn með mér alltaf hvert sem
ég fer og hvað sem ég geri.
Mér þótti vænt um að geta tal-
að við pabba um myndirnar hans
síðasta árið, þær eru svo miklu
meira en myndir, þær eru út-
hugsaðar, pabbi var með sinn
eigin stíl og lagði mikið upp úr
listrænu gildi þeirra.
Mig langaði að geta sýnt þess-
ar myndir og fer að setja þær inn
á samfélagsmiðla mína (#petur-
maack). Það kom fljótt í ljós að
myndirnar hans pabba voru mun
vinsælli en mínar og „lækin“
hafa aldrei verið fleiri.
Elsku pabbi minn, þú varst
alltaf ofboðslega hraustur,
hraustari en allir, lifðir heil-
brigðu lífi.
Því fannst þér og okkur öllum
sem standa þér næst einstaklega
ósanngjarnt þegar þú greindist
með krabbamein fyrir tæpum
sex árum. En eitt stærsta afrek
þitt sem kemur ekki fram í
glæstri ferilskrá þinni er að þú
skapaðir tíma, með reglusemi,
heilbrigðum líkama og þraut-
seigju.
Það er erfitt að horfa upp á
þann sem manni þykir mest
vænt um verða veikur en ég er
svo óendanlega stolt af því
hvernig þú og mamma unnuð
með þau spil sem ykkur voru
gefin. Ég og mamma sátum með
þér síðustu dagana uppi á spítala
og leiddum þig í Skógarsel,
uppáhaldsstaðinn þinn, létum þig
vita að pabbi þinn væri að bíða
eftir þér, þá brostir þú og sagðir
bless. Ég sakna þín svo mikið en
ég get ekki verið reið, þú áttir
svo fallega, viðburðaríka og
ósnerta ævi. Ég vildi að ég gæti
talað við þig aðeins lengur, hald-
ið aðeins lengur í höndina á þér
en ég finn þig inni í mér og þann-
ig ferð þú aldrei frá mér.
Þín dóttir,
Andrea P. Maack.
Meira: mbl.is/minningar
Pabbi minn, þú ert hetjan mín.
Stærsta fyrirmynd mín í svo ótal
mörgu. Minningarnar um þig eru
svo margar að ég veit ekki hvar
ég á að byrja. Hreyfing og heil-
brigður lífsstíll er nokkuð sem
við höfum alltaf átt sameiginlegt.
Við fórum saman í fjölda hjólat-
úra út um alla Reykjavík þegar
ég var lítil og toppurinn var klár-
lega hjólaferðirnar okkar tvær
austur fyrir fjall í sumarbústað-
inn okkar, Skógarsel, þar sem
okkur leið alltaf svo vel saman.
Síðar snerust svo hlutverk okkar
við þegar ég dró þig með mér í
hjólatúra um núverandi
heimabæ minn Uppsali síðustu
ár. Ég var líka í mörg ár GPS-
tækið þitt þegar þú fórst út að
hlaupa, hjólaði með þér og mældi
vegalengdina með hraðamælin-
um á hjólinu mínu og skrifaði
samviskusamlega niður alla tíma
hjá þér á kílómetra fresti og
fannst það mikill heiður. Stund-
irnar sem við áttum saman í há-
deginu þegar ég var í Hagaskóla
gleymast aldrei. Við borðuðum
saman hádegismat, bara ég og
þú, og spiluðum síðan alltaf þrjú
rommý og héldum stigatöflu yfir
árangurinn.
Þú hvattir mig alltaf áfram og
studdir mig í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur og ég held að þú
hafir nánast ekki misst af einu
sundi hjá mér á öllum sundmót-
unum í gegnum tíðina.
Ég gat alltaf stólað á að sjá
þig meðal áhorfenda að hvetja
mig áfram og ég vissi að ég fengi
alltaf stuðning, sama hvernig
gekk eftir á. Í huga mínum er
einnig ómetanlegt að börnin mín
fengu að kynnast þér og mynda
sínar eigin minningar um þig.
Sérstök gleðistund var þegar sú
yngsta fékk að sitja í fanginu
þínu í haust og þú fékkst að njóta
samvista við hana, þó að sá tími
væri allt of stuttur.
Ég er svo þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman og
mun gera mitt besta til að gera
þig stoltan af mér og barnabörn-
um þínum í framtíðinni. Við
munum hugsa vel um hvert ann-
að, eins og þú sagðir mér að
gera.
Heiðrún P. Maack.
Kæri vinur, það voru forrétt-
indi mín að fá að kynnast þér og
vinna lengi með þér og eiga þig
sem vin. Við hittumst fyrst í
verkfræðinámi í Háskóla Íslands
á árunum 1967-68. Leiðir okkar
lágu svo saman lengi, gengum
verkfræðinámið í Kaupmanna-
höfn, framhaldsnám þar, og sam-
kennarar í Verkfræðideild HÍ
áratugum saman.
Samvistir okkar og fjöl-
skyldna okkar spönnuðu líka
marga áratugi. Óteljandi ferða-
lög, sumarbústaðaferðir og ann-
að skemmtilegt. Nábýlið í
Præstögade á Österbro í Köben
skilur eftir sig sérlega hlýjar
minningar. Börnin okkar voru
samferða í gengum skólanám og
urðu góðir vinir.
Svo var það fótboltinn. Þú
tókst hann mjög alvarlega, enda
sannur keppnismaður. Varst
lykilmaður í knattspyrnuliði
námsmanna í Kaupmannahöfn
og stóðst fyrir innanhússfótbolta
í KR-heimilinu í 35 ár samfellt.
Það eru margir þakklátir fyrir
það.
Maður kynnist skapgerð ann-
arra e.t.v. best í íþróttum. Þú
varst eins og ég sagði mikill
keppnismaður. Samt sá maður
aldrei illindi eða ósanngirni í fari
þínu. Mér fannst þú reyndar
stundum dálítið kröfuharður í
garð landsliða okkar. En þú
gerðir aldrei meiri kröfur til ann-
arra en sjálfs þín.
Öll framkoma þín einkenndist
af jafnaðargeði og hógværð en
um leið festu. Og trygglyndi,
heilindum og heiðarleika áttirðu
nóg af. Þú gafst aldrei upp, sem
sýndi sig vel í veikindum þínum.
Genginn er góður drengur.
Blessuð sé minning hans.
Elsku Sóley og dætur, við
Anna og Hildur og Hlynur hugs-
um til ykkar allra.
Páll Jensson.
Ég átti því láni að fagna að
leiðir okkar Péturs lágu saman í
45 ár. Ég var þá kennari við
byggingaverkfræðideild Verk-
fræðiháskóla Danmerkur og
þegar ég kom til starfa voru
nokkrir íslendingar að þreyja
doktorsnám við vélaverkfræði-
deildina, einn hét Pétur Maack.
Menn voru kátir á þessum ár-
um og tóku lífinu létt þegar til-
efni gafst til. Það gat verið að
leika jólasvein fyrir börnin eða
heimsækja Nelluna og allt þar á
milli. Þetta var góður hópur sem
þarna var, menn tókust á við lífið
með gleði og námið með dugnaði,
og ótrúlega stór hluti endaði,
fljótlega eftir Kaupmannahöfn,
sem prófessorar við Verkfræði-
deild Háskóla Íslands.
Pétur var ákveðinn maður
sem tókst á við vandamálin af
sanngirni og festu. Fyrir utan
prófessorsstarfið vann hann mik-
ið að flugmálum, einkum hvað
varar öryggi og gæðamál, og tók
síðan við embætti flugmála-
stjóra.
En við í Menningarfélagi Há-
skóla Íslands minnumst Péturs
fyrst og fremst sem góðs vinar
og félaga sem aldrei brást þegar
á þurfti að halda. Menningar-
félagið gengur ekki fyrir pening-
um heldur verkefnum sem menn
taka að sér. Þar var Pétur
fremstur meðal jafningja.
Það var með hryggð í huga
sem við félagarnir fylgdumst
með baráttu Péturs við mikinn
dreka, erfiðan sjúkdóm og
lúmskan. En fyrir Pétur var
þetta bara verkefni, engar kvart-
anir eða undansláttur kom til
greina. Allaf traustur, upplits-
djarfur og æðrulaus, líka þegar
drekinn var búinn að ná yfir-
höndinni og öllum var ljóst í hvað
stefndi.
Við söknum vinar í stað.
Menningarfélagið sendir eigin-
konu hans Sóleyju Ingólfsdóttur,
börnum þeirra þremur og sex
barnabörnum og fjölskyldu hans
allri innilegustu samúðarkveðjur
og góðar framtíðaróskir.
Jónas Elíasson.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar við hófum nám í vélaverk-
fræði haustið 1977. Pétur var þá
tiltölulega nýkominn heim frá
doktorsnámi við Danmarks
Tekniske Höjskole. Pétur kenndi
okkur m.a. rekstrarfræði sem
var eins og „vin í eyðimörkinni“
innan um alla stærðfræðina og
eðlisfræðina sem verkfræðinem-
ar taka fyrstu árin í námi. Auk
rekstrarfræðinnar kenndi Pétur
mörg önnur námskeið í fjögurra
ára námi til verkfræðings eins og
það var skipulagt þá. Helst voru
það rekstur og stjórnun fyrir-
tækja og gæðastjórnun. Hann
var því meira í „mjúku fögunum“
eins og það var stundum kallað í
samanburði við burðarþolsfræði,
varmafræði og stýritækni og
kenndi okkur að sjá heildar-
myndina en ekki einblína á smá-
atriðin. Pétur gegndi stóru hlut-
verki í að skipuleggja og byggja
upp rekstrar- og stjórnunarhluta
námsins í vélaverkfræði, síðar
véla- og iðnaðarverkfræði. Hann
var góður kennari og náði vel til
nemenda og næsta víst er að
margur verkfræðineminn fékk
áhuga á fræðum hans eftir að
hafa setið námskeiðin.
Á þessum árum voru árgang-
ar í verkfræði oft fremur fá-
mennir, sem stuðlaði að nánu og
góðu sambandi á milli kennara
og nemenda deildarinnar. Að
öðrum ólöstuðum var Pétur þar
fremstur í flokki, velviljaður
nemendum og sýndi þeim áhuga.
Nemendur stóðu fyrir árlegum
kennarafagnaði sem í mörg ár
var haldinn heima hjá einhverj-
um kennaranna uns hópurinn
var orðinn það stór og fjörið það
mikið að enginn treysti sér leng-
ur til að leggja heimili sitt undir
fagnaðinn. Þá var kennarafagn-
aðurinn færður annað og hefur
verið þannig allar götur síðan.
Þarna urðu til margar ógleyman-
legar minningar, sem oft eru rifj-
aðar upp í góðra vina hópi.
Pétur og Páll Jensson voru
upphafsmenn að árlegri haust-
ferð kennara deildarinnar og
fjölskyldna þeirra í Brekkuskóg.
Þessar ferðir voru ákaflega
skemmtilegar og voru m.a. þátt-
ur í þeirri miklu samheldni sem
einkenndi kennarahópinn þann
tíma sem Pétur var við deildina.
Hann var mikill fjölskyldumaður
og það fór ekkert á milli mála
hversu stoltur hann var af Sól-
eyju og dætrum þeirra þremur
og stundum var lagt út af dæmi-
sögum í tímum hjá Pétri þar sem
fjölskyldan kom við sögu.
Pétur var heilsteyptur og
hreinskilinn maður og stutt í
mikinn og góðan húmor. Hann
talaði oft tæpitungulaust og fyrir
vikið gat stundum litið svo út að
hann væri hrjúfur en því fór víðs
fjarri.
Þegar Pétur hóf störf hjá
Flugmálastjórn árið 1997 átti
það að vera tímabundin ráðstöf-
un og við gerðum okkur alltaf
vonir um að hann kæmi til baka.
En okkur varð fljótlega ljóst að
nýja starfið átti ekki síður vel við
hann en akademían enda fór svo
að Pétur lauk starfsferli sínum
hjá Flugmálastjórn, þar á meðal
sem flugmálastjóri.
Þótt skiptunum fækkaði eðli-
lega sem við hittumst átti við
Pétur eins og um góða vini að
ekki þarf að hittast mjög oft til
að varðveita góðan vinskap því
hann er löngu kominn til að
vera.
Við sendum Sóleyju, Valgerði,
Andreu og Heiðrúnu og fjöl-
skyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Minningin
um góðan samstarfsfélaga og vin
lifir.
Guðmundur, Dóra,
Sigurður og Kristín.
Pétur K. Maack, fyrrverandi
flugmálastjóri og prófessor, er
fallinn frá fyrir aldur fram. Við
sem störfuðum með Pétri mátum
hann mikils bæði sem einstak-
ling, yfirmann og félaga. Hann
veigraði sér ekki við áskoranir
og lagði sig fram um að leiðbeina
á jafningjagrunni en um leið
gerði hann miklar kröfur um ár-
angur. Hann var fastur fyrir en
tilbúinn að skipta um skoðun
stæðu rök til þess. Sem skóla-
maður hafði hann gott lag á að
vinna með ungu fólki. Stundum
laðaði hann fram nýjar hug-
myndir með ákveðnum grallara-
skap en ævinlega var honum um-
hugað um að skapa
starfsmönnum sínum áhugaverð
og krefjandi verkefni.
Áður en hann kom að flug-
málum átti hann farsælan feril
sem prófessor í véla- og iðnaðar-
verkfræði við Háskóla Íslands.
Hann var virtur fræðimaður,
bæði hérlendis og erlendis. Sér-
svið hans var rekstrarverkfræði,
en Pétur var einn af þeim sem
efldu verkfræðikennslu á Íslandi
verulega og varð hann síðar
frumkvöðull í kennslu í gæða-
stjórnun hér á landi.
Þau okkar sem kynntust Pétri
í háskólanum muna vel eftir því
að áhugasvið hans var oft kallað
„Pétursfræði“, svo umhugað var
honum um fræðin og kennsluna.
Feril sinn í fluginu hóf hann
sem framkvæmdastjóri flug-
öryggissviðs Flugmálastjórnar
og varð síðar flugmálastjóri.
Hann var kappsamur um að hlúa
að íslenskum flugmálum á breyt-
ingartímum og hafði ávallt ör-
yggi að leiðarljósi. Honum var
jafnframt umhugað um að sýna
ráðamönnum og öðrum fram á
mikilvægi flugs sem atvinnu-
greinar á Íslandi. Það var gef-
andi að vinna með Pétri, hann
kunni að byggja upp.
Kannski var það vegna þess
hve áhugasamur hann var um
ræktun og á fáum stöðum undi
hann sér betur en í sumarbústaði
fjölskyldunnar við Álftavatn.
Þessi ræktarsemi skilaði sér
inn í Flugmálastjórn og hann
náði að byggja upp afar samheld-
an hóp sem vildi gera vel. Hann
átti það til að ýta okkur út að
brúninni, hugsa út fyrir boxið, og
stundum var eins og við værum í
munnlegu prófi en þá var hann
líklega að kanna hvort rök-
semdafærsla okkar væri skot-
held.
Pétur var húmoristi og tók
sjálfan sig ekki of alvarlega en
var líka fljótur að skipta um gír
þegar erfið og krefjandi við-
fangsefni kölluðu á einbeitni og
staðfestu. Hann nýtti tímann vel,
var afar vinnusamur en naut frí-
stundanna þeim mun betur fyrir
vikið. Pétur var líka duglegur
ferða- og útivistarmaður og naut
sín vel á tveimur jafnfljótum eða
reiðhjóli. Þrek hans var með af-
brigðum og eftir að hann veiktist
fyrir nokkrum árum bjó hann að
því í þeirri baráttu sem fram
undan var.
Pétur var maður af þeirri gerð
sem gerir lífið skemmtilegra,
hann smitaði frá sér krafti og
glettni. Góður og gegnheill mað-
ur er kvaddur með alúðarþökk
fyrir farsæla samfylgd en minn-
ingin mun lifa áfram. Við send-
um fjölskyldu hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd fyrrverandi sam-
starfsmanna hjá Flugmálastjórn
Íslands,
Halla Sigrún Sigurðardóttir.
Pétur K. Maack starfaði hjá
Flugmálastjórn Íslands árin
1997–2013, fyrst í tæpan áratug
sem framkvæmdastjóri flugör-
yggissviðs og síðan í sex og hálft
ár sem flugmálastjóri. Við stofn-
un Samgöngustofu 1. júlí 2013 lét
hann af því starfi, er flugmál
runnu inn í þá stofnun ásamt
málefnum siglinga og umferðar.
Störf Péturs að öryggis- og
gæðamálum flugsins voru mikils-
verð. Um hann blésu ætíð ferskir
vindar, nálgun hans á viðfangs-
efnin var óhefðbundin og um-
fram allt til þess fallin að opna
nýja sýn og bæta um betur. Bak-
grunnur hans úr gæðastjórnun,
rekstarfögum og framleiðslu-
kerfum iðnaðar, sem hann lagði
einkum stund á í háskólaum-
hverfinu, nýttist vel við störf
hans að flugmálum. Hann átti
einstaklega auðvelt með að laða
fram frumkvæði starfsfólks og
samstarfsvilja tengdra fagaðila.
Í aðdraganda að stofnun Sam-
göngustofu gegndi Pétur lykil-
hlutverki við að skilgreina
grunnstarfsemi stofnunarinnar,
tók virkan þátt í sameiningar-
ferlinu og fyrsta skipurit hennar
var að miklu leyti hans verk.
Hann var vakinn og sofinn yfir
velferð þeirra verkefna sem þar
eru unnin og fús til ráðgjafar um
hvaðeina sem betur mátti fara.
Persónulega var hann var mér
ómetanlegur í mínum fyrstu
skrefum sem forstjóri Sam-
göngustofu er ég tók við því
starfi og var einstaklega opinn,
hreinskilinn og lausnamiðaður í
nálgun sinni.
Pétri kynntist ég fyrst fyrir
tæpum 40 árum sem kennara
mínum í vélaverkfræði við Há-
skóla Íslands. Hann var þar að-
eins um tíu árum eldri en við
nemendurnir en hafði mikil áhrif
á okkur og beindi okkur ávallt
inn á brautir þess ókannaða og í
jaðar þess þægindaramma sem
um okkur var.
Hvatning hans var mikil til að
við beindum sjónum okkar að
nýjum verkefnum, t.d. að gæða-
málum í fiskiðnaði og ýmsum
framleiðslugreinum sem fram að
því höfðu ekki beinlínis verið á
borði verkfræðinga. Allt var
þetta gert með þeirri lipurð og
gleði í sinni sem honum var svo
Pétur K. Maack