Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 72

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 mikið fram til samfélagsins með störfum sínum á langri starfs- ævi. Hann var líka mikils metinn í hópi félaga sinna í íþróttum og fjölmörgum öðrum áhugamálum. Hans verður sárt saknað. Við Anna vottum Sóleyju og fjölskyldu Péturs innilega samúð okkar. Þorgeir Pálsson. Vinur okkar til meira en fimm áratuga er fallinn frá langt um aldur fram eftir erfið veikindi. Við þrír nýstúdentar hófum samtímis nám við verkfræðideild Háskóla Íslands í vélaverkfræði haustið 1965 og lukum fyrrahluta námi vorið 1968. Þá héldum við utan til náms við DTH í Kaup- mannahöfn á miklum umbrota- tímum í Evrópu og lukum námi þar í byrjun áttunda áratugarins. Við höfum haldið hópinn allt frá upphafi námsins og áttum margar ánægjulegar stundir saman. Þær voru margar saltfisk- veislurnar sem Bárður og Pétur fóru til Jóns og Grétu á þessum Kaupmannahafnarárum okkar og þátttaka okkar var mikil í fé- lagslífi íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn á þessum árum. Pétur og Bárður bjuggu á sama stúdentagarðinum lengst af og voru því samskiptin tölu- verð, þannig að Jón talaði stund- um um piparsveinana Pétur og Bárð sem þið „hjónin“ Pétur og Bárður. Pétur og Bárður fóru ásamt fleirum í tvær ógleymanlegar tjaldferðir um Evrópu á þessum árum, sem oft voru rifjaðar upp á góðum stundum. Einnig áttum við gamlar vespur, sem voru góð- ir farkostir á þessum árum í Danmörku, að ógleymdri gamalli VW Bjöllu (Geirfuglinum), sem við áttum ásamt fleiri stúdent- um. Pétur var vitaskuld pottur- inn og pannan í öllu utanumhaldi á rekstri bílsins. Vorið 1971 kom ung og mynd- arleg stúlka að nafni Sóley út til Péturs og hefur verið lífsföru- nautur hans síðan. Eftir að Bárður og Jón luku sínum prófum og fluttu til Ís- lands hélt Pétur áfram í fram- haldsnámi í Kaupmannahöfn. Eftir þetta tvístraðist hópur- inn í nokkur ár milli Danmörku, Noregs og Íslands og síðar milli Íslands og Bandaríkjanna en alltaf var reynt að hittast þegar aðstæður leyfðu. Síðustu áratugina höfum við t.d. haldið reglulega „aðalfundi“ síðsumars, til skiptis hjá okkur þremur. Því miður komust Pétur og Sóley ekki á síðasta fund okk- ar í ágúst síðastliðnum og var þeirra sárt saknað. Við félagarnir hittumst síðan í síðasta skipti fyrir nokkrum dög- um heima hjá Pétri og Sóleyju, en þá var mjög dregið af vini okkar. Það er margs að minnast á löngum ferli, Pétur hefur reynst traustur og skemmtilegur vinur öll þessi ár. Að endingu viljum við þakka Pétri kærlega fyrir samfylgdina og vottum Sóleyju okkar og börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Bárður og Edda, Jón Svavar og Margrét. Í dag er verið að kveðja góðan vin og fyrrverandi yfirmann minn, Pétur K. Maack. Betri yfirmann hef ég ekki átt fyrr né síðar. Fræðimaður, hvetjandi, já- kvæður, samkvæmur sjálfum sér, ákveðinn og með mjög þægi- lega nærveru. Maður sem var auðvelt að horfa upp til og hól frá honum gerði daginn betri. Ég er flugmaður að mennt en hef oft hugsað að ef ég hefði kynnst Pétri fyrr væri ég örugg- lega einnig verkfræðingur. Í dag vinn ég að gæðamálum og flug- öryggismálum en er ekki að fljúga og má þakka Pétri fyrir þá stefnubreytingu sem ég gerði fyrir um það bil 10 árum og hef ekki enn séð eftir. Við Pétur vorum kannski ekki alltaf sammála en umræðan var þó alltaf skemmtileg og fræð- andi. Einn af erfiðustu dögunum í vinnu hjá Pétri var dagurinn þegar hann tilkynnti að hann væri orðinn veikur. Maður gat þó treyst því að krabbameinið þyrfti að hafa fyrir því að vinna hann, því ekki var hann að fara að gefast upp án baráttu. Mér þykir það leiðinlegt að vera ekki í dag í Neskirkju að kveðja þennan kraftmikla mann en því miður er ég stödd erlendis og á stað sem hann heimsótti ansi oft vegna vinnu, Hoofddorp í Hollandi. Sóleyju og dætrum sendi ég samúðarkveðju og þakka um leið Pétri fyrir ánægjulega samfylgd. Margrét Hrefna Péturs- dóttir. Í dag er til moldar borinn Pétur K. Maack, fyrrum prófess- or og flugmálastjóri Íslands. Pét- ur bjó yfir yfirgripsmikilli þekk- ingu og áratuga reynslu af skólamálum, flugmálum og al- þjóðlegu samstarfi, enda starf hans við yfirstjórn, samræmingu og eftirlit með rekstri flugörygg- ismála ábyrgðarsamt og vel af hendi leyst. Pétur var einn þeirra manna sem mörkuðu lífshlaup mitt með leiðsögn og góðum ráðum er ég leitaði til hans í Háskóla Íslands við val á náms- og starfsvett- vangi. Leiðir okkar lágu aftur saman að liðnum tveimur áratugum þegar hann var yfirmaður flug- öryggismála hjá Flugmálastjórn Íslands. Erindi mitt var þá á vegum Sameinuðu þjóðanna og laut að stofnun flugmálastjórnar Kosovo og að tryggja að rekstur Pristina-flugvallar færi fram í samræmi við alþjóðlegar skuld- bindingar sem íslensk flugmála- yfirvöld tóku að sér. Enn var Pétur reiðubúinn að aðstoða og reyndist ráðagóður sem fyrr. Studdu hann og samstarfsmenn hans hjá Flugmálastjórn vel við bakið á okkur og starfsemi Sam- einuðu þjóðanna í Kosovo. Er alls óvíst hvernig farið hefði ef þess stuðnings hefði ekki notið við um fimm ára skeið. Pétur gegndi lykilhlutverki við framkvæmd áforma stjórn- valda um aðskilnað reksturs flugvalla og flugleiðsöguþjónustu Flugmálastjórnar og eftirlits- hlutverks stofnunarinnar árið 2006 sem leiddi til stofnunar opinbera hlutafélagsins Flug- stoða. Eftir heimkomu mína frá Kos- ovo árið 2008 vann ég með sam- starfsfólki mínu að stofnun Keflavíkurflugvallar ohf. og tveimur árum síðar sameiningu félags og Flugstoða í Isavia ohf. Sem endranær var gott að leita í smiðju Péturs flugmálastjóra og samstarfsmanna hans. Stuðningur og leiðsögn þeirra skipti sköpun í að viðkvæmur rekstur flugvalla landsins og um- svifamikillar flugleiðsöguþjón- ustu félagsins stæðist strangar lögbundnar öryggisvottanir sem starfsemin grundvallast á. Pétur var fluggáfaður, skemmtilegur, og hjálpsamur maður. Hann sagði hlutina hreint út og lagði ávallt eitthvað áhugavert til málanna. Ég mun sakna Péturs og hefði viljað hafa hann miklu lengur meðal okkar. Færi ég eiginkonu hans og fjölskyldu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Pétur K. Maack Þegar leið að kveðjustund reikaði hugurinn að dýr- mætum minningum og ég fann hjá mér mikið þakklæti fyrir yndislega samferð með mömmu minni í líf- inu. Ég er innilega þakklát fyrir þær ótal góðu stundir sem ég átti með henni og það góða veganesti sem hún gaf mér. Hún var ein- stök manneskja, mikill eldhugi og sterkur persónuleiki, kát og hlý og hafði þann skemmtilega eig- inleika að geta hrifið aðra með sér. Alltaf var stutt í hláturinn og fór sjaldan á milli mála hvort mamma væri stödd í grenndinni. Í kjölfar andláts hennar höfum við fjölskyldan tekið á móti fjöl- mörgum gestum og þegar við rifj- um upp saman minningar um hana hefur verið hlegið mun meira en grátið. Það er afar ljúft að hugsa til þess að minningar um þessa góðu konu veki svo góð- ar tilfinningar og væntumþykju hjá svo mörgum. Mamma bjó yfir ríkri réttlæt- iskennd og kærleika og kenndi mér að gleyma ekki mínum minnsta bróður. Hún hafði svo margt að gefa, ást hennar og um- hyggja var skilyrðislaus og átti ég í henni svo mikið og sterkt bakland, sama hvað bjátaði á. Hún var alltaf svo stolt af okkur systkinunum og studdi ávallt við bakið á okkur í þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Henni var falið það erfiða verkefni að glíma við langvinnan sjúkdóm og dáðist ég að styrk hennar og æðruleysi í þeirri bar- áttu. Hún ætlaði sér að sigrast á honum en því miður fór það svo að við verðum að kveðja hana allt- of fljótt og er það afskaplega sárt. Ég enda þessa kveðju með Sigríður Gröndal ✝ Sigríður Grön-dal fæddist 9. febrúar 1956. Hún lést 7. október 2015. Útför Sigríðar var gerð 16. október 2015. sálminum sem Kammerkórinn Ópus 12 söng fyrir hana í sumar og henni þótti mjög vænt um að heyra: Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Írsk bæn, þýð. Bjarni Stefán Konráðsson). Þakka þér svo innilega fyrir að vera leiðarljósið í mínu lífi, elsku mamma mín – þú varst bjartur logi sem skein svo skært og mun ávallt lifa í huga mínum og hjarta. Þín dóttir, Kristín Halla. Það er gæfa mín að kynnast Siggu – og minn heiður að til- heyra fjölskyldu hennar; að hafa átt hana að sem tengdamóður. Frá upphafi tókust með okkur sérstök kynni enda hugðarefni af svipuðum meiði. Það kom mér vel enda komst ég upp með ýmislegt hjá frú Gröndal, sem hún leið annars ekki öðrum fjölskyldu- meðlimum og sá um að ordnung væri á sínu heimili og í sínu um- hverfi. Tengdasonarsyndrómið! Hún var einstök blanda af aga og ævintýri. Á einn bóginn vildi hún hafa allt á hreinu; röð, reglu og rútínu – en á annan var hún þessi ótrúlega persóna sem hafði reynt svo margt áhugavert um ævina, hafði djúpan skilning á list sinni og flæði sem maður getur ekki ímyndað sér að þrífist innan um nokkurskonar reglur og ramma. Vildi hafa vaðið fyrir neðan sig – en hringdi að sama skapi til að til- kynna að það væri búið að kaupa flugmiða til London. Algjörar andstæður í einni og sömu mann- eskjunni, án öfga þó. Og margt var það, sannarlega, sem hún reyndi um ævina. Hæst ber, vita- skuld, söng hennar og þó sýta megi að hans hafi ekki notið við í meiri mæli þakka ég frekar að hafa fengið að njóta hans á annað borð. Það lýsir Siggu kannski líka ágætlega. Spor hennar voru ekki eins mörg og þau hefðu átt að vera, en djúp voru þau. Síðast- liðnir dagar hafa frekar dregið fram hvernig hún markaði um- hverfi sitt. Fjöldinn allur af vin- um, samstarfsfólki og kunningj- um úr ýmsum áttum hefur vottað henni virðingu sína og ber hvert og eitt sömu söguna. Sigga hafði að geyma einstaka manneskju sem lét enga ósnortna. Ljósið, stuðningssamtökin sem hún sótti styrk í meðan á veikindum henn- ar stóð, hefur í minningarkortum sínum gert orð úr einu minning- arkvæða Jóhannesar úr Kötlum að sínum – orð sem mér finnst eiga svo vel við: Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Takk, elsku Sigga, fyrir allt sem þú hefur gefið mér, fyrir að umbera óknytti mína (svara jafn- vel í sömu mynt!) og fyrir að elska mig. Þú verður mér ljós um alla ævi. Friðþjófur (Fiffi). Það er skrýtin tilfinning að skrifa minningarorð um elstu systur okkar Sigríði Gröndal eða Siggu systur eins og hún var köll- uð alltaf af okkur systkinunum. Okkur finnst að hennar tími hafa verið naumt skammtaður, en þó var hann svo mikill og innihalds- ríkur. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar, en upp úr stendur minningin um sterka konu, stóru systur sem var í senn ákveðin og einbeitt í öllum verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur en um leið konu sem gat fölskvalaust tekið fast utan um okkur og kreist ef við áttum erfitt eða slett öllu upp í grín og hlegið manna hæst og skrallað mest ef þannig stóð á. Gleði hennar og hláturmildi smitaði út frá sér og var svo skær og tindrandi. Þegar „Glúntravinafélagið“, þegar við öll systkinin komum saman á góðri stund eða þegar við syst- urnar hittumst, „Glúntrasystur“, þá var hún potturinn og pannan í gleðskapnum og mikið hlegið. Sigga var líka mjög fáguð og vandvirk í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, það gildir einu hvert verkefnið var. Hún skilaði öllu frá sér 150% og vel það. Þau erfiðu veikindi sem hún glímdi við voru eitt af þessum verkefnum, en eina verkefnið sem að lokum bar hana ofurliði. Hún barðist eins og hetja. Stutt var í hlátur- inn og húmorinn, þó hún væri orðin mjög veikburða. Þessi fátæklegu orð frá okkur systkinunum ná aldrei að lýsa hversu stór manneskja hún var, hversu dýrmæt hún var okkur öllum, en þessar fallegu ljóðlínur gera það betur. Takk, elsku Sigga okkar, við kveðjumst um stund. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Blessuð sé minningin um okk- ar elskulegu systur sem kvaddi alltof fljótt. Kveðja frá systkinunum Kristrúnu, Sigurlaugu, Steinunni og Bjarna. Ástkær tengda- móðir mín, Lilja, hefur nú kvatt í hinsta sinn. Ein- hvern veginn finnst mér það ótrú- lega óraunverulegt og ósann- gjarnt að þessi magnaða kona hafi hlotið þessi örlög. Hún var í einu orði sagt frábær, ég veit eiginlega ekki hvernig ég get lýst henni á annan hátt. Ég kom inn í fjöl- skylduna fyrir um tíu árum og var ákveðinn kvíði fyrir því að hitta nýju tengdafjölskylduna. Við Kar- ólína keyrðum austur og mestalla leiðina var ég að reyna að útfæra það í huga mér hvernig ég gæti nú heillað nýju tengdaforeldrana sem mest. Um leið og ég steig inn í hús þeirra hjóna á Gilsbakkanum þá leið mér strax vel, allar áhyggjur voru óþarfar og greinilegt að engu máli skipti hvernig ég kom fyrir. Lilja og Einar tóku mér um leið eins og einum úr fjölskyldunni. Lilja tók ávallt öllum eins og þeir voru og var ekki að gera mikið veður út af hlutunum. Það var ein- hvern veginn aldrei neitt stress þegar maður var í heimsókn hjá henni, hvort sem það voru róleg- heit yfir sumarið eða í háannatíð Lilja Aðalsteinsdóttir ✝ Lilja Aðal-steinsdóttir fæddist 3. nóv- ember 1951. Hún lést 12. október 2015. Útför Lilju fór fram 19. október 2015. jólanna, alltaf tók hún á hlutunum á sinn einstaklega hæverska hátt. Elsku Lilja mín, þú varst yndisleg manneskja, einstak- ur persónuleiki og börnunum okkar varstu frábær amma. Eftir standa dýrmæt- ar minningar um margar yndislegar stundir sem við áttum saman, oftar en ekki í eld- húsinu þar sem ýmislegt var bras- að og prófað, brosað og hlegið, því húmorinn var aldrei langt undan. Ég á eftir að minnast þeirra stunda sem við áttum saman hér í Svíþjóð, það var alltaf gott að fá ykkur hjónin í heimsókn og hér var ýmislegt brallað. Maður gat einnig verið viss um að þú varst búin að taka til, þurrka af og senda Einar út í búð þegar maður kom heim úr vinnunni. Öll ferðalög okkar saman á Ís- landi eru eftirminnileg og á ég eftir að sakna þess mikið að geta ekki tekið í spil yfir hvítvínsglasi með þér. Það er svo ósanngjarnt að þú fáir ekki að njóta ævikvöldsins sem var að hefjast og þú fáir ekki að upplifa alla þína drauma. Þú áttir alltaf drauma og plön um það hvernig þú gætir notið lífsins og þess sem það býður upp á. En raunveruleikinn spyr oft ekki um sanngirni og ég held að þú hafir vitað það. Með þínu einstaka æðru- leysi tókstu á við veikindi þín og hélst áfram að lifa hvern dag til fullnustu og lifa í núinu sem mér finnst ótrúlega aðdáunarvert. Ósanngjarnast finnst mér þó að þú fáir ekki að fylgjast með barnabörnunum sem þú elskaðir svo mikið vaxa úr grasi. Ég veit hins vegar að þú munt ávallt fylgja þeim og leiðbeina á rétta braut. Mér þykir sárt að kveðja þig nú, Lilja mín, en ég þakka fyrir þann tíma sem maður fékk með þér. Við munum ávallt geyma þína minningu í hugum okkar og hjörtum. Þinn tengdasonur, Ásgeir. Okkur langar að kveðja góða vinkonu, Lilju Aðalsteinsdóttur, sem hefur verið okkar besta vin- kona frá því við kynntumst fyrir rúmum 40 árum. Æskuvinirnir Einar og Óli höfðu báðir byrjað að búa á sama ári og aðeins einn og hálfur mánuður á milli fæðinga elstu barna okkar. Lilja og Einar bjuggu fyrstu árin á höfuðborgarsvæðinu, á meðan þau luku námi, en fluttu síðan til Norðfjarðar þar sem eru æskuslóðir Lilju og þar bjuggu þau sér fallegt heimili sem var aldrei eins á milli heimsókna. Oft þegar komið var í heimsókn var annaðhvort verið að undirbúa breytingar með því að telja eig- inmanninum trú um nauðsyn þess að fara í framkvæmdir, eða búið að rífa niður veggi, breyta og búa til aukaherbergi eftir því sem börnunum fjölgaði, byggja sól- stofu, stækka veröndina, setja niður heitan pott og svo má lengi telja. Lilja var mikil fjölskyldukona, bar hag barna sinna og barna- barna fyrir brjósti og tók þátt í lífi þeirra af heilum hug. Þau hjónin voru gestrisin með eindæmum, alltaf nóg pláss til að taka á móti heilli fjölskyldu þó svo hún birtist óvænt. Það kom ósjald- an fyrir ef fjölskylda okkar lagði af stað í ferðalag og stefnan var tekin norður í land að ákveðið var að fyrst við værum komin á Akureyri munaði engu að fara hringinn og koma við á Norðfirði til að heim- sækja þau hjónin og aðra ættingja í leiðinni. Alltaf var okkur tekið opnum örmum hvort sem við vor- um ein á ferð, eða í fylgd með öðr- um, allir boðnir í mat og gistingu og ekki tekið í mál að tjalda, nóg væri plássið. Gaman var að vera með þeim í útilegum, þau hjónin voru með ein- dæmum fróð um landið okkar og búin að ferðast mikið um hálendið og þekktu flestar perlur landsins. Lífið er hverfult og þau hjónin fengu ekki langan tíma saman á nýja heimilinu, sem þau voru að flytja í í Mosfellsbænum, en þar höfðu þau Lilja og Einar með mik- illi útsjónarsemi innréttað og skipulagt litla íbúð í sambýli við son og tengdadóttur og börnin þeirra þrjú. Við skipulagningu á íbúðinni fengu hönnunarhæfileik- ar hennar að njóta sín, öll smáat- riði tekin með í reikninginn, pláss- ið nýtt til hins ýtrasta og útkoman glæsileg og yndislegt til þess að vita að hún hafi fengið að njóta þess að flytja á nýja heimilið þó tíminn hafi ekki verið langur sem hún fékk þar. Við kveðjum yndislega konu með þökk fyrir samfylgdina. Við sendum Einari og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Kristný Lóa og Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.