Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 77

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 77
irtækja BYKO. Þetta var því frá- bær starfsreynsla með viðskipta- fræðináminu við HÍ.“ Að loknu viðskiptafræðiprófi hóf Ragnar störf hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu Hjarna og starfaði þar í tvö ár en að loknu námi í Kanada var hann deildarstjóri hagdeildar og síðan deildarstjóri innanlands- deildar hjá Samskipum 1993-96. Hann var síðan fjármálastjóri Básafells á Ísafirði 1996-97, hóf síðan störf hjá Norðuráli 1997, var þar framkvæmdastjóri fjármála- sviðs fyrirtækisins og hefur verið forstjóri Norðuráls frá 2007. Ragnar hefur setið í stjórn hinna ýmsu fyrirtækja, sat um árabil í stjórn Viðskiptaráðs Íslands og var formaður Amerísk íslenska við- skiptaráðsins. Hann á sæti í stjórn Samáls, Samtaka iðnaðarins og Hibernia Networks á Írlandi. Ragnar er hvorki með hesta- né veiðidellu en hefur látið golfið duga þegar hann hefur átt frí frá vinnu sl. 12 ár. Hann er félagi í Golf- klúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Öndverðarness: „Þrjú elstu börnin okkar æfa líka golf í barna- og unglingastarfi GR auk þess sem fimleikar og knattspyrna eru á dagskrá. Það fer því drjúgur tími í að fara með börnunum á mót og aðra íþróttaviðburði. En þeim tíma er vel varið og ég hef virkilega gaman af að fylgjast með þessu uppbyggilega íþróttastarfi.“ Fjöl- skyldan hefur oftar en ekki haldið jól á erlendri grundu, oftast í Flór- ída: „Það styttir skammdegið að komast í sól og golf yfir vetrartím- ann. Krakkarnir hafa vanist þessu og nú síðast fóru bæði mamma og pabbi og systir mín með.“ Fjölskylda Eiginkona Ragnars er Íris Halla Nordquist, f. 9.10. 1969, viðskipta- fræðingur og skrifstofustjóri hjá Fjeldsted og Blöndal lögmanns- stofu. Foreldrar hennar: Jón Nor- dquist, f. 1950, d. 2008, verkstjóri í Kópavogi, og Pálína Friðgeirs- dóttir, f. 1951, bankastarfsmaður í Kópavogi. Börn Ragnars og Írisar Höllu eru Patrekur N. Ragnarsson, f. 17.7. 1998, nemi við VÍ; Andrea N. Ragnarsdóttir, f. 31.7. 2000, nemi við Kársnesskóla; Karen N. Ragn- arsdóttir, f. 3.3. 2004, nemi við Kársnesskóla, og Kristófer N. Ragnarsson, f. 11.11. 2010. Systkini Ragnars eru Unnur Ása Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1970, starfsmaður hjá Ási, og Örn Guð- mundsson, f. 1.12. 1972, viðskipta- fræðingur og fjármálastjóri Mann- vits, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Ragnars eru Guð- mundur Ragnarsson, f. 14.8. 1946, viðskiptafræðingur og fyrrv. fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Dúfa Sylvía Einarsdóttir, f. 13.7. 1946, tónlistarkennari í Reykjavík. Úr frændgarði Ragnars Guðmundssonar Ragnar Guðmundsson Þuríður Magnúsdóttir húsfr. á Eyrarbakka og í Rvík Haraldur Guðmundsson bankam. á Eyrarbakka og í Rvík Unnur D. Haraldsdóttir bankastarfsm. í Kópavogi Einar Sturluson söngkennari í Rvík Dúfa Sylvía Einarsdóttir tónlistarkennari í Rvík Sigríður Einarsdóttir b. í Fljótshólum Sturla Jónsson b. í Fljótshólum í Árnessýslu Örn Guðmundsson viðskiptafr. og fjármálastj. Mannvits Unnur Ása Guðmundsdóttir starfsm. hjá Ási Ragnar Ragnarsson offset- prentari í Vestmannaeyjum Anna Sigríður Einarsdóttir fyrrv. forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar Hörn Hrafns- dóttir verkfr. og söngkona Sturla Einarsson húsasmíðam. í Rvík Kristín Sturludóttir húsfr. í Rvík Þormóður Sturluson b. á Fljótshólum Ingveldur Einars- dóttir húsfr. í Kaldárholti Gestur Einarsson b. á Hæli í Gnúpverjahreppi Benedikt Sveinsson hrl. Ingimundur Sveinsson arkitekt Einar Sveinsson, fyrrv. forstjóri Sjóvár Atli Sturluson viðskiptafr. hjá Kópavogsbæ Hafsteinn Gunnarsson rafeindavirki hjá Norðuráli Sturla Þormóðsson b. á Fljótshólum Helga Ingimundard. húsfr. í Rvík Steinþór Gestsson b. og alþm. á Hæli Gestur Steinþórsson skattstjóri Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og form. Sjálfstæðisflokksins Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur Árni Gunnar Ragnarsson þróunarstjóri Óðinn Software Margrét Gísladóttir húsfr. í Ólafsvík og í Rvík Bjarni Ólafsson sjóm. í Ólafsvík og í Rvík Katrín Ingibjörg Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Ragnar Þ. Guðmundsson prentari og forstj. í Rvík Guðmundur Ragnarsson viðskiptafr. og framkvæmdastj. í Rvík Ingunn Sigríður Tómasdóttir Klog húsfr. í Rvík Guðmundur H. Þorláksson húsasmíðam. og skrifstofustj. í Rvík Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets Þorsteinn S. Ásmundsson fram- kvæmdastj. Borgarleikhússins Margrét Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík ÍSLENDINGAR 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Ólafía Jóhannsdóttir fæddist áMosfelli í Mosfellssveit 22.10.1863. Foreldrar hennar voru Jóhann Benediktsson, prestur síðast og lengst af á Kálfafellsstað, og k.h. Ragnheiður Sveinsdóttir, systir Bene- dikts alþingsmanns og sýslumanns, föður Einars skálds. Ólafía ólst að mestu upp hjá móð- ursystur sinni Þorbjörgu Sveins- dóttur, ljósmóður við Skólavörðustíg- inn í Reykjavík, þjóðkunnum kven- skörungi og kvenréttindakonu. Ólafía var við nám í Reykjavíkur- skóla, fór til náms í Askov í Danmörku 1892, var í Noregi í nokkra mánuði 1894, kynntist þar starfi Hvítabands- ins og hélt fyrirlestra. Hún tók þátt í stofnun Hins íslenska kvenfélags, var formaður Hvítabandsdeildar þess frá stofnun 1895, fór bindindisleiðangra, m.a. um Norður-Ameríku 1897-98 og Bretlands í eitt sumar. Hún fór svo aftur til Noregs og stóð þar fyrir samkomum. Ólafía var ritstjóri Æsk- unnar 1899. Hún varð fyrir áhrifaríkri trúarreynslu, seldi eigur sínar og helgaði líf sitt vændiskonum, of- drykkjumönnum, fátækum og sjúk- um. Hún stofnaði hjálparsamtök og heimili fyrir vændiskonur og starfaði við þau, lengst af í Osló frá 1909, varð forstöðukona nýs kvennahælis þar 1912, lét af því starfi 1915 vegna heilsubrests en starfaði ötullega áfram við hjálparstarfið og hélt víða fyrirlestra í fjáröflunarskyni. Ólafía sendi frá sér bækurnar Dag- legt ljós, 1908, De Ulykkeligste (Aumastar allra), 1916 og 1921, og Frá myrkri til ljóss, 1925. Aumastar allra vakti athygli í Noregi og örvaði fjársöfnun fyrir hjálparstarfið. Ólafía var lágvaxin, fíngerð og rauðbirkin, skaprík, stórvel gefin og bjó yfir hrífandi mælskulist. Hjálp- arstarf hennar og fábrotið líferni sem helst minnti á helga menn fyrri tíma, gerði hana þjóðþekkta í Noregi. Í Osló er gata kennd við hana og bauta- steinn með andlitsmynd hennar var reistur þar í borg árið 1930. Árið 2006 kom út sérlega vönduð ævisaga Ólafíu, eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Ólafía lést 21.6. 1924. Merkir Íslendingar Ólafía Jóhannesdóttir 95 ára Þórunn Vilmundsdóttir 90 ára Hrafnhildur Einarsdóttir 85 ára Guðríður Árnadóttir Gunnar Dúi Júlíusson Júlíana Tyrfingsdóttir Kristbjörg Gunnarsdóttir Sigríður Björnsdóttir Þorsteinn Pétursson 80 ára Björg Sigríður Lúthersdóttir Pétur Ólafsson Sigríður Antoníusdóttir 75 ára Birgir Björnsson Hilda G. Guðmundsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Bjartmars Ingibjörg Valdimarsdóttir 70 ára Guðbjörg Baldursdóttir Guðmundur Þ. Gíslason Heimir Bessason Jón A. Ágústsson Ólína Arnbjörg Helgadóttir Stefanía Magnúsdóttir Þorsteinn Sigurðsson 60 ára Guðrún Sveinbjörnsdóttir Haukur Ingi Hauksson Hörður Hákonarson Ólafur Gunnar Ívarsson Sigurður Kristmann Sigurðsson Sigurmon Þórðarson Vilborg Kristjánsdóttir Þórður Sigurbjörn Magnússon 50 ára Bjarni Ingi Steinarsson Fríður Magnúsdóttir Geir Gunnarsson Ívar Guðmundsson Jón Kristinn Guðmundsson Karl Hjartarson Margeir Kúld Eiríksson Pálmi Hreinn Harðarson Steinunn D. Brynjarsdóttir 40 ára Aðalbjörg Sif Kristinsdóttir Aleksandar Linta Björgvin Elísson Eyjólfur Snædal Aðalsteinsson Friðrik Kjartansson Monika Sitarz Rungjit Trakulma Sigurður Gunnar Sigfússon Unnur Ásgeirsdóttir 30 ára Angela Ingibjörg Coppola Ewa Barbara Forys Hera Hannesdóttir Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helga ólst upp í Svíþjóð, býr á Seltjarn- arnesi, lauk MA-prófi í lögfræði frá HÍ og er lög- fræðingur hjá Símanum. Maki: Friðrik Helgi Árna- son, f. 1984, rekstrarstjóri Stólpa ehf. Sonur: Markús Jón, f. 2014. Foreldrar: Kjartan Jóns- son, f. 1950, hagfræð- ingur, og Þórunn Elín Tómasdóttir, f. 1952, hjúkrunarritari við LSH. Helga Grethe Kjartansdóttir 30 ára Erla býr í Hafn- arfirði og stundar nám í tækniteiknun. Maki: Ingi Björnsson, f. 1983, húsasmiður og vél- stjóri. Synir: Kristján Hrafn, f. 2006; Arnar Þór, f. 2008, og Bjarni Freyr, f. 2012. Foreldrar: Örn Guð- mundsson, f. 1958, d. 2015, húsasmíðameistari, og Herdís Kristjánsdóttir, f. 1958, kennari og launa- fulltrúi hjá Ístak. Erla Arnardóttir 40 ára Vilhjálmur býr á Höfn og rekur Vöruhúsið, list- og verkgreinahús, og Fab Lab, nýsköp- unarsmiðju á Höfn. Maki: Ólöf Ingunn Björns- dóttir, f. 1979, fjár- málastjóri Hornafjarðar. Börn: Hafdís Rut, f. 2001; Björn Ívar, f. 2006, og Magnús Már, f. 2006. Foreldrar: Magnús Már Vilhjálmsson, f. 1958, og Hafdís S. Sveinbjörns- dóttir, f. 1958, d. 2000. Vilhjálmur Magnússon AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.