Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 82
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015
SÖLUAÐILAR:
Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12
s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 |
Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 |
Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 |
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 |
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Leikhópurinn Kriðpleir heldur
krísufund að sínum hætti með gest-
um Mengis í kvöld og annað kvöld
kl. 21. Hópurinn flytur verkið Crisis
Meeting sem var frumflutt á Dans-
verkstæðinu við Skúlagötu í ágúst
sl. „Leikhópurinn Kriðpleir er önn-
um kafinn við að setja saman glæsi-
lega umsókn til leiklistarsjóðs og
stendur frammi fyrir ýmsum áskor-
unum þar að lútandi sem áhorf-
endum gefst kostur á að fylgjast
með,“ segir í tilkynningu frá Mengi.
Kriðpleir er skipaður Árna Vil-
hjálmssyni, Bjarna Jónssyni, Frið-
geiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi
Bragasyni og semur hópurinn og
flytur verk þar sem raunveruleika
og skáldskap er fléttað saman.
Kriðpleir hlaut tilnefningu til
Grímuverðlaunanna fyrir síðasta
verk sitt, Síðbúna rannsókn, og er
nýkominn frá Graz í Austurríki þar
sem hann sýndi verkið Tiny Guy á
sviðslistahátíðinni Steirischer
Herbst. Verkið verður aftur sýnt á
Culturescapes í Basel í Sviss hinn 4.
nóvember næstkomandi. Aðrar
sýningar í Mengi á Crisis Meeting
verða haldnar 1. og 9. nóvember.
Krísa Kriðpleir heldur krísufund að sínum hætti með gestum Mengis.
Kriðpleir heldur krísu-
fund með gestum Mengis
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu kom út bókin Lausnin
eftir Evu Magnúsdóttur, en ekki þarf
lengi að lesa í þeirri bók til að finna
sterkan svip með öðrum höfundi,
nafntoguðum. Ekki liggur þó stað-
festing fyrir því hver viðkomandi er
og ef leitað er svara birtist aukasjálfið
eins og í eftirfarandi tölvupósts-
samskiptum:
– Samkvæmt Gegni er Eva Magn-
úsdóttir dulnefni (sjá: https://goo.-
gl/iB2SHh). Af hverju dulnefni?
„Mig langaði bara til að vera í friði,
alveg platlaust. Ég hef áhuga á því að
skrifa, að minnsta kosti þessa einu
bók. En ekki að hafa andlitið á mér í
auglýsingum eða nota persónu mína
og líf og játningar um ægilega fíkn í
kattamyndbönd eða amfetamín til að
selja bók. Er enginn orðinn leiður á
þessum játningakúltúr? Af hverju
látum við okkur ekki öll hverfa! Ég
bjóst ekki við að þetta myndi vekja
viðlíka athygli og það hefur gert, dul-
nefnið átti að færa mér frið en það
voru mistök að leyna því í viðtali.
Friðrika Benónýsdóttir er frábær
blaðamaður og góð manneskja, mér
þykir leitt að hafa villt um fyrir henni
[í Fréttatímanum]. En allt annað sem
fram kemur í viðtalinu er rétt, nema
það sem varðar foreldra mína sem
eru bæði íslensk og ættleiddu mig frá
Afríku þegar ég var ungbarn. Og ég
lifi á tveimur evrum á dag en ekki
einni.“
– Hvað kom þér til að skrifa Lausn-
ina?
„Löngun til að verða hamingjusöm,
skilja hamingjuna. Komast í gegnum
ástarsorg og verða aftur sterk. Í bók-
inni er allt sem ég barðist fyrir að
uppgötva sjálf, og ég stend við end-
inn, hann er einfaldur og sannur.“
– Það er talsvert nafnadrit í bók-
inni og persónur sem þar koma fyrir,
fyrirtæki og staðir, eru til í raunveru-
leikanum. Fyrir vikið verður hún ævi-
sögulegri – er það meðvitað og vísvit-
andi?
„Það er heilmargt þarna úr mínu
eigin lífi, allt sem varðar fyrrverandi
kærasta að minnsta kosti. Ég breyti
háralitnum á þeim, víxla nöfnunum
og fatasmekknum en það skiptir
engu. Fyrirtæki gúglar maður bara
og hendir inn sem skrauti, nema bör-
unum, ég þekki Ölstofuna og veit að
fólk syngur þar í útiklefa upp úr mið-
nætti, það er engin játning.“
– Af hverju er þér í nöp við Eck-
hart Tolle?
„Mér er alls ekki í nöp við hann,
margt af hans tali er inspírerandi og
hefur veitt mörgum gæfu. Ég krefst
þess ekki af tíu akreina hraðbraut að
vera með allt of flóknar reglur, hún
beinir fólki inn á fáfarnari stíga og
kannski heim til sín. En fyrir Lísu í
bókinni minni gerist allt of hægt og
núið hans Tolle gerist ekki nógu
snemma.“
– Starfsmenn Lausnarinnar eru
lunknir í að brjóta fólk niður og ræða
háðslega um prinsippið „að trúa því
að aðrir geti gert mann hamingju-
saman“. Hver er þín skoðun á því –
geta aðrir gert okkur hamingjusöm?
„Við sækjum styrk og hvatningu
og traust í sambönd okkar við aðra.
Enginn gerir okkur að neinu, en án
annarra værum við smá, innra sem
ytra. Stakir stafir. Ég trúi því.“
– Nú finnur Lísa sykurfroðuham-
ingju í lokin fyrir tilstilli annarra, en
hversu raunveruleg er sú hamingja?
„Hamingja annarra er alltaf syk-
urfroða, er það ekki? Hamingja ann-
arra er ósannfærandi, heimskuleg,
óréttlát og allt vont sem óhamingju-
samt fólk getur klínt á hana. En ég er
ekki sammála. Það er óhamingjan
sem er alltaf eins; flöt, súr, keimlík og
auðvelt að stæla upp úr öðrum. Það
er miklu erfiðara að skilja hamingj-
una og miðla henni, og ef mér mis-
tekst í Lausninni hef ég alla vega gert
mitt besta :) Má ekki annars nota
broskalla í blaðaviðtölum?“
– Engisprettukynslóðin fær líka til
tevatnsins, að hve miklu leyti ertu að
birta þína eigin skoðun?
„Það eru engar kynslóðir, eins og
Hagstofan veit. Bara eigna- og
skuldastaða. Fólk undir fertugu á Ís-
landi á sama og ekkert og hefur borg-
að langt umfram sinn skerf í langan
tíma og mun gera lengi enn. Þau eru
kynslóðin sem mun landið erfa, sann-
arlega.“
Hamingja annarra
er alltaf sykurfroða
Skrifar undir dulnefni til að fá að vera í friði
Ljósmynd/Shutterstock
Dulnefni Þessi mynd af Evu Magnúsdóttur er ekki mynd af Evu Magnús-
dóttur, heldur af ótilgreindri konu í ótilgreindu landi.
Að gera hinum margslungnageðsjúkdómi geðhvörfumskil, jafnvel bara í einföld-um leiðbeiningarbæklingi
eða sjúkdómslýsingu, er ærið verk.
Svo einstaklingsbundinn og marg-
breytilegur er þessi sjúkdómur,
hann er ólíkindatól, alveg eins og
þeir sem glíma við geðhvörf geta
orðið ólíkindatól meðan á veikind-
unum stendur.
Það eitt og sér að skrifa bók um
geðhvörf og geta komið sjúkdómn-
um til skila þann-
ig að fólk geri sér
nokkuð góða
mynd af honum
er því eitt og sér
vel unnið verk.
Enn betra er þó
þegar skrif liggja
dável fyrir þeim
sem skrifar eins
og á við um höfund bókarinnar
Vertu úlfur; Héðin Unnsteinsson.
Bókin verður því mun meira en
„þarft“ verk og fræðandi. Héðinn
skrifar um eigin veikindi; oflætis- og
þunglyndiskafla, orsakir og afleið-
ingar, viðbrögð sinna nánustu og
umhverfisins og í þessu tilfelli eru
þetta fagurfræðiskrif.
Héðinn veltir við mörgum steinum
og eftir sitja spurningar um áherslu
nútímans á það að eygja frávik og
greiningar á þeim. Sjálfur hefur
Héðinn sagt í viðtali að hann hafi
aldrei litið á geðhvörf sem alvöru-
sjúkdóm, heldur ákveðinn hluta af
persónuleika. Sem ýmist óstjórnlega
orku eða enga.
Hvað svo sem þeim pælingum um
sjúkdóm eða ekki sjúkdóm líður er
það oft helsti annmarkinn á skrifum
sjúklinga um eigin geðhvörf að
uppátæki þeirra og oflæti og flókin
atburðarás í veikindakaflanum geta
skilað sér illa í línulegri frásögn
þannig að venjulegur lesandi fylgi.
Héðinn nær hins vegar því jafnvægi
í frásögninni að lesandinn nær að
fylgja honum og hans frjóu og hröðu
hugsun án þess að höfundur dragi úr
og „dempi“ lýsingu á upplifun sinni
svo auðveldara sé fyrir okkur hin að
elta hann um sín holt og hæðir.
Textinn er ekki of tilfinninga-
þrunginn þrátt fyrir fallegt og mikið
myndmál, oft kómískt. Það er frum-
legt, fágað og ekki er það síst því að
þakka að lesandinn fær glögga
mynd af oflætis- og þunglyndis-
ástandinu til skiptis. Næm skynjun á
umhverfinu skilar sér svo í áhuga-
verðum umhverfis- og mannlýs-
ingum.
Þrátt fyrir lipurt og ljóðrænt
myndmál er textinn í raun lág-
stemmdur í sirkus atburðarásar-
innar. Setningar eru sjaldan langar,
oftast fremur stuttar, sem býr til
ákveðinn takt sem venst vel. Það er
mikill kostur að lesandinn er ekki
mataður á orsökum og afleiðingum
heldur fær að eiga krefjandi mótleik
í að mynda sér eigin skoðanir. Þrátt
fyrir að Héðinn sé gagnrýninn ein-
kennist sú gagnrýni ekki af réttlæt-
ingum og hann sneiðir fimlega hjá
því að gera bókina að áróðursriti
með því hvað sé rétt og rangt. Það er
nóg af gráum svæðum og lesandinn
fær svigrúm til að vera honum ósam-
mála.
Morgunblaðið/Eva Björk
Höfundurinn Héðinn Unnsteinsson.
Nóg af gráum
svæðum
Sjálfsævisaga
Vertu úlfur bbbbn
Eftir Héðin Unnsteinsson.
JPV útgáfa, 2015. Innbundin. 192 bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR