Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 86

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Hörkutólið Mórún Hróbjarts Í skugga Skrattakolls bbbnn eftir Davíð Þór Jónsson. Kaldá, 194 bls. kilja. Álfamærin Mórún Hró- bjarts er mikið hörkutól, hug- rakkur og víg- fimur bogliða- foringi. Þegar sagan hefst er hún stödd í Faravík og hef- ur nýlokið verk- efni sem ekki er tíundað frekar, en snýr að sambýli manna og álfa. Mórún vill helst vera í hasar og látum og tekur því fagnandi þegar hún er beðin að koma í veg fyr- ir að óprúttnir komist yfir drekaegg í Sviðnavatni. Fljótlega kemur í ljós að Mórún þarf ekki bara að beita bar- dagalist, heldur krefst lausn verkefn- isins athyglisgáfu og íhygli. Já og galdrakunnáttu. Af þessari stuttu lýsingu má vænt- anlega ráða að sagan af Mórúnu er mjög ævintýraleg og í bókinni birtast líka alls kyns furðuverur og for- dæður. Þetta er þó ekki bara æv- intýri, heldur líka snúin saga af glæp- um og illvirkjum. Heimurinn sem lýst er í bókinni er reyndar fulllos- aralegur, það hefði mátt segja minna og leyfa manni að geta í eyðurnar, en Mórún er sannkallaður töffari en líka tilfinninganæm og viðkvæm á sinn hátt. Engin venjuleg barnasaga Dúkka bbbmn eftir Gerði Kristnýju. Myndir eftir Lindu Ólafsdóttur. Mál og menning, 2015. 97 bls. innb. Þótt Kristín Katla sé orðin tíu ára er hún ekki hætt að leika sér með dúkkur, eða réttara sagt eina tiltekna gerð af dúkkum sem hún, og allar vin- konur hennar, er vitlaus í. Fljótlega kemur þó í ljós að umræddar dúkkur eru óvenjulegar í meira lagi. Strax á kápu Dúkku sést að þetta er engin venjuleg barna- saga, eða af hverju eru bara sölnuð blóm á veggfóðrinu? Reyndar fer sagan sakleysislega af stað … og þó, það er eitthvað óvenjulegt við dúkkurnar í Leikfangabúðinni og reyndar við búðina sjálfa. Ekki bara eitthvað óvenjulegt, heldur óhuggu- legt, ógnandi. Þetta er einkar vel skrifuð saga með þekkilegum óhugnaði, ekki of hryllileg en þó nóg til að maður fái gæsahúð við lesturinn. Hönnun er til fyrirmyndar og myndir eru vel heppnaðar. Óttalegur vökudraumur Vetrarfrí bbbbn eftir Hildi Knútsdóttur. Mál og menning, 2015. 263 bls. innb. Sagan hefst þar sem Bergljót er á leið í skólann síðasta daginn fyrir vetrarfrí. Hún hlakkar að vonum mikið til þess að komast í frí en mesti spenningurinn er þó vegna fyrirhug- aðs tíundabekkjarpartís þar sem hún vonast til að komast í tæri við Grím, sem hún hefur verið skotin í síðan í áttunda bekk. Svo eru mamma henn- ar og pabbi á leið í rómantíska sum- arbústaðarferð og Bergljót fær að gista hjá bestu vinkonu sinni, en Bragi bróðir hennar, sem er svolítið sérstakur, fær að gista hjá vini sínum. Örlögin haga því þó svo að Bergljót og Bragi þurfa að fara með pabba upp í sumarbústað, en mamma þeirra verð- ur heima til að vinna. Það blasa því við tóm leiðindi, eða svo heldur Berg- ljót þar til pabbi hennar fer með Braga út í fótbolta á sparkvöll skammt fá sumarbústaðnum og drengir sem eru á vellinum fara skyndilega að kasta upp og deyja síð- an hver á fætur öðrum. Fljótlega kemur í ljós að þetta er engin venju- leg plága. Þetta er einkar vel skrifuð saga, of- beldi í henni skemmtilega blóðugt og hrottalegt, persónur margræðar og trúverðugar og hörmungarnar sem dynja yfir vel útfærðar, eins og ótta- legur vökudraumur. Svo er bráðsnjall snúningur í lokin, í síðustu setning- unni, sem fær mann til að skella upp- úr. Mjög vel gert. Sagan af Sögu Skuggasaga – Arftakinn bbmnn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Vaka-Helgafell, 2015. 412 bls. innb. Arftakinn segir frá Sögu, tólf ára gamalli stúlku sem býr með Guðmundi föður sínum og Geira bróður sínum. Hún á það til að gleymast á heimilinu og reyndar í skól- anum líka, það virðist enginn taka eftir Sögu. Móðir hennar er dáin en á heimilinu er ráðs- kona sem hverfur skyndilega. Sú eina sem grefst fyrir um hvarfið er Saga og kynnist þá óvætti, skuggabaldri, sem skýrir henni frá því að hún sé í raun álfamær og hann sé kominn til að fylgja henni heim. Við tekur ansi mikið ævintýri og það er mikið undir í Arftakanum, heill heimur sem þarf að lýsa, furðudýr og aðrar uppákomur. Ragnheiður fellur þó í þá gryfju að segja okkur of mikið, lýsa of mörgu í stað þess að leyfa les- andanum að geta í eyðurnar og beita ímyndunaraflinu og fyrir vikið verður bókin heldur langdregin á köflum. Svo er allt í yfirstærð, ekki bara stórt, heldur risastórir hellar, risastórar slöngur, risastórar þjálfunarbúðir, gríðarstórar styttur, gríðarstórar brúarundirstöður og gríðarlangir hrammar. Stíllinn á bókinni er ekki nógu góður og málfari ábótavant og svo hefði mátt klippa hressilega fyrir minn smekk – það tekur ríflega hundrað síður að snúa söguna í gang. Forneskja og furðuverur Drauga-Dísa bbbbn eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Vaka-Helgafell, 2015. 287 bls. innb. Dísa á dapra daga í skólanum því hún verður fyrir einelti þótt hún eigi sér góða vinkonu. Hún tekur því fegins hendi að fara með foreldrum sínum í sumar- bústað sem byggður var á rústum eyðibýlis. Á því eyðibýli ólst Björn upp, 300 árum fyrr, í forneskju og ótta við furðuverur íslenskra þjóð- sagna. Örlögin haga því svo að þau hittast og lenda í óttalegu ævintýri. Þetta er býsna óhugnanleg bók á köflum, ofbeldið harkalegt, dauði og djöfull og svo er fullt af ófreskjum úr íslenskum þjóðsögum, þar á meðal skoffín, tröll, fjörulallar, galdrahyski, uppvakningar og Ókindin, sem leikur reyndar býsna stórt hlutverk í sög- unni. Björn er reyndar óttaleg gufa, þótt hann taki á honum stóra sínum í lok- in, en Dísa er góð söguhetja, hæfilega brothætt og breysk en hörkutól þeg- ar á hólminn er komið. Framvindan er hröð og skemmti- lega skipt á milli tímaskeiða, stökkið frá 21. öldinni á þá 18. og aftur til baka og litlum tíma eytt í að tyggja ofan í lesandann það sem hann getur gert sér í hugarlund. Eina sem út á söguna má setja er að fjórði hluti hennar, Af draugum ertu komin, er losaralegur – hugmyndin er svo snjöll að það hefði eflaust mátt vinna hana betur. Að því sögðu þá er hér komin einkar fínn bræðingur af forneskju og nútíma, bráðspennandi saga og skemmtilega hryllileg. Kápan á bókinni er frábær. Hryllingur og hörmungar og hasar Yfirlit yfir ævintýralegar íslenskar ungmennabækur. Gerður Kristný Gunnar Theódór Eggertsson Hildur Knútsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir Árni Matthíasson arnim@mbl.is Davíð Þór Jónsson Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Futuregrapher, réttu nafni Árni Grétar Jóhannesson, halda útgáfu- tónleika annað kvöld kl. 21 í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar vegna nýrrar sveimplötu sinnar, Eitt. Sam- starf þeirra hefur vakið allnokkra athygli þar sem þeir koma úr ólíkum tónlistaráttum; Jón úr poppi og rokki en Árni er einn afkastamesti raftónlistarmaður landsins. Jón mun leika á flygil á tónleikunum og Árni leggja til áhrifahljóð og tóna af ýmsu tagi. Á tónleikunum koma einnig fram Elín Ey og Murya. Jón og Árni kynntust í gegnum Facebook-grúppuna „Íslensk raf- tónlist“ þar sem Jón mætti til leiks, rafheilum landsins til mikillar undr- unar, eins og Jón lýsir því. Hann segir þá Árna hafa ákveðið að gera plötu saman og niðurstaðan orðið sveimtónlist þar sem Jón spann mínímalíska píanótónlist sem Árni skreytti með áhrifahljóðum, hljóð- gervlum og ýmsum hljóðum öðrum. „Einhverjir kynnu að kalla tónlistina neo-klassík og vissulega er stutt á milli en þekking Futuregraphers á raftónlist og þ.m.t. ambient og hans framlag til hljómplötunnar færir hana umsvifalaust í ambient-rekk- ann í plötubúðum heimsins,“ segir Jón. Platan sé jafnframt sú fyrsta frá Möller Records þar sem píanóið sé í forgrunni. Samstarf Jón Ólafsson og Árni Grétar sem kallar sig Futuregrapher. Jón og Futuregrapher leika í safni Sigurjóns Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla INNRÉTTINGA- OG SKÁPAHÖLDUR Í MIKLU ÚRVALI UM 400 GER ÐIR ! Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.