Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 89

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Fyrsta breiðskífa rokksveitarinnar Casio Fatso, Controlling the world from my bed, kom út í júlí síðast- liðnum og í kvöld heldur hljóm- sveitin útgáfutónleika í Tjarnar- bíói. Þeir hefjast með upphitun Lily of the valley kl. 21 og kl. 21.45 stíg- ur Casio Fatso á svið. Sú fyrsta Controlling the world from my bed er fyrsta plata Casio Fatso. Fagna frumburði CRIMSON PEAK 8,10:30 PAN 3D ÍSL 5:30 ÞRESTIR 5:50 KLOVN FOREVER 8,10:30 EVEREST 3D 5:30,8 SICARIO 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Um þessar mundir er mikið skrifað um einkunnakerfi – tölur eða stafi. Lítt hefur verið fjallað um stjörnugjöf fyrir listir. Menn vilja fá sem flestar stjörnur, en hvað þýða þær? Ég hef jafnan tónlistartímaritið down beat sem viðmið. Fimm stjörnur meistara- verk, fjórar frábær skífa, þrjár góð, tvær slarkandi, ein léleg. Því er neyð- arlegt þegar fimm stjörnum er skellt á meðalskífu eða listviðburð, sem er einum of algengt hérlendis. Hér verður fjallað í stuttu máli um fjóra diska sem komu út kringum djasshátíð, fleiri bíða næstu greinar. Frumraun á hljómskífu Leifur Gunnarsson: Húsið sefur (lgtonar 2015) bbbmn Fyrsta plata Leifs Gunn- arssonar, bassaleikara og tónskálds, er nefnd eftir ljóði Steins Steinarrs, en það er eitt átta ljóða sem Leifur hefur tónsett á þess- ari plötu. Kona hans, Ingrid Örk Kjartansdóttir, syngur og er þetta frumraun þeirra beggja á hljómskífu. Leifur lærði á bassa við hrynakadem- íu Kaupmannahafnar og í einsemd- inni ytra fór hann að lesa ljóð og tón- setja. Það er ekkert skrýtið að „Sólskríkja“ Þorsteins Erlingssonar yrði eitt af kvæðunum er Leifur valdi – tveir listamenn skógi vafðir fjarri hraungrýtinu heima. Sannast sagna er þetta góð skífa, þótt gallalaus sé hún ekki. Leifur fær til liðs við sig elítudjassista. Kjartan Valdimarsson og Matthías M.D. Hemstock í hryn- inn og blásarana Hauk Gröndal og Snorra Sigurðarson. Lög Leifs eru oftar en ekki fremur í ætt við sönglög en djassópusa og Kjartan þá betri en enginn. Bassasóló Leifs eru alltaf í rökréttu framhaldi laganna, en hann hefði mátt útsetja meira fyrir blás- arana. Þeir eru svalir í upphafslaginu „Broti úr kveðju“ við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og dramatískir í „Brimi“ Bensa Gröndal. Ingrid hefur fallega rödd og eins og norsku djassdívurnar er hún svöl og titurlítil, en hún er óreynd og á eftir að ganga í gegnum djassþjálfunina. Lögin eru ansi keim- lík við fyrstu hlustun, en vinna mikið á er oftar er hlustað. Laglínan í hásæti Ásgeir Ásgeirsson: TRIO (Stanga Music 2015) bbbmn Skífa Ásgeirs Ásgeirssonar gítarista, TRIO, er jafn- margleit og skífa Leifs er einsleit. Þarna má finna djass- ópusa, söngdansa, sömbur og fönk. Laglínan er alltaf í hásæti og svo er úrvinnslan misjöfn, allt eftir stíl- brigðum og hljóðfæraleikurum. Þarna má heyra fjögur tríó og tvo söngvara. Best þykir mér Ásgeiri takast upp með altistanum Hauki Gröndal og hinum blinda danska bassaleikara með íslensk-færeyska blóðið í æðunum, Richard Andersen, og flott að heyra voldugan göngu- bassann hans á skífunni. Haukur og Ásgeir eiga fín sóló í „Allt að gerast“ og „Leið 70“ – sveifludjass með svölu yfirbragði. Svalinn er líka ráðandi í lögunum þar sem Snorri Sigurðarson blæs í flügelhorn og Gunnar Hrafns- son slær bassann: „Baker“ og „Sól- arlag“. Mér þykja sömburnar og fönkið ekki í sama klassa og fyrr- nefndir ópusar og söngvararnir bæta engu við. Ásgeir er firnalipur gít- arleikari og hefur tekið miklum fram- förum síðan hann kom fyrst fram með Wes Montgomery-stíl sinn. Hann er maður margra stíla, en best- ur finnst mér hann alltaf í kjarna- sveiflu; hreinar spunalínur, hljómar og laglínan blúsuð. Skífunni lýkur á undurfagurri kveðju Ásgeirs til móð- ur sinnar þar sem Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Jónsson leika með honum. Lágstemmd og ljúf Mógil: Korríró (Mógil Music 2015) bbbmn Þriðja skífa Mógils, Korr- író, er lág- stemmd og ljúf, en stundum býr ógn undir og þjóðsagna- minni oft á ferð. Þetta er tónlist sem byggist á djassi, jafnt sem klassík og þjóðlögum með poppí- vafi. Gítarspil Hilmars Jenssonar er hinn rýþmíski grunnur Mógils, með- an Joakim Badenhorst á klarinett og bassaklarinett og Eiríkur Orri Ólafs- son trompetleikari koma djassinum til skila í sólóum og tvíleik. Kristín Þóra Haraldsdóttir setur síðan klass- ískan svip á tónlistina með víóluleik sínum. Svo er það söngkonan, Heiða Árnadóttir, sem er aðalrödd hljóm- sveitarinnar. Lágstemmdur sópran hennar er seiðandi og gefur tónunum aukið innihald með ljóðum sem hald- ast í hendur við tónlistina. Flest sem- ur hún sjálf, en þó eru þarna ljóð eftir m.a. Vilborgu Dagbjartsdóttur og Hannes Pétursson. Gott hefði verið að fá textablað með diskinum, því þótt Heiða sé með skýran famburð týnist sumt þegar farið er á hæstu tóna. Skífan hefst á dillandi popp- dansi Joakims, „Sporin“, þar sem þjóðlagaminni skjóta þó fljótt upp kollinum, en spuni Eiríks og Joakims toppar í lokin. Heiða gerir myndríku ljóði Vilborgar „Vetri“ góð skil í fal- legri laglínu, en myrkur býr í hljóm- sveitarleiknum. „Marbendill“ Joa- kims með gítarbassa Hilmars og pikki Kristínar Þóru, söng Heiðu og „samspuna“ Eiríks og Joakims er eitt af betri lögum skífunnar og svo er sveitin seiðandi í „Húmi“ – óhefð- bundnum spunaleik. Vönduð skífa Olding/Flosason: Projeto Brasil! (El Dingo records 2015) bbbmn Projekto Brasil heitir samvinnu- verkefni sænska gítaristans Hans Oldings og Sigurðar Flosasonar. Þetta er sambaskífa eins og nafnið bendir til og hefst á sérlega grípandi sömbu eftir Sigurð: „Tom“ – gælu- nafni aðaltónskálds skífunnar: Antonios Car- los Jobims. Þeir félagar útsetja fimm tónverk hans misþekkt, svo á Hans lag tileinkað Milton Nascimento, sem á einn ópus á skífunni og De- Moraes annan. Morten Ankerfeldt bassaleikari og Ole Bothzen trommari eru sænskir og fínir hrynleikarar, svo leikur ung- ur íslenskur sellisti, Þórdís Gerður Jónsdóttir, firnavel á plötunni. Sig- urður og Hans spila heit sóló og út- setningar þeirra vel ígrundaðar. Hans útsetur þrjú lög eftir Jobim, sem hafa, það ég best veit, ekki verið oft á dagskrá djassmanna. Þetta eru dálítið drungalegar útsetningar, en fallegar. Sigurður leikur þar oft á alt- flautu sem blandast sellóinu vel og sérlega er útsetningin á „Chovendo na rodeira“ vel heppnuð, þar sem Hans leikur laglínuna sem Þórdís botnar og undir hljómar Sigurður á altflautu og bassaleikur Mortens grípandi. Jobim-lögin sem Sigurður útsetur eru þekkt í flutningi Joaos Gilbertos og gleymi ég seint er ég heyrði hann flytja „Retrato em branco e presto“ í Barbican í London árið 2000. Þórdís strýkur laglínuna yndislegu og Sigurði bregst ekki spuninn frekar en fyrri daginn. Vönd- uð skífa og frekar fallin til hlustunar en danstjáningar. Undir djassregnhlífinni Ásgeir „… er firnalipur gítarleikari og hefur tekið miklum framförum,“ segir um plötu hans. Olding-Flosason „Vönduð skífa og frekar fallin til hlustunar en dans- tjáningar,“ segir um þetta verkefni Sigurðar Flosasonar og félaga. Leifur „…er þetta góð skífa, þótt galla- laus sé hún ekki,“ segir rýnir. Mógil „… stundum býr ógn undir og þjóðsagnaminni oft á ferð,“ segir um plötu hljómsveitarinnar, Korríró. Fjórir diskar af djassættinni Vernharður Linnet linnet@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.