Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Dýrafræðingar eru sammála um að hundar séu afkom- endur þeirra úlfa sem hafi átt auðvelt með að vingast við menn, báðum til hagsbóta. Með ræktun í gegnum þús- undir ára eru afbrigði hunda orðin nánast óteljandi. Fræðimenn segja að þótt genamengi úlfa og hunda sé næstum eins hafi aðlögun hundsins að manninum (og öf- ugt) valdið því að heili hans þróaðist á annan hátt. En það sem oft heillar okkur er geta hunda til að skynja til- finningalegt ástand eigandans og finna á sér hvað hann vilji. Hvenær og hvar fóru mennað temja hunda? Ýmsarkenningar hafa verið sett- ar fram um þessi mál, flestir sér- fræðingar hallast nú að því að minnst 15.000 ár séu síðan fyrstu tömdu hundarnir komu til sögunnar. Ef til vill er mun lengra síðan. Ný- lega sögðu tveir vísindamenn, Laura M. Shannon og Adam R. Boyko við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, frá rannsóknum sínum á DNA- erfðaefni úr um 4.700 hundum, þ. á m. hálfvilltum flækingshundum, í alls 38 löndum. Niðurstaða rann- sókna þeirra var að hundurinn ætti rætur að rekja til Mið-Asíu. En aðrir vísindamenn segja að þessi sögulegu tímamót hafi líklega orðið í sunnanverðu Kína. DNA- rannsóknir hafa sýnt að nær allir hundar á jörðunni virðast eiga sér sameiginlega forfeður. Ekkert dýr hefur jafn náin tengsl við manninn og hundurinn, hann er „besti vinur mannsins“, eins og oft er sagt. Um þúsund milljónir hunda eru nú á jörðinni, aðeins nokkrar milljónir úlfa. Mikill meirihluti hundanna er í reynd flækingar sem halda sig í grennd við þorp og aðra mannabú- staði vegna þess að þar er gjarnan von um æti. Sumt er næstum of skelfilegt til að sannir hundavinir geti meðtekið það: Til er hundakyn sem er ræktað til kjötframleiðslu í Kína og Kóreu og Rómverjar þjálf- uðu grimma hunda til hermennsku. Drápshunda. Dýr með marga hæfileika „Hundar hafa gegnt hlutverki við- vörunarkerfisins, séð um að rekja spor, aðstoðað við veiðar, hafa eytt rusli, gagnast sem hitapokar, passað börn og leikið við þau,“ segir Colin Groves, fræðimaður við háskólann í Canberra í Ástralíu. „Menn sáu svo hundinum fyrir mat og öryggi.“ Þefnæmi hunda er víðfrægt, það er amk. 10.000 sinnum öflugra en í okkur nútímamönnum. Þeir geta jafnvel fundið lykt af krabbameini í mönnum þótt rannsóknir sýni enn þá engin merki um það. Allir kann- ast líka við sögur eigendanna af snilld hvutta. Hundurinn skynji t.d. hvort eigandinn standi upp til að fara út með ruslið eða fara í göngu- túr með ferfætta vininn sinn. Klókir hundar virðast geta „lesið“ ótrúlega mikið út úr atferli og hreyfingum eigandans, líkamstján- ingunni. Og hundar sýna skilyrð- islausa samúð og tryggð þegar eig- andanum líður illa. Að sjálfsögðu eru hundar þó misjafnlega hæfir í þessari rullu, sumir eru þannig greindari en aðrir, aðrir einstaklega blíðir. Á síðari áratugum hafa tilraunir einnig sýnt fram á að samskipti við hunda og önnur gæludýr geti flýtt verulega fyrir bata hjá sjúkum. Vís- indamenn tóku á sínum tíma eftir því að börn sem voru lokuð, áttu erfitt með að mynda tengsl við aðra, lifnuðu við, urðu strax jákvæðari þegar komið var með hund inn á læknastofuna. Þerapían fór þá að virka betur. Algengt er að litið sé á heim- ilishundinn sem einn úr fjölskyld- unni, hann nýtur engu minni ástar og umhyggju en mannfólkið í hús- inu. Velmeinandi fræðimenn vara okkur þó við því að líta á hunda sem loðið og ferfætt fólk. Hunda skorti að mestu, eins og önnur dýr, tímaskyn, þeir lifi aðallega í núinu. Einnig sé ólík- legt að hundar geti í reynd fundið til afbrýðissemi eða sektarkenndar, til þess þyrftu þeir að hafa þróað með sér hæfileikann til að sjá sjálfa sig sem einstaklinga. Hugsa eins og menn. En athyglisverðar tilraunir hafa verið gerðar nýlega með dýr sem benda til þess að ekki megi al- veg útiloka að þetta geti gerst. Sumir hundasérfræðingar, meðal þeirra er John Bradshaw, segja að allt of mikil áhersla hafi verið lögð á skyldleikann við úlfinn. Hegðunin sé auðvitað nauðalík í mörgum efnum en hundar séu mjög mótaðir af sam- býlinu við manninn gegnum árþús- undir. Og Bradshaw segir að það sem einkenni samfélag úlfa í nátt- úrunni sé samvinna, ekki ofbeldi forystuúlfsins gagnvart hugs- anlegum keppinautum. Frægur dýrasálfræðingur og Nóbelshafi í líffræði, Austurrík- ismaðurinn Konrad Lorenz, lýsti því einnig í bókum sínum hvernig sam- skiptum úlfanna, slagsmálum sem öðru, væri stýrt af ákveðnu mynstri sem m.a. tryggði að þeir dræpu yfirleitt ekki hver annan. Alþekkt er að þegar úlfur er að tapa snýr hann hálsinum að sigurvegaranum, eins og býður honum að bíta. Og keppi- nauturinn sleppir þá takinu. Eðlis- hvöt villidýrsins segir því að ganga ekki lengra. Traustir vinir manna um þúsundir ára HUNDURINN VAR FYRSTA DÝRIÐ SEM MAÐURINN TAMDI, ÞAÐ GERÐIST FYRIR MÖRG ÞÚSUND ÁRUM, SENNILEGA Í ASÍU. EN SVO MIKIL HAFA ÁHRIF HUNDSINS VERIÐ Á MANNINN AÐ KANNSKI MÁ DEILA UM ÞAÐ HVOR HAFI TAMIÐ HVORN. Hægt er að þjálfa hunda til margra hluta, þekktir eru blindrahundar og lögregluhundar. Hér er fjórfættur kappi með húsbónda sinn í eftirdragi á Huntington-ströndinni í Kaliforníu í árlegri brimbrettakeppni hunda í september sl. AFP AF ÚLFAKYNI *Hann hafði ávallt reynt að vera góð manneskja. En ofthafði honum mistekist af því að þegar öllu var á botn-inn hvolft var hann bara mannlegur. Hann var ekki hundur. Charles M. Schultz, höfundur Smáfólksins (Peanuts). Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN SVÍÞJ Maðurin níf eða sverði í skemanda að bana með h g særði tvo að auki illa var rasistí Svíþjóð á fimmtudag o ma og valdi fórnarlömb sín eftirsem aðhylltist nýnasis gn lögreglunnar. Morðinginn barkynþætti þeirra, að sö m. Á heimili mannsins, sem löggrímu og svartan hjál num, fundust ýmis gögn umskaut til bana á stað BANDARÍKIN WASHINGTON ryHi Clinton aefni, líklegt forset ri, þurftidemókrata á næsta á efulá fimmtudag að svara ningstundir hvössum spur þingnefndar um Bengh málið tofusvonefnda. Ráð Bandaríkja 012 ogmanna I Be fjórir Band al sendi- herrann. C furra, he verið söku skumkk sendiherra sö ðust sam ku fuðbo s gjöld m k aldþeim og fjölskyldum röeinu,,Stöðvið spillinguna LA DR AS USM mörkR umandi og fýrl ullyr egja þíslams, IS, aðrir s etaegerjast gnarflokka er b d víki.nings Rús tín aggRússlandsf öldum. ÍBandaríkjamenn o amennreyn n segirt gsem nað gek ennrei enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.