Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 51
25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í Hörpu næstkomandi þriðjudag á verðlaunahátíð ráðsins og einnig afhent verð- laun fyrir barna- og unglingabókmenntir, tón- list, kvikmyndir og náttúru- og umhverfismál. Íslensku höfundarnir Jón Kalman Stefánsson, fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fæt- ur, og Þorsteinn frá Hamri, fyrir ljóðabókina Skessukatla, eru tilnefndir til verðlaunanna, en einnig tólf rithöfundar frá hinum norrænu löndunum, sem hér er sagt frá. Finnski leikarinn, tónlistarmaðurinn og rit- höfundurinn Niillas Holmberg er tilnefndur fyrir ljóðabókina amas amas amasmuv- vat. Hún er önnur ljóðabók hans og hlaut bókmenntaverðlaun Samaráðsins árið 2014. Ljóðin í bókinni eru með sjálfsævisögulegar skírskotanir, en bókin skiptist í fimm hluta þar sem lesandinn fylgist með Niillas á mismun- andi tímabilum. Transparente Blanche heitir skáldsaga eftir finnlandssænska rithöfundinn Peter Sandström. Bókin, sem er fjórða bók Sand- ströms en fyrsta skáldsaga hans, segir frá samskiptum sonar og móður hans sem köll- uð er að sjúkrabeði til að reyna að lækna sjúklinginn með lækningarmætti sínum. Hún kallar á soninn til að aðstoða sig, en hann vinnur í áfengisverslun í Eistlandi. Samtöl þeirra á býli í smábæ í Austurbotni, en heiti bókarinnar dregur nafn af eplayrki, verða til þess að smám saman rifjast atvik upp úr for- tíðinni. Finnski rithöfundurinn Hannu Raittila er til- nefndur fyrir skáldsöguna Terminaali. Rait- tila er einn þekktasti rithöfundur Finna, hefur gefið út sextán bækur og hlaut meðal annars Finlandia-verðlaunin árið 2001. Terminaali hlaut Runeberg-verðlaunin 2014 og var til- nefnd til Finlandia-verðlaunanna 2013. Sögusvið bókarinnar er heimur hnattvæð- ingar en sagan fjallar um örlög Lampen- fjölskyldunnar sem tvístrast fyrir ýmsar sakir, en reynir nú að ná saman aftur. Sögusviðið er heimurinn um og eftir árásirnar á tvíbura- turnana í New York 11. september 2001, og saman við söguna af Lampen-fjölskyldunni fléttar Raittila vangaveltum um stöðu mann- kyns í hnattvæddum heimi og hvert stefni. Skáldsaga færeyska rithöfundarins Sólrúnar Michelsen, Hinumegin er mars, segir frá rúmlega sextugri konu sem horfast verður í augu við það að seinni hluti æviskeiðs hennar sé hafinn og eins um samskipti hennar við aldraða móður sína og glímu við færeyskt fé- lags- og heilbrigðiskerfi, en móðirin er ósjálf- bjarga að mestu leyti og þjáist af elliglöpum. Sólrún er þekktur rithöfundur í heimalandi sínu og afkastamikil. Hún hlaut Barnabóka- verðlaun Þórshafnar 2002 og Færeysku bók- menntaverðlaunin 2008. Hún var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Vest- norræna ráðsins 2004. HOMO sapienne er fyrsta skáldsaga grænlenska ritöfundarins Niviaq Korn- eliussen sem er hálfþrítug. Heiti bókarinnar vísar að vissu leyti til viðfangs hennar en sögupersónurnar fimm eru tvær lesbíur, einn hommi, ein tvíkynhneigð stúlka og ein trans- manneskja. Umfjöllunarefni bókarinnar er það hvernig þessum einstaklingum tekst að falla inn í hið litla grænlenska samfélag en líka um ást og vináttu og fjölskyldubönd. Bókinni var almennt vel tekið á Grænlandi þegar hún kom út, en hún vakti einnig deilur fyrir opinskáa umfjöllun um mál sem legið hefur í þagnargildi. HOMO sapienne kom upphaflega út á grænlensku, en Niviaq Korn- eliussen endurskrifaði hana á dönsku. Bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Politi- ken. Skáldsagan Bare et menneske eftir norsku skáldkonuna Kristine Næss er til- nefnd. Þetta er fimmta skáldsaga Kristine Næss, en hún hefur einnig gefið út ljóðabæk- ur, smásagnasafn og bók um eðli skáldskapar. Sagan hefst þar sem ungrar stúlku í vest- urhluta Óslóar er saknað. Hún sást síðast skammt frá húsi þar sem Bea Britt, rithöf- undur á sextugsaldri, býr í einsemd en verð- ur nú fyrir ónæði vegna leitarinnar að stúlk- unni og síðan þegar grunur beinist að henni. Fleiri koma við sögu í bókinni, Cessi, amma Beu og Beate, dóttir vinkonu Beu. Þríleikur Jons Fosse, Andvake, Olavs draumar og Kveldsvævd, er tilnefndur til verðlaunanna. Fosse, sem er einnig þekktur sem leikskáld, hefur áður sent frá sér skáld- sögur og þannig var Morgon og kveld tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2001. Hún kom út á íslensku fyrir stuttu í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þríleikurinn segir frá Asle og Alidu og ör- lögum þeirra. Í fyrsta hlutanum gerist voveif- legur atburður sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra eins og kemur í ljós í öðrum hluta sögunnar, en sá þriðji segir frá eftirleiknum með augum afkomenda þeirra. Í skáldsögunni Den andra kvinnan eftir sænska rithöfundinn Therese Bohman segir frá ástarsambandi ungrar konu og eldri manns. Hún vinnur í eldhúsi á spítala en hann er yfirlæknir þannig að það er aðstöðu- og valdamunur á milli þeirra. Therese Bohman hefur starfað sem ritstjóri og bókmennta- og listgagnrýnandi. Den andra kvinnan er önnur skáldsaga hennar. Bohman hlaut nýlega menningarstyrk Norrköping-borgar. Bruno K. Öijer er eitt þekktasta skáld Sví- þjóðar, en bók hans, Och natten viskade Annabel Lee, er tilnefnd til verðlaunanna. Heiti bókarinnar vísar til ljóðs Edgars Allans Poe um stúlkuna Annabel Lee sem vindurinn varð að aldurtila. Bruno K. Öijer er ekki síst frægur fyrir upplestur sinn, en hann gaf út sína fyrstu ljóðabók 1973 og ellefu ljóðabækur hafa komið síðan og ein skáldsaga. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, til að mynda verðlaun Carls Emils Englund 1991, Bellman-verðlaun- in 1999, De Nio-verðlaunin 2002, Dobloug- verðlaunin 2010 og Ferlin-verðlaunin 2013. Minkriket heitir skáldsaga eftir álands- eyska rithöfundinn Karin Erlandsson. Er- landsson starfar sem menningarritstjóri dag- blaðsins Nya Åland í Maríuhöfn og er Minkriket fyrsta skáldsaga hennar. Við fyrstu sýn er bókin saga fjölskyldu sem hellir sér út í minkarækt, en á sama tíma fjallar hún um sið- ferðileg álitaefni í dýrahaldi. Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Jon Fosse Bruno K. Öijer Hannu Raittila Helle Helle Karin Erlandsson Kristine Næss Niillas Holmberg Niviaq Korneliussen Peter Sandström Pia Juul Sólrún Michelsen Therese Bohman Áhugamenn um Hringadróttinssögu eiga kost á að kaupa kort af sögusviði bókanna með merkingum J.R.R. Tolkiens. Kortið er til sölu hjá Blackwell’s og kostar um tólf millj- ónir króna Á kortinu kemur meðal annars fram að heimabyggð hobbítanna er á svipuðum slóð- um og Oxford, hafi einhver efast um það, en einnig að ítalska borgin Ravenna er fyrir- mynd Minas Tirith, höfuðborgar Gondor. Kort með merkingum Tolkiens BÓKSALA 14.-20. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HundadagarEinar Már Guðmundsson 2 HrellirinnLars Kepler 3 Skuggasaga-ArftakinnRagnheiður Eyjólfsdóttir 4 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 5 GildranLilja Sigurðardóttir 6 Íslensk litadýrðElsa Nielsen 7 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 8 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 9 Sjóveikur í MünchenHallgrímur Helgason 10 LausninEva Magnúsdóttir Íslenskar bækur 1 HundadagarEinar Már Guðmundsson 2 HrellirinnLars Kepler 3 Skuggasaga-ArftakinnRagnheiður Eyjólfsdóttir 4 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 5 GildranLilja Sigurðardóttir 6 Íslensk litadýrðElsa Nielsen 7 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 8 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 9 Sjóveikur í MünchenHallgrímur Helgason 10 LausninEva Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.