Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Í slenskur fréttaheimur er oftast vel aðskilinn frá því sem efst er á baugi í alheimsfréttum. Umheimurinn hefur sjaldan áhuga á sér- íslenskum atburðum. Er þá átt við að fréttir um íslenskt efni fari víða og að eftir þeim sé tekið. Ástæðan er hagsmunalegt fréttmat. Það eru helst skringilegheit sem komast aðeins áleiðis. Fjallmyndarleg frétt Það kemur auðvitað fyrir að alíslenskur atburður nái augum í alþjóðlegum fréttaheimi og þá ekki aðeins vegna þess að við séum sérvitur þjóð og undarleg, ét- andi svið og hákarl, eins og stundum er gert út á. Og það gerist að slíkar fréttir lifi lengur en hinar frægu fimmtán mínútur, sem einstaklingar og þjóðir fá stundum, eins og miðlungsvinning í lotteríinu. Eyjafjallajökull er síðasta stjarnan að þessu leyti. Og sú stærsta til þessa.Og frægð sína fékk hann vegna þess að tilburðir jökulsins höfðu áhrif um allan heim. Öskugosið stöðvaði nefnilega flug víða í Evrópu og svo tengiflug þaðan um víða veröld. Eftir að alþjóðavæðingin sagði til sín skíra margir foreldrar börn sín nöfnum sem annarra þjóða menn eiga auðvelt með að bera fram. En hitt er staðreynd að það jók mjög frægð Eyjafjallajökuls hvílíkur tungu- brjótur nafn hans varð útlendum. Jafnvel nágranni jökulsins, Hvolsvöllur, varð um hríð frægur af sömu ástæðu. Í munni þular BBC hét bærinn Utlilur. Ekk- ert foreldri ætti að skíra barn sitt Hvolsvöll. Og frægð Eyjafjallajökuls var einnig mæld í þeim fjármunum sem töpuðust vegna öskuspýtingar hans upp í himinhvolfin. Það voru miklu hærri fjárhæðir en sagt er að við ætlum að snýta út úr nösum kröfuhafa, sem er þó ekki rétt orðalag. Þeim er aðeins ætlað að veita Íslendingum sanngjarnan afslátt af þeim hagn- aði sem djarftæk spákaupmennska þeirra á uppnáms- tímum í efnahagsmálum heimsins átti að bera í þeirra buddur. Án slíks afsláttar yrði afnám haftanna ekki hnökralaust. Það er vissulega þegar búið að milda þá „fórn“ stórlega með gjafagerningi Steingríms og Jó- hönnu þeim til handa, eins og alkunna er. Útlendingakomplexinn Þeir Íslendingar eru til sem búa við varanlega vanlíð- an yfir því hve sjaldan Íslendingar séu í fréttum og væla yfir því í umræðum og pistlum. Það eru þeir sömu og telja að ef „útlendingur“ fæst til að vitna um eitthvað, sem hér gerist, þá sé sönnunargildi þess margfalt meira en ef heimamaður, sem þekkir mun betur til, tjáir sig. Og eins eru þeir til sem trúa því að sé eitthvað haft eftir „viðmælanda,“ oftast ónafn- greindum, og undirliggjandi að „viðmælandinn“ sé að auki „útlendingur“ þá sé hægt að slá fram bábiljum í nafni hans, rétt eins og stóri dómur hafi fallið. Þetta er sérstakt þegar þess er gætt að útlendingar eru ekki slíkt fágæti eins og þessir undirleitu aðdáendur halda. Eftir fáeinar flugmílur frá Íslandi má sjá útlendinga í hrönnum og ekkert sérstakt um þá. Sumir minna á Hafnfirðinga og aðrir gætu verið frá Súðavík. Örfáir menn hér á landi vöruðu við því munnlega og skriflega með alllöngum fyrirvara að teikn væru uppi um að hér stefndi nær örugglega í bankahrun og fengu þeir sömu fremur bágt fyrir. Til að halda hlut- falli ættu að vera til slíkir vitnisburðir nokkurra tuga þúsunda „útlendinga“ sem hefðu gert það sama í sín- um ranni. Eins og lesa má af frásögnum um bók Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, verður ekki annað séð en að atburðirnir þar hafi komið yfir- völdum í opna skjöldu. Taugaveiklunarleg æðisköst í Bretlandi, þar sem forsætisráðherrann beitti hryðjuverkalögum gegn vinaþjóð í Nató, sýna að þar voru menn teknir í rúm- inu. Bretar stæra sig þó af því að hafa stundað al- þjóðleg bankaviðskipti öldum saman. Í fyrrgreindum löndum voru hundruð hagfræðinga frá bestu háskól- um heims í lykilaðstöðu til að fá upplýsingar og leggja á þær mat og hringja í framhaldinu aðvörunarbjöllum eða grípa til aðgerða. Það var ekki gert. Í seðlabönk- um Evrópu störfuðu hátt í 100 þúsund manneskjur, þrátt fyrir sameiginlega mynt og þaðan heyrðist hvorki hósti eða stuna. Ekki geta þeir allir hafa verið úti að borða allan tímann. Framangreind staðreynd skýrir það að nokkru að hér heima voru menn vantrú- aðir á að aðvaranir, sem að sögn sumra þeirra, voru jafnvel „stóryrtar“. Sækja út, en rækta líka sitt Auðvitað eiga Íslendingar að horfa með athygli til þró- unar og framfara annars staðar og taka mið af því. Fjölmenn ríki, með öflugar vísindastofnanir sem standa á gömlum merg og eftir eðli málsins með fjöl- breytt þjóðfélag eru líklegri til að opna fleiri nýjar glufur fyrir þekkingu en gerist í fámennari sam- félögum. En það réttlætir ekki að menn þreifi ekki einnig fyrir sér upp á eigin spýtur. Íslenskir fræðimenn, sem hverfa til góðra skóla, vís- indastofnana eða fyrirtækja og koma sumir aftur heim, bjóðist þeim tækifæri til, eru happafengur fyrir Gunnar, tölvu- póstur, svamlar í dökkum sjó * Skömmu síðar hentu kjós-endur ríkisstjórninni út meðsveiflu svo sá undir sólana. En þá bar svo við að ný ríkisstjórn beit í sig að ekki mætti sjást að stjórn- arskipti hefðu orðið. Reykjavíkurbréf 23.10.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.