Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 49
fyrir mér hvernig hann hefði lent þarna og hvers vegna enginn fjarlægði hann. Hafði ann- að hvort þeirra hent sandalanum eftir hinum í rifrildi, voru þau að fara að skilja eða var þetta brandari af þeirra hálfu að fjarlægja ekki sandalann? Þetta er því atburður úr mínu lífi án þess að það þetta sé sjálfs- ævisögulegt.“ Krafðist mikils hugrekkis Að sögn Helle vissi hún snemma að hún ætl- aði sér að verða rithöfundur. „Það var samt ekki fyrr en ég fékk mín fyrstu skrif prentuð að ég fékk hvatninguna sem til þurfti. Það tók mig langan tíma að finna rétta tóninn. Ég kem úr verkamannafjölskyldu. Pabbi minn var bif- vélavirki og mamma mín afgreiðslukona í ilm- vatnsbúð og einstæð móðir. Þau lögðu alltaf mikla áherslu á að nýtti hæfileika mína, en samtímis lögðu þau áherslu á að ég yrði að geta séð fyrir mér. Það krafðist mikils hug- rekkis þegar ég valdi að gerast rithöfundur, því það eru litlar líkur á því að hægt sé að lifa af því, a.m.k. ekki í upphafi meðan maður er að skapa sér nafn,“ segir Helle sem á árunum 1997 til 2010 hlaut ritlaun frá danska ríkinu í alls átta ár, en árið 2010 var hún útnefnd heið- urslistamaður og mun fá táknræna upphæð greidda mánaðarlega til æviloka. „Heiðurslaunin snúast fyrst og fremst um heiðurinn, því mánaðarlaunin sem ég fæ greidd eru 1.300 danskar krónur fyrir skatt [tæpar 25 þúsund ísl. krónur] og þau eru tekjutengd. Í dag hef ég lífsviðurværi mitt af sölu bóka minna og þarf ekki lengur að sækja um ritlaun. En þó að upphæðin væri miklum mun hærri þá myndi ég ekki upplifa það sem aukna pressu um afköst. Þegar ég sest við skrif gleymi ég öllum skyldum, fyrri viður- kenningum og dómum um bækur mínar. Og það er nauðsynlegt til þess að ég geti einbeitt mér algjörlega að skrifunum. Ég man aðeins eftir lesendum. Ég er mér alltaf meðvituð um hvernig textinn minn muni snerta lesendur. Það þýðir ekki að ég sé að reyna að gera fólki til hæfis, enda er ekki hægt að skrifa undir þeim formerkjum. Þetta snýst um að koma sjálfum sér á óvart. Ef ég væri upptekin af viðtökunum hefði ég t.d. aldrei kallað nýjustu bók mína Hvis det er því sá titill er óþýðan- legur,“ segir Helle og áréttar að ritlaunin á árum áður hafi hins vegar gert sér kleift að lifa af ritlistinni fyrr en ella. „Ég hefði án efa orðið rithöfundur þótt ég hefði ekki fengið ritlaun, en það hefði tekið mun lengri tíma og verið erfiðara þar sem ég hefði ekki haft tíma til að skrifa eins mikið og ég get leyft mér í dag. Þegar ég skrifaði fyrstu tvær bækur mínar vann ég samhliða fullan vinnudag sem fréttamaður í útvarpi. Það tók mig mjög langan tíma að skrifa fyrstu tvær bækur mínar, því þegar maður er búinn að vinna fullan vinnudag þá hefur maður hvorki tíma né orku til að sinna skrifunum sem skyldi. Sumum finnst að maður fái allt upp í hendurnar fái maður ritlaun, en ég leyfi mér að benda á að bækur mínar skila miklu í ríkiskassann, því 25% af sölu hverrar bókar renna beint til ríkisins í formi virðisauka- skatts. Á litlum málsvæðum er nauðsynlegt að styrkja rithöfunda til starfa, því markaðs- svæðið er svo lítið að það er nær ómögulegt fyrir flesta að lifa einvörðungu af sölu bóka sinna. Tungumálið er það mikilvægasta sem við eigum því það skilgreinir okkur sem mann- eskjur og þjóð. Það skiptir öllu máli að skrif- aðar séu nýjar bókmenntir á tungumáli til að það haldist lifandi, þróist og þroskist,“ segir Helle og tekur fram að hún beri ómælda virð- ingu fyrir góðum þýðendum sem hjálpi bókum hennar að hasla sér völl erlendis. Ekki er hægt að sleppa Helle án þess að forvitnast um hvort hún sé farin að leggja drög að næstu bók. „Ég veit um hvað ég ætla að skrifa, en vil ekki segja of mikið á þessu stigi. Minn helsti höfuðverkur núna er hvort ég eigi að skrifa bókina í fyrstu eða þriðja persónu eintölu. Þessu hef ég velt fyrir mér sl. sex mánuði. Mig langar að skrifa bókina í þriðju persónu, en ég hef aðeins skrifað eina aðra bók í þriðju persónu. Vandinn við að skrifa bók í þriðju persónu er að þá er alltaf ákveðin hætta á því að textinn verði leiðin- legur. Mér finnst hins vegar spennandi að sjá hvort hægt sé að gæða frásögn í þriðju per- sónu nógu miklu lífi. Ég er mjög upptekin af því að hver ný bók feli í sér nýja áskorun fyrir mig sem höfund og kalli á ákveðnar form- tilraunir,“ segir Helle og bætir síðan við: „Styrkur minn sem höfundur felst í því að skrifa inn sterka nærveru, jafnt milli persóna bókarinnar, milli mín og bókarinnar og ekki síst milli bókarinnar og lesenda. Ég vel orð mín mjög gaumgæfilega. Hvert einasta orð þarf að hafa tilgang og í þeirri merkingu er hvert orð dýrt. Mér finnst mikilvægt að les- endur þurfi að lesa hægt og einbeita sér að hverju orði. Auðvitað þurfa að vera tempó- skipti sambærileg við þau sem verða í tónlist. Það er mjög spennandi að vinna með tungu- málið, því það er hægt að segja svo mikið með tiltölulega fáum orðum. Ég lít þó ekki á mig sem mínimalista, því það finnst mér óspenn- andi nálgun. Reynslan hefur hins vegar kennt mér að færri orð hafa meiri vigt.“ Morgunblaðið/Golli „Tungumálið er það mikilvægasta sem við eigum því það skilgreinir okkur sem manneskjur og þjóð. Það skiptir öllu máli að skrifaðar séu nýjar bókmenntir á tungumáli til að það haldist lifandi, þróist og þroskist,“ segir Helle Helle. * Ég er mér alltafmeðvituð um hvernigtextinn minn muni snerta lesendur. Það þýðir ekki að ég sé að reyna að gera fólki til hæfis, enda er ekki hægt að skrifa undir þeim formerkjum. 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Þeir sem kunna að meta gott uppistand ættu að drífa sig á Reykjavík Comedy Festival sem hófst á föstu- dag. Í dag, laugardag, koma m.a. fram í Hörpu grínistarnir Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo og Hugleikur Dagsson hitar upp. 2 Birta Guðjónsdóttir, deild- arstjóri sýningadeildar Lista- safns Íslands og annar sýn- ingarstjóra sýningarinnar Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp, leiðir gesti um sýninguna á morgun, sunnudag, kl. 14 í Listasafni Íslands. 4 Blade Runner frá árinu 1982 verður sýnd á Svörtum sunnudegi í Bíó Paradís ann- að kvöld kl. 21. Um er ræða lokaútgáfu leikstjórans Ridleys Scotts þar sem áhorfendur fá að sjá lengri útgáfu myndarinnar. 5 Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir opnar sýningu í Iðnó og Gallerí Gesti í dag, laugardag, kl. 14. Verkin sem Guðrún Sigríður sýnir eru valin með baráttu kvenna fyrir kosningarétti í huga. Sýningin er sú síðasta í sýn- ingaröð sem G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir stóð fyrir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3 Leiksýningin Annar tenór eftir Guðmund Ólafsson snýr aftur á fjalirnar. Sýnt verður í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 16 og fimmtudaginn 29. október kl. 20. Leikendur eru auk Guðmundar, Sigursveinn Magnússon og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.