Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Sankti Pétursborg er ein af helstu menningarborgum heims. Í miðju menningarsenunnar er óperuhúsið sem þykir með þeim allra fremstu í heiminum. Í þessari rösklega 150 ára gömlu byggingu hafa risar á borð við Tchaikovsky, Mussorgsky og Rimsky-Korsakov frumsýnt verk sín, og margir frægustu dansarar og söngvarar heims stigið sín fyrstu skref upp á stjörnuhimininn. Óperuhúsið er þekkt undir ýmsum nöfnum. Formlega nafnið er Mariinskiy Teatr, en heimamenn láta yfirleitt duga að tala um Mar- ínku. Þegar Sovétmenn voru við völd hét byggingin Kirov-leikhúsið. Þökk sé veiklun rúblunnar að undanförnu eru miðarnir ekki dýrir í krónum talið og auðvelt að kaupa á heimasíðu leikhússins, Mariin- sky.ru. Ferðalangar ættu að hafa gætur á að kaupa miðana bara beint af leikhúsinu, og líka að sneiða hjá þeim hópum sem bjóða upp á túr- ista-sýningar á ballett- og óperuverkum á öðrum stöðum. Þetta eru hópar sem kalla sig nöfnum sem láta þá sem ekki vita betur halda að þeir séu að sjá „alvöru“ uppfærslu. Þessar sýningar komast ekki með tærnar þar sem Marínka hefur hælana. Þá er upplagt að hefja kvöldið á léttum snæðingi á veitingastað í göngufæri við óperuhúsið, því oft getur það gerst að umferðin í borginni þyngist á kvöldin. Væri leiðinlegt að missa af fyrsta þætti vegna óvæntrar umferðarteppu. Í HÓPI ÞEIRRA ALLRABESTU Óperuhúsinu má ekki sleppa Ljósmynd/Mariinsky.ru Oxana Skorik og Timur Askerov í Svanavatninu. * Bókmenntaborgin mikla Unnendur heimsbókmenntanna fá mikið út úr því að heimsækja Pétursborg. Borgin er sögusvið atburða úr bókum eins og Önnu Karenínu, Evgení Ónegín, Stríði og friði og Fávitanum. Er vert að heimsækja heimili Dostojevskís sem í dag er safn og er stutt frá Dostoyevskaya-neðan- jarðarlestarstöðinni. A llir ættu að heimsækja Sankti Pétursborg, þó ekki væri nema einu sinni á lífsleiðinni. Þar má komast í beina snertingu við merka og glæsta sögu borgar- innar og heimsækja menning- arstofnanir sem eiga engan sinn líka. Við hvert fótmál leynist dularfull kirkja, fagurlega skreytt brú, eða safn þar sem einhver merkismanneskjan bjó og ýmist lagði drög að heimsyfirráðum eða skapaði ódauðleg listaverk. Ekki síður merkilegt er að komast í snertingu við rússnesku þjóðina, sem er enn að mýkjast upp eftir hin hörðu ár komm- únismans. Þar blandast saman á götunum Lödur og Benzar, rammkristnar babúskur og spengilegar ungfrúr sem eru í stuttum pilsum í öllum veðrum. Í matinn er vodki og borscht, eða kampavín og kavíar. And- stæðurnar gera samfélagið bara enn ómótstæðilegra. Vetrarhöll og Blóðkirkja Gott er að byrja ferðina á því að rölta upp aðalgötuna, Nevsky Prospekt, sem hefur verið lífæð borgarinnar allt frá því Pétur mikli gerði fyrstu drög að skipu- lagi byggðarinnar. Gatan er breið og löng, og liggur upp að Vetrarhöllinni sem núna hýsir Hermitage-listasafnið. Á leiðinni upp breiðgötuna má finna Kazan-dómkirkjuna, Blóð- kirkjuna, og Gostini Dvor sem er verslunarmiðstöð sem Péturs- borgarar byggðu á sama tíma og Íslendingar bjuggu enn í torfkof- um. Í nágrenni Kazan-dómkirkj- unnar er kjörið að leita uppi báta sem sigla með ferðamenn eftir ám og skurðum Péturs- borgar og upplifa fagra borgar- myndina. Stutt frá Blóðkirkjunni er Rússneska safnið sem skartar óviðjafnanlegum verkum rúss- nesku meistaranna og er vel heimsóknarinnar virði. Hermitage safnið er eitt af höfuðsöfnum heimsins og út- heimtir hálfan dag hið minnsta. Mörgum finnst líka gaman að skoða náttúruminjasöfnin hinum megin við Nevu, á Vasilievsky- eyju, þar sem finna má alls kyns furðuverur uppstoppaðar eða í formaldehýði. Af öðrum stöðum sem vert er að skoða er Péturs og Páls virk- ið, Ísaks-dómkirkjan og Smolny Klaustrið. Peterhof-höllin stutt fyrir utan bæinn er líka vel þess virði að heimsækja. Næturlest til Moskvu Upplagt er að tvinna saman í einn pakka ferð til Pétursborgar og Moskvu, ef tíminn leyfir. Hraðlest fer á milli borganna en það getur líka verið mjög nota- legt að taka næturlestina og vera mættur árla dags á áfanga- stað, úthvíldur og hress. Sumir sofa hvergi betur en um borð í þessari lest. Ferðalangar ættu að hafa hug- fast að áður en flogið er til Rússlands þurfa Íslendingar, rétt eins og íbúar flestra annarra landa, að sækja um vegabréfs- áritun. Er vissara að sækja um áritunina með góðum fyrirvara og hafa hugfast að fullnægja ýmsum skilyrðum. Einfaldar það málin ef flogið er með ferða- skrifstofu sem gætir að öllum formsatriðum og útvegar tilskilda pappíra. Ljósmynd/Flickr - Dennis Jarvis (CC) Málverkið Endurkoma týnda son- arins eftir Rembrandt er eitt af meistaraverkunum í Hermitage. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: SANKTI PÉTURSBORG Borgin sem Pétur mikli byggði Í PÉTURSBORG ER MERGJUÐ SAGA RÚSSLANDS ÁÞREIFANLEG OG HÆGT AÐ UPPLIFA EINSTAKA MENNINGU Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Blóðkirkjan í miðborg Pétursborgar er eitt kröftugasta dæmið sem finna má um rússneska byggingarlist og á sér merka sögu. Íburðinn vantar ekki í Dómkirkju heilags Ísaks. Mariinsky óperuhúsið er rótgróin stofnun. Ljósmynd/Wikipedia - A.Savin (CC)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.