Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Græjur og tækni Eigin hringitónn Margir vilja helst búa til eigin hringitóna í símann og á mark- að er komið nýtt app til að út- búa eigin hringitón sem tækni- vefsíðan Phonearena kaus sem besta nýja app síðustu viku. Appið ber einfaldlega heitið Ringtone Maker. * Í epli.is kostar 16 GB iPhone6s 124.990 kr. 64 GB kostar 134.990 kr. og 128 GB 154.990 kr. Hjá Nova kostar síminn það sama en Nova býður líka upp á að taka iPhone 5 eða 5S upp í iPhone 6s. Svo er líka hægt að fá 6s Plus, sem er stærri týpan af sexunni, skjárinn á honum er 5,5" samanborið við 4,7". * Örgjörv-inn í símanum er nýtt afbrigði af A-línunni, A9, sem Apple segir að sé tvöfalt hraðvirkari en A8, sem er í sexunni, en tiftíðni á honum er 1,85 MHz samanborið við 1,4 GHz. Grafíkörgjörvinn er líka nýr, var fjögurra kjarna en er nú sex kjarna og tiftíðnin 680 MHz samanborið við 450 Mhz. Vinnsluminni er líka tvöfalt meira, komið í 2 GB. NÝR IPHONE SEM KYNNTUR VAR UM DAGINN, IPHONE 6S, VIRÐIST EKKI MERKILEG UPPFÆRSLA VIÐ FYRSTU SÝN. ÞEGAR GRANNT ER SKOÐAÐ KEMUR ÞÓ Í LJÓS AÐ SÍMINN ER MIKIÐ ENDURBÆTTUR. Þó það sé traustvekjandi og gott í sjálfu sér, þá er það að vissuleyti leiðinlegt hvað iPhone-uppfærslur eru orðnar fyrirsjáanlegar.Útlits- og meiriháttar kerfisuppfærslur koma á sléttum tölum (2010, 2012, 2014) og svo er innvolsið dagrétt á oddatölum (2011, 2013, 2015). Nú er einmitt oddatala, 2015, og þá er komið að S-útgáfu. iPhone 6 var náttúrlega framúrskarandi sími á sínum tíma, mikil bylting með stærri skjá, betri myndavél og miklu glæsilegri hönnun. Við fyrstu sýn virðist iPhone 6s einmitt vera meira af því sama, útlitið er ekki breytt, nema náttúrlega pastellitapallíettan – bendi sér- staklega á nærbuxnableika símann. Um leið og kveikt er á símanum kemur þó í ljós að það eru fleiri breytingar en litatónar og sumar þeirra bæði merkilegar og magnaðar. Það sem einna mestur fengur er í snýr að snertiskjánum og virðist kannski ekki svo merkilegt, en er vísbending um tækni sem verður allsráðandi í iPhone-símum og keppinautar Apple munu eflaust stæla. Fyrirbærið kalla Apple-bændur 3D To- uch og minnir ekki svo lítið á Force Touch-tæknina sem kynnt var í MacBook-fartölvum í vor. Á þeim var músarflöturinn, snertiflöturinn, allur einn hnappur og þegar maður styður á flötinn er sem hann sé að svara með mismunandi virkni eftir því hve fast og hve lengi er þrýst á flöt- inn. Á símunum heitir tæknin nú 3D Touch eins og getið er, enda er hún nokkuð breytt, til að mynda mun nákvæmari og hraðvirkari. Nota- gildið er kannski ekki svo ýkja mikið eins og er en það sem virkar virkar fáránlega vel. Dæmi um virkni er að þegar smellt er á for- rit á skjánum opnast viðbótarvalmynd fyrir það forrit, ef forritið styður þá virkni á annað borð. Þetta er dæmigerð viðbót sem fer lítið fyrir til að byrja með en eftir því sem forritum fjölgar sem styðja hana verður hún ómissandi. Útlitið á símanum er óbreytt, en þó breytt því glerið í honum er sér- styrkt og sterkara en í sexunni. Einnig er hönnun á boddíinu endur- bætt og síminn allur sterkbyggðari. Eins og ég nefndi er 3D Touch-tæknin ein helstu tíðindin við 6s- símann, en þó með það í huga að kostir hennar eigi eftir að koma bet- ur í ljós á næstu árum. Endurbætur sem skila sér strax eru þó fjöl- margar og þar helst hvað myndavélina varðar, enda hefur hún fengið rækilega yfirhalningu. Myndflagan er ný og stærri, komin upp í 12 milljón díla, 12 megapix- el, sem er umtalsvert meira en á sexunni – myndflagan á henni var 8 milljón díla. Myndvinnslan í símanum er líka betri og litir eðlilegri, en örgjörvinn er líka nýr og mun hraðvirkari. Vert er að geta þess að ekki er bara myndflagan stærri heldur eru fókuspunktar tvöfalt fleiri en í eldri gerðinni. Stærri myndflaga og betri örgjörvi gefur færi á að taka betri vídeó og síminn ræður nú við 4K myndskeið, 3840 x 2160 dílar, á 30 römm- um á sekúndu. Alla jafna vista símar ekki hvern ramma fyrir sig held- ur bara breytingar á römmum, en í nýju myndavélinni geymir síminn alla ramma í fullri upplausn sem gerir myndböndin betri, en spænir líka upp plássið á símanum. Það er því rétt að hafa það í huga þegar valin er minni stærð, 16, 64 eða 128 GB - 16 GB er of lítið ef ætlunin er að taka eitthvað af myndskeiðum (og eins ef eigandinn er ekki dug- legur að taka til í myndamöppunni og/eða hefur unun af því að horfa á bíómyndir á símanum). Myndavélin á framhliðinni, sjálfsmyndavélin, er líka mikið endurbætt, og tími til kominn. Nú er hún 5 milljón dílar, en myndavélar á eldri gerðum iPhone hafa verið merkilega lélegar. Það er ekkert flass við myndavélina á framhliðinni, en Apple á svar við því, skjárinn nýtist sem einskonar leifturljós, Retina flash, en hann lýsir þegar smellt er af til að gefa meiri birtu fyrir sjálfsmyndina. Víst er það „redding“, en snið- ug sem slík. Önnur viðbót við myndavélina, sem ég er á báðum áttum með, er það sem Apple kallar Live Photos, en þá tekur vélin upp aðeins lengur eftir að smellt er af og hægt að skeyta hljóði eða myndskeiðsbroti við ljós- myndina, ef vill. Víst er þetta magnað apparat, gríðarflottur sími, en stóra spurningin er náttúrlega hvort ástæða sé til að skipta. Ef þú ert með 5s eða eldra módel af iPhone, þá er svarið já, undireins! Ef þú átt aftur á móti iPhone 6 er erfiðara að segja af eða á, nema þú viljir miklu, miklu betri myndavél, umtalsverða hraðaaukningu og sterkbyggðari síma. Já, eða bleikan síma. ÁRNI MATTHÍASSON ENGIN VENJULEG UPPFÆRSLA * Ólíkt því sem maður hefur van-ist, að símarnir verði alltaf þynnri og léttari, þá er 6s heldur þykkari en fyr- irrennarinn, 7,1 mm samanborið við 6,9 mm, og líka nokkuð þyngri, 143 g á móti 129 g. Þetta skýrist væntanlega helst af innleið- ingu 3D Touch-tækninnar, en gerir símann í raun þægilegri í hendi, manni finnst minni líkur á að hann muni renna úr hendinni. Græjan Mundu eftir súpukortinu FR Í súp a d ag sin s Súpukort Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Sími 533 3000 bakarameistarinn.is Velkomininn í hlýjuna í súpu dagsins Hægt að fá súpu í brauðkollu eða í skál. Súpu dagsins sérðu á Facebook síðunni okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.