Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Blaðsíða 29
25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Einn rétturinn á T-bone steikhúsi Hallgríms og félaga hans við Ráð- hústorgið er nauta rib eye með grill- uðum maís og grillspjóti, sem sjá má á myndinni hér að ofan. „Uppáhaldssteikin í dag er vel meyrnuð nauta rib eye. Þegar við erum að velja kjöt verðum við að passa að það sé fullmeyrnað og tilbúið fyrir miðlungssteikningu. Veljum kjöt með góðum fyrirvara, marinerum það í olíu og uppáhalds- kryddjurtunum. Oft getur verið gott að leysa örlítinn kjötkraft upp í olíu og pensla steikina þegar verið er að steikja eða grilla. Fáum okkur þykka og myndarlega steik frekar en þunna því að þá er auðveldara að stjórna steikingu frá „rare“ til „well done“. Pössum að grillið eða panna séu vel heit þegar við byrjum að steikja og leyfum kjötinu að fá fal- lega steikarhúð áður en við snúum steikinni.“ Hallgrímur segir mjög mikilvægt að „hvíla“ kjötið eftir steikingu í a.m.k. 5-10 mínútur til að viðhalda kjötsafanum og bragði. „Ef við byrj- um að skera kjötið of snemma flæðir allur safi og bragð úr steikinni. Matreiðslumeistarinn segir mjög gott, og hvetur fólk til þess, að fjár- festa í kjötmæli, sem eru ekki dýrir, til að mæla kjötið okkar á meðan á eldun stendur. „Rare“ er u.þ.b. 55°C í miðju , „medium“ u.þ.b. 60°C og „well done“ u.þ.b. 70°C. Til að fá kolagrillsilminn í gasgrillið er tilvalið að henda örlítilli birki- grein af tré nágrannans á gasgrillið síðustu mínúturnar!“ segir Hall- grímur. Nauta rib eye Tryggið ykkur miða á harpa.is og tix.is Í ELDBORG, HÖRPU 6. DESEMBER KL. 20.00 Upplifðu hinn sanna anda jólanna með Kristjáni Jóhannssyni og gestum er þeir flytja úrval ástkærra jólalaga í bland við ýmsar af helstu perlum óperusögunnar. Tónleikar Kristjáns eru nú haldnir í Eldborgarsal Hörpu í þriðja skiptið en þeir hafa notið gríðarlegra vinsælda og eru fastur liður í jólaundirbúningi margra tónlistarunnenda. Gestir Kristjáns að þessu sinni eru þau Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Karlakór Kópavogs og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. „Allt stökkt undir tönn og örlítið salt er frábært bjór- snakk,“ segir Hallgrímur, spurður hvernig veitingar verði á boðstólum á RC microbar. „Öðruvísi snakk getur ver- ið þurrkuð hráskinka,“ segir hann. „Skellið hráskinku- sneiðum á smjörpappír og þurrkið við ca. 100 gráður á Celcius í rúman klukkutíma. Útbúið sæta lauksósu til að dýfa í með örlitlu ediki, fínt söxuðum lauk, smá hunangi og örlitlu af salti í pott, svitið saman þar til vökvinn er gufaður upp og berið fram með hráskinkunni.“ Önnur fljótleg leið til að útbúa snakk með ölinu getur verið að „henda í pitsudeig, fletja þunnt út, smyrja með ólífumauki og rifnum parmesan, skera í litlar ræmur og baka stutt við 220 gráður eða þar til brauðstangirnar eru stökkar. Einföld ostasósa hentar afar vel með: Hitið örlítinn rjóma í potti og notið alla ostenda í ísskápnum. Til að drýgja sósuna er tilvalið að bæta rjómaosti með uppáhaldsbragðinu út í. En munið að hafa snakkið stökkt og salt, því það kallar á meira öl!“ Myndin er tekin á R5. Rekaviðardrumbar nýtast þar til skrauts og þessir í glugganum verða borð. Þarna sér yfir að T-bone steikhúsinu í rauða húsinu í fjarska. Stökkt undir tönn og örlítið salt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.